Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Qupperneq 39
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 47 Varnir gegn sjúkdómum á ferðalagi: ..» Aldrei of varlega farið Eftir því sem tækninni fleygir fram minnka vegalengdir í veröld- inni og ferðamenn fara í auknum mæli til fjarlægra staða í heimin- um. Fyrir fáeinum áratugum þótti það töluvert ævintýri að komast í ferð til Evrópu eða jafnvel Banda- ríkjanna en nú er öldin önnur. Ferðalög til V-Evrópulanda þykja í dag ekki neitt tiltökumál og varla umstalsverð. Ferðcimenn sækja í æ ríkari mæli á fjarlægar slóðir og vilja endilega kynnast framandlegu umhverfí. Það er ágætt svo langt sem það nær en lengri ferðalögum fylgir meiri áhætta. Meiri líkur eru á að ferðamaðurinn smitist af ein- hverjum kvillum sem oft eru land- lægir í þeim löndum sem heimsótt eru. Tölfræði Með góðum öryggisráðstöfunum er hægt að draga verulega úr líkum á hvers konar smiti en þó verður aldrei fullkomlega komið í veg fyrir áhættuna. Alþjóðlegu samtökin „International Society of Travel Medicine" hafa gert kannanir á tíðni slíkra tilfella. Rannsóknir þeirra benda til þess að ef tekið er slembiúrtak 100.000 ferðamanna sem bregða sér í viku- langt ferðalag þá muni helmingur þess hóps fá einhver einkenni sjúk- leika í ferðinni eða á næstu dögum á eftir. Um 8000 þeirra verða að leita læknishjálpar, 5000 leggjast í rúmið í ferðinni, 1100 verða algerlega hjálparlausir um stund, 300 leggjast á spítala, 50 þeirra verða fluttir heim með flugi vegna veikindanna og einn mun láta lífíð vegna veik- inda. Þessar tölur verða þeim mun hærri sem fjær er farið heimahög- Það er hin skæða moskítófluga sem ber malaríu á milli manna. A rtiinni myndinni er smásjármynd af berklabakeríunni. nokkru eftir að flugi lýkur, sérstak- lega ef flugið tekur langan tíma. Flugfélög reyna yfirleitt að líkja eft- ir súrefnisumhverfi sem búast má við í 2000 metra hæð yfir sjávarmáli og rakastiginu er einnig stjómað. Notaðar em síur til að koma í veg fýrir bakteríur. Hins vegar svíkjast mörg flugfé- lög, sérstaklega þróunarlanda, um að skipta um síur og hafa önnur ör- yggismál í lágmarki. Vegna þess er loftið í mörginn flugvélum mjög þurrt og í sumum tilfelliun alger gróðrarstia fýrir bakteríiu-. Reyk- ingar um borð og alkóhólneysla gera menn enn viðkvæmari fýrir bakteríum. Ferðalög til fjarlægra landa eins og Afríku auka mjög hættuna á smiti af ýmiss konar sjúkdómum. unum. Mörgum nægir einfaldlega að fara um borð í flugvél til að veikj- ast. Algengt er að fá kvef eða flensu SAS til Litháens SAS hóf flug frá Stokkhólmi til Vilníus í Litháen þrisvar sinnum i viku í lok októher. Flogið verður á mánudögum, mið- vikudögum og fostu- dögum. Ef fara skal til Ástralíu - er orðiö óþarfi að eyða mörgum dögum í að híða eftir vegabréfsárit- un, þökk sé nýju tölvukerfi sem komið er i notkun. Ástralska inn- flytjendaeftirlitið hefur komið sér upp forriti sem gefur ferðaskrifstof- um færi á að senda upplýsingar í gegnum tölvu og fá svar umsvifa- laust. Ónæmi færist í vöxt Ferðalangar ættu að spyrja sjálfa sig að því hvort þeir séu tilbúnir í flug og hvort einhver önnur heil- næmari ferðaleið standi til boða ef heislan er tæp fyrir. Hættan er held- ur ekki að baki þegar fluginu lýkur og margir sjúkdómsvaldar liggja í leyni. í fjölmörgum löndum heims eru malaría og berklar aftur orðin að vandamáli. Fúkkalyf vinna ekki lengur jafn- vel á malaríu og áður því bakterían hefur í mörgum tilfellum myndað ónæmi. Flestir ferðamenn sem fara á svæði þar sem gætt hefur malar- iutilfeUa láta sprauta sig gegn veik- inni og dugar það oftast tU. Þeir sem hins vegar bregða sér í stuttar ferð- ir segja oft við sjálfa sig að hættan sé lítil sem engin og blekkja sig með því að halda að stutt vera á góðu hóteli geti engan skaðað. Malar- íusmit kemur oftast af einu litlu biti moskítóflugu. Moskítóflugan er svo lítil að hún sést varla með berum augum. Malaría er stórvandamál í dag og árlega eru greind yfir 200 miUjón til- feUi. Þau eru ekki öU bundin við Afríku, Asíu eða S-Ameríku. TU dæmis eru tUgreind um 2000 tilfeUi í Bretlandi á hverju ári, flest hjá ferðamönnum sem koma frá útlönd- um. Á síðustu 7 árum hafa 50 manns dáið úr malaríu í Bretlandi. Berklar eru jafnvel enn hættu- legri sjúkdómur en malaría. Berkl- ar eru hættulegasti sjúkdómur ver- aldar í dag og fleiri deyja af hans völdum en úr hjartasjúkdómum eða krabbameini. BerklatilfeUum fjölg- ar ekki einungis í þróunarlöndum heldur einnig á Vesturlöndum af sömu ástæðum og malaríu. Fúkka- lyfin eru í mörgum tilfeUum hætt að verka. Ferðamenn sem fara tfl austan- tjaldslandanna fyrrverandi eða tU Rússlands ættu að vera sérstaklega á varðbergi því þar eru berklar aft- ur orðnir að miklu vandamáli, svo og ýmsir aðrir sjúkdómar, eins og bamaveiki og mænusótt. Þeir ferða- langar sem eru á höttunum eftir kynlífsævintýrum setja sig í miklu meiri hættu á að veröa fyrir sjúk- dómssmiti. Þar er ekki einungis um að ræða kynlífssjúkdóma því lifrar- bólgusmit er einnig algengt við þær aðstæður. Fyrirbyggja vandann Ferðamenn á leið á framandi slóðir erlendis ættu að láta sprauta sig gegn aUs konar kviUum áður en þeir leggja í hann. Það getur vel ver- ið að því fylgi heilmikið umstang en það er ekkert á móti því umstangi sem fylgir því að fá einhverja skæða kviUa. Einnig er mjög mikUvægt að vera vel tryggður gegn veikindum. Að verða veikur erlendis, sérstak- lega utan svæðis Evrópusambands- ins, getur orðið feiknalega dýrt fyr- ir viðkomandi. Ef tU dæmis þarf að flytja veikan mann heim með flug- vél verður að borga fyrir a.m.k. 3 sæti og einnig fyrir hjúkrunarþjón- ustu og það eru svimandi háar upp- hæðir. Það er því aldrei of varlega farið. Þýtt og endiu-sagt úr Business og Condé Nast Traveler. -ÍS Flugfélög mótmæla Félag sem samanstendur af flestum flugfélögum heims mót- mælti harðlega í síðasta mánuöi þegar bandarísk yfirvöld komu í veg fyrir reglugerð sem gerir flugfélögum auðveldara að ganga fljótt að samningum þegar greiða skal fórnarlömbum flugslysa skaðabætur. Félagið sagði ákvörðunina ólöglega og óskyn- samlega og hyggst kæra til bandaríska samgönguráðuneyt- isins. Vegna verohækkana á olíu á alheimsmörkuðum áforma mörg flugfélög heims að hækka far- gjöld sin. Flugleiðir hækkuðu al- gengustu fargjöldin í millilanda- flugi um 750-1000 krónur. Fjöl- mörg evrópsk flugfélög áforma hækkanir á næstu dögum og heyrst hefur um væntanlegar hækkanir hjá Lufthansa, Air France og Svissair. Lægri fargjöld Alitalia Á sama tima og evrópsk flugfé- lög hækka fargjöld sín tilkynnir Alitalia lækkanir á flestöllum flugleiðum sínum í Evrópu. Lækkunin gildir frá 6. nóvember til 17. desember. Þær takmarkan-. ir eru þó að kaupa verður tvo miða fyrir fullorðna, fram og til baka, og gista tvær nætur á þriggja stjömu hóteli. Ekkert gefið eftir Lestarstarfsrnenn í Þýskalandi fóru alveg út-af sporinu, ef svo má að orði komast, þegar óprút- tnir aðilar komu fyrir stórum járnkrókum á köplum lestanna. Talið er að hér hafi verið aö verki aðilar úr samtökum gegn kjamorku. Ekki urðu alvarleg slys á fólki en einn lestarstarfs- maður skarst illa á brotnu rúðu- gleri þegar lestin sem hann stjórnaði lenti illilega á einum króknum. Aðgeröarsinnar í ÍÞýskalandi hafa leikið þennan leik áður, heft jámbrautir og lok- að vegum. ■HMHfeHHllHiaiÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.