Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEÍNN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: jSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Byggðastefnuæði Byggðastefnuþingmenn fjárlaganefndar Alþingis komust í feitt, er þeir áttuðu sig á, að þeir gætu notað væntanlegar orku- og stóriðjuframkvæmdir til að skera niður opinberar vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæð- inu, þótt þær séu arðbærustu kostir íjárlaganefndar. Frestað verður að ljúka breikkun Ártúnsbrekku og brúar í Elliðaárdal. Frestað verður tvöföldun Reykjanes- brautar milli Reykjavíkur og Hafnarflarðar. í skjóli þess- ara ákvarðana telur nefndin sig hafa auðfengna peninga til að halda uppi spottaframkvæmdum úti um allt. íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa ekki beðið um orku- og stóriðj uframkvæmdimar, sem hafðar eru að blóra- böggli ákvarðana Qárlaganefndar. Miðað við íbúafjölda auka þær fyrst og fremst atvinnu á Vesturlandi og Suð- urlandi, en minna í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. Veigamikið hlutverk fjárveitingavalds hins opinbera er að framleiða atvinnu í þeim kjördæmum, sem telja sig hlunnfarin af sagnfræðilegri þróun, flótta fólks úr strjál- býli til þéttbýlis. Um þetta hlutverk hefur verið búin til byggðastefna, sem jafngildir trúarbrögðum. Afleiðing stefnunnar sést í lítið notuðum höfnum, lít- ið notuðum vegum, lítið notuðum skólum og lítið notuð- um sjúkrahúsum, á meðan raunveruleg samgöngumál, menntamál og heilbrigðismál þjóðarinnar eru í ólestri og verða samkvæmt fjárlögum áfram í ólestri. Samkvæmt þessari stefnu er framkvæmdin sjálf ekki minna virði en reksturinn, sem fylgir á eftir. Oft er meira verið að sækjast eftir byggingaframkvæmdum en þjónustunni, sem framkvæmdimar eiga að gera kleifa. Þetta sést bezt í spottastefnu varanlegrar vegagerðar. Milli Vegagerðarinnar og byggðastefnumanna Alþing- is og ríkisstjómar er samsæri um, að varanleg vegagerð skuli unnin í svo litlum spottum, þriggja til sjö kíló- metra, að heimamenn geti keppt um verkið við stóru fyr- irtækin, sem mörg koma af höfuðborgarsvæðinu. Ef samgönguhagsmunir einir réðu ferðinni, mundu byggðastefnumenn sjá, að margfalt lengri og færri spott- ar mundu skila lengri vegum fyrir sama fé. Af því að framkvæmdahagsmunirnir em biýnir, láta menn þá ganga fýrir hinum varanlegri byggðahagsmunum. Þetta kerfl er við lýði, af því að þingmenn Reykjavík- ur og Reykjaneskjördæmis styðja það. Þeir kveina að vísu stundum, sérstaklega heima í héraði, þegar kjós- endur eru nálægir, en á Alþingi rétta þeir upp höndina til samþykkis, þegar byggðastefnumálin eru afgreidd. Nánast allir, ef ekki allir stjómmálaflokkar bera ábyrgð á stefnunni, sem nú hefur leitt til frestunar flár- laganefndar á brýnum og arðbærum verkefnum á höfuð- borgarsvæðinu, svo að heimamenn úti um land geti haft trygga atvinnu af spottagerð í heimahögum. Fjárlaganefnd Alþingis er einn helzti leikvöllur byggðastefnunnar. Þar er í einstökum atriðum gengið frá, hvernig sparaðar séu framkvæmdir og rekstur á Reykjavíkursvæðinu, svo að halda megi uppi fram- kvæmdum og rekstri á landsbyggðinni. Þegar Qárlaganefnd kemst að niðurstöðu, er nánast formsatriði, að Alþingi fellst á hana. Gildir þá einu, hvaða meirihluti er hverju sinni í nefndinni og á Al- þingi. Útkoman er alltaf sama byggðastefhan, af þvi að hún er rekin af öllum núverandi stjórnmálaflokkum. Kjósendur á höfuðborgarsvæðinu þurfa einhvem tíma að svara spumingunni um, hvort áokkamir séu færir um að gæta hagsmuna þeirra til jafns við aðra. Jónas Kristjánsson M ÍSIAND: ' l] —4 Ofuráhersla einkavæddrar bílaskoöunar á tækni meö viöeigandi gjaldtöku tóm vitleysa frá upphafi, segir m.a. í grein Gísla. Einkavæðing auðlindanna bíla allra landsmanna gegn himinháu gjaldi aö eigin vali. Þeir reistu sér glæsihöll með full- komnum skoðunarbún- aði og fengu margra ára forskot á alla sam- keppni til þess að þeir gætu örugglega grætt nógu mikið á nógu skömmum tíma. Sú ráð- stöfun var álíka gáfúleg og að einkavæða ríkis- kassann. Eða löggæsl- una. Auk þess sem allar rannsóknir á umferðar- slysum sýna að þau verða ekki vegna þess að bílamir séu bilaðir heldur bilar fólkið sem „Við sem töldum okkur eiga auðlind- ina, alveg eins og við áttum brenni- vínið og bifreiðaeftirlitið forðum, við njótum einskis af öllum gróðanum nema með þeim óbeina hætti að al- menningur græðir alltaf á umsvifum athafnamannanna..." Kjallarinn Gísi Sigurðsson íslenskufræöingur Einkavæðing stjómvalda á eign- um almennings hefur verið fjöl- mörgum einkavin- um ávísun á ókeyp- is áskrift að hæsta vinningnum í happdrætti þjóðfé- lagsins ár hvert. Enginn efast leng- ur um að einka- rekstur og sam- keppni frjálsra fyr- irtækja á markaði sé betra rekstrar- fyrirkomulag en einokun ríkisfyrir- tækis undir stjóm manna sem hafa ekki lagt fram eig- ið áhættufé. En það þýðir ekki að handhafar ríkis- valdsins geti gefið einkavinum sinum alls kyns rekstur sem hefur verið byggður upp og kostaður af ad- mannafé. Samt hef- ur það verið látið viðgangast allt frá því að vildarvinum stjórnvalda var gefið einkaleyfi til að hagnast á framkvæmdum fyrir herinn undir hatti íslenskra aðal- verktaka, einhverri mestu happ- drættisvinningasvikamyllu eftir- striðsáranna. Brennivín og bílaskoöun Einkavinirnir fengu einkaleyfi til að framleiða öruggustu sölu- vöm íslenska Ríkisins: íslenska brennivíniö. Og einkavinimir fengu einkaleyfi til þess að skoða á að stjórna þeim. Þess vegna er ofuráhersla einkavæddrar bíla- skoðunar á tækni með viðeigandi gjaldtöku tóm vitleysa frá upphafi. Og kvótinn líka En allt þetta hafa þjóðin og Mogginn látið yfir sig ganga. Eng- inn hefur sungið hátt um að hér væri verið að ráðskast með sam- eign þjóðarinnar. Samt er vand- séður munur á þessu einkavæð- ingarráðslagi og því snjallræði stjómvalda fyrir nokkmm árum að gefa nokkrum útgerðarmönn- um kvóta sem þeir mættu síðan spila úr að vild líkt og í matador þar sem allir fá úthlutað spilapen- ingum í upphafi. En nú er eins og blessuð skepnan hafi loksins skil- ið að þetta sé kannski ekki nógu gott kerfi utan spilaborðsins. Einkavæðing kvótans hefur nefni- lega útilokað allmarga einkavini sem hsifa ekki staðið sig í hinni miklu og frjálsu samkeppni kvóta- kaupanna. Gjöf eða einkavæðing ríkisins á sameign þjóðarinnar hefur gengið kaupum og sölum og þeir hagnast mest sem hafa staðið sig best í braskinu. Þannig á það að vera í samkeppninni. Hlutabréf í sumum fyrirtækjum rjúka upp en önnur lenda í gjaldþroti. Þeir sem skaffa Gallinn við þetta einkavædda fyrirkomulag er að það ýtir undir hagsmunaárekstra einkavinanna. Þeir sem tapa kunna ekki að meta hið nýja kerfi og hafa fengið Mogg- ann til liðs við sig að tala máli síns réttlætis, en vinningshafamir eru að vonum hæstánægðir og beita Davíð fyrir áróðursvagninn á sigurreið sinni um samfélagið. Við sem töldum okkur eiga auð- lindina, alveg eins og við áttum brennivíniö og bifreiðaeftirlitið forðum, við njótum einskis af öll- um gróðanum nema með þeim óbeina hætti að almenningur græðir alltaf á umsvifúm athafna- mannanna þegar brauðmolamir hrjóta af yfirfullum veisluborðum þeirra. Því það eru þeir sem skaffa okkur vinnu - eins og Pétur þrí- hross á Sviðinsvík vissi vel. Gísli Sigurðsson Skoðanir annarra Ég sem skylduáskrifandi.... „Samkvæmt könnunum hafa fréttastofur RÚV notið mikils trausts meðal almennings. í því felst að almenningur treystir því að fféttamenn RÚV fari ekki með fleipur í fréttum og reyni ekki að halla réttu máli. Ég, sem skylduáskrifandi að efni RÚV, þ. á m. frétta, geri þá kröfu á hendur fréttastofum RÚV að fréttamenn reynist þessa trausts verðir og að yf- irmenn fréttastofnana gæti þess að fféttamennirnir geri greinarmun á draumi og veruleika þegar þeir setja saman fréttir sínar.“ Þórhallur Jósepsson í Mbl. 14. des. Ríkishandbolti „Sértækar björgunaraðgerðir" hafa verið bannorð í efnahagsúrræðum Davíðs Oddssonar, og við það hefur verið staðiö, nema stundum. I Ólafsfirði og á Sauðárkróki er enginn frá því opinbera að bjarga erfiðum rekstri ffá því að senda atvinulaust fólk heim um jólin. Hvað er svona sérstakt við HSÍ? ... Á þessum hinum einkavæðingarvænu dögum Friðriks, Halldórs og Davíðs sér maður ekki beinlínis þörfina á ríkishandbolta. Blaðið er opið fyrir réttlætingu á því að handboltasambandið njóti þess sem mæðra- styrksnefnd Ingibjargar Pálma fær ekki.“ Stefán Jón Hafstein í DegiTímanum 14. des. RÚV og rósemin „Ónauðsynlegt bunumál heyrist stundum hjá ung- um og hressum mönnum á Stöð 2 og Bylgjunni. Ein- hvers staðar las ég að gamalt fólk skildi þá alls ekki.... Það verður að segja ríkisútvarpinu til hróss, að þar tala margir svo til fyrirmyndar má telja. Hin- ar „ítarlegu þagnir“ í ríkisútvarpinu eru kannski fomaldarlegar, en þess konar blær á flutningi stuðl- ar að rósemi og verður kannski til þess að betur sé hægt að melta það sem sagt er. Hlustandinn hefur á tilfinningunni að þar séu hugsandi menn að tala við viti borið fólk.“ Gísli Sigurðsson í Lesbók Mbl. 14. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.