Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Page 43
JjV LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 skák 51 Olympíuskákmótið í Erevan: Allt veltur á lokaumferðunum - skin og skúrir í skákum íslendinganna Spennan magnast í fleiri en einu tilliti í Erevan, höfuðborg Armeníu. Eftir sigur sinn í forsetakosningun- um hefur Ter-Petrosjan farið að dæmi landa síns og fyrrverandi heimsmeistara, Tigrans Petrosjans, og stillt upp sterkri varnarstöðu, sem nú tekur á sig mynd skrið- drekasveitar umhverfis miðborgina. Kosningar til forseta aíþjóðaskák- sambandsins verða nk. sunnudag og því heyrist fleygt að atkvæði gangi kaupum og sölum. Síðast en ekki síst dregur nú að lokum 32. ólymp- íuskákmótsins en er þetta er ritað eru aðeins ótefldar íjórar umferðir. Rússar, með Garrí Kasparov í fylkingarbrjósti, hafa örugga for- ystu. Raunar hefur frammistaða sveitarinnar meira byggst á öðrum sveitarmönnum en Kasparov sjálf- um, sem farið hefur með löndum. Það var ekki fyrr en í 9. umferð sem hann sýndi loks alvöru heimsmeist- aratakta með þvi að leggja búlgarska stórmeistarann Topalov að velli í mikilli baráttuskák. Áður hafði Kasparov gert nokkur tíðinda- lítil jafntefli en þó lagt Tékkann Hracek með nokkrum tilþrifum. íslenska skáksveitin fékk slæman skell í 6. umferð gegn bandariskri stórmeistarasveit, sem var algjör- lega óverðskuldað, því að lengstum var útlit fyrir að Island hefði betur. Þetta létu okkar menn þó ekkert á sig fá og lögðu Kanadamenn i næstu umferð á eftir með sömu vinninga- tölu - 3,5 - 0,5. Næst kom jafntefli við Rúmena, sem var lognið á und- an storminum, því að í 9. umferð lágu Kólumbíumenn flatir án þess að fá svo mikið sem hálfan vinning. Við þennan sigur voru íslending- amir komnir upp í deilt 12. sæti en aðeins fjaraði undan í 10. umferð eftir ósigur, 1,5 - 2,5 gegn sterkri sveit Georgíumanna. Að loknum tíu umferðum af íjórt- án var íslenska sveitin í námunda við 20. sætið, sem verður að teljast viðunandi árangur eftir gengis- sveiflur síðustu umferða. En betur má ef duga skal. Lokaumferðimar skipta öllu máli. í íslensku sveitinni er Þröstur Þórhallsson, sem nú er að tefla sín- ar síðustu skákir sem alþjóðlegur meistari, sá eini sem ekki hefur tap- að skák. Þröstur hefur hins vegar oft verið hætt kominn en hann er þekktur fyrir að gefast ekki upp þótt á móti blási. Hannes Hlífar tapaði sinni fyrstu skák í 10. umferð en samt er árangur hans til þessa mjög góður - 6 vinningar af 9 möguleg- um. Jóhann hefur einnig staðið sig með prýði á 2. borði, með 4,5 v. af 8, en á ólympíumótinu í Moskvu fyrir tveimur árum var hann algjörlega heillum horfinn. Margeir, sem á þyngstu mótherjana á 1. borði, hef- ur hlotið 50% vinningshlutfall - 3,5 v. af 7. Helgi Áss hefur unnið tvær síðustu skákir sínar og er með 3 v. af 5 og aldursforseti sveitarinnar, Helgi Ólafsson, sem fyllti fjórða tug- inn í síðasta mánuði, hefur hlotið 2 v. úr 5 tefldum skákum. Sá er þetta ritar hefur teflt á níu síðustu ólympíuskákmótum en fylg- ist nú með þessu úr öruggri fjar- lægð. Það eru óneitanlega nokkur viðbrigði, enda er því ekki að neita að stundum vill hugurinn reika til Armeníu. Mest hefur mér þó komið á óvart fréttaflutningur hér heima frá mótinu og þá einkum ljósvaka- miðlanna, sem verið hefur til hábor- innar skammar. Ætla má að eitt- hvað annað hefði verið uppi á ten- ingnum ef þetta væru einhverjir smáþjóðaleikar, svo ekki sé minnst á boltaleiki. Skoðum tvær skákir frá mótinu. Fyrst handbragð heimsmeistarans en síðan dæmigerða baráttuskák Hannesar Hlífars frá viðureign ís- lendinga við Kólumbíu. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Hracek Sikileyjarvöm. I. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. 0-0-0 Rxd4 9. Dxd4 Be7 10. f4 b5 Ef einhver „minni spámaðurinn" væri að tefla með svörtu væri ef- laust álitið að hann væri að rugla saman afbrigðum. Leikurinn er yæntanlega til þess gerður að hrekja Kasparov út af troðnum slóð- um. II. Bxf6 gxf6 12. e5! d5 Ef 12. - dxe5 13. De4 Bd7 og nú er 14. Bxb5 axb5 15. Hxd7 Kxd7 16. Hdl+ mögulegt. 13. Kbl b4 Til greina kemur 13. - Bb7 og síð- an 14. - Hc8. Svartur hrekur riddar- ann i átt að ógnandi stöðu. 14. Re2 a5 15. Rg3 f5 16. Rh5 Hb8? Betra er 16. - Hg8. 17. g4! fxg4 18. f5 Hugmynd Kasparovs er fyrst og fremst að opna taflið og nýta sér að- stöðuleysi svarta kóngsins á mið- borðinu. Engu að siður varð svartur nú að reyna 18. - exf5 og ef 19. e6 þá 19. - Hg8 og vona það besta. 18. - Hg8?! 19. Rf6+! Bxf6 20. exf6 Vandi svarts er nú verulegur, sem byggist á því að svarti kóngur- inn getur hvergi leitað athvarfs. 20. - Dd6 Eftir 20. - exf5 má hugsa sér 21. De5+ Be6 22. Hxd5! o.s.frv. Eða 20. - Dc7 21. Bg2 exf5 22. Hhel+ Be6 23. Bxd5 Hb6 24. Bb3 og fátt er um varn- ir. 21. Bg2 Hg5? Óheppilegt en svarta staðan er óþægileg. 22. Bxd5! Bd7 Hvítur á einfalt svar við 22. - Dxd5 (eða 22. - exd5 23. De3+), sem Umsjón Jón LÁrnason er 23. Df4 og nú kemur í ljós að vont er að eiga óvaldaða menn á víð og dreif. Svarta staðan er töpuð. 23. Hhel h6 24. fxe6 fxe6 25. Da7! - og svartur gafst upp. Hvítt: Alzak (Kólumbíu) Svart: Hairnes Hlífar Stefáns- son Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bc4 Db6 7. Rb3 e6 8. a4 a6 9. a5 Dc7 10. Be3 Re5 11. Be2 Bd7 12. Bb6 Dc8 13. Rd2 Bc6 14. f4 Red7 15. Be3 Be7 16. Bf3 0-0 17. 0-0 Dc7 18. Rb3 Hfd8 19. Hf2 b5 20. axb6 fr.hl. Rxb6 21. Ra5 Hvítur hefur náð eilitlu frum- kvæði eftir byrjunarleikina en hér kom 21. Dd3 ekki síður til greina. Með næsta leik losar Hannes um taflið og vonast eftir tafljöfnun vegna virkrar stöðu mannanna. 21. - d5 22. Rxc6 Dxc6 23. exd5 exd5 24. Bd4 Re4 25. He2 Bc5 26. Dd3 Df6 27. Bxc5 Rxc5 28. Dd2 Re6! 29. Rxd5 Rxd5 30. Bxd5 30. - Hab8! E.t.v. hefur hvítur einungis búist við 30. - Rxf4, sem hann getur svar- að með 31. Bxa8!, því að drottningin er friðhelg vegna máts í borðinu. Leikur Hannesar er þó betri en nú er margt að varast á báða bóga. 31. c4? Rétt er 31. Hxa6 og nú má svartur gæta sín: Ef 31. - Hxb2 32. Haxe6! fxe6 33. Hxe6 og vinnur vegna frá- skákhótunar. Einnig virðist 31. - Dd4+ 32. Dxd4 Rxd4 33. He5 hagstætt hvítum. Best er því 31. - Dxb2 og þá gæti teflst 32. c4 Dxd2 33. Hxd2 Rxf4 og líklegt jafntefli. 31. - Rd4! Tvöföld hótun - svartur vinnur hrók fyrir riddarann. 32. Hf2 Rb3 33. Ddl Rxal 34. Dxal Hb4 35. h3 Hdb8 36. Kh2 Hxb2 37. Del g6 38. De3 - og hvítur féll á tíma um leið. Formaðurinn efstur Andri Áss Grétarsson lagði Jón Viktor Gunnarsson að velli í 6. um- ferð meistaramóts taflfélagsins Hell- is. Þar með hrifsaði Andri Áss, sem jafnframt er formaður félagsins, for- ystuna í sínar hendur. Hann hafði hlotið 5 v., Jón Viktor og Bragi Þorf- innsson deildu 2.-3. sæti með 4,5 v. og síðan komu Björn Þorfinnsson og Kristján Eövarðsson með 4 v. -JLÁ ^ W - _______________________ bridge Sveit Landsbréfa I bikarmeistarar 1996 Sveit Landsbréfa sigraði sveit Samvinnuferða/Landsýnar í æsispennandi úrslitaleik um si. helgi. Sigurinn hékk á bláþræði því þegar upp var staðið skildu aðeins tveir impar sveitirnar að. Aðdragandinn var sá að sveit Landsbréfa sigraði sveit Búlka hf. í öðrum úrslitaleiknum með 131-109 meðan sveit Samvinnuferða/Land- sýnar valtaði yfir sveit Sparisjóðs Þingeyinga í hinum undanúrslita- leiknum, 108-45. Úrslitaleikurinn var sýndur og út- skýrður með nýrri tölvutækni, sem lofar góðu, en sá var galli á að áhorf- endur létu sig vanta. Sveit Landsbréfa byrjaði einvígið af miklum krafti og vann fyrstu 16 spila lotuna með 54-21. Þeir töpuðu hins vegar öllum hinum lotunum þremur með 19-22, 55-57 og 20-46. Almennt má segja um leikinn að slemmutækni Landsbréfsmanna var betri en þegar aðeins munar tveim- ur impum í lokin þá hefir hvert ein- asta spil skipt máli. Nýju Bikarmeistararnir eru Guð- mundur Páll Amarson, Jón Bald- ursson, Sigurður Sverrisson, Sverr- ir Ármannsson, Sævar Þorbjörns- son og Þorlákur Jónsson Við skulum skoða eitt spil frá fyrstu lotunni þar sem segja má að Helgi Jóhannsson hafi haft sigurinn í hendi sér, bæði í sögnum og vörn. * D106 «4 - •+ KD4 * ÁDG10532 ■ 4 KG5 4» ÁDG2 ♦ Á862 * 86 4 Á74 «4 K10543 ♦ 95 * K94 4 9832 «4 9876 ♦ G1073 * 7 I lokaða salnum sátu n-s Björn Eysteinsson og Karl Sigurhjartar- son en a-v Jón Baldursson og Sævar Þorbjörnsson. Þar virtist spilið harla ómerkilegt því a-v sögðu og unnu þrjú grönd með yfirslag: Austur Suður Vestur Norður pass pass 1+ dobl 1<4 pass 3* pass 34 pass 3 grönd pass pass pass Umsjón Stefán Guðjohnsen í opna salnum sátu n-s Sigurður Sverrisson og Sverrir Ármannsson en a-v Guðmundur Sv. Hermanns- son og Helgi Jóhannsson. Nú var allt annað upp á teningnum: Austur Suður Vestur Norður pass pass 14 1 grand dobl 2« dobl pass pass redobl* pass 244 dobl pass pass pass * Veldu einhvem hinna litanna Það getur verið að ég sé dálítið gamaldags en ég er ekki sáttur við sagnkerfi sem getur ekki opnað á lauflitnum heldur á tígli! En slepp- um því. Frá sjónarhóli Helga er líklegt að austur eigi a. m. k. fimmlit í hjarta en á móti býst hann ekki við sjölit í laufi! Hann tók því mikla áhættu með því að passa út tvö hjörtu dobluð. Guðmundur hitti á bestu vörnina þegar hann trompaði út. Sigurður átti slaginn í blindum og spilaði strax laufi. Það er erfitt fyrir Helga að stinga ekki upp ás en það hefði gert út um spilið strax. Helgi tók á ásinn og spilaði eina litnum sem hann mátti ekki hreyfa - spaða! Sig- urður tók sér góðan tíma en hleypti síðan á níuna í blindum. Guðmund- ur drap á ásinn og trompaði út. Nú trompaði Sigurður lauf í blindum, svínaði síðan spaðagosa og tók kónginn. Síðan spilaði hann litlum tigli á tíu blinds og Helgi átti slag- inn á kónginn. Hann spilaði nú laufi sem Sigurður trompaði í blindum. Hann gat nú fengið yfirslag en las endastöðuna rangt og fékk aðeins átta slagi. En það voru 670 og bikar- meistaratitiflinn. Helgi gat hins vegar náð titlinum ef hann spilaði laufi eða tígulkóng í þriðja slag því þá fhefði vörnin feng- ið tvo spaðaslagi, tvo trompslagi, einn á tígul og einn á lauf. En sjálfsagt er hægt að finna tugi annarra spila í leiknum sem hefðu getað breytt tapi í vinning þegar að- eins munar tveimur impum í lokin. Stefán Guðjohnsen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.