Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 Áhrif rafsegulbylgna á heilsu fólks: Fólk er misjafnlega næmt fvrir bylgjunum Mikil umræða hefur verið í gangi um að rafsegulbylgjur geti veriö skaðlegar heilsu fólks en fram að þessu hafa litlar haldbærar sann- anir fengist fyrir þeim kenningum. En umræðan er stöðugt í gangi og fjölmargir telja sig finna fyrir van- líðan af þeim sökum. Þorsteinn Guðlaugsson hefur kynnt sér þessi mál ítarlega og starfað mikið við mælingar á rafsegulbylgjum. „Það er mikil umræða um skaö- semi rafsegulbylgna, sérstaklega varðandi GSM-símana. Ég held að þeir eigi stóran hlut í vandanum. Það er mjög misjafnt hvað fólk er næmt fyrir rafsegul- bylgjum, sumir verða ómögulegir en aðrir finna ekki fyrir þeim. Geislarnir eru einnig mis- munandi. Jarðgeisl- ar fara í var flutt í dauðans ofboði upp á spít- ala. í annað skiptið héldu þeir að hún væri komin með kransæða- stíflu og í hitt skiptið v a r o g hafa verið lengi til staðar. Gervi- h n a 11 a - diskar hafa einnig farið illa með suma og margir hafa hreinlega misst heilsuna eftir að þeir hafa verið settir upp á þeirra húsum,“ sagði Þorsteinn. Pirringur skammir „Það kom upp tilfelli í tíu hæða blokk fyrir aldraða í Hraunbæ í vor. Það var sett upp móðurstöð uppi á þaki hússins og ástandið var orðið Þorsleinn Guðlaugsson mælir hér rafseglubylgjur frá farsíma með : * , DV-myndirBGnet var sett á sendur eftir henni hjartabíll. Þegar hún kom niður á spítala fannst ekkert að konunni. Svo fékk hún aftur einkenni og þá benti vin- kona hennar á að láta mæla rafseg- ulsviðiö í húsinu. Ég fór á staðinn og setti upp tæki sem við höfum hannað. Það tekur rafsegulsviðið af loftnetunum," sagði Þorsteinn. Lilja Siguijónsdóttir heitir íbúinn í Hraunbæ og hún var fús að ræða um reynslu sína. „Ég er búin að vera mjög slöpp öðru hvoru eft- ir að ég flutti í blokk fyrir eldri borgara í Hraunbæ. Fyrsta árið fann ég reyndar ekki fyrir neinu en síöan fór ég að fá hitaköst og þyngsli fyrir brjóstið. Bóndi minn fór einnig að svitna mikið á nótt- unni. Skárst var ég þegar ég fór út úr húsinu að rölta,“ sagði Lilja. „Þessi óþægindi komu alltaf aft- ur og aftur og læknar fundu ekkert að mér. Loks í vor þeg- ar Þorsteinn kom til skjal- anna fór ég að fá bót meina minna. Hann gerði hér mælingar og fann hér sterkar rafsegulbylgjur. Hann setti hér upp tæki, bæði í íbúðinni og úti á lóð hússins, til að vinna gegn þessum bylgjum. Á toppi blokkar- innar hefur stjóm hússins gefið Pósti og síma leyfi til að setja upp sendi- og endurvarps- tæki og ég er sannfærð um að þangað er orsakanna að leita. Síðla sumars fór ég svo að finna aftur fyrir óþægindum og þurfti enn að kalla á Þor- stein sem mældi hér mun öflugri rafsegulbylgjur en fyrr. í ljós kom að Póstur og sími höfðu fengið leyfi fyrir uppsetningu fleiri tækja á þak- inu. Þorsteinn þurfti að setja upp öflugri tæki til að vinna gegn þessu núna í haust og ég hef verið í lagi síðan. Það em margir sem halda að ég sé klikkuð en ég get sagt þér að það er rosaleg vanlíð- an sem fylgir þessu. Þor- steinn hefur hins vegar reynst mér vel og er sá eini sem hefur getað hjálpað mér. Læknar hafa ekki get- að fundið neitt mér til hjálp- ar,“ sagði Lilja. Fara úr húsinu Þorsteinn hefur sett upp tæki á fleiri stöðum, meðal annars við Austurbrún en þar i nágrenninu átti Þor- steinn heima sjálfúr. „Það vildi nú þannig til að við g á t u m v a r 1 a verið í húsinu okkar eft- þannig að varla var Pri°num sínum. hægt að halda hús- fund. Fólkið var mjög pirrað og reifst og skammaðist. Einn íbúanna, fullorðin kona, var mjög illa haldin og var búin aö fara í allar rannsóknir sem hugsast gat en svo gerðist það í tvígang að hún strax að mér leið betur. Þá fór ég að leita að þessum bylgjum með prjón- um sem margir hafa nú ekki mikla trú á. Pijónana nota ég af því það em ekki til nein mælitæki sem mæla rafsegulbylgjur. Prjónarnir eru samt ekkert mín uppfmning því þeir hafa verið notaðir í fjöldamörg ár. Að leita að jarðgeislum með hjálp prjónanna er 5-600 ára gömul aðferð og þeir hafa einnig verið not- aðir til að leita að vatni. Ég leitaði til cillra sérfræðinga sem mér datt í hug. Það var ýmist hlegið að mér eða mér sagt að þeir hefðu ekki hugmynd um hvað þetta gæti verið. Þá fann ég það út með þessum pijónum að í mínu tilfelli komu rafsegulbylgjur með kalda- vatnsleiðslunni í ákveðnu húsi i ná- grenni við mig. Bylgjumar komu þegar íbúamir settu uppþvottavél- ina af stað,“ sagði Þorsteinn. Hvammstangi Þorsteinn er ófeiminn við að ræða þessi mál og benti á fleiri til- felli. Ein þeirra sem telur sig hafa fengið hjálp fyrir tilstilli aðferða Þorsteins er Erna F r i ð - „Ég hafði frétt af mælingum Þor- steins og fékk hann til þess að líta á þetta hjá mér. Hann mældi rafsegul- bylgjurnar og setti upp spólur í garðinum hjá mér til að uppræta þær og það skipti engum togum aö bamið mitt svaf alla nóttina þar á eftir. Síðan stuttu síðar byrjaði óværðin aftur og hann hefur þurft að bæta við tækjum til að vinna bug á þessu vandamáli og komið héma sjö sinnum til mælinga. Eftir að hann kom héma síðast hefur strákurinn minn sofið alveg rólegur. Ég sjálf fann einnig fyrir óþægindum og þurfti að færa rúmið mitt um set en sef nú vært sjálf eft- ir síðustu komu Þorsteins. Ég veit ekki hvort það er ein af orsökunum en í næsta húsi við mig er gervi- hnattadiskur. Ég hef mætt miklum fordómum hér á Hvammstanga og fólk hefur sagt að aðferðir Þorsteins væru tómt peningaplokk. En Þorsteinn hefur reynst mér vel og er í stöðugu sambandi til þess að fylgjast með því að allt sé í lagi. Maður sem stundaði peningaplokk myndi ekki haga sér þannig," sagði Erna. Fleiri í þessu Þorsteinn segir að fleiri aðilar á landinu hafi glímt við mælingar á rafsegulbylgjum. „Það eru margir að leita fyrir sér hvemig best verður tekið á vandamálinu > m Þorsteinn hefur hannaö sér- stakar spólur sem hann setur á farsíma til aö gera rafsegul- bylgjurnar skaölausar. riksdóttir, íbúi á Hvamms- tanga. „Fyrstu fimm mánuðina eftir að sonur minn fædd- ist bjuggum við í öðru húsi hérna á Hvamms- tanga og hann var frekar óvær. Eftir að við fluttum í annað hús ágerðist þetta, hann svaf ekkert á nóttunni og leið greinilega illa. Þegar maður glimir við þannig vandamál reynir maður náttúrulega allt til þess að laga ástandið," sagði Erna. fyig- ir raf- segulbylgj- um. Tækin sem ég nota til þess að vinna bug á vandamálinu hannaði ég sjálf- ur. Ég hef orðið svo mikið að gera i þessu að þetta er orðin mín aðalvinna. Þetta er alþekkt vandamál erlend- is, til dæmis í Svíþjóð, og við höfum verið í sambandi og samvinnu við aðila þar,“ sagði Þorsteinn. húsið við Austurbrún og okkur hjónunum leið mjög illa. Það var nú eiginlega byijunin á þessu öllu sam- an og mér leið svo illa á tímabili að ég varð að fara út úr húsinu. Um leið og út var komið fann ég Þorsteinn mælir einnig rafseglubylgjur í jöröu meö prjónum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.