Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Side 27
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 27 Samgönguvandamál Það hefur lengi verið vanda- mál í Tælandi og þá sérstaklega í höfuðborginni Bangkok hve samgöngur ganga treglega. Tæland er mikið ferðamanna- land en samgönguvandamálin eru nú orðin svo alvarleg aö ferðamenn hafa stytt leyfi sitt í landinu um helming að meðal- tali. Ferðamönnum hefur hins vegar ekki fækkað. Bjargið dúfunum Dúfum á Trafalgar- torgi í Lund- únum hefur fjölgað á undanfóm- um árum og telja yfirvöld þau nú orðin að vanda máli vegna fuglaskíts. Uppi voru áform um að fækka mjög í dúfnastofninum á torginu, hugsanlega með því að siga æfðum fálkum á hópinn. Þegar þær fréttir bárust út var rekið upp mikið harmakvein víða um heim. Dýraverndunarsinnar vilja koma í veg fyrir slík níð- ingsverk og óvíst er að borgar- yfirvöld fái máli sínu fram- gengt. Nýr flugvöllur Kínverjar tilkynntu í vik- unni um áform sín að byggja nýjan alþjóðaflugvöll á eynni Hainan þar sem mikil efhahags- leg uppbygging hefur verið á undanfómum árum. Fjárhagsá- ætlun hljóðar upp á hátt í tvo milljarða króna. Engir peningar Undanfama mánuði hafa staöið yfir endurbætur á al- þjóðaflugvellinum við Kænu- garð (Kiev). Nú hafa þær fram- kvæmdir stöðvast vegna þess að hið opinbera á ekki neina peninga til að setja í þetta verk- efhi. Takmarka flug Þjóðgarðurinn Miklagljúfur (Grand Canyon) í Arizona í Bandaríkjunum hefur alltaf haft aödi'áttarafl fyrir ferða- menn. Vinsælt er að fljúga yfír þetta mikilfenglega gljúfur en flugumferð var orðin svo mikil að nú era uppi áform um að takmarka flugumferð á svæð- inu. Oktoberfest Nú stendur yfir „Oktober- fest“ bjórhátíðin í Munchen en hún hefur verið haldin 163 ár í röð. Hún hefur mikið aðdráttar- afl fyrir ferðamenn og síðasta ár komu 7 milljónir manna á hátíðina. Charles de Gaulle Heathrow flugvöllurinn við Lundúnir er stærsti flugvöllur Evrópu en enginn flugvöflur státar af jafnmikiUi fjölgun far- þega á þessu ári og Charles de GauUe flugvöUurinn við París- arborg. Ferða- málayflr- völd í Eg- yptalandi tflkynntu að á síðasta ári hefði arður- inn af ferðamönnum slegið öU met (áramót hjá Egyptum era 30. júní). Tekjur landsmanna námu tæplega 200 mUljörðum króna og er það aukning um 30,9% frá síðasta ári. Ferða- þjónusta er þriðja stærsta at- vinnugrein landsins. Húsdýragarðurinn: Full starfsemi að vetrarlagi Margir ganga út frá því að Húsdýragarð- urinn vinsæli í Laugardalnum starfi aðeins að sumarlagi. Það er hins vegar alrangt og ekkert lát er á starfseminni aUt árið. Stefan- ía Stefánsdóttir er kynningarfuUtrúi Hús- dýragarðsins. „Garðurinn er opinn frá 13-17 aUa virka daga nema á miðvikudögum. Lokun á mið- vikudögum leggst Ula í suma, en þetta er nauðsyn því við þurfum að þrífa og hugsa um dýrin. Síðan er opiö um helgar frá 10-18. Við höfum hugsað okkur að brydda upp á nýjung í vetur og vera með skemmtiatriði um helgar í kaffihúsinu okkar. Það hefur verið inni í sumardagskrá okkar og nú ætl- um við að reyna að keyra það einnig að vetrinum. Skemmtiatriðin era ýmiss konar, sögusýningar, hestateymingar og svo fram- vegis,“ sagði Stefanía. „Húsdýragarðinn er tUvalið að nota sem útivistarsvæði og fólk getur nýtt sér plássið þar. Annars er starfsemin í fuUum gangi yfir veturinn að undanteknu því að við neyðumst tU að taka inn rafmagnstæki sem ekki geta verið úti yfir veturinn. Sumir timar era skemmtUegri en aðrir, tfl dæmis hefur fólk gaman af því að koma hér um helgar um fimmleytið að deginum. Þá era mjaltir sem fólki finnst gaman að fylgjast með. Fólk er smám saman að vakna tU vitundar um það að Húsdýragarðurinn starfar á fuUu yfir veturinn og aðsóknin á þeim tíma er smám saman að aukast," sagði Stefanía. -ÍS Þórshöfn Bakkafjörður > Vopnafjörður Borgarfjörður eystri 205 möguleikar til að nálgast milljónir! Lottósölustaðimir eru tvöhundruð og fimm. = Lottósölustaður -draumurinn gœti orðið að veruleika t á&u tiér miðu t \ i ir kl 20,^ a laus;anUgiuu,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.