Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 Fréttir DV Lá helkaldur og illa slasaöur viö bílflak á fimmta tíma á Gemlufallsheiði: Allan tímann sannfærður um að mér yrði bjargað - segir Friöfinnur Sigurösson frá Þingeyri - sjúkraflugi seinkaði um sólarhring vegna veðurs „Það kom vindhviða sem sneri bílnum á þverveginn, feykti honum út af og nokkrar veltur niður í miðja hlíð. Ég veit ekki hvenær en einhvern tímann á leiðinni niður kastaðist ég út úr bílnum og lenti skammt neðan við hann þegar hann stöðvaðist. Ég náði að skríða að bílnum og koma mér í skjól. Ég þorði ekki að taka áhættuna að koma mér upp á veginn, taldi viss- ara að vera við bílinn og bíða eftir hjálp. Ég var allan tímann sann- færður um að mér yrði bjargað," sagði Friðfinnur Sigurðsson, póst- flutningabílstjóri frá Þingeyri, í við- tali við DV á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur í gær. Eftir bílveltu á Gemlufallsheiði á milli Önundarijarðar og Dýrafjarð- ar síðastliðinn laugardagsmorgun var Friðfinni á ótrúlegan hátt bjarg- að af feðgum sem höfnuðu utan veg- ar í bíl sínum á svipuðum stað og Friðfinnur. Þeir sluppu ómeiddir og gátu tilkynnt um slys Friðfmns. Glerhálka var á þessum slóðum og mjög hvasst. Feðgamir misstu sinn bil út af um þrjúleytið á laugardag og hafði Friðfinnur þá legið slasað- ur við bílflakið í vel á fimmta tíma. Bíllinn, sem er af gerðinni Toyota HiAce, er gjörónýtur eftir veltuna en Friðfmnur var einn á ferð á leið- inni til ísafjarðar með póst. Friðfinnur sagði að sér hefði liðið „frekar illa“ þegar hann lá við flak- ið. Allan timann hefði hann þó ver- ið sannfærður um að sér yrði bjarg- að. „Ég var í angórupeysu og er klár á að hún bjargaði lífi mínu. Þar sem hún lá að mér fann ég ekki fyrir kulda. Hins vegar var ég orðinn dof- inn á höndum og fótum og gat lítið hreyft mig,“ sagði Friðfinnur. Friðfinnur Sigurðsson á sjúkrabeöi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í gær. Þar beið hann aðgerðar á fótlegg en tvær pípur kurluðust þegar hann kastaðist út úr bíl i veltu á Gemlufallsheiöi si. laugardagsmorgun. Friöfinnur beið nærri fimm tíma við bílflakið, helkaldur og illa slasaöur, og var fyrir tilviljun bjargað af tveimur feðgum sem misstu bíl sinn út af veginum á svipuöum slóöum án þess aö slasast. DV-mynd Hann sagði að kona sín hefði vit- að nákvæmlega hvenær hann lagði af stað frá Þingeyri og var því farin að óttast um hann þegar ekkert heyrðist frá honum eftir tvo tíma en um fjörutíu mínútna akstur er á milli Þingeyrar og ísaljarðar. Þegar tilkynning kom um slysið var búið að setja björgunarsveitir í við- bragðsstöðu. Tvær pípur í fótlegg kurluð- ust Friðfinnur brotnaði illa á fótlegg og hlaut skurð á höfði. Hann var fluttur í skyndi á sjúkrahúsið á ísa- firði þar sem saumuð voru nokkur spor í höfuðið. Auk þess var hann illa marinn víða um líkamann og orðinn helkaldur. Vegna veðurs var hins vegar ekki hægt að fljúga með hann til Reykjavíkur til frekari að- hlynningar fyrr en á sunnudags- kvöld. Þegar DV ræddi við Friðfinn í gær var hann að braggast en eftir var að gera aðgerð á brotna fætin- um. Vegna mikillar bólgu hafði það ekki verið hægt ennþá. Friðfinnur sagði tvær pípur neðst í fótleggnum hafa kurlast í slysinu og allar líkur á að hann ætti lengi i þessum meiðslum. Hann reiknaði ekki með að komast vestur til Þingeyrar fyrir jólahátíðina. Friðfinnur vildi koma á framfæri kæru þakklæti til feðganna sem björguðu honum. Hann hefði heyrt skruðninga skammt frá sér þegar bíll þeirra rann út af og orðið him- inglaður þegar kallað var til hans skömmu síðar. „Ég hef sjaldan verið jafn feginn á ævinni og hrópaði á móti,“ sagði Friðfinnur Sigurðsson. -bjb 3. umræðu fjárlaga var frestað í gær: Hörð átök vegna niðurskurðar til sjúkrahúsa - fyrst og fremst milli kjördæma „Það eru uppi bullandi átök um þennan 160 milljóna króna niður- skurð til sjúkrahúsa á landsbyggð- inni sem gert er ráð fyrir í fjárlög- um. Þar er ekki um að ræða átök milli stjórnarflokkanna heldur innan þeirra og þá á milli kjör- dæma. Sömuleiðis eru deilur uppi um frestun framkvæmda í Ártúns- brekkunni og tvöfoldun Reykja- nesbrautar," sagði Gísli S. Einars- son, fulltrúi krata í fjárlaganefnd Alþingis, í samtali við DV í gær. í byrjun þingfundar í gær til- kynnti Jón Kristjánsson, formað- ur fjárlaganefndar, að hún væri ekki tilbúin með tillögur sínar við þriðju umræðu og því óskaði hann eftir frestun á 3. umræðu fjárlaga. Forseti varð við þessari ósk. „Það er ljóst að hagræðing í rekstri sjúkrahúsa úti á landi er viðkvæmt mál. Það er verið að fara yfir það hvemig að því verð- ur staðið. Ég vona aö við náum viðunandi niðurstöðu í því máli. Önnur atriði, sem deilt hefur ver- ið um, sýnist mér að samkomulag sé komið um. Auðvitað eru menn misjafnlega ánægðir með boðaða frestun framkvæmda. Sínum aug- um lítur hver á silfrið," sagði Jón Kristjánsson, formaður fjárlaga- nefndar, í samtali við DV. Borgarstjóri hefur svarað ósk- um um að borgin dragi úr fram- kvæmdum á þann veg að það sé ekki hægt vegna þess hve óskin er seint fram borin. „Ég hef nú aldrei reiknað með að framkvæmdum, sem búið er að negla niður og gera verksamninga um, verði frestað. Það sem ég hef sagt í þessu sambandi er að sveit- arfélögin fari yfir sínar fram- kvæmdaáætlanir á næsta ári og dragi úr þeim framkvæmdum sem hægt er. En auðvitað höfum við ekkert vald til að fyrirskipa þeim það,“ sagði Jón Kristjánsson. Búist er við að 3. umræða fjár- laga hefjist ekki fyrr en á fóstudag. -S.dór Þau Tinna og Steinþór sjá ásamt félögum sínum um sorphreinsun á Ólafsfirði. Þetta gera þau til að safna sér fyrir æfingarferð til Noregs um áramótin. Hér má sjá þau meö sorppokana. DV-mynd ÞÖK „Öskukrakkar“ á Ólafsfiröi: Börnin sjá um sorphreinsun á staðnum DV, Ólafsfirði: Það er ömurlegt að standa í þessu þegar veður er slæmt en þá hugsar maður bara um peningana. Við ætl- um að vera í rúma viku i Lilleham- mer og þetta er mjög spennandi," segir Steinþór Þorsteinsson, 14 ára öskukarl á Ólafsfirði sem ásamt fé- lögum sínum arrnast sorphreinsun á staðnum vikulega. Krakkamir leggja þetta á sig til að fjármagna ferð til Lillehammer þar sem þau verða til þjálfunar á skíðum um áramótin. Það má því segja að á Ólafsfirði séu öskukrakkar en ekki öskukarlar. Tinna Rúnarsdóttir, sem er annar krakkanna i sorpinu, segir mikla til- hlökkun ríkjandi vegna ferðalagsins. „Það verður geðveikt stuð þama úti og það gerir þetta starf skemmti- legt. Þetta er þó á köflum leiðinleg vinna og ég ætla ekki að leggja þetta fyrir mig í framtiðinni," segir Tinna. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.