Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 Fréttir DV Verslun í heimabyggö: Við höldum okkar hlut - segir Kristján Möller á Siglufiröi DV, Akureyri: „Mér sýnist verslunin vera svipuð og í fyrra og við höldum okkar hlut þótt auðvitað fari alltaf einhver verslun úr bæn- um,“ segir Kristján Möller sem á og rekur verslunina Siglósport á Siglufirði. Kristján segir að verslunar- menn og bæjaryfirvöld á Siglu- firði hafi hafið jólaundirbúning- inn snemma að þessu sinni og skreytt bæinn fyrr en venjulega og hafi það mælst vel fyrir. „Það er ágætt aö taka desember í að lýsa upp skammdegið," segir Kristján. Hann segir að nokkuð hafi verið um það í haust að Siglfirð- ingar hafi farið til útlanda í hin- ar svokölluðu verslunarferðir. Hins vegar telur hann aö þeir Siglfirðingar sem sækja ein- hverja verslun til Reykjavíkur og annarra staða innanlands fyr- ir jólin kaupi yfirleitt ekki mik- ið annað en matvöru. „Menn gripa eitthvað með sér ef þeir eiga leið nærri Bónusi,“ segir Kristján. -gk SIMALEIKUR Jólagjafahandbókarinnar 9 0 4 I 7 S 0 Hafðu jólagjafa- handbók sem kom út 4. desember við höndina og taktu þátt í frábærri verðlauna- getraun. Þú getur unnið þessi glæsilegu tæki hér til hliðar. BRÆOURNIR tjlflORMSSONHF Lágmúla 8 - sími 533 2800 AKAI SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN HF Síðumúla 2 - sími 568 9090 Einar Farestvett&Co.hf. Bomimiii2i »5622901 Otiaaa) ATV ARMÚLA 38 Síli 5531133 SIMATORG [DV 9 0 4 * 1 7 5 0 Verð aðeins 39,90 mín. Nýtt tónverk frumflutt á Egilsstöðum: Ometanlegt að fá að takast á við svo stórt verkefni DV, Egilsstöðum: „Þetta er glæsilegt verk og mjög krefjandi fyrir söngfólkið og raunar ótrúlegt hve Julian náði kórnum á mikið flug. Mig langar lika til að segja að það er ómetanlegt fýrir tón- gert við sálminn Sjá himins opnast hlið eftir Bjöm Halldórsson. Hljóð- færaleikarar voru Julian Hewlett, orgel, Jón Guðmundsson, þver- flauta, Gillian Hayworth, óbó, Charles Ross, lágfiðla, og Simcana Salminig, selló. kennari en Julian Hewlett lék undir á orgel fyrir hina kórana og stjóm- andi þeirra var Rosmary Hewlett. Kóramir sungu hver fyrir sig og síðan allir saman tvö lög. Síðasta lagið var Jólasveinar ganga um gólf í skemmtilegri útsetningu Rosmary. Hjónin Julian Hewlett, höfundur verksins, og Rosemary Hewlett stjórnandi ásamt hluta kórsins. DV-mynd Sigrún listarfólk, kóra og hljóöfæraleikara að fá tækifæri til að takast á við svo stórt verkefni," sagði Jón Guö- mundsson, skólastjóri Tónlistar- skólans á Egilsstöðum, við DV. Á aðventutónleikum í Egilsstaða- kirkju flutti kór og bamakór kirkj- unnar ásamt fimm hljóðfæraleikur- um nýtt tónverk fyrir kór og hljóm- sveit eftir Julian Hewlett. Verkið tekur 20 mínútur í flutningi og er Á tónleikunum komu fram sex kórar, alls um 150 manns. Auk þeirra tveggja sem áður er getið sungu samkór Norður-Héraðs, kirkjukór Valla- og Skriðdals, bamakór Egilsstaðaskóla og kvennakór söngdeildar tónlistar- skólans en það era nemendur sem byrjuðu í söngnámi í haust. Undirleikari og stjómandi kvennakórsins er Keith Reid söng- Kirkjan var troðfull en hún tekur 280 manns og fékk söngfólkið ekki sæti. Undirtektir voru mjög góðar enda eiga þau hjón, Julian og Ro- smary, auðvelt með að ná upp stemningu. Þau hafa unnið gey- sigott starf fyrir tónlistarlíf á Hér- aði og eiga mikla þökk skilið fýrir sitt framlag til menningarlífs á Eg- ilsstöðum og nágrenni. -SB Fundur bæjarstjórna á Seyðisfirði: Þingmenn þyrftu að hafa þverpólitíska framtíðarsýn DV, Seyðisfirði: Bæjarstjómir Seyðisfjarðarkaup- staðar og Egilsstaðabæjar héldu sameiginlegan fund á Seyöisfirði 5. desember til að ræða helstu hags- munamál bæjarfélaganna. Samvinna hefur ávallt verið nokkur og farið vaxandi með bætt- um samgöngum á síðustu árum. Fjarlægðin milli staðanna er ekki nema rúmir 20 km. Mest af þeirri leið liggur yfir Fjarðarheiði sem oft hefur verið nokkurt torleiði. Skíðasvæði bæjanna em sitt hvomm megin á heiðinni. Um reksturinn hefur lengi verið tals- verð samvinna - og nú hafa verið mynduð um hann byggðasamlög sem Fellabær tekur þátt í. Mörg mál vom til umræðu á fundinum. Minna skal stjómvöld landsins á að þau lofuðu á sínum tíma að eftir lok jarðgangagerðar á Vestfjöröum yrði hafist handa við sams konar verkefhi á Austfjörðum. Austfirð- ingar hljóta aö krefjast efnda. Auka þarf samvinnu bæjanna í ferðaþjónustu og koma á leiösögu- mannanámskeiðum. Reyna eftir föngum að halda störfum innan byggðarlaganna. Athuguð yrði samvinna staðanna um sorpvinnslu og sorpeyðingu. Bent var á að Egilsstöðum - Seyð- isfirði - Neskaupstað væri lífsnauð- syn að taka saman höndum um vöm heilbrigðisþjónustu sinnar sem mönnum sýnist að sæti stöðug- um árásum heilbrigðisráðuneytis- ins vegna minnkandi fjárframlaga og áforma um skerðingu á þjón- ustu. Menn vfija minna samgönguráð- herra á ummæli hans á fundi á Seyðisfirði um 7 daga snjómokstur á leiðinni Seyðisfjörður - Egilsstað- ir, Egilsstaðir - Neskaupstaður. Hvert var innihald þeirra, hverjar verða efndir? Kanna skal í lok fyrsta skólaárs hver hafi orðið útkoman af yfirtöku grunnskólans. Ákveðið var að koma aftur saman á vordögum og taka upp þráöinn um frekari sameiningu og sam- vinnu á þeim sviöum sem hagstætt gæti verið. JJ Háborðiö á fundinum. Frá vinstri: Þuríður Bachmann, forseti bæjarstjornar á Egilsstöðum, Jónas Hallgrímsson, forseti bæjarstjórnar á Seyöisfiröi, og Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyöisfiröi. DV-mynd Jóhann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.