Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 Spurningin Boröar þú skötu á Þorláks- messu? Stefán Sandholt sölustjóri: Nei, ég borða hana ekki. Olga Olgeirsdóttir, heimavinn- andi og nemi: Nei, ég hef ekki lagt í að smakka hana. Pétur Pálsson húsasmiður: Alveg örugglega. Ég er áreiðanlega búinn að gera það í fjörutíu ár. Símon Jósefsson sjómaður: Nei, mér finnst hún vond. Björgvin Kristjánsson, atvinnu- laus: Já, það geri ég alltaf hjá mömmu og pabba. Hún má bara ekki vera of kæst. Hilda Lis Siemsen húsmóðir: Auð- vitað. Lesendur______________________________ Vanþróaö og vankaö ríkiskerfi Þorsteinn Einarsson skrifar: Það hljóta fleiri en ég að hafa tekið eftir því að svo virðist sem stjórnsýslan hér á landi hafi dalað í flestum greinum, og þeir menn sem veljast til forstöðu fyrir ýms- um stofnunum og fyr- irtækjum á vegum hins opinbera vera stórum vanhæfari til þeirra starfa en raun- in var fyrir t.d. nokkrum áratugum. - Æ fleiri mistök upp- lýsast og nýleg dæmi, þar sem ríkisendur- skoðandi nánast rass- skellir hverja opin- bera stofnunina á fæt- ur annarri og for- svarsmenn, sýna skort á aga, eftirliti og stjórnun innan þess- ara stofnana. En það eru ekki bara ríkisfyrirtækin og óstjóm þeirra sem eru í umræðunni. Það eru heilu kerfin innan stjórnsýsl- unnar og stefnuleysið sem liggur undir ámæli almennings. Þar trónir efst landbúnaðarkerfið, sem leyft er að taka drjúgan skerf úr ríkissjóði og með beinum hætti frá skattgreið- endum. - Dagblaðið-Vísir hefur lengi gagnrýnt þetta óréttláta kerfí, en ráðamenn á hverjum tíma hafa ekki þorað annað en að láta undan þrýstingi þingmanna, sem flestir eiga skuld að gjalda í sveitum lands- ins vegna kosningakerfis, sem er í senn óviðunandi og úrelt. Verst er þó að ráðamenn hér virð- ast einfaldlega vankaðir og sinna ekki ábendingum þótt umbjóðendur þeirra krefjist breytinga og sem kemur m.a. fram í afdráttarlausum niðurstöðum skoðanakannana - t.d. um hvort leggja beri niður bein- greiðslur í landbúnaðarkerfínu. Ékki bætir úr skák þegar alþingis- menn fyrtast við séu þeir spurðir hvort eitthvað réttlæti rúmlega 6 milljarða tilkostnað rikisins vegna sauðfjár- og kúabúskapar i landinu. - Eins og einn þingflokksformaður- inn sem svaraði engu öðru, að- spurður, en: Takk fyrir að hringja og vertu blessaður! Þegar á allt er litið er ekki annað að sjá en að það sem við í daglegu tali köllum rikiskeiTi sé á hraðri niðurleið auk þess sem það er mjög vanþróað og stórlega vankað, með forsvarsmenn sem í flestum tilvik- um hafa ekki aðra hagsmuni að leiðarljósi en sína eigin - og sinna nánustu þegar best lætur. Vönun til varnaðar gegn barnaníðingum Jóhann skrifar: Óhugnanlegustu fréttir síðustu vikur eru þær sem snúa að barna- níðingum. Það sem vekur athygli er hvernig að þessu máli er staðið af þeim aðilum sem eiga að láta að sér kveða þegar svona mál og önnur svipuð verða opinber. Barn kemst aldrei undan því álagi sem það verður fyrir þegar slíkur óhugnað- ur fer fram og lítil bamssál, sem treystir þessum svíðingum, verður fyrir reynslu sem getur brotið það algjörlega niður andlega. Sjálfur hef ég borið með mér þá óhugnanlegu reynslu í sextíu ár, eft- ir að kennari minn fékk mig til þess að heimsækja sig og viðhafði ógeð- felldar aðfarir með því að klæða mig úr og þukla mig með ógeðslegu orðbragði (en leiddu þó ekki til kyn- maka) og er enn þá mér í minni. Enn i dag hryllir mig við þessu kvöldi. Ég þorði hvorki að segja foreldr- um mínum né skólastjóra frá því sem gerðist og hef borið það með mér öll þessi ár. Hvað á að gera við þessa níðinga? Hvemig á að leitast við að verja bömin? Það eina sem getur orðið til varn- aðar er að níðingamir séu vanaðir, annaðhvort í verki eða með lyfjum, bæði þeirra vegna og annarra, sem bera þessar svívirðilegu kenndir til ungra barna, sem enga vöm geta sér veitt. - Við bíðum eftir að Al- þingi láti til sín taka. íslendingar, látum til okkar heyra af þeim krafti sem til þarf. Illa útfærð ábending - atvinnurógur Baldur skrifar: Það er með ólíkindum hve sumt fólk virðist skammsýnt. Eins og t.d. hann Jakob, sem benti á í lesenda- bréfi í DV fyrir nokkm að það ætti að taka fram í fréttum af umferðar- slysum, hversu illa útleikin sem ökutækin væru og hvemig sem fólk kæmi út úr óhappinu, hverrar gerð- ar bifreiðin eða bifreiðarnar væru. Þannig gæti fólk áttað sig á því hvaða bifreiðar væru bestar eða þyldu mest óhöppin, t.d. við árekstra eða veltu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollin- um. En málið er einfaldlega það að hvorki dagblöð né ljósvakamiðlar eru réttu aðilarnir til að skýra frá slíkum hlutum eða meta ástandið á [U§li[M\ þjónusta ailan sólarhringinn - eða hringíð í sima ILííÉSÖ 5000 milli kl. 14 og 16 Er rétt aö geta tegundar ökutækis sem lendir í ohappi, á sama hátt og um ástand hinna slösuðu? bílunum. Sá fréttaflutningur yrði ærið misjafn. Taka þyrfti tillit til aðstæðna, nafna ökumanna, akst- urslags o.s.frv. Eða hinna slösuðu. Ekki nota allir öryggisbelti eins og lög kveða á um og fólk er vissulega misvel á sig komið líkamlega. Ef þessi ósk Jakobs myndi nú rætast þá þyrfti hann að sætta sig við að lesa slíkar fréttir þegar þær væru orðnar úreltar, því auðvitað er tímafrekt að afla allra þessara upplýsinga. En þegar öllu er á botn- inn hvolft, er niðurstaðan hreinn og beinn atvinnurógur, því misvitrir menn myndu eflaust haga bílakaup- um sinum samkvæmt slíkum frétta- flutningi. Fólk ætti frekar að fá þessar upp- lýsingar í bílablöðum, sem nóg er af á markaðinum, eða þá hjá bílaum- boðunum þar sem upplýsingar og niðurstöður skipulegra kannanna liggja fyrir um styrk bílanna og eru unnar af sérfræðingum. í slíkum könnunum eru allir bílar meðhöndl- aðir við sömu aðstæður og eru því samanburðarhæfar. Þarfir fjármála- ráðherrar? Ólafur skrifar: Þeir þrír fjármálaráðherrar, sem hvað mest hafa tyllt undir opinbera starfsmenn gegnum tíðina - til ómældra útgjalda fyr- ir ríkissjóð - eru allir úr Sjálf- stæðisflokknum. Magnús heit- inn Jónsson frá Mel samþykkti að verðtryggja lífeyrissjóð opin- berra starfsmanna. Það var Matthías Á. Mathiesen sem færði opinberum starfsmönnum verkfallsréttinn á silfurfati. Og nú Friðrik Sophusson sem lætur hækka greiðslur í sjóð opinberra starfsmanna. - Opinberir starfs- menn þurfa því ekki að kvarta undan forsvari sjálfstæðismanna i fjármálaráðuneytinu. Erlend húsnæðislán Björn Sigurðsson skrifar: Ég las athyglisverða grein í DV hinn 11. þ.m. eftir Stefán Ing- ólfsson verkfræðing. Hann legg- ur til að erlend húsnæðislán verði tekin vegna húsnæðislána. Ég held að þetta gæti orðið til að koma til móts við þá sem kaupa sér ibúð í fyrsta skipti. Sá hópur manna sem vill kaupa, en leigir fyrir allt að 40 þúsund krónur á mánuði, á í raun ekki í nein hús að venda vegna óhagstæðs mats Húsnæðisstjórnar á því hverjir fá húsbréf. Fólk sem leigir fyrir 40.000 kr. getur allt eins greitt sömu upphæð í íbúðarkaup. Með einhverjum hætti verður þetta að breytast. Grænland líka í olíuna Sveinbjörn hringdi: Ég las í Morgunblaðinu nýlega að Grænlendingar væru á leið í olíuævintýrið. Gerður hefur ver- ið samningur við nokkur banda- rísk olíufyrirtæki um að leita á 120 ferkílómetra svæði í ná- grenni Nuuk. Grænlendingar hafa því raunverulega von um að verða olíuvinnsluríki á borð við Noreg og hugsanlega Færey- inga. - Hvers vegna er ekki hreyft við þessu máli hér, þrátt fyrir rannsókn hér við land og sem lofaði góðu? Hvað líður til- lögu Guðmundar Hallvarðssonar alþm. og fleiri um málið? Hvítir, íslenskir negrar Gunnar Sigurosson skrifar: Hvað er að gerast í þessu landi? Eru ráðamenn á þeirri skoðun að ekki skuli vera næg verkefni í gangi einhvern ákveð- inn tíma ársins til að koma í veg fyrir ímyndaða „þenslu“ i efna- hagslífinu? Eða vilja ráðamenn festa í sessi stöðuga efnahag- skreppu og láglaunakerfi? Er- lendis fer það orðspor af íslandi að þar sé gnægð ódýrs vinnuafls og forstöðumenn erlendra fyrir- tækja líta öfundaraugum til ís- lands þar sem uppistaða vinnu- aflsins sé „hvítir negrar“, eins og þeir orða það sín I milli. - Glæsileg framtíð, ekki satt! Réttarkerfi Belgíu og ísr lands Svanhildur skrifar: Hvað er líkt með Belgíu og ís- landi? spurði einn vinur minn mig nýlega. Ég vissi það ekki. Hann sagði það vera réttarkerf- ið. í Belgíu hefur þarlendur Hæstiréttur komist að þeirri nið- urstöðu að sækja ekki til saka aðstoðarforsætisráðherra, meintan kynferðisglæpamann. Og á allan hátt hafa yfírvöld í Belgíu dregið fjöður yfir hin óhugnanlegustu mál þar í landi. Minnast menn einhverrar sam- líkingar hér á landi? - Biskups- mála, vægra dóma yfir afbrota- mönnum o.s.frv.?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.