Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 Fréttir Félagsmálastofnun Reykjavíkur: Skerðir viðbótargreiðsl- ur upp í jólabónus - skýrar og sanngjarnar reglur, segir formaður félagsmálaráðs Lífeyrisþegar Tryggingastofnun- ar og atvinnuleysisbótaþegar, sem fá viðbótargreiðslur hjá Félags- málastofnun Reykjavikurborgar þar til heildar mánaðartekjur þeirra ná 53 þúsund krónum á mán- uði, fengu mun lægri viðbótar- greiðslu frá borginni um síðustu áramót. Ástæðan er sú að Trygg- ingastofnun og Atvinnuleysistrygg- ingasjóður greiða jólabónus í sam- ræmi við kjarasamninga og Reykja- víkurborg skerðir greiðslur sínar um upphæð sem nemur jólabónus- inum. „Ég fékk jólabónus greiddan hjá Tryggingastofnun núna um mán- aðamótin þannig að greiðslan þar fór upp fyrir 53 þúsund krónumar. í nóvembermánuði, eins og aðra mánuði ársins, fékk ég viðbótar- styrk hjá Félagsmálastofnun, 10 þúsund krónur, en núna í desember fékk ég ekki krónu af þvi að ég fékk jólabónusinn,“ segir einn skjólstæð- inga Tryggingastofnunar og Félags- málastofnunar Reykjavíkurborgar við DV sem vill ekki koma fram undir nafni. Viðmælandi DV, sem er öryrki, segir að sú stefna Reykjavíkurborg- ar að greiða engar aukagreiðslur í desembermánuði sé makalaus og til vitnis um harðýðgi gagnvart þeim sem minnst mega sín. „Samkvæmt reglum Félagsmála- stofnunar fær fólk einungis greidd- an mismun bóta og lágmarkslauna upp að 53 þúsund krónum hjá okk- ur,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir, formaður félagsmálaráðs Reykja- víkurborgar. Hún segir að reglim borgarinnar um þetta séu skýrar og sanngjamar og meginmarkmiðið sé að tryggja að fullt jafhræði ríki meðal allra styrkþega borgarinnar. „Við greiðum einungis þá milli- greiðslu sem okkur ber samkvæmt þessum reglum," sagði Guðrún Ög- mundsdóttir. -SÁ Fríöa Stefánsdóttir segir lítiö um aö vera fyrir ungt fóik á Sigló. Hér er hún viö störf sín á Bíó Café. DV-mynd ÞÖK SigluQöröur: Fólk horfir bara á sjón- varp og býr til börn - segir Fríða Stefánsdóttir afgreiðslustúlka DV, Siglufirði: „Það er voðalega lítið um að vera hérna fyrir ungt fólk. Ég held að fólk sé mest í því að horfa á sjón- varpið og búa tO böm. Það er ekk- ert um að vera héma á virkum dög- um,“ segir Fríða Stefánsdóttir, tví- tug afgreiðslustúlka Bíó Café á Siglufírði, í samtali við DV. Fríða segir að unga fólkið sé flest í burtu að vetrinum við framhalds- nám og hún hafl orðið fyrir hálf- gerðu áfalli að vera nánast ein eft- ir af árganginum heima. „Það er bara 10. bekkur hérna og fólk fer þvi að heiman til að læra. Hún seg- ist hafa tekið sér hlé frá námi einn vetm- eftir stúdentspróf og ákveðið að vera heima yfir veturinn og vinna sér inn meiri peninga áður en hún færi í frekara nám. „Það er ekkert vit í að taka námslán. Það er ekkert sniðugt að steypa sér í skuldir og ég vil frekar vinna mér inn peninga til að eiga fyrir náminu,“ segir Fríða. Davíö Oddsson forsætisráðherra: Mál Evu Klonowsky er í skoðun „Það eina sem ég gerði var að senda heilbrigðisráðherra afrit af bréfi Carls Bildt þar sem það varðar þann vettvang. Heilbrigð- isráðherra er því með málið til at- hugunar," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra um ósk sem fram kom í bréfi Carls Bildt, full- trúa SÞ í Bosníu, til Davíðs. Þar fer hann fram á að Eva Klonow- sky mannfræðingur fái leyfl til að halda áfram starfi í Bosníu án þess að missa starf sitt á íslandi. Davíð Oddsson benti hins vegar á að í miliitíðinni gerðist það varðandi starf hennar hjá Ríkis- spítulunum að það var lagt niður. „Málið er þvi til skoðunar hjá heilbrigðisráðherra,“ sagði Davíð Oddsson. -S.dór Dagfari Reykvisk verðbolga Fjárlagagerðinni er um það bil að ljúka. Ekki er annað að heyra hjá hinum ábyrgu og ábyggilegu talsmönnum fjálaganefndar en það stefni í góð fjárlög. Hallalaus að mestu og viðráðanlegar skuldir og í raun og veru er ekkert eftir nema smá niðurskurður upp á nokkra milljarða sem afgreiddur verður við þriðju umræðu. Satt að segja hafa alþingismenn og aðrir máttarstólpar ríkisvalds- ins ekki verulegar áhyggjur af fjár- lögunum. Þingið mun skera niður fjárveitingar til heilbrigðismála, sjúkrahúsa, vegamála og fram- haldsskóla, enda getur þetta allt saman beðið, og þá munu fjárlög verða afgreidd meö tekjuafgangi og ríkisfjármálin í góðum málum. Það sem máttarstólparnir á Al- þingi hafa hins vegar áhyggjur af eru fjárfestingar og framkvæmdir á vegum sveitarfélaganna og þá einkum Reykjavíkur. Þeir segja að ástæða sé til aö óttast þenslu og verðbólgu ef ekkert verður að gert. Mikið stendur til hjá ríkinu, eins og allir vita. Álver er á næsta leiti og vöxtur hefur verið í atvinnulíf- inu og ríkið verður auðvitaö að sinna sínu, og allt gerir þetta það að verkum að sveitarfélögin bregð- ist rétt við og komi til móts við rík- ið með því að draga úr fram- kvæmdum, sem ella munu valda óþarfa þenslu sem ríkið ræður ekki við ef sveitarfélögin sýna ekki lit. Borgarstjórinn í Reykjavík skil- ur ekki ábyrgð sína. Ingibjörg Sól- rún hefur engan skilning á því þeg- ar þingmenn Vesturlands og Aust- urlands eru með tilmæli til borgar- stjórnar um að draga úr fram- kvæmdum. Ingibjörg segir það jafnvel of seint hjá þessum góðum mönnum að hafa skoðanir á því hvað Reykjavík ætlar að aðhafast á næsta ári. Borgarstjórinn í Reykja- vík heldur sem sagt að utanbæjar- þingmenn séu með afskiptasemi um málefni borgarinnar, sem þeim komi ekki við. Þetta sýnir hins vegar hvaö Ingi- björg borgarstjóri er ábyrgðarlaus. Hún lætur sér í léttu rúmi liggja þótt ábyrgir máttarstólpar og val- inkunnir heiðursmenn á Alþingi beri fram tillögur og tilmæli um að borgin fari sér að engu óðslega. Hún virðist ekki skilja að stöðug- leikinn í efnahagslífinu er undir því kominn að borgin fresti fram- kvæmdum og njörvi niður mátu- legt atvinnuleysi til að halda verð- bólgunni í skefjum. Talsmenn fjárlaganefndar hafa sem betur fer ekki tekið mark á Ingibjörgu. Þeir ætla að skera nið- ur vegagerð í Ártúnsbrekkunum og brúargerð yfir Elliðaámar og tvöföldun á Reykjanesbrautinni. Allt í þágu stöðugleikans, enda verður enginn stöðugleiki í efna- hagsmálum ef menn geta ekið hraðar niður Ártúnsbrekkumar eða suður Reykjanesið. Hér er um það að ræða að hægja á ferðinni í verðbólgunni eða umferðinni. Hvort vill borgarstjórinn? Það er auðvitað illt til þess að vita, þegar góðir og gegnir lands- byggðarþingmenn em um það bil að afgreiða hallalaus fjárlög og nið- urskurð í framkvæmdum, að borg- arstjórinn í Reykjavík skuli leyfa sér að taka fram fyrir hendur þeirra í málefnum Reykjavíkur og hundsa vinsamleg tilmæli lands- byggðarmanna um aðhald í rekstri. Ætlar borgarstjórinn að standa fyr- ir verðbólguholskeflu? Þetta mál sýnir auðvitað í hnot- skum hvað R-listinn og Ingibjörg Sólrún eru vitlaus að halda aö þau eigi að fá að ráða einhverju um framkvæmdar- og umferðarhraða í Reykjavík. Það er kominn timi til að fjárlaganefnd sýni þeim hvar Davið keypti ölið. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.