Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 9 DV Kaupsýki tákn um hefnd gegn mökum Þeir sem kaupa hluti sem þá hvorki langar í né vantar þjást oft af litlu sjálfsáliti, óhamingjusömu kyn- lífi eða eru að hefna sín á makanum. Þetta er niðurstaða könnunar sem gerð var við Oxfordháskóla. Sam- kvæmt niðurstöðunum hafa 45 pró- sent þeirra sem eru með kaupæði lít- inn eða engan áhuga á kynlífi. Alls tók 101 þátt í könnuninni og kváðust 30 prósent þeirra gera inn- kaup til að hefna sín á makanum. Aðrir reyna að vinna bug á örvænt- ingu og óánægju með því að versla á sama hátt og sumir snúa sér að áfengi. „Ég hugsa í raun ekki um neitt þegar ég er að versla. Þetta er bara eins og að hverfa inn í minn eigin friðsama og vandamálalausa heim,“ sagði 67 ára kona sem þátt tók í könnuninni. „Það er eins og timinn standi kyrr,“ sagði 42 ára gamall maður. Aðstandendur könnunarinnar telja að um 700 þúsund manns í Bret- landi séu haldnir kaupæði og safni skuldum fyrir um 1,5 milljónir ís- lenskra króna að meðaltali. Flestar konumar kaupa fot sem þær fara aldrei í. Eiginmaður einnar konu skildi við hana eftir að hún hafði keypt 160 pör af skóm út á kreditkortið hans. Önnur kona þurfti að veðsetja húsið sitt á ný til þess að geta greitt skuld- irnar sem fikn hennar hafði leitt til. Þeim sem gerðu innkaup í hefnd- arskyni fannst sem grafið væri und- an sjálfsáliti þeirra og að komið væri fram við þá eins og böm og að þeir bæm einungis ábyrgð á hversdags- legum störfum. Þátttakendur viðurkenndu allir fikn slna og sýndu allir sams konar eftirvæntingu og æsing fyrir inn- kaupin og á meðan á þeim stóð. Þeir fundu líka allir fyrir sektartilfinn- ingu og iðrun á eftir og tilhneigingu til að halda hegðun sinni leyndri fyr- ir öðrum. Fimmtungur þátttakenda varð taugaóstyrkur eða kvíðafullur þá daga sem hann fór ekki að versla. Reuter Breski kvikmyndaleikarinn Anthony Hopkins og leikkonan Natasha McElhone standa viö veggspjaldsauglýsingu fyr- ir nýjustu myndina sem þau leika í, Eiginmaður minn Picasso. Sfmamynd Reuter Utlönd Engm beiðni borist um áritun fýrir Uday Talsmaður svissneska utanrík- isráðuneytisins sagði í gær að þangað hefði ekki borist nein beiðni um vegabréfsáritun til handa Uday, syni Saddams Husseins íraksforseta, sem særð- ist i skotárás í síðustu viku. Arab- iskt dagblað í Lundúnum sagði að flytja ætti Uday undir læknis- hendur í Sviss. Talsmaðurinn sagði að Uday kæmist ekki inn í landið án áritunar. Stjómvöld í Bagdad þyrftu einnig að fá imdanþágu frá Sam- einuðu þjóðunum til að fijúga með Uday til Sviss vegna refsiaðgerða SÞ en að sögn heimildarmanna hjá samtökunum í Genf hefur eng- in slík undanþágubeiðni borist. Frétt í málgagni Bagdadstjóm- arinnar í gær, þar sem sagt er frá heimsókn Saddams til sonar síns, gefur til kynna að fjöldi manns hafi særst i árásinni á Uday. Tveir hópar stjómarandstæðinga hafa lýst ábyrgð á tilræðinu á hendur sér. Ekki hefur fengist nein opinber staðfesting á því en yfirvöld segjast vera að rannsaka málið. Reuter Stgr. Einn mest seldi vasareiknir á íslandi SHARP EL-531 • D.A.L. innslóltarkerfi (bein aðgerð ó skjá) • Tveer línur á skjá • Hýberbólsk föll • Almenn brot • Einvíð tölfræði • Prósentureikningur • Harðspjaldahlíf ofl. ofl. EL-531 henfar framhaldsskólanemum og nemendum í síðustu bekkjum grunn-skóla. HYunani ilada RENAULT Greidslukjör til allt ad 36 máttada án útborgunar Renault 19 RT ‘96, ssk., 4 d., hvítur, ek. 6 þús. km. Verð 1.350.000. Volvo 460 GLE ‘90, ssk., 4 d., hvítur, ek. 86 þús. km. Verö 820.000. BMW 316i ‘89, 5 g., 2 d., rauður, ek. 103 þús. km. Verö 680.000. Toyota Corolla XL ‘96, ssk., 5 d., grænn, ek. 7 þús. km. Verö 1.330.000. Renault Clio RT ‘96, ssk., 5 d., rauöur, ek. 8 þús. km. Verö 1.190.000. Mazda 323 1,6i ‘89, 5 g. ek. 115 þús. km. Verö 540.000. 4 d., grár, , i ■''-W' *• MMC Colt GLX ‘89, 5 g. hvítur, ek. 130 þús. km. Verö 450.000. 0? ðivE / Hyundai Sonata ‘95, ssk., 4 d., blár, ek. 17 þús. km. Verö 1.530.000. Mitsubishi Lancer GLX ‘93, ssk., 4 d., svartur, ek. 52 þús. km. Verö 1.060.000. Mazda 121 ‘92, 5 g., 4 d., hvítur, ek. 68 þús. km. Verö 640.000. Toyota Corolla XL ‘88, 5 g., 4 “ hvítur, ek. 144 þús. km. Verö 440.000. Nissan Sunny 4x4 ‘91, 5 g., 4 d., blár, ek. 92 þús. km. Verö 850.000. Hyundai Scoupe turbo ‘95, 5 g., vínrauöur, ek. 25 þús. km. Verö 1.060.000. Jeep Cherokee ‘87, ssk., 5 d., grár, ek. 170 þús. km. Verö 1.090.000. Hyundai Sonata ‘93, ssk., 4 d., vínrauður, ek. 60 þús. km. Verö 1.090.000. Opiö \ irkii il\i;ii frii kl. V - IS hiii\;iiiihi^ii 10 - 14 jTsiMF^ NOTAÐIR BILAR SUÐURLANDSBRAUT 12, SlMI: 568 1200, BEINN SÍMI: 581 4060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.