Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 33 Myndasögur Tilkynningar Leikhús Gítarinn - gjafavörur Gítarinn hefur aukiö úrvalið og opnað verslun á efri hæðinni að Laugavegi 45 með vörur sem tengj- ast tónlist, svo sem eyrnalokka, bindi, belti, vesti, könnur, mottur, spiladósir og margt fleira. Herrafataverslun Kor- máks og Skjaldar Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar var opnuð formlega þann 27. nóvember. Miðvikudagskvöldið 18. desember heldur verslunin herrafatasýningu í Þjóðleikhús- kjallaranum. Vandað verður til sýn- ingarinnar í alla staði. Sögð verða spaugyrði og fróðleikskorn inn á milli þess sem fatnaður er sýndur, helstu glímukappar landsins keppa um Herrafataverslunar Kormáks og Skjaldarbikarinn i íslenskri glímu. Að lokinni sýningu leika svo drengirnir í polkahljómsveitinni Hringjum undir dansi. „Með pennann að vopnl“ Vorið 1995 var haldin ritgerða- samkeppni hér á landi undir slag- orðinu „Með pennann að vopni“ í tilefni átaks Evrópuráðsins gegn kynþáttamismunun, útlendinga- hræðslu, gyðingaandúð og skorti á umburðarlyndi. Svo illa vill til að búið er að endursenda hluta ritgerð- anna aftur til höfunda en vegna samnorræns verkefnis sem er að fara af stað er það mér mikið kapps- mál að geta nálgast allar ritgerðir sem sendar voru í keppnina. Ég vil því vinsamlegast biðja þá sem fehg- ið hafa ritgerðir sínar endursendar um að hafa samband við mig í síma 551-0560 eða 557-2817 sem allra fyrst eða senda ritgerðirnar til Rann- sóknastofnunar uppeldis- og menntamála, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík. Virðingarfyllst, Rann- veig Þórisdóttir. Brúðkaup Þann 2. júní voru gefín saman í Akureyrarkirkju af séra Pétri Þór- arinssyni Birna Ásgeirsdóttir og Öm Heimir Guðbjörnsson. Heim- ili þeirra er að Bjarnagarði, Hjalt- eyri. Ljósm. Ljósmyndastofa Páls, Ak- ureyri ÞJÓDLEIKHOSIE JÓLAFRUMSÝNING: VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen 26. des. kl. 20, 2. sýn. föd. 27/12., 3. sýn. Id. 28/12, 4. sýn. föd. 3/1. KENNARAI? ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson 6. sýn. fid. 2/1, 7. sýn. sud. 5/1. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Id. 4/1. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.30: LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford föd. 27/12, Id. 28/12, föd. 3/1, sud. 5/1. Athygli er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. LITLA SVIÐIÐ KL 20.30: í HVÍTU MYRKRI eftir Karl Ágúst Úlfsson sud. 29/12, Id. 4/1. Athugið að ekki er hægt að hieypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. GJAFAKORT I ÞJOÐLEIKHUSIÐ -SÍGILD OG SKEMMTILEG GJÖF Miðasalan er opin mánud. og þriðjud. kl. 13-18, miðvikud- sunnud. kl. 13- 20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10 virka daga, sími 551 1200 SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200. HAPPDRÆTTI BÓKATÍÐINDA Vinningsnúmer: 37301 Ef þú finnur vinningsnúmer á baksíðu Bókatíðinda skaltu fara með hana í næstu bókabúð og sækja vinninginn: bókaúttekt að andvirði 10.000 kr. Bókaútgefendur JÓLALUKKUIÍÚMER ^ Apple-umboðsins Daglega birtast hér jólalukkunúmer úr jólabaeklingi Apple-umboðsins. Fylgstu meö, því 23. desember verður dregin út ferð fyrir tvo til Frakklands og miöar í Euro-Disney. Sjá vefsíðu: http://www.apple.is/vinningar 104738 Krakkar! Pottasleikir kom til byggáa á sunnudaginn ^ Krakkar! í kvöld kemur Hurðaskellirtil byggða ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.