Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 CHRYSLER CIRRUS Til sölu CHRYSLER CIRRUS, árg. 1996, 2,5 L - LXI - 24 ventla - 160 hestöfl (STRATUS) ekinn aðeins 1.600 km, - 4 dyra - sjálfskiptur Einn með öllu ásamt: hraðastillingu, þokuljósum að framan, leðuráklæði, 15" krómuðum álfelgum, geislaspilara, loftkælingu og þjófavörn. Upplýsingar í síma 565-6096 HEIMAR Orlofsíbúðahótel RCI. Söluskrifstofa Suðurgötu 7 Simi 561 3300 Fax 561 3301 opið alla daga frá kl. 14:00-22:00 RCI. Faxfréttir úr fjolmiölum eru fréttir frá íslandi og færa lesandanum á stuttu og aögengilegu formi þær fréttir sem eru efst á baugi hverju sinni. Faxfréttir koma út 5 daga vikunnar á tveim síðum, mánudaga til fostudaga, kl. 13 aö íslenskum tima. Dreifileiðir: • Fax • Tölvupóstur FAX Þverholt 11. Sími 550 5000. Fax 550 5999. Netfang: faxfrettir@ff.is Útlönd Orkumálaráðherra Noregs segir af sér: Njósnahneyksli skekur Noreg Grete Faremo, olíu- og orku- málaráðherra Noregs, sagði af sér í gær vegna njósna norsku leyni- þjónustunnar um frammámann í röðum vinstri manna. Faremo var dómsmálaráðherra þegar leyni- þjónustan hóf í júní á síðasta ári að kanna bakgrunn Berge Furre en hann situr í þingnefnd sem rannsaka á störf leyniþjónustunn- ar sjálfrar. Hans Olav Ostgaard, yfirmaður leyniþjónustunnar, tilkynnti einnig um afsögn sína í gær. Það olli mikilli ólgu í Noregi í fyrra þegar því var ljóstrað upp að stjórnvöld höfðu kerfísbundið fylgst með kommúnistum á dögum kalda stríðsins. Verkamannaflokk- urinn sætti harðri gagnrýni stjómarandstæðinga og flölmiðla fyrir samvinnu við leyniþjónust- una um njósnir á kommúnistum á sjötta, sjöunda og áttunda áratugn- um. Furre, sem sagði sig úr Verka- mannaflokknum á sjötta áratugn- um og tók þátt í stofnun Sósíalíska vinstri flokksins, tók í fyrrasumar sæti í þingnefnd sem rannsaka á njósnimar um kommúnista. í síð- ustu viku var skýrt frá því að norska leyniþjónustan hefði í júní síðastliðnum skoðað leyniskjöl Stasi, austur-þýsku leyniþjónust- unnar, til að kanna hvort ein- hverjar upplýsingar væri að finna um Furre. Leitin að gögnum um hann hélt áfram fram á haust. Faremo, sem kveðst ekki hafa vitað að njósnað væri um meðlim í sjálfri njósnanefndinni, sagði í síðustu viku, er hún hafði lesið skýrsluna, að hún myndi missa ráðherrastól sinn. Þetta er í annað sinn á tæpum þremur vikum sem ráðherra í minnihlutastjóm Thorbjoms Jag- lands neyðist til að segja af sér en stjóm hans tók við völdum 25. september síðastliðinn. Terje Red Larsen sagði af sér embætti skipu- lagsráðherra í nóvember vegna ásakana um að hann hefði með óeðlilegum hætti hagnast á hluta- bréfaviðskiptum fyrir 10 árum. Reuter Nunnan Helen Prejean, sem sagt var frá í hinni áhrifamiklu kvikmynd Dauðamaður nálgast, hefur gengið í lið með þeim sem reyna að fá yfirvöld í Virginíu til að stööva fyrirhugaöa aftöku Josephs O’Dells á morgun. O’Dell var fund- inn sekur um nauögun og morð árið 1985 en segist hafa sannanir fyrir sakleysi sínu. Helen Prejean, til hægri, er hér með Lori Urs sem starfar fyrir lögfræðinga O’Dells. Símamynd Reuter John Major stóðst fýrsta alvöruprófið John Major, forsætisráðherra Bretlands, hafði betur í tveimur mikilvægum atkvæðagreiðslum um Evrópusambandið í breska þinginu í gærkvöld og stóðst þar með fyrsta raunverulega prófið um einingu stjórnarinnar síðan hún missti þingmeirihluta sinn í síðustu viku. Stjóm íhaldsmanna hafði sigur í atkvæðagreiðslunni um afstöðu sína til fiskveiðistefnu ESB, með 316 atkvæðum gegn 304. Nokkram mín- útum áður stóðst stjómin áhlaup frá Verkamannaflokknum með 316 atkvæöum gegn 305. Eftir aukakosningamar í síðustu viku er nú jafnræði með íhalds- flokknum og sameinaðri stjómar- andstöðu, hvor fylking hefur 323 þingmenn. Major stóð frammi fyrir erflðu verkefni í gærkvöld þar sem flokkur hans er klofinn í afstöðunni til ESB og flskveiðar era mikið tilfínninga- mál fyrir íhaldsþingmenn frá strandhéraðunum sem óttast að missa sæti sitt í komandi kosning- um. Stjómvöld buðu fiskimönnum á Norður-írlandi tilslakanir til að fá þingmenn úr röðum norður-írskra mótmælenda til að sitja hjá við at- kvæðagreiðsluna. Þá tókst Major að fá hugsanlega uppreisnarmenn innan flokksins, sem eru reiðir út í erlendu fiski- skipin sem veiða á Bretlandsmið- um, til liðs við sig með loforðum um að stjórnin mundi ekkert gefa eftir í viðræðum um framtíð ESB nema tekið væri á vanda breska fiskiðn- aðarins. Reuter Þýskir skíðamenn farast í snjóflóði í Kanada Þrír þýskir skíðamenn létu líflð í snjóflóði nálægt Whistler í Kanada í gær. Þjóðverjamir voru í hópi ellefú evrópskra ferðamanna sem farið höfðu með þyrlu upp á jökul. Heiðskírt var og lítils háttar vind- ur og 9 stiga frost er slysið varð síð- degis í gær. Snjóflóðahætta var ekki talin mikil og er því jafnvel álitið að ferð skíðamannanna sjálfra hafi komið flóðinu af stað. Bærinn Whistler er um 120 kíló- metra fyrir norðan Vancouver. Hann er talinn meðal bestu skíða- staða i Norður-Ameríku. Á hverju ári farast að meðaltali sjö manns í snjóflóðum í Kanada. Flestir þeirra hafa látið þyrlu fljúga með sig á fjarlæga staði. Reuter Stuttar fréttir Rætt um Hebron ísraelar og Palestínumenn hafa hafið viðræður á ný um sjálfstjómar- samning fyrir borgina Hebron. Clint- on Bandaríkjaforseti hvatti aðila til að ræða saman þar sem honum flnnst tími til kominn aö þeir komist að samkomulagi. Slobodan Slobodan Milosevic Serbíu- forseti og stjórn hans hafa hætt við að ræða mjög óvinsæla laga- setningu um vinnumarkaöinn sem hagfræðing- ar segja að hefði getað kostað um 800 þúsund manns atvinnuna um áramót. Kofi vill peninga Kofi Annan, nýkjörinn fram- kvæmdastjóri SÞ, segist munu ávarþa Bandarikjaþing ef með þarf til að fá bandarísk stjómvöld til að gera upp skuldir sinar. Kraftaverk á jólum Embættismenn í New Orleans sögðu að líkja mætti þvi við jóla- kraftaverkið að enginn skyldi farast þegar flutningaskip sigldi á verslun- armiðstöð á bökkum Mississippi á laugardag. Á heimleiö Rúmlega 100 þúsund flóttamenn af ættbálki hútúa frá Rúanda em nú á heimleið frá Tansaníu eftir tveggja og hálfs árs útlegð. Reuter hættir viö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.