Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Síða 19
T 18 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 23 Iþróttir Iþróttir Tekur Maradona viö Boca Juniors? Fyrrverandi landsliðsþjálfara Argentínu, Carlos Bilardo, var um helgina vikið úr þjálfarastarf- inu hjá Boca Juniors í Argentínu. Nú er það krafa liðsins að gamla stjaman Diego Maradona fái að spreyta sig næst með liðið. Kanarnir stefna hraðbyri á HM’98 Bandaríska landsliðið í knatt- spymu er á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í Frakk- landi 1998. Um helgina unnu Bandaríkjamenn lið Costa Rica í Kalifomíu, 2-1. Þeir þurfa að eins að vinna Trinidad til að gull- tryggja sér sætið. Fleiri útlendingar á leið til Boro Þrír erlendir leikmenn em nú við æfíngar hjá enska liðinu Middlesbrough. Bryan Robson ætlar að gera allt til að koma lið- inu á rétta braut eftir slæmt gengi í vetur. Þýskur markvörð- ur, slóvenskur bakvörður og brasilískur miðjumaður era nú til skoðunar hjá félaginu. Robson hefur þegar gert 100 milljóna króna tilboð í tvo þá síðastnefndu en því var hafnað samstundis. Ekkert gengur hjá Elverum Það gengur ekkert hjá læri- sveinum Gunnars Gunnarssonar hjá Elverum í norsku 1. deildinni í handknattleik. Á suxmudaginn tapaði liðið fyrir Viking, 36-28. Þetta var 10. tapleikur liðsins og félagið er næstneðst í deildinni með 2 stig eftir 11 umferðir. Herkules, liðið sem Hrafhkell Halldórsson leikur með, tapaði fyrir Norröna, 35-27, og er i 9. sæti með 8 stig. Drammen sem vann sigur á Runar, 31-25, er í efsta sæti með 22 stig og Sandefjord er í öðru sæti með 18 stig. Erikson fær hundrað milljónir á ári Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn hjá enska úrvals- deildarliðinu Blackbum Rovers. Það er Svíinn Sven Göran Erikson sem verið hefur við stjómvölinn hjá Sampdoria á Ítalíu. Erikson mun þó ekki koma til starfa hjá Blackbum fyrr en í júlí á næsta ári og mun Tony Parkes stýra liðinu út þetta tímabil. Samningurinn við Erikson er til þriggja ára og fær hann í árslaun um 100 milljónir króna. Southgate hjá Villa til 2001 í gær var greint frá því að Aston Villa vildi framlengja samning við Gareth Southgate til ársins 2001. Southgate, sem hefúr verið meiddur undanfarið, er mjög ánægður með þennan áhuga Aston Villa og segir það al- veg dásamlegt að félagið vilji halda sér. Kanchelskis á leið til Milan? Itölsk lið hafa löngum verið hrifin af Rússanum Anth'ei Kanchelskis sem nú er á mála hjá Everton. Dagblaðið Corrieere sagði frá því gær að AC Milan væri að undirbúa 700 milljóna króna tilboð í Rússann.-JKS/GH Enski boltinn í gærkvöldi: Barmby bjarg- aði Everton Everton skaust upp í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu í gærkvöld með naumum útisigri á heimavelli Derby County. Nick Barmby skoraði sigurmark leiksins á 86. mínútu. Knötturinn barst til hans eftir hörkuskot i þverslána og Barmby var fljótur að átta sig og skora sig- urmarkið. Staðan í ensku úrvalsdeildinni er þannig hjá efstu liðunum eftir leik Derby og Everton á Baseball Ground í gærkvöldi. Arsenal 17 10 5 2 34-16 35 Liverpool 17 10 4 3 31-15 34 Wimbledon 17 10 4 3 30-17 34 Newcastle 16 9 3 4 26-17 30 A. Villa 17 9 3 5 22-15 30 Man Utd 16 7 6 3 31-24 27 Everton 17 7 6 4 26-20 27 Chelsea 17 6 7 4 25-26 25 Tottenham 17 7 3 7 17-17 24 -SK Suhr komið í úrslitakeppnina - Júlíus Jónasson skoraði 5 mörk um helgina Július Jónasson, landsliðsmaðm- í handknattleik, átti góðan leik með Suhr í svissnesku 1. deildinni um helgina. Liðið sigraði Schaffhausen, 20-23, á úivelli og skoraði Július fimm mörk í leiknum. Markhæstur hjá Suhr var hins vegar Júgóslavinn Parkovac með sex mörk. Þegar 13 umferðum er lokið í deildinni hefur Suhr þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni þegar einni umferð er ólokið. Winterthur er í efsta sætinu með 26 stig. St, Otmar er í öðra sæti með 20 stigh og Suhr kemur í þriðja sætinu með 18 stig. -JKS Bandaríski körfuboltinn: Houston á sama róli Fjórir leikir voru í bandaríska körfuboltanum í fyrrinótt og urðu úrslit þeirra þessi: Detroit-Boston......:......99-89 Golden State-Washington . . 102-110 Phoenix-Vancouver.........103-84 Portland-Houston .........89-99 Chris Webber gerði gömlu félög- um sínum í Golden State lífið leitt þegar Washington kom þangað í heimsókn. Webber skoraði 19 stig, tók 12 fráköst og var með tíu stoðsendingar. Þetta var þriðji sig- urrleikur Washington í röð. Rod Strickland var annars stighæstur í liði Washington, skoraði 22 stig og var með 15 stoðsendingar. Latrell Sprewell kom engum vörnum við hjá Golden State þrátt fyrir stórleik. Sprewell skoraði 43 stig í leiknum. Houston Rockets gengur allt í haginn sem fyrr. Hakeem Olajuwon og Clyde Drexler fóru fyrir Houston í leiknum gegn Portland. Olajuwon skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst og Drexler gerði 22 stig. Houston hefur besta vinningshlutfallið í NBA-deildinni og hefur aðeins tap- að tveimur leikjum til þessa á leik- tíðinni. Kenny Anderson gerði 26 stig fyrir Portland. Phoenix er á sigurbraut um þess- ar mundir en liðið vann sinn sjötta leik í síðustu 7 leikjum gegn Vancouver. Eins og lokatölur leiks- ins gefa til kynna voru yfirburðir Phoenix miklir i leiknum. Robert Horry var stigahæstur hjá Phoenix með 19 stig. Detroit er á góðu skriði og var Boston-liðið ekki mikil fyrir- staða. Detroit lék öðru fremur frá- bæra varnarleik og skoraði Boston ekki stig í níu mínútur í leiknum. Grant Hill skoraði 25 stig fyrir Detroit en David Wesley náði einnig 25 stigum hjá Boston. -JKS lEIKMANNA- M\| KYNNIN6 [ J KJ 9 Reggie Miller Indiana Pacers Fæddur: 24. ágúst 1965. Hæð: 1,92 m. Þyngd: 89 kg. Staða: Bak- vörður. Númer á treyju: 31. NBA-leikir: 740. Meðalskor í NBA: 21,2. Flest stig í leik: 57. Flest fráköst: 10,5. Flestar stoðsendingar: 11. Ferill: Valinn númer 11 í röð- inni í nýliðavalinu árið 1987 af Indiana og hefur leikið með lið- inu síðan. Ýmislegt: Er af mörgum tal- innn einn besti skotbakvörður- inn í NBA og ein besta 3ja stiga skyttan í deildinni. Er einn þriggja leikmanna sem hafa skorað yfir 1000 þriggja stiga körfur í NBA. Hefur leikið þrjá stjörnuleiki síðan hann kom í NBA-deildina. Lék með draumaliöinu á ólympíuleikunum í Atlanta í sumar og var stigahæsti leik- maður liðsins á HM í Kanada. Kemur frá mikilli íþróttafjöl- skyldu. Systir hans, Cheryl Mill, er ein af bestu körfuboltakonunum í Bandaríkjunum fyrr og síðar og bróðir hans Daryl lék í banda- rísku hafhaboltadeildinni. -GH Bjarni Guöjónsson liggur undir feidi og hugsar næsta leik í stöðunni. Handknattleikur: 16-liða úrslit í bikarnum milli jóla og nýárs íslenskir handboltamenn sitja ekki auðum höndum yfir jólahátíðina. Á þriðja í jólum verður heil umferð í 1. deild. Nú hafa leikdagar í 16-liða úr- slitum bikarkeppni karla í handknatt- leik hafa verið ákveðnir og verða þeir allir milli jóla og nýárs. Fimm leikir verða á dagskrá sunnudaginn 29. desember og dag- inn eftir klárast úrslitin með þremur leikjum. Á sunnudeginum leika KR- ingar og Þór frá Akureyri á Seltjamarnesi kl. 16.30. í Eyj- um leika ÍBV B og FH kl. 18. Um kvöldið kl. 20 leika Breiðablik og KA í Smáran- um, Selfoss og Valur á Sel- fossi og Grótta B og Valur. Á mánudeginum leika KA B og Stjarnan á Akur- eyri, Grótta og Fram á Sel- tjamamesi og kl. 20.30 leika Haukar og HK í iþróttahús- inu við Strandgötu. Hér er í nokkrum tilvik- um um hörkuleiki að ræða og verður hart barist um sæti í 8-liða úrslitunum. Af drætt- inum að dæma falla þrjú lið úr keppni. 8-liða úrslit verða 11. janúar, vmdanúr- slit 22. janúar og úrslitaleikurinn verð- ur í Laugardalshöll 22. febrúar. -JKS Liverpool, Newcastle og Grasshoppers hafa öll boðið Bjarna Guðjónssyni að koma aftur út eftir áramót: A erfitt val framundan áá Brasilíumaðurinn Emerson hjá Middlesborough hefur veriö mikiö í sviðsljósinu undanfarnar vikur og oft lent upp á kant viö Bryan Robson, framkvæmdastjóra liösins. Hér er Emerson ásamt Andreu konu sinni sem er upphaf alls vandans. Hún hefur veriö illa haldin af heimþrá og er nú sjúk í Brasilíu, aö sögn Emersons. Bjami Guðjónsson, knattspyrnu- kappinn ungi og efnilegi frá Akra- nesi, kom heim frá Liverpool seint á sunnudagskvöldið en hann dvaldi í 10 daga hjá enska stórliðinu við æfingar auk þess sem hann lék einn æfingaleik með félaginu. Bjarni hafði áður verið hjá Newcastle og svissneska liðinu Grasshoppers í sömu erindagjörðum. „Nú má eiginlega segja að boltinn sé í minum höndum. Öll þessi félög hafa boðið mér að koma út til æf- inga aftur eftir áramótin en ég hef ekki tekið ákvörðun um það til hvaða félags ég ætla að fara. Það er ekkert farið að ræða neina samn- inga eða þess háttar og allar fréttir þess efnis að Liverpool og Newcastle hafi boðið milljón pund eða meira í mig eru rangar,“ sagði Bjami í samtali við DV í gær. „Það er mjög erfitt val sem ég á framundan. Mér leist mjög vel á allt saman hjá Liverpool og Newcastle og ég hef ekkert afskrifað Grass- hoppers. Það eina sem er ljóst er að ég fer út strax eftir áramótin. Liverpool hefur boðið mér að dvelja í einn mánuð hjá sér og Newcastle í hálfan mánuð,“ sagöi Bjarni. Aðspurður hvort hann léki með Skagamönnum í sumar sagði Bjami. „Ég á enn eftir eitt ár af samningi mínum við ÍA en á þess- ari stundu get ég ekki sagt til um það hvort ég spila með liðinu næsta sumar.“ -GH Framtíð Asprilla í óvissu Framtíð Faustino Asprilla hjá Newcastle er í óvissu enn einu sinni eftir mikið rifrildi leik- mannsins við Kevin Keegan framkvæmda- stjóra á dögunum. Keegan skammaði Asprilla í leikhléi í leik Newcastle og Tottenham. Asprilla maldaði í móinn og Keegan varð ævareið- ur og skipti Asprilla út af í leikhléinu. Talið er lík- legt aö Keegan muni selja Asprilla á næstu vikum viiji einhver kaupa vandræðagemling- inn frá Kólumbíu. Emerson harðlega gagnrýndur Steve MacManaman stjarnan unga hjá Liverpool, var með harða gagnrýni á út- lendinga sem leika í úrvalsdeildinni ensku í viðtali við breska blaðið The Times í gær. Gagnrýninni er ekki sist beint að Em- erson sem leikur með Middlesbrough. Hann segir hegðun hans ekki góða og hún sé eitt af mörgum dæm- um um erlenda leik- menn sem komi til Englands og ætli sér að græða peninga án þess að skila neinu. „Félögin verða að vera á varðbergi gagn- vart þessari hegðun. Þetta skemmir einung- is knattspymuna hér á Englandi. Ef ég færi til erlends liðs þá tæki það mig tvö ár að koma mér fyrir. Fyrst yrði maður að læra tungumálið, kynnast menningunni og að- eins á seinna árinu getur maður farið að láta sér líða vel. Ég hef rætt þessi mál við Paui Casgoigne og Paul Ince og þeir hafa tjáð mér að fyrsta árið sé hroðalega erfitt og en þeir hafa nú reynsl- una i þessum efnum. Jafnvel þó maður fari á milli félaga á Englandi tekur tíma að finna húsnæði og koma fjölskyldunni saman,“ sagði MacManaman við The Times. Hann segir að hinn brasilíski Emerson hefði fundið það eftir fimm mánuði að enska knattspyrnan hentaði honum ekki og það sé upphafið á vandamáli hans hjá Middles- brough. „Emerson hefur gef- ið það til kynna núna að hann ætli sér að leika áfram á Englandi eftir að Middlesbrough hótaði honum öllu illu. Vonandi fer hann eftir því sem landi hans Juninho hefur sagt, að hann eigi að virða fjögurra ára samninginn sem hann gerði. Enginn knatt- spymumaður ætti að rifta samningi við sitt lið því það getur reynst dýrt spaug,“ Steve MacManaman. ara og slær í gegn Helgi Sigurösson - í Frambún- inginn á ný næsta sumar. Helgií Fram Helgi Sigurðsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, hefur ákveðið aö hætta sem atvinnu- maður í Þýskalandi og leika með Fram næsta sumar. Helgi lék fyrst með Stuttgart i Þýskalandi en síðan með 3. deild- arliöinu TEBE Berlín. Þar var Helgi óánægður og notaður sem miövallarleikmaður. Það er mikiO fengur í Helga fyrir Framara og íslenska knatt- spymu en hann er mikill marka- skorari og á öragglega eftir að styrkja Framliðið mikið. Weah í sex leikja bann Aganefnd evrópska knattspymusambands- ins úrskurðaði í gær Lí- beríumanninn George Weah í sex leikja bann frá þátttöku í Evrópu- keppninni í knattspyrnu. Bannið fær Weah fyrir að slá einn leikmann Porto í andlitið eftir leik AC Milan og Porto í Evr- ópukeppninni fyrir skömmu með þeim af- leiðingum að leikmaður- inn nefbrotnaði. Weah hefur aðeins hlotið þrjú gul spjöld á 5 árum í Evrópukeppninni. * -GH jr------- Þessi sex ára snáði hefur vakið ómælda athygli í Bretlandi. Dreng- urinn, sem heitir Eamonn Hodg- son, er þrátt fyrir ungan aldur far- inn að standast fullorðnum kylfingum snúning og reyndar fer hann létt með að sigra flesta með- algóða kylfinga. Með honum á myndinni er Bernhard Gallacher, fyrrverandi fyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-bik- arnum. Gallacher segir að Hodg- son sé mesta efni sem hann hafi séð í golfinu fyrr og síðar. Þaö eina sem hann vanti til að sigra full- orðna kylfinga í fremstu röð sé högglengdin sem eðlilega er ekki mjög mikil hjá sex ára snáða. IU Gallacher lék gegn Hodg- son á stutt- um ung- lingavelli á dög- unum °g mátti hafa sig allan við að sigra. Lék Gallacher á 27 höggum en Hodgson á 34 högg- um. „Það var gaman að leika á móti Gallacher en ég er ekki van- ur að tapa,“ sagði sá stutti eftir keppnina við hinn heimsþekkta kylfing. Þess má geta að faðir stráksa hefur aldrei haldið á golfkylfu.-SK t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.