Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Side 44
Ik LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 13 "V 52 ★ * ★ ★ ★ Nord-Morue, öflugur útvörður íslensks sjávarútvegs í vínræktarhéruðum Frakka: Samstarfið við SÍF er ægisterkt - segir Birgir Sævar Jóhannsson framkvæmdastjóri m.a. um sölustarfsemina Sölusamband íslenskra fiskfram- leiðenda, SÍF, hefur rekið vinnslu- og dreifingarstöð í suðvesturhéruð- um Frakklands í sex ár undir nafni fyrirtækisins Nord-Morue. Nord- Morue er staðsett í smáhænum Jonzac, skammt frá Bordeaux, og veitir 140 Frökkum atvinnu að jafn- aði. Þar starfa fjórir íslendingar í stjómunarstöðum og framkvæmda- stjóri er Birgir Sævar Jóhannsson. Eftir mótbyr af ýmsu tagi hefur fyrirtækið verið í örum vexti og um síðustu helgi var ný og endurbætt verksmiðja opnuð formlega að við- stöddum um 150 íslendingum sem fóru þangað í boði SÍF. DV var þar á meðal og komst að raun um að stórmerkilegt starf fer fram hjá Nord-Morue og SÍF í þessu vel- þekkta vínræktarhéraði Frakka. Frásögn af opnuninni birtist IDV sl. þriðjudag en það er ekki úr vegi að kynna betur framkvæmdastjór- ann og sögu Nord-Morue frá því SÍF eignaðist verksmiðjuna af ABBA, dótturfyrirtæki Volvo-samsteyp- unnar, fyrir sex árum. Birgir Sævar kom til starfa hjá Nord-Morue um mitt ár 1992, þá að- eins þritugur. Hann hafði áður gegnt starfi fjármálastjóra SÍF í nærri fjögur ár og þekkti þvi nokk- uð til starfseminnar í Frakklandi. Hann tók við framkvæmdastjóra- starfinu af Sighvati Bjarnasyni, nú stjórnarformanni SÍF og forstjóra Vinnslustöðvarinnar, en Sighvatur hafði verið frá upphafi í Frakklandi eða í tvö ár, fyrst sem sölustjóri. Birgir er fæddur í Eyrarsveit á Snæfellsnesi en ólst upp í Reykja- vík. Að loknu stúdentsprófi í Sam- vinnuskólanum fór hann í við- skiptafræði í Háskólanum. Næst tók við mastersnám við Sterling-há- skóla í Skotlandi með áherslu á sölu- og markaðsfræði. Hringiða breytinga Aðspurður hvað hefði valdið því að hann gerðist framkvæmdastjóri Nord-Morue sagði Birgir að auk þess sem stjóm SÍF hefði viljað hann í starfið hefði fjölskyldan ver- ið tilbúin til að breyta til. „Ég var búinn að vera í fjögur ár fjármálastjóri og byggja upp fjár- mála- og reikningsdeild SÍF. Sam- bönd mín og viðskiptatengsl við innlenda og erlenda banka komu sér vel. Við höfðum búið erlendis áður og vissum að hverju við mynd- um ganga.“ - Hvernig var staðan hjá Nord- Mome þegar þú komst út? „Það er kannski viðkvæmt að fara út i það en staðan var sú að það þurfti að fara út í breytingar á fyr- irtækinu, bæði á markaðsstarfi og verksmiðjunni sjálfri. SÍF var að ganga í gegnum breytingar sem end- urspegluðust til Frakklands. Sala á saltfiski var gefin frjáls og SÍF var breytt í hlutafélag. Á sama tíma var umræðan um EES þannig að það var erfitt að fóta sig í þessari hring- iðu breytinga. Eitt af því sem for- veri minn var að berjast við vom háir tollar á blautum saltfiski og hvað þeir vom breytilegir innan ársins.“ Eldur á versta tíma Birgir var aðeins búinn að starfa í nokkra mánuði hjá Nord-Morue þegar eldur kom upp í verksmiðj- unni og hluta skrifstofunnar. Elds- voðinn kom upp á versta tíma, í nóvembermánuði þegar þurrkun á stóra saltfiskinum fyrir jólaver- tíðina stóð yfir. Tjónið nam í kring- mn 120 milljónum króna. „Því miður olli þetta tjón aftur- kipp í okkar markaðsstarfi. Þó kaupendur sýndu okkur skilning vegna bmnans þá fengu þeir ekki allan þann fisk sem við höfðum lof- að í samningum. Tölvan brann þannig að við urðum að afgreiða all- ar pantanir næstu daga á eftir með gamla laginu. Vinnslan fór í gang innan 48 tíma frá brunanum en starfsemin var ekki komin í samt lag fyrr en vorið eftir,“ sagði Birgir. Eldsupptök gríðarlega þýðingarmikil. Frakkar fá sitt og ailir eru í rauninni að græða á þessu. Þeir eru jákvæðir í garð íslendinga og ég er viss um að við gætum nýtt okkur það á fleiri sviðum. Við höfum gott orð af okk- ur héma og erum teknir mjög alvar- lega. Sjáifsagt væri hægt að nýta það á frekari máta en gert hefur verið.“ Af hverju ekki á íslandi? Við getum náð miklum árangri með því.“ - Gildi starfseminnar í Frakk- landi fyrir íslenskan sjávarút- veg er væntanlega mikil? „Ég held að það leynist engum. Á hverju ári höf- um við skilað upphæðum heim til íslands sem nema um og yfir 100 milijónum. Það er ekki allur ávinningurinn. Hann er frekar að geta stýrt flæðinu, gert áætlanir og lágmarkað áhættuna í þessum við- skiptum. Sparnaður ís- lenskra framleiðenda hvað tolla varðar skiptir nokkur milljónum.“ Birgir sagði nálgunina við markaðinn vera afar mikil- væga. Gott samstarf væri við sölufyrirtæki SÍF á Spáni og Ítalíu og ekki ólíklegt að svipaðri verksmiðju og Nord-Morue yrði komið upp á Ítalíu.“ „Það er svo napurt að klippa vínviðinn í janúar," sagði Birgir Sævar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nord-Morue, þegar hann neitaði því að ætia í vínræktina að lokinni saltfisksölu fyrir SÍF í Frakklandi. DV-myndir Björn Jóhann Björnsson - Af hverju er ekki hægt að gera þetta allt heima á íslandi? „Meginmáli skiptir að við erum að vinna með vörur í flestum okkar vinnslulínum sem hafa það skamm- an líftíma að eftir framleiðslu verð- um við að afhenda frá okkur innan sjö daga til verslana. Þetta á við all- ar reyktu afurðimar, léttsöltuðu flökin og útvatnaða flatta fiskinn. í öðra lagi erum við aö bjóða upp á þjónustu þar sem menn koma og skoða fiskinn, velja það sem þeir þurfa á að halda og minnka þar með áhættuna. Lenda ekki með eitthvað magn sem þeir geta ekki notað. í þriðja lagi erum við að taka vörum- ar að heiman sem mest unnar áður en kemur að tollun inn í Evrópu- sambandið. Sem dæmi má nefna reyktu síldarflökin. Það er enginn tollur á frystum og roðlausum sild- arflökum. Við tökum þau hingað inn. Ef að þau væru reykt eða sölt- uð á íslandi þá eru komnir á tollar. Það gerir samkeppnisaðstöðu okkar ómögulega." Stórum áfanga lokið Birgir er kvæntur Lindu Hannes- dóttur og eiga þau þrjú böm; 13 ára dóttur, 9 ára son og nýjasti fjöl- skyldumeðlimurinn er fæddur í Frakklandi, sonur sem verður 2 ára nk. febrúar. Þau búa í smábænum Royan við vesturströnd Frakklands, skammt frá Jonzac þar sem verk- smiðja Nord-Morue er staðsett. „Okkur líður vel hérna. Vissulega tók tíma að aðlagast vegna tungu- málsins og vegna þess hversu hugs- anagangurinn er öðruvísi en heima eða í Skotlandi þar sem við bjugg- um um hríð. Það er ómögulegt að segja hvað við verðum lengi héma. Núna er stórum áfanga lokið og margt spennandi tekur við. Ætli þetta verði ekki tvö eða upp í tíu ár. Eina sem við vitum er að við ætlum ^kkur að flytja einhvern tímann til íslands.“ - Þið ætlið ekki út í vínræktina? „Nei, það er svo napurt að klippa vínviðinn í janúar,“ sagði Birgir og glotti við tönn. -bjb Verksmiðja Nord-Morue í Suð- vestur-Frakklandi selur tæp 7 þúsund tonn af saltfiski á mörkuðum í Evrópu. Hér stafl- ar starfsmaður Nord-Morue saltfiski í stæöu áður en hann fer í flokkun til pökkunar. vom rakin til rafmagnsbilunar í tölvubúnaði. 0g aftur kviknaði í Rúmu ári eftir að endurskipu- lagningu eftir brunann lauk kom upp annar eldsvoði í verksmiðju Nord-Morue, að þessu sinni í um- búðalager fyrirtækisins. „Það varð ekki eins mikil truflun á starfseminni og í fyrri brunanum en eldurinn var svakalegur. Hann komst í pappír og plast og mikinn reyk lagði frá verksmiðjunni. Heil álma eyðilagðist sem við rifum síð- an niður og byggðum upp á nýtt.“ Tjónið í þessum eldsvoða var í kringum 150 milljónir króna. Þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir hefur lög- reglan ekki komist að eldsupptök- um í seinni brunanum en grunur leikur á að starfsmenn hafi í leyfis- leysi verið að reykja í um- búðalagernum. Áður en seinni bruninn kom upp hafði SÍF þegar ákveðið að endur- bæta verksmiðjuna og stækka en í kjölfar brunans var farið í enn meiri framkvæmdir. Verksmiðjan var stækkuð um 4 þúsund fermetra og er í dag tæplega 14 þúsund fer- metrar að stærð. Framleiðslulínur og tækjabúnaður var endurnýjaður og afköstin hafa aukist úr rúmum 10 þúsund tonnum í um 15 þúsund tonn á ári. Aukin sala jafnt og þétt Eins og sést á meðfylgjandi grafi hefur sala Nord-Morue aukist stöðugt frá því SÍF eignaðist verk- smiðjuna. Áætlun fyrir þetta ár ger- ir þó ráð fyrir eilítið minni sölu en í fyrra, einkum vegna breytinganna sem staðið hafa yfir. En er Birgir ekki bjartsýnn á framtíðina? „Vissulega hefur gengið vel hjá okkur. Við höfum byggt upp öflugt sölu- og markaðsnet, bæði í Frakk- landi og í öðrum löndum með um- boðs- og söluskrifstofum. Fjárfest- ingaráætlanir eru í gangi sem miða að því að auka afköstin enn frekar, bæði í þeim afurðum sem emm með í dag, eins og þurrkuðum saltfiski og reyktum fiski, og ekki síður með fjölbreyttara vöruframboði. Það dylst engum lengur að þetta samtarf SÍF og Nord-Mome er ægisterkt. Frakkar eru jákvæðir - Verk- smiðja Nord- Morue hefur einnig mik- ið vægi ir Frakka, ekki síst á þessu svæði þar sem at- vinnuleysi er í kring- um 20 pró- sent? „Já, hún gerir það. Út frá atvinnu- sjónarmið- um er hún Afurðasala Nord-Morue - í þúsundum tonna 1989 -1996 - 12 þús. t 10 10,164 9.826 iattun 8 ■. ~ 9-153 1MA 6 6.529 6,925 4.884 3.830 2 o 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 * SÍF hefur átt Nord-Morue frá 1990 {^3=

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.