Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Page 36
> C3 C3 FRÉTTASKOTIÐ GC , LU ^ SlMINN SEM ALÐREI SEFUR ^ c=> s: i_n *=c Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. C/D C“3 h— LO 550 5555 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 Kjósarhreppur: íbúar mótmæla álveri Almennur íbúafundur í Kjósar- hreppi, sem haldinn var í gær, skor- ar á stjórnvöld að hætta við bygg- ingu álvers á Grundartanga. íbúar Kjósarhrepps telja að vegna meng- unar frá verksmiðjunni verði um ófyrirsjáanleg umhverfisspjöll að ræða rísi álver á þessum stað. Bent er á að fjölmargar athugasemdir hafi borist við frummatsskýrslu framkvæmdaaðila frá meðal ann- arra Hollustuvernd ríkisins og Nátt- úruverndarráði. Í ályktun íbúafundarins segir meðal annars að Grundartangi henti illa sem stóriðjusvæði vegna þess að fjörðurinn sé tiltölulega þröngur og því sé hætta á efna- mengun á nálægu landi og sjó. Auk þess sé vatnsöflun á svæðinu erfið og hætta á að nálæg vatnsverndar- svæði og vatnsföll spillist. -S.dór Vestfirðir: Gunnvör og ís- húsfélag ekki í sameiningu „Við drógum okkur út úr þessum sameiningarviðræðum og tókum þá ákvörðun að byggja upp félögin inn- an frá án sameiningar við önnur fyrirtæki," segir Magnús Reynir Guðmundsson, stjómarformaður ís- hússfélags ísfirðinga hf. og Gunn- varar hf. á ísafirði. Félögin hafa að undanförnu átt í sameiningarviðræðum við Kamb hf. á Flateyri, Bakka hf. í Bolungarvík, Hraðfrystihúsið í Hnifsdal, Frosta hf. í Súðavík og fiskimjölsverk- smiðjuna Gná í Bolungarvík. íshús- félagið og Gunnvör eiga þrjá togara auk frystihúss. Heildarkvóti fyrir- tækisins nemur 6 þúsund þorskígildum. „Meginviðfangsefhið okkar verð- ur að halda hraðfrystihúsinu gang- andi,“ segir Magnús Reynir. -rt Vandræði á Fjarðarheiði Lögreglan á Seyðisfirði aðstoðaði hjón frá Akureyri sem lentu í erfið- leikum á Fjarðarheiði í nótt. Heiðin lokaðist á örskömmum tíma og er nú ófær. Fólkinu varð ekki meint af volkinu. -sv L O K I Ákærður fyrir þrjár stórfelldar líkamsárásir fyrr á árinu: Tollverði mis- þyrmt og tvö bar- in með kylfu 42 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir „brot gegn vald- stjórninni" og stórfellda líkams- árás, með því að hafa gengið í skrokk á og misþyrmt yfirtoll- verði á Bíóbarnum í Reykjavík í maí síðastliðnum. Manninum er gefið að sök að hafa ráðist á toll- vörðinn vegna eftirlits- og skyldu- starfa hans. Hann er einnig ákærður fyrir tvær aðrar líkams- árásir og húsbrot með því að hafa ruðst inn á heimili og barið þar konu og mann í höfuðið með hornaboltakylfu í júli. Þann 9. maí síðastliðinn sat yfirtollvörðurinn á háum barstól á Bíóbarnum sem er á horni Hverfisgötu og Klapparstígs. Sam- kvæmt sakargiftum kom þá um- ræddur maður að tollverðinum og sló til hans með þeim afleiðing- um að hann féll fyrst í gólfið. í framhaldi af því sparkaði sak- borningurinn í kvið mannsins þar sem hann lá. Afleiðingar árásarinnar voru þær að tollvörð- rnrinn hlaut heilahristing, sauma þurfti 9 spor í hnakka hans og hann fékk mar og blæðingar í kviðvegg. Sunnudagskvöldið 21. júlí í sumar ruddist sami árásarmaður inn á heimili 29 ára konu „vopn- aður hornaboltakylfu", sam- kvæmt sakargiftum. Þar barði hann konuna með kylfunni í höf- uðið og aðra mjöðmina, henti henni utan í skáp og hótaði henni líkamsmeiðingum og dauða. Ákærði barði kylfunni einnig í höfuð 32 ára karlmanns sem staddur var í íbúð konunnar. Sá hálfrotaðist og hlaut hann skurð á enni en konan marðist á höfði, handleggjum og víðar. Með þessu telst sakbomingurinn hafa framið þrjár stórfelldar líkams- árásir og húsbrot. Réttarhöld hefjast á næstunni í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsóknar ríkissaksóknara á hendur manninum. -Ótt Systurnar Sophia Hansen og Rósa Hansen voru fegnar að lenda á íslenskri grund eftir að hafa dvalist í Istanbúl að undanförnu. Synir Rósu færðu þeim blóm í Leifsstöð en á myndinni sýna þær Ijósmyndara DV fjölmarga vegabréfs- stimpla sem tyrkneskir tollverðir hafa þrykkt í pappíra þeirra á síðastliðnum árum. DV-mynd Ægir Már Veðrið á morgun: Hvassviðri og slydda Á morgun verður austsuð- austanátt, hvassviðri og slydda við suðurströndina en annars hægari og snjókoma við austur- ströndina. Norðan- og vestan- lands verður þurrt að mestu. Hiti verður frá 2 stigum niður í 4 stiga frost. Veðrið í dag er á bls. 36. Þessi innilegheit þeirra Rannveigar Guðmundsdóttur, formanns Þing- fiokks jafnaðarmanna, og Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, stafa af því að Rannveig var að óska Hall- dóri til hamingju með 80 ára afmæli Framsóknarflokksins. Flokkurinn var stofnaður 16. desember 1916 og hélt upp á afmælisdaginn með veislu í þingflokksherbergi hans í Alþingis- húsinu í gær. DV-mynd Pjetur Ófærð í Vík „Veðrið er snælduvitlaust og hér væri allt ófært ef traktorsgröfur væru ekki búnar að fara um. Maður getur fylgt hjólfórum þeirra," sagði Reynir Ragnarsson, lögreglumaður í Vík, þar sem hann var að aðstoða fólk við að komast í vinnuna í Vík í morgun. Reynir sagði dúndrandi skafrenning vera í bænum og þar í kring og að ekkert ferðaveður væri í nágrenni við hann. -sv Sophia Hansen: Ekki við- stödd saka- mál Halims „Það verða réttarhöld í saka- dómi í Istanbúl á Þorláksmessu þar sem umgengnisréttarbrot Halims A1 verða tekin fyrir. Við vonumst að sjálfsögðu til að dóm- urinn sjái hversu brotlegur maður- inn er. En það er sýnilegt að hann skilur ekkert nema lög, dóma og hreina hörku eins og Ólafur Egils- son sendiherra hefur réttilega sagt,“ sagði Sigurður Pétur Harð- arson við DV þegar hann kom með Sophiu Hansen og Rósu, systur hennar, frá Kaupmannahöfn í gær- kvöld eftir flug frá Tyrklandi. Sophia mun dvelja hér á landi hjá móður sinni yfir hátíðarnar og mun því ekki verða viðstödd réttarhöldin í framangreindu sakamáli. Hvað varðar forsjármálið, sem nú er fyrir áfrýjunarrétti í Ankara, er búist við að niðurstaða þaðan berist jafnvel á næstu dögum. -ÆMK/Ótt OPEL -Þýskt ebalmerki Opel Combo Næsta sending væntanleg í lok desember Verð kr. 1.075.000.- ánVsk. Bílheimar ehf. Sœvarhöttta 2a S(mi:525 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.