Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 Fréttir Móðir piltsins sem barinn var með hornaboltakylfu í Miðgarði um helgina: Kraftaverk að hann skuli vera lifandi - árásarmennirnir hringdu viku fyrir dansleikinn og hótuðu að drepa son hennar „Þetta byrjaði í haust þegar strák- unum lenti saman í félagsheimili skammt frá Sauðárkróki. Næst þeg- ar sonur minn fór á dansleik á Sauðárkróki sátu þeir fyrir honum þar. Hann komst undan þeim þá og síðan var það 7. desember að þeir hringdu heim til mín að nóttu til. Þeir voru með hótanir um að þeir kæmu inn á heimili mitt til að drepa hann. Þeir sögðust einnig ætla að fara til vinar hans á Krókn- um og drepa alla hans fjölskyldu. Þeir virtust vera undir áhrifum ein- hverra vímuefna," sagði Birna Guð- mundsdóttir í samtali við DV í gær en hún er móðir piltsins sem barinn var í höfuðið með homaboltakylfu á dansleik í Miðgarði í Skagafirði um helgina. Samkvæmt frásögnum vitna á staðnum réðust nokkrir pilt- ar frá Hvammstanga að syni Birnu og sá sem mundaði kylfuna var úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 19. desember. „Eftir þessar hótanir ætlaði son- ur minn ekki að þora að fara á dans- leikinn. Síðan komu vinir hans í heimsókn og fengu hann rétt til að kíkja. Þegar hann fór út sagði hann okkur að læsa öllum hurðum og gluggum því þeim væri trúandi til alls. Þegar á dansleikinn kom sá hann þessa stráka fljótlega og þeir vora allir svartmálaðir í kringum augun, með nokkurs konar stríðs- málningu," sagði Bima um aðdrag- anda árásinnar á dansleiknum í Miðgarði. Hún sagðist eftir á að hyggja vera með samviskubit yfir því að hafa ekki hringt í dyraverði eða húsvörð Miðgarðs til að segja þeim frá morðhótuninni, eða þá að hafa ekki tilkynnt hana til lögreglu. Eftir árásina hefðu tveir dyraverðir komið syni sínum til hjálpar, skakk- að leikinn og kallað til lögreglu og sjúkralið. Sonur Birnu hlaut alvarlega höf- uðáverka og var fluttur með sjúkra- flugi til Reykjavíkur. Þar gekkst hann undir nærri þriggja tíma skurðaðgerð á Sjúkrahúsi Reykja- víkur um helgina og þegar DV ræddi við Birnu í gær var hann ný- lega kominn úr gjörgæslu. Bima sagði að læknar teldu hann ná sér en það gæti tekið langan tíma, ef hann þá næði nokkum tímann full- um bata. „Þau sögðu mér, læknarnir og hjúkranarfólkið héma á spítalan- um, að læknirinn á Sauðárkróki, sem hlúði að honum fyrst og á leið- inni til Reykjavíkur, hefði bjargað lífi stráksins með hárréttum við- brögðum. Á því væri enginn vafi. Höggið af kylfunni hefur verið gríð- arlega þungt. Það kom dæld í höfuð- ið á honum og blæddi inn á heilann. Það er kraftaverk að hann skuli vera lifandi og ég þakka það guði fyrst og fremst,“ sagði Bima Guð- mundsdóttir við DV. -bjb Reykjavíkur- og Reykjanesþingmenn óánægðir: Veriö aö taka fé frá þeim stöðum þar sem fólkið er - segir Kristján Pálsson, þingmaður Reyknesinga „Það fara yfir 20 þúsund bilar á sólarhring um Reykjanesbrautina frá Breiöholti til Hafnarfjarðar. Þetta er komið langt yfir þau mörk þegar talið er orðið brýnt að tvö- falda vegi. Sú tala liggur á milli 10 og 20 þúsund bíla. Á næsta ári átti að heíja tvöfoldun brautarinnar frá Breiðholti að Fífuhvammi. Nú stendur til að fresta framkvæmdun- um. Mér þykir það algert stílbrot að ætla að fresta þessum framkvæmd- um miðað við aUt sem sagt hefur verið. Það er einnig út í hött að vera aUtaf að taka fé frá þeim stöðum þar sem fólkið er. Þar era bUamir og þar af leiðandi umferðarvandamál- in. Þessu þarf að breyta. Þess vegna hafna ég því að fresta framkvæmd- um við tvöfóldun Reykjanesbraut- ar,“ sagði Kristján Pálsson, þing- maður Reyknesinga, í samtali við DV. MikiU urgur er í þingmönnum Reykjavíkur- og Reykjaneskjör- dæma vegna frestunar vegafram- kvæmda. I Reykjavík á að fresta því að ljúka breikkun Ártúnsbrekku. Guðmundur HaUvarðsson, þing- maður Reykvíkinga, sagði að það mál væri ekki útrætt i þingflokki Sjálfstæðisflokksins. „Ég er andvígur því að fresta þessum framkvæmdum og mun leggjast gegn því,“ sagði Guðmimd- ur í samtali við DV. -S.dór Hreppsnefndin í Súöavík á lokuöum fundi um Frosta Lokaður fundur hreppsnefndar Súðavíkurhrepps um málefni Frosta hf. verður haldinn í dag og hefst kl. 13.15. Andri Árnason hæstaréttarlögmaður, sem hrepps- nefndin hefur leitað aðstoðar hjá með að kaUa eftir því að vangreidd hlutabréf Togs hf. í Frosta verði greidd, mun mæta á fundinn og gera grein fýrir stöðu þeirra mála. Fyrr í vetur ritaði hæstaréttarlög- maðurinn stjórn Frosta hf. bréf þar sem hann fór fram á innheimtu fjár sem notað var tU að greiða hluta- bréf Togs hf. í fyrirtækinu fyrir um áratug síðan. Um helmingur upp- hæðarinnar er ógreiddur. Sá frestur sem lögmaðurinn gaf stjómendum Frosta tU að innheimta féð er nú lið- inn. Ásamt Andra verður einnig við- staddur fundinn Jóhann Magnússon, rekstrarráðgjafi hjá Stuðli hf., en Jó- hann vann á sínum tíma að úttekt og endurskipulagningu á fiskvinnslu KASK á Hornafirði sem leiddi til stofhunar Borgeyjar hf. -SÁ j rödd FOLKSINS nei 904 1600 100% Á jafn lífeyrisréttur að vera forgangskrafa í kjaraviðræðunum? Þegar DV átti leið um Siglufjörð voru bæjarbúar á fullu við að skreyta bæinn sinn jafnt úti sem inni. Bæjarskrifstofurnar voru engin undantekning og hér má sjá Arnfinnu Björnsdóttur launafulltrúa við þá göfugu iðju að koma upp jólaskrautinu sem á að gieðja gesti og gangandi. DV-mynd ÞÖK Barnaníðingurinn: Geðrannsóknar krafist DV, Akureyri: Björn Jósep Arnviðarson, sýslu- maður á Akureyri, segir að tekin hafi verið ákvörðun um að krefjast geðrannsóknar yfir sökudólgnum í barnaníðingsmálinu svokallaða. „Nú er verið að vinna úr gögnum málsins og við erum að fá ýmsar skýrslur sem tengjast málinu. Við reynum að hraða málinu eins og kostur er og það er ekki langt í að það verði sent saksóknara,“ sagði Bjöm Jósep og staðfesti að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að fleiri aðilar tengdust þessu máli. -gk Stuttar fréttir Fjórðungur á netinu Fjórðungur íslendinga notar Intemetið og þjóðin er sú tölvu- væddasta í heiminum, að sögn Alþýðublaðsins. Mesta netfólkið er háskólamenntað, með háar tekjur og býr á höfuðborgar- svæðinu. Viija ekki samræmingu EgiU Jónsson og Einar Oddur Kristjánsson, S„ eru andvígir stjórnarfrumvarpi um samræm- ingu tryggingagjalds og það verði jafn hátt í framleiðslu- greinum og öðram greinum. RÚV sagði frá Uppgefnir á ríkinu Sálfræðingar hafa gefist upp á kjarasamningaviðræðum við ríki og sveitarfélög og vísaö kjaradeilunni til sáttasemjara. RÚV segir frá. ram iuscii i Hollywoodmynd Ámi Ibsen skáld mun skri handrit að tveggja milljan króna Hollywoodkvikmynd se gerð verður í Færeyjum næs sumar eftir færeyskri þjóðsög Stöð 2 sagði frá. Heimir Steinsson hættur Heimir Steinsson hefur látið af störfum sem útvarpsstjóri. Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, gegnir stöðunni til bráðabirgða. RÚV segir frá. Símtölin greiöa póstinn Neytendur era látnir greiða niður tap á póstþjónustunni með óþarflega háum símakostnaði, segja Neytendasamtökin í RÚV. Alli ríki maöur ársins Aðalsteinn Jónsson, útgerðar- maður á Eskifirði, er maður árs- ins hjá tímaritinu Frjálsri versl- un. Fyrirtæki hans, Hraðfrysti- hús Eskifjarðar, hefur gengið mjög vel undanfarin ár. Clippers vann í framlengingu Fjórir leikir voru háðir í NBA-deildinni í nótt og urðu úrslit þessi: Boston-Milwaukee........91-107 Toronto-Detroit .........92-98 LAClippers-Phoenix .... 122-121 Sacramento-Washington .. 89-97 Eins og fyrri daginn gengur hvorki né rekur hjá Boston. Nú mátti liðið bíða ósigtu- á heimavelii gegn Milwaukee. Glenn Robinson skoraði 19 stig fyrir Milwaukee sem hafði yfirburði allan tímann. Detroit var heldur ekki í neinum vand- ræðum með Toronto á útivelli. Grant Hill átti góðan leik fyrir Detroit, skoraði 27 stig og tók 12 fráköst. Joe Dumars skoraði 21 stig. Washington gerði góða ferð til Sacra- mento. Chris Webber átt enn einn stjömuleikinn, skoraði 24 stig og hirti 14 fráköst. Mitch Richmond gerði 28 stig fyrir Sacramento. LA Clippers lagði Phoenix i æsispenn- andi framlengdum leik. í venjulegum leiktima jafnaði Clippers undir lokin með þriggja stiga körfu frá Brent Barry og hafði síöan betur í framlengingu en þar skoraði terry Dehere fjögur stig i röð. Malik Sealey skoraði 28 stig fyrir Clippers og Manning gerði 24 stig íyrir Phoenix. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.