Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Side 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 Pá var hasar og gaman „Það var ekkert varið í aö vera í Smugunni í sumar miðað við í fyrra. Þá var hasar og gam- an að vera til en núna var norska strandgæslan ekkert nema gæðin og kurteisin. Lilja Eiðsdóttir sjómaður í DV. Ekkert annað en endurgreiðsla „Ef rétt er að þessu fé eigi að veita til HSÍ þá lit ég ekki á það sem styrk heldur fyrst og fremst endurgreiðslu á því sem áður hafði runnið til RÚV.“ Guðmundur Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, um ríkis- styrk upp á 40 milljónir frá rík- inu, í Degi-Tímanum. Vanur fátaeku umhverfi „Meiri peningar auðvelda mitt starf en ég hef alltaf starfað í fá- tæku umhverfi og þekki ekkert annað.“ Þorbjörn Jensson, landsliðs- þjálfari í handbolta, í Degi-Tím- anum. Ummæli Vill á aulanámskeið „Ég hef aldrei náð tökum á ís- lenskunni. Ef það yrði sérstakt aulanámskeið í íslensku þá yrði ég skráður í það fyrstur manna." Bob Murray, þáttagerðarmaður á Aðalstöðinni, i DV. Styrjaldarástand „Það verður styrjaldarástand á vinnumarkaðinum í febrúar- mánuði." Guðmundur Gunnarsson, form. Rafiðnaðarsambandsins, í Degi-Tímanum. Askasleikir viö sína uppáhalds- iðju. Hann kemur i bæinn í dag. Askasleikir var alveg dæmalaus Jólasveinamir íslensku koma nú hver af öðrum í bæinn og koma allir við í Þjóðminjasafn- inu. í dag er komið að jólasveini númer sex, Askasleiki. Hann kemur í Þjóðminjasafnið kl. 14 og verður boðinn velkominn af spenntum gestum. Þá kemur Blessuð veröldin hann einnig við í húsdýragarðin- um. Á morgun er svo Hurða- skellir væntanlegur. í kvæði Jó- hannesar úr Kötlum um jóla- sveinana segir um Askasleiki: Sá sjötti, Askasleikir, var alveg dæmalaus. - Hann framundan rúmunum rak sinn ljóta haus. Þegar fólkið setti askana fyrir kött og htrnd, hann slunginn var að ná þeim og sleikja á ýmsa lund. Hvassviðri og stormur Yflr Grænlandi er 1026 mb hæð sem þokast austur. Alllangt suðsuð- vestur í hafi er mjög víðáttumikil og vaxandi 964 mb lægð sem þokast norður á bóginn. verður austan stinningskaldi eða allhvasst en sums staðar hvasst er líður á daginn. Snjókoma verður við suðurströndina en úrkomulítið og sums staðar skafrenningur annars Sólarlag í Reykjavík: 15.30 Sólarupprás á morgun: 11.19 Síðdegisflóð f Reykjavík: 00.17 Árdegisflóð á morgun: 00.17 Veðrið 1 dag í dag verður austanátt, hvassviðri og sums staðar stormur sunnan- og vestanlands en norðaustanlands staðar. Frost verður á bilinu 0 tii 8 stig víðast hvar. Á höfuðborgarsvæðinu verður austlæg átt, stinningskaldi í fyrstu en síðan allhvass vindur. Skýjað verður og dálítil snjókoma öðru hverju. Frost verður 0 til 4 stig. Veörið kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes Bergstaðir Bolungarvík Egilsstaðir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfði Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Atlanta Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Madrid Mallorca París Róm Valencia Orlando Nuuk Vín Winnipeg snjóél -5 skafrenningur -2 alskýjaó -5 léttskýjaö -3 skýjaó -4 alskýjaö -2 alskýjaö -1 skafrenningur -3 skafrenningur -1 snjókoma -0 snjókoma -5 rigning 2 léttskýjaö -10 heiðskírt -8 rigning 4 þoka 2 rigning 12 þokumóöa 5 alskýjaö -1 þokumóöa 0 þokumóóa 5 alskýjaö 3 mistur 5 alskýjaö 6 léttskýjaó 6 rigning 2 þokumóöa 7 þokumóöa 7 heiöskírt 14 snjókoma -3 þokumóöa -1 snjókoma -14 Ásta Júlía Kristjánsdóttir lyfjafræðingur: Var spurning um milljónatap „Ég er mjög ánægð að niður- staða er komin í þetta mál og að hæstiréttur féllst á mitt sjónarmið í málinu, þ.e. að ríkissjóði er skylt að kaupa þá húseign sem ég var skikkuð til að kaupa þegar ég fékk lyfsöluleyfi hér á sínum tima,“ sagði Ásta Júlía Kristjánsdóttir, lyíjafræðingur og eigandi apóteks- ins í Siglufirði, en í síðustu viku gekk dómur i máli sem hún höfð- aöi á síðasta ári gegn ráðuneytum heilbrigðis og fjármála. Maður dagsins Forsaga málaferla Ástu Júliu gegn ríkinu er í stuttu máli sú að árið 1994 fékk hún lyfsöluleyfi í Siglufirði. Þá var henni sam- kvæmt lögum gert að kaupa hús- eign og lyfjalager af fráfarandi ap- ótekara. Húseignin var á tveimur hæðum, apótek niðri og íbúð yfir, alls um 250 ferm. að gólffleti. Ekki varð samkomulag um verðlagn- ingu húseignarinnar og ákvað gerðardómur endanlegt verð. Ásta taldi kaupverðið langt yfir gang- verði sambærilegra' fasteigna í Siglufirði. Þegar ákveðið var að breyta lyfjalögum m.a. á þá leið að Ásta Júlía Kristjánsdóttir. DV-mynd ÖÞ kaupskylda apótekara á húsnæði og lyfjalager þess fráfarandi félli niður lagði Ásta lyfsöluleyfi sitt inn til heilbrigöisráðuneytisins. Leyfið var auglýst en enginn sótti um og því hélt hún áfram lyfsölu í Siglufirði í samráði við ráðuneyt- ið. Samkvæmt fyrri lögum var til svokallaður lyfsölusjóður sem lyf- salsn- höfðu greitt í en sjóðurinn var í vörslu ríkisins. Þessi sjóður hafði m.a. það hlutverk að kaupa upp apótek þegar leyfi væri skilað inn og ekki fyndist kaupandi að eignunum. Þessi sjóðm- var hins vegar lagður niður áður en nýju lögin tóku gildi og því varð ríkis- sjóður að gegna skyldum hans og mun dómsniðurstaða hæstaréttar m.a. hafa grundvallast á þessari staðreynd. „Þetta var spuming um hvort við töpuðum einhverjum milljón- um á þessari húseign eða ekki. Við erum ekkert að fara úr bæn- um, fjölskyldunni líkar mjög vel hér. Okkur finnst bærinn hafa upp á ýmislegt að bjóða, t.d. útivistar- svæði alveg við bæjarmörkin. Við höfum svolítið verið að leika okk- ur á skíðum, einnig stundum við bátsferðir og fjallgöngur. Eftir að þessi niðurstaða er fengin forum við að svipast um eftir nýju og hentugra húsnæði fyrir apótekið því okkur finnst við vera talsvert fi*á aðalkjama bæjarins héma í Norðurgötunni," sagði Ásta Júlía að lokum. Ásta er gift Hálfdáni Sveinssyni rekstrartæknifræðingi og eiga þau tvö börn. ÖÞ r>v Píanóleikarinn Miklos Dalmay leikur með Camerarctica á tón- leikunum. Mozart við kertaljós Kammerhópurinn Camerarct- ica heldur sína árlegu aðventu- tónleika með tónlist eftir Wolf- gang Amadeus Mozart í nokkrum kirkjum á höfuðborg- arsvæðinu og eru fyrstu tónleik- amir á morgun í Hafnaríjarðar- kirkju. Camerarctica skipa þau Ár- mann Helgason klarínettuleik- ari, Hallfríður Ólafsdóttir fiautuleikari, Hildigunnur Hall- dórsdóttir og Sigurlaug Eðvalds- dóttir fiðluleikarar, Guðmundur Kristmundsson víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleik- ari og nú fær Camerarctica til sín góða gesti, ungverska píanó- leikarann Miklos Dalmay, sem vann til TónVaka-verðlauna Rík- isútvarpsins nú nýverið, og Þór- unni Guðmundsdóttur sópran- söngkonu. Tónleikar Tónleikarnir verða um klukkustundarlangir og verða kirkjumar einungis lýstar með kertaljósum til þess að skapa fal- lega og rólega stemmningu í miðri jólaösinni. Sem fyrr segir verða tónleikarnir annað kvöld i Hafnarfjarðarkirkju, fimmtu- dagskvöld í Dómkirkjunni og á fóstudag í Árbæjarkirkju og hefj- ast þeri allir kl. 21.00. Bridge Þetta spil kom fyrir í landskeppni í tvímenningi í Rúmeníu fyrr á ár- inu en Tania Tomescu spilaði sér- lega vel úr spilum suðurs og landaði heim alslemmu í laufi. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og NS á hættu: * D10 W Á107642 4 ÁK * K64 * 5 * KG95 4 G10986432 4 — 4 ÁK862 4» -- 4 75 * ÁD9875 Myndgátan Stangdýna s§Fvl$- Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Suður Vestur Norður Austur 2 * pass 2 4 pass 34 3 Grönd dobl pass pass 4 4 4 Grönd pass 5 * pass 7 4 a/p Tveggja laufa opnunin var precision og stökkið í þrjá spaða lof- aði 5-6 i spaða og laufi. Þá loks ákvað vestur að segja en 3 grönd lof- uðu rauðu litunum. Fjögur grönd spurðu um ása og fimm lauf lofuðu 3 af 5 ásum. Vestur spilaði út tígul- gosa í upphafi sem sagnhafi drap á ás og þá kom góður millileikur, hjartaásinn lagður niður og tigli hent heima. Næst kom tígulkóngur, austur trompaði með lauftíu, sagn- hafi yfirtrompaði á drottningu og lega spilanna lá nú nokkuð ljós fyr- ir. Sagnhafi sá að hann þyrfti að stytta tromplit sinn heima. Vestur átti 8 tígla og a.m.k. 4 hjörtu. Sagn- hafi spilaði næst laufi á kóng, trompaði hjarta heim, spaðadrottn- ing, spaðaás og spaði trompaður í blindum. Hjarta var enn trompað, spaðakóngur tekinn og spaði tromp- aður með síðasta trompi blinds. Þá átti sagnhafi eftir Á9 í laufi og aust- ur G3. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.