Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Qupperneq 41
57 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 Dublinarferð fyrir eldri borgara: r Verslunarferðir íslendinga til ná- grannalandanna þegar nær dregur jólum eru löngu orðnar fastur siður í lífsmynstri margra íslendinga. Ferðin er einnig kærkomin tilbreyt- ing til að komast burt frá amstri hversdagsleikans á þeim tíma sem skammdegið fer hvað verst í fólk. Fólk á öllum aldri lætur eftir sér ferðir sem þessar enda eru þær á mjög hagstæðu verði hjá ferðaskrif- stofunum. Samvinnuferöir-Landsýn hafa um nokkurra ára skeið starfrækt ferða- klúbbinn Kátir dagar - kátt fólk fyr- ir þá sem eru orðnir 60 ára eða eldri. Á hans vegum er nú skipulögð ferð í desembermánuði fyrir með- limi klúbbsins. Þriðja ferðin „í fyrra fórum við fjórar ferðir til Dublin með Kátu fólki - kátum dög- um og var jafnan upppantað í þær. Nú erum við með svo stóra vél að við getum tekið stærri hópa í einu og fórum um daginn í 90 manna ferð á vegum klúbbsins. Eftirspumin í þessar ferðir er jafiivel enn meiri í ár en í fyrra, 90 manna feröin var númer tvö í haust og nú stefnum við að þriðju ferðinni dagana 12.-15. desember. Hún er farin vegna þess að i 90 manna ferðina komust ekki eins margir og vildu og við erum að reyna að koma til móts við þá sem misstu af þeirri ferð,“ segir Ásthild- ur Pétursdóttir fararstjóri. Þessar ferðir hafa verið mjög vin- sælar vegna þess hve ódýrar þær eru. Verð á mann í tvíbýli er tæpar 26.000 krónur og þar er búið að slá af um 5-6.000 krónur fyrir klúbbfé- laga. „Dagskráin í þessum ferðum er mjög fjölbreytt. Fyrsta kvöldið verð- ur kynningarfundur. Fólki er boðið upp á Irish coffee og fund- urinn einkennist af glensi og gamni. Síð- an erum við með bingó, kráarölt og skipuleggjum ferðir í hina skemmtilegu tveggja hæða strætis- vagna borgarinnar. Það kemur stundum svipur á vagnstjórana þegar við komum Verðlag í verslunum f Dublin er meö því lægsta sem gerist. með 60-70 manna hópa á eina bið- stöðina en það hafa samt aldrei skapast vandræði. Strætisvagnamir eru það rúmir að þeir hafa alltaf tekið allan hópinn. í ferðum okkar til Dublin er alltaf skipulögð ein ferð á írska krá þar sem er ekta Irsk tónlist og írskir dansar. Það er matsölustaðurinn og kráin Ocean Merchant. Beint á móti henni er önnur stórskemmtileg krá frá tólftu öld sem við heimsækjum einnig sama kvöld.“ Enskan ekki vandamál „Á kátum dögum hjá kátu fólki er alltaf skipulagt eitthvert sérstakt prógramm á hverju kvöldi í Dublin- arferðunum okkar og það lætur sér enginn leiðast. Auk þess erum við fólki alltaf innan handar, aðstoðum við verslunarferðir, erum með við- talstíma og túlkum fýrir fólk ef það er í vandræðum með enskuna. Menn eru misgóðir í þeirri tungu eins og gengur en það þarf enginn að lenda í vandræðum þó ensku- kunnátta sé ekki fyrir hendi. Dublinarbúar eru einnig orðnir vanir íslendingum og þeir fá jafnan góðar viðtökur. Dublin er orðin af- skaplega falleg á þessum tíma árs. Jólaskraut og jólaljós eru mjög áber- andi. Veðrið á þessum tíma er einnig frekar hagstætt, snjór er fátíður og fer jafnskjótt og hann kemur. Hita- stig er yfirleitt yfir frostmarki í des- í ferðum ferðaklúbbsins Kátir dagar - kátt fólk til Dublinar er alltaf skipulögð ein ferð á írska krá þar sem hægt er aö upplifa ekta írska tónlist og írska dansa. ember og því heitara en íslendingar eiga að venjast. Verslanir eru opnar alla daga vik- unnar á þessum árstíma til sex en alla fimmtudaga er opið til níu að kvöldi. Það þarf ekkert að fjölyrða um verðlagið þama, menn þekkja það af afspum eða eigin raun og þama er mikið úrval verslana. Við afhendum alltaf svokölluö ferðapund sem gefa afslátt í verslun- um og veitingahúsum. Einnig má minnast á að írar em komnir með mjög öflugt endurgreiðslukerfl virð- isaukaskatts. Menn afhenda nótum- ar á hótelinu daginn fyrir brottför og fá endurgreiðslu á flugvellinum á leiðinni heim,“ segir Ásthildur. -ÍS x vDAGAÍ^/ 'Vebð XR500í (IÁ0QU9W Risa skafmidi semendisf tiljólQ Joladagatal Happaþrennunnar. Vinningur á öðru hverju dagatali. Þad em spennandi mororiar fromundon!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.