Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Page 47
JjV LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996
afmæli
Til hamingju með afmælið 29. september
90 ára
Sigríður Ólafsdóttir, Heið- mörk 53, Hveragerði.
80 ára
Kristinn L. Jónsson, Sund- stræti 31a, ísafirði.
75 ára
Guðbjörn Lýðsson, Víganesi, Kjörvogi.
70 ára
Helgi Angantýssonmyndskurðar- meistari, Engihjalla 19, Kópavogi. Gyða Guðjónsdóttir, Grænu- tungu 2, Kópavogi. Guðbjörg Helgadóttir, Arnar- holti, Mosfellsbæ. Ólafur Þórir Guðjónsson, Ánalandi 6, Reykjavík. Þuriður Gimnarsdóttir, Þing- hólsbraut 48, Kópavogi.
60 ára
Matthildur Gestsdóttir, Kjal- arlandi 16, Reykjavík. Anna Berta Einarsdóttir, Hverf- isgötu 101, Reykjavík. Egill Gunnlaugsson héraðs- dýralæknir, Hvammstanga- braut 43, Hvammstanga. Hann er að heiman.
50 ára
Kristján Grímsson, Birkigrund 74, Kópavogi. Sigþrúður Ingimundadóttir, Brekkuseli 12, Reykjavík. Sigvaldi Ingimarsson, Hróars- stöðum, Skagaströnd. Jón Vignir Karlsson, tölvu- fræðingur, Blómvangi 8, Hafnar- firði. Eiginkona hans er Hjördís Edda Ingvarsdóttir. Þau taka á móti gestum í félagsheimili Karlakórsins Þrasta, Flata- hrauni 21, á morgun, sunnudag- inn 29.9., milli kl. 17.00 og 19.00. Ólafur Þór Tryggvason, Kríu- hólum 6, Reykjavík.
40 ára
Jón Brynjólfur Ólafsson, Reynigrund 1, Akranesi. Freyja Elín Bergþórsdóttir, Hábrekku 15, Ólafsvík. Jóna Gísley E. Stefánsdóttir, Hlaðhömram 48, Reykjavík. Eiríkur Stefán Eiríksson, Bugðutanga 36, Mosfellsbæ. Anna Margrét Steingríms- dóttir, Rjúpufelli 27, Reykjavík. Magnea Guðmundsdóttir, Vallarhúsum 17, Reykjavík.
Magnús Þórir Pátursson
Magnús Þórir Pétursson, aðstoö-
armaður í Flugstjómarmiðstöðinni í
Reykjavík, til heimilis að Helgu-
braut 11, Kópavogi, er fimmtugur í
dag.
Starfsferill
Magnús fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp í Skjólunum. Hann lauk
gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla
verknáms 1963, lauk prófi frá
Bankamannaskólanum 1965, lof-
skeytaprófi frá Loftskeytaskólanum
1968, lauk bóklegum prófum fyrir
AB og IFR í flugumferðarstjóm 1974
og stundaði grunnnámskeið í flug-
umferðarstjórn 1977.
Magnús var sjómaður hjá Land-
helgisgæslunni og Eimskip 1964,
starfsmaður við Útvegsbankann frá
1965, loftskeytamaður á farskipum
og togurum en lengst af á sements-
flutningaskipinum Freyfaxa 1968-71,
hóf þá störf hjá Flugmálastjórn og
hefur starfað þar síðan.
Magnús hefur setið í stjórn Félags
flugmálastarfsmanna ríkisins og
gegnt þar trúnaðarstörfum um ára-
bil. Þá er hann meðlimur í Félagi
aðstoðarflugumferðarstjóra á Norð-
urlöndum.
Fjölskylda
Magnús kvæntist 14.10.1967 Krist-
ínu Guðmundsdóttur, f. 10.8. 1941,
starfskonu við leikskól-
ann Furuborg. Hún er
dóttir Guðmundar Guð-
mundssonar, f. 19.9.1913,
d. 16.4. 1990, fyrrv. bif-
reiðastjóra á Akranesi,
og Ólafar Guðjónsdóttur,
f. 30.9. 1910, húsmóður.
Börn Magnúsar og
Kristínar eru Margrét
Kristín Magnúsdóttir, f.
27.8. 1966, BA í sálfræði,
gift Bjarna Einarssyni,
múrara og ljósmyndara,
og er sonur þeirra Benja-
mín Bjarnason, f. 10.2. 1993; Pétur
Magnússon, f. 9.3. 1968, iðnrekstrar-
fræðingur hjá Ofnasmiðjunni, í sam-
búð með Selmu Unnsteinsdóttur,
iðnrekstrarfræðingi hjá Sýn.
Systkini Magnúsar eru Jóhanna
Sigríður Pétursdóttir, f. 1.2. 1945,
kennari við Melaskólann, búsett í
Reykjavík, gift Ingimar Heiðari Þor-
kelssyni, viðskiptafræðingi og for-
stöðumanni hjá Landsbanka ís-
lands, og á hún þrjú böm; Ólöf Guð-
rún Pétursdóttir, f. 29.10. 1958,
hjúkrunarfræðingur og listakona,
búsett í Hafnarfirði, gift Þorsteini
Njálssyni, doktor í heimilislækning-
um, og eiga þau þrjú börn.
Foreldrar Magnúsar eru Pétur
Magnússon, f. 10.10. 1915, fyrrv.
kaupmaður og endurskoðandi við
Seðlabankann, og k.h.,
Guðmunda Dagbjarts-
dóttir, f. 8.10. 1922, hús-
móðir og fyrrv. kaup-
maður.
Ætt
Pétur er sonur Magn-
úsar stýrimanns, bróður
Guðlaugar Jakobínu,
móður Gunnlaugs
alþm., Hjálmars, fyrrv.
forstjóra Áburðarverk-
smiðjunnar, og Svein-
björns verðlagsstjóra
Finnssona. Magnús var sonur
Sveins, skipstjóra í Hvilft, bróður
Rósinkranz, föður Guðlaugs þjóð-
leikhússtjóra. Annar bróðir Sveins
var Páll, faðir Skúla á Laxalóni.
Systir Sveins var Kristín, amma
Kristjáns Ragnarssonar, fram-
kvæmdastjóra LÍÚ. Sveinn var son-
ur Rósinkranz, b. í Tröð í Önundar-
firði, Kjartanssonar, b. í Tröð, Ólafs-
sonar. Móðir Magnúsar var Sigríð-
ur, systir Jóhanns Lúthers, prófasts
í Hólmum, afa Einars Odds
Krisjánssonar alþm. Sigríður var
dóttir Sveinbjörns, b. í Skáleyjum,
Magnússonar, b. í Skáleyjum, Ein-
arssonar, bróður Eyjólfs eyjajarls.
Móðir Sigríðar var María Jónsdótt-
ir, systir Sesselju, móður Herdísar
og Ólínu Andrésdætra, og systir Sig-
ríðar, móður Bjöms Jónssonar ráð-
herra, fóður Sveins Björnssonar for-
seta.
Móðir Péturs var Jóhanna, dóttir
Péturs, skipstjóra í Arnarfirði,
Björnssonar, b. á Hlaðseyri, Björns-
sonar. Móðir Péturs var Kristín Ein-
arsdóttir. Móðir Kristínar var
Ástríður Þórólfsdóttir. Móðir
Ástríðar var Guðrún Eggertsdótir í
Hergilsey Ólafssonar.
Guðmunda er dóttir Dagbjarts, út-
vegsb. í Hvestu í Arnarfirði, Elías-
sonar, b. á Uppsölum í Selárdal,
Oddssonar, úr Garpdalssókn,
Björnssonar. Móðir Guðmundu var
Þórunnar Bogadóttur, b. í Hrings-
dal, Gíslasonar, hreppstjóra í Neðri-
bæ, bróður Árna, b. í Öskubrekku,
langafa Sigurjóns Einarssonar,
prests á Kirkjubæjarklaustri, og
Kristjáns Bersa Ólafssonar, skóla-
meistara í Flensborg. Gisli var son-
ur Árna, b. í Neðribæ, Gíslasonar,
prests í Selárdal, Einarssonar Skál-
holtsrektors Jónssonar, langafa
Guðnýjar, ömmu Halldórs Laxness.
Móðir Áma í Neðribæ var Ragn-
heiður Bogadóttir, b. í Hrappsey, og
ættföður Hrappseyjarættarinnar,
Benediktssonar, langafa Sigurðar
Breiðfjörð.
Magnús Þórir Péturs-
son.
Guðbrandur Grétar Hannesson
Guðbrandur Grétar Hannesson,
bóndi og oddviti í Hækingsdal í
Kjósarhreppi, er sextugur i dag.
Starfsferill
Guðbrandur fæddist í Hækingsdal
og ólst upp við almenn landbúnaðar-
störf. Hann stundaði ýmis verka-
mannastörf í Reykjavík, var mjólk-
urbílstjóri í Kjós í tvö ár en tók svo
við búi í Hækingsdal 1962 og hefúr
verið bóndi þar síðan.
Guðbrandur sat í stjórn Ung-
mennafélagsins Drengs og var form-
aður þess í tvö ár, sat í stjórn Bún-
aðarfélags Kjósarhrepps, í stjórn
Veiðifélags Kjósarhrepps I tuttugu
ár og formaður þess í níu ár, for-
maður Héraðsnefndar Kjósarsýslu í
sex ár, formaður Félags sauðfjár-
bænda í Gullbringu- og Kjósarsýslu
frá stofnun og þar til það var sam-
einað Búnaðarsambandi Kjalarnes-
þings og í sveitarstjórn Kjósar-
hrepps í tólf ár og þar af oddviti í
sex ár. Þá hefur Guðbrandur sungið
í karlakórum og blönduðum kórum
frá sautján ára aldri.
Fjölskylda
Guðbrandur kvæntist 12.8. 1961
Annabellu Harðardóttur, f. 10.8.
1943, bónda. Hún er dóttir Kollet Lee
Keefer og Ásu Hjálmarsdóttur.
Börn Guðbrands og Annabellu
eru Hörður, f. 9.11. 1961, búfræðing-
ur og verkstjóri í Grindavík, en
kona hans er María Benónýsdóttir
og era börn þeirra Benny Ósk, f. 2.9.
1979, Einar Hannes, f. 26.5.1984, Ben-
óný, f. 28.3. 1988, Annabella, f. 23.11.
1993, d. 19.4. 1994, og Nökkvi, f. 18.4.
1996; Kolbrún, f. 7.4.1963, búfræðing-
ur að Ytri-Hjarðardal í Önundarfirði
en maður hennar er Jón
Jens Kristjánsson búfræð-
ingur og era synir þeirra
Bjartmar, f. 24.4. 1985, og
Guðbrandur Grétar, f.
26.5. 1987; Hannes, f. 7.6.
1964; Bragi, f. 8.6. 1965,
verkamaður í Grindavík;
Helgi Aðalsteinn, f. 17.7.
1967, bílstjóri, búsettur í
Hækingsdal; Ása Aðal-
björg, f. 31.10. 1974, búsett
í Hækingsdal; Anna Sig-
ríður, f. 30.8. 1980, nemi,
búsett í Hækingsdal.
Systkini Guðbrands:
Hannesson, búsettur í
Guöbrandur
Hannesson.
Haukur
Kópavogi,
kvæntur Guðnýju Önnu Eyjólfsdótt-
ur; Gunnar Hannesson, búsettur í
Hafnarfirði, kvæntur Guðrúnu Ás-
geirsdóttur; Birgir Hannesson, bú-
settur í Kjós, kvæntur Guðrúnu
Björnsdóttur; Guðfinna
Hannesdóttir, búsett í
Reykjavik; Guðbjörg
Hannesdóttir, búsett á
Seltjarnarnesi, ekkja eft-
ir Jón Grétar Sigurðsson;
Helga Hannesdóttir, bú-
sett í Ósló, gift Ólafi
Jónssyni; Elís Hann-
esson, nú látinn, búsettur
að Hlíðarási í Kjós, var
kvæntur Sigrúnu Eiríks-
Grétar dóttur.
Foreldrar Guðbrands
voru Hannes Guðbrands-
son, f. 7.10. 1897, d. 7.7. 1987, bóndi í
Hækingsdal, og k.h, Guðrún Sigríð-
ur Elísdóttir, f. 11.5. 1901, d. 1944,
húsfreyja.
Guðbrandur tekur á móti gestum
í kvöld, laugardaginn 28.9. í Félags-
garði í Kjós, kl. 20.30.
Ingvar Þórðarson
Ingvar Þórðarson, bóndi í
Reykjahlíð á Skeiðum, verður sjö-
tiu og fimm ára á morgun.
Starfsferill
Ingvar fæddist á Reykjum á
Skeiðum og ólst þar upp. Hann
stundaði nám við Hérðaðsskólann
á Laugarvatni í tvo vetur.
Ingvar byggði nýbýlið Reykja-
hlíð í landi Reykja og hefur síðan
stundað þar búskap í fjörutíu og
fjögur ár.
Ingvar hefur verið hreppsnefnd-
armaður í tuttugu og fjögur ár og
varaoddviti. Hann hefur verið
sýslunefndarmaður í tuttugu og fimm ár og
hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum
fyrir sína sveit, t.d. setið í skólanefnd og ver-
ið fjallskilastjóri í fjörutíu ár.
Fjölskylda
Ingvar kvæntist 13.4. 1946 Sveinfríði H.
Sveinsdóttur, f. 27.8. 1924, húsfreyju.
Hún er dóttir Sveins Sveinbjörnssonar og
Steinunnar Sveinsdóttur, bænda að Ytri-
Mælifellsá í Skagafirði.
Böm Ingvars og Sveinfriðar eru Sveinn, f.
8.8. 1946, fyrrv. konrektor við MH, nú bóndi í
Reykjahlíð, kvæntur Katrínu Andrésdóttur
dýralækni og eiga þau tvö börn; Guðrún, f.
26.9. 1949, húsmæðrakennari við Fjölbrauta-
skóla Suðurlands á Selfossi, gift
Magnúsi Gunnarssyni verkstjóra
og eiga þau þrjú börn; drengur, f.
andvana 27.1.1948; Steinunn, f. 8.6.
1952, hjúkrunarfræðingur og deild-
arstjóri við hjartaskurðdeild Land-
spítalans og á hún tvö böm; Erna,
f. 2.1. 1960, kennari í Brautarholti,
gift Þorsteini Hjartarsyni, skóla-
stjóra þar, og eiga þau þrjú börn;
Hjalti, f. 23.6. 1962, d. 31.3. 1983,
bílasmiður.
Systkini Ingvars: Margrét, f.
22.8. 1907, húsmóðir í Reykjavík;
Jón, f. 26.2. 1909, húsvörður við
Bændahöllina í Reykjavík; Þor-
steinn, f. 13.8. 1910, bóndi á Reykhóli á Skeið-
um; Ingigerður, f. 21.1. 1912, húsmóðir á Sel-
fossi; Sigríður, f. 11.5. 1913, húsmóðir á Sel-
fossi; Bjami, f. 1.4. 1914, bóndi á Reykjum;
Laufey, f. 14.1. 1917, verkakona í Reykjavík;
Hjalti, f. 18.3. 1920, járnsmiður á Selfossi; Vil-
hjálmur, f. 27.10. 1923, trésmiður á Selfossi.
Foreldrar Ingvars vora Þóður Þorsteinsson,
f. 9.7. 1877, d. 26.3. 1961, bóndi á Reykjum, og
k.h., Guðrún Jónsdóttir, f. 19.2. 1879, d. 15.11.
1980, húsfreyja.
Ingvar verður á heiman á afmælisdaginn.
Ingvar Þóröarson.
Ingólfur Guðmundsson
_ Ingólfur Guðmundsson flug-
vélstjóri, Fornhaga 19, Reykjavík,
verður áttræður á mánudaginn.
Starfsferill
Ingólfur fæddist við Framnes-
veginn í Reykjavík og ólst upp í
vesturbænum. Hann lærði bif-
vélavirkjim hjá Jóhanni Ólafssyni
og starfaði við bifvélavirkjun
1931-38, stundaði nám við Lýðhá-
skóla í Þýskalandi 1938, starfaði
hjá Mercedes Benz í Hamborg í
eitt ár en kom aftur heim til Is-
lands 1939.
Ingólfur hóf störf hjá Flugfélagi
íslands 1941 og fór á vegum fyrirtækisins til
Bandaríkjanna til náms í flugvirkjun. Að því
námi loknu starfaði hann svo hjá Flugfélagi
íslands og síðar Flugleiðum þar til hann lét
af störfum fyrir aldurs sakir.
Fjölskylda
Ingólfur kvæntist 2.3. 1946 Ástu Ingibjörgu
Þorsteinsdóttur, f. 9.8. 1926, húsmóður. Hún
er dóttir Þorsteins Guðlaugssonar, sjómanns
í Reykjavík, og Ástríðar Oddsdóttur húsmóð-
ur.
Böm Ingólfs og Ástu Ingibjargar eru Guð-
mundur Örn, f. 28.4. 1946, ljósmyndari í
Reykjavlk, kvæntur Höllu Hauksdóttur og
eiga þau þrjú börn; Þorsteinn, f. 19.2. 1950,
bifreiðastjóri i Reykjavík, var fyrst kvæntur
Pálínu Ernu Ólafsdóttur en þau skildu og
eiga þau þrjú börn en seinni kona
Þorsteins var Guðný Bogadóttir,
þau skildu og eiga þau tvö börn;
Einar Axel, f. 26.4. 1951, d. -29.9.
1972, háskólanemi; Haraldur Már,
f. 8.5.1953, vélstjóri í Reykjavík, en
kona hans er Sófia Pétursdóttir og
eiga þau tvö börn; Ástriöur Helga,
f. 16.2. 1962, en maður hennar er
Kristján Valsson og eiga þau þrjú
böm.
Systkini Ingólfs: Ragnheiður, dó
á fyrsta ári; Einar Axel, f. 1910,
fórst tuttugu og eins árs með tog-
aranum Apríl; Guðmundur, dó á
fyrsta ári; Sigurður, f. 12.3.1914, d.
18.1. 1988, trésmiður, en ekkja hans er Guð-
finna Jónsdóttir.
Foreldrar Ingólfs voru Guðmundur Einars-
son, f. 4.11. 1883, d. 1947, seglasaumari í
Reykjavík, og Helga Guðmundsdóttir, f. 24.7.
1885, d. 1957, húsmóðir.
Ásta, eiginkona Ingólfs, varð sjötug 9.8. sl.
í tilefni afmælanna taka þau hjónin á móti
vinum og vandamönnum í sal Flugvirkjafé-
lagsins, Borgartúni 22, 3. hæð, á morgun,
sunnudaginn 29.9., kl. 17.00-19.00.
Ingólfur Guömunds-
son.