Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 Margrætt andvarp „Tveir heimar stóðu á trönum hennar og ósýni- leiki greindi þá í sundur; sem gerði kleift að að- skilja þá endanlega. En við þann aðskilnað mundi annar þeirra algjörlega mást út og hinn gæti auðveldlega skemmst." Þessi tilvitnun segir margt um viðfangsefni Salmans Rushdies i Hinsta andvarpi márans sem og í öðrum verkum. Hann er upptekinn af sam- skeytum og samspili heima, enda er hann brott- fluttur Indverji og lifir því sjálfur í tveimur heim- um í senn, þótt í einskismannslandi sé. í Hinsta andvarpi márans fléttast saman heimar á marg- slunginn hátt, heimar sem eru háðir hver öðrum. Það er márinn Moraes, „maður sem lifir á tvö- foldum hraða“, sem hér rekur ættarsögu sína. Það vekur athygli að márinn er með dauðann á hælunum við skrifin og bíður betri tíðar í sögu- lok; minnir á hremmingu Rushdies sjálfs. Márinn Bókmenntir Rúnar Helgi Vignisson er fatlaður kynblendingur, á ættir að rekja til hins portúgalska Vasco da Gama í móðurlegg, til gyðinga og burthrakinna mára á Spáni í fóður- legg. Reyndar er ýjað að því að Nehru sjálfur gæti hafa aðstoðað við getnaðinn, því móðir Moraes átti fund með stjórnmálamanninum fræga níu mánuðum áður en sonurinn fæddist. Þetta er liður í því að samþætta per- sónusögu og þjóðarsögu til að sýna gagnverkandi sam- band þessara afla, nokkuð sem Rushdie hefur sér- hæft sig í. Til að hnykkja á þessu er mikið gert úr meintu ödipusarsam- bandi márans við móður sína og vinnur Rushdie þar með móðurina sem ímynd Indlands. Sagan býður upp á togstreitu af ýmsu tagi; milli jaðars og miðju, milli mismunandi kynþátta og trúarbragða, og siðast en ekki síst milli eyðandi efnishyggju og skapandi listar, því faðir márans er ófyrirleitinn kaupahéðinn, en móðir hans myndlistarmaður. Jafnframt fjallar sagan um spilltan viðskiptaheim Bombay, um of- stækisfulla hindúa, hryðjuverkamenn, þekkta stjórnmálamenn og geggjaða listamenn, já, þetta viðamikla verk er jafn margbrotið og sá fjöl- menningarlegi veruleiki sem það hnitast um gef- ur tilefni til. Og þegar öll kurl koma til grafar felst í því áfellisdómur yfir Indlandi sem sjálf- stæðu ríki. Fáir standa Salman Rushdie á sporði að andríki. í húsi hans eru margar vistarverur og endurspeglast það í mælskum stílnum, ið- andi af lífsmagni stríðandi menningarsamfé- laga. Byggingin er kannski ekkert nýnæmi, en höfundur heldur utan um þræði frásagnarinn- ar af ævintýralegri leikni og finnur upp á mergjuðum og margvísandi atburðum og per- sónum, daðrandi við töfraraunsæið. Það fer ekki á milli mála að hér skrifar einn öflugasti höfundur samtímans, slíkur er mátturinn og dýrðin í hugmyndaflóði hans. Þýðandanum, Árna Óskarssyni, var ekki lítill vandi á höndum. Hinar slungnu setningar Rushdies eru hurðarás út af fyrir sig, þótt ekki bætist við óþýðanleikinn sjálfur í líki sérind- verskra orða og orðaleikja sem látin eru leika lausum hala en skýrö aftast. Fyrir vikið er text- inn með allframandlegum blæ, reiðir sig á aðlög- unarhæfni lesandans. Framan af þótti mér sem bókin væri ekki fullþýdd, en varð sáttari eftir því sem ég komst betur inn í málheim hennar og að lestri loknum var ég þess albúinn að taka ofan fyrir Árna. Salman Rushdie: Hinsta andvarp márans. Árni Óskarsson þýddi. Mál og menning 1996. Góðir hálsar nota trefla Maður er eitthvað hálfinnantómur þessa síð- ustu viku fyrir jól. Það er svo dimmt og það er svo kalt og það stendur svo mikið til. Fjölmiðlar eru fullir af þessu jólaalgleymi sem getur farið öf- ugt í fólk. Kannski væri best og eðlilegast að skríða undir feld strax í dag og opna svo augun fyrsta janúar og sjá blessaða nýárssólina koma upp. í sjónvarpinu á sunnudagskvöld lásu rit höfundar upp úr nýju bókunum sínum. Rithöfundafélagið hlýtur að vera með stærri stéttarfélögum á landinu. Er nokkur búinn að gera athugun á því hvað eru margir rithöfundar á ís- landi miðað við nágrannalöndin? Þegar ég var krakki og var spurð hvað pabbi minn gerði og ég svaraði að hann væri rithöfundur þá var sagt upp í opið geðið á mér: „Það er nú engin helvítis vinna.“ Og þegar að var gáð þá var fátt sem benti til þess að heimilisfaðirinn ynni eins og maður; stóð annars hugar allan dag- inn með blýantstubb milli fingranna, á náttslopp. Öðru hvoru var eitthvað sett á pappírsblað, aðallega þó'gónt út í loftið. Já, ekki gott til afspurnar. Þá var það að við systir mín ákváðum að ljúga því að hann ynni á Gullfossi, enda oft staddur í þvi skipi. Og hvað gerir hann á Gullfossi? Hann er aðallega úti á dekki. Og það var ekki svo að okkur fyndist við skrökva beint að fólki, þvi Gullfoss þótti honum góður vinnustaður til skrifta, svo spásséraði hann hratt fram og aft- ur á dekkinu, lengi, lengi, hvernig sem viðraði. Jæja, þetta var Er hálskuldi fylgifiskur skrifta? Halldór Laxnes með skoskan trefil um hálsinn. nú útúrdúr um hvað það þótti fjarstæðukennt að stunda ritstörf sem atvinnu. Nú eru heilu hóp- amir að lesa upp úr verkum sínum á kaffihúsum, knæpum og bókasöfnum, dag eftir dag og kvöld eftir kvöld og börn þessa fólks verða vonandi ekki fyrir neinu aðkasti því þjóðin er orðin list- ræn og víðsýn. Ég tók eftir því að hver einasti karlrithöfund- ur, sem las þarna í sjónvarpinu, var með trefil um hálsinn. Það minnti mig á að mikið treflaves- Fjölmiðlar Sigríður Halldórsdóttir en hefur alltaf verið á rithöfundinum fóður mínum. Þarna mætti gera skemmtilega athug- un á hvort hálskuldi sé fylgifiskur starfsins og þá eingöngu hjá íslenskum karlrithöfundum. Jæja, þegar þessi svakalegu jól eru liðin og dag fer að lengja þá fer umræðan vonandi að snúast um umhverfismálin okkar. Stórvirkjanaá- striðumar og frekjuna í útlendum ferðamönnum sem ætla að fara að stjóma þvi hvar við byggjum þjóðvegi og kamra og hvaða landsvæði okkur þætti nauðsynlegast og skemmtilegast að hyrfu undir vatn sem allra fyrst. Helst þyrfti að byrja að skrattast í þessu um leið og frost er farið úr jörðu. Heimur Guðríðar 18. desember er dánardagur Guðríðar Simonardóttur, en hún lést árið 1682, átta ámm á eftir eigin- I manni sín- um, Hall- grími Pét- urssyni !sálma- skáldi. í til- efni af þeim ■ degi verður sérstök há- tíðarsýning á leikritinu Heimi Guð- Íríðar eftir Steinunni Jóhannesdóttur í samvinnu við Kvenréttindafélag íslands, en leikrit Steinunnar hefur nú ver- ið sýnt í kirkjum um allt land í á annað ár. Hátíðarsýningin verður í Sel- tjamarneskirkju á miðviku- ' dagskvöldið og hefst kl. 20.30. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Gamalt og nýtt Nýjasta bók Iðunnar Steinsdóttur nefnist Þokugaldur og er metnaðarfull skáldsaga fyrir unglinga. Hún hefur að geyma tvær frásagnir, aðra úr nútímanum en hina frá liðinni tlð. Báðar segja þær frá ungum stúlkum, prestsdætrum sem spila á fiðlu og þurfa að taka erfiðar ákvarðanir varðandi framtíð sina. Valný er 16 ára og hefur búið mestan hluta ævi sinnar í Svíþjóð en er nú flutt heim til íslands ásamt foreldrum sínum.. Henni líkar ekki dvölin og finnst hún eiga fátt sameiginlegt með íslenskum jafnöldrum sínum. Kvöld eitt þykir henni sem hún sjái spegilmynd liðins tíma í lóninu við bæinn. Hún sér burstabæ og unga stúlku með fíðlu í stað spegilmyndarinnar af húsi henn- ar sjálfrar. Sýnin vekur forvitni hennar og hún afræður að komast að örlögum stúlkunnar. Frásögnin af Valnýju er svo brotin upp öðru hverju með frásögnum af Eindísi, en svo hét stúlkan í vatninu. Saga hennar er í senn spennandi og fróðleg og segir frá samskiptum henn- ar við útilegumenn sem flúðu undan stóradómi. Bókin er vel unnin og skemmtileg blanda af nýju og gömlu. Iðunn hefur kappkostað að gera frásögnina af Eindísi sem trúverðugasta. Hún blandar þjóðlegum fróð- leik inn í frásögnina, en aldrei þó á kostnað söguþráðar- ins. Lýsingar á lífi Eindísar verða hins vegar dýpri þar sem lesendur fá vitneskju um lífshætti þess tíma og líf- ið í útlegðinni. Þar að auki fymir höfundur mál sitt í þeim hluta frásagnarinnar sem gefur henni skemmtileg- an blæ. Sagan af Valnýju og leit hennar að sögu Eindísar rammar inn verkið í heild. Sú saga er einnig trúverðug, þó hún sé að hluta til yfimáttúrleg. Valný er margslung- in og vel gerð persóna og sannfærandi sem bráð- þroska unglingur. Það sama á þó ekki við um aðra unglinga í verkinu. Sem hópur eru skólafélagar Valnýjar nokkuð sannfærandi en þegar athygl- in beinist að einstaklingunum í hópn- um og þeir taka til máls kemur höfund- Bókmenntir Margrét Tryggvadóttir ur upp um aldur sinn. Til dæmis tala ung- lingar núna um að tóna á sér hárið í stað þess að lita það og um orlofshús en ekki sumarbústað. Hugsunarháttur unglinganna er heldur ekki sannfærandi. Ein stelpan í bekknum hyggst bregða sér til Reykjavíkur í ágúst til að líta á útsölurnar enda sé hún að verða vaxin upp úr öllum fötunum sínum! Klæðaburður nútímaunglinga tengist leit þeirra að nýrri og sjálfstæðri sjálfsmynd og hefur ekk- ert með stærð þeirra að gera. En þetta eru smámunir. Bókin er mjög áhugaverð og spennandi lesning og á mikið hrós skilið. Iðunn Steinsdóttir: Þokugaldur Iðunn 1996. Hjlenningu Brotnir hlekkir Brotnir hlekkir breska spennusagnahöfundarins Ken Follett er söguleg skáldsaga frá lokum 18. aldar og segir ffá ill- vígum stéttaátökum og uppreisn einstak- linga. Sagan hefst í skosku Hálöndunum og gerist bæði í Bretlandi og Banda- ríkjunum. í for- grunni eru aðalper- sónurnar tvær, Lizzie Hallim sem er úr stétt landeig- enda, og Mack McAsh sem er réttlaus eign húsbónda sins. Svo er að vita hvernig Ken Follett teksí að spila úr þessum efnilega efhiviði. Geir Svansson þýddi en Vaka- Helgafell gefur út. Ævintýrasigling írski sæfarinn Tim Severin er íslendingum að góðu kunn- ur. Hann er ásamt Thor Heyer- dahl einn fremsti landkönnuö- ur nútímans, og það var hann sem sigldi á húðkeipnum Brendan yfir Atlantshafið og kom við hér á landi. í bókinni Á ævintýrasiglingu með Odysseifi fer hann á eftMíkingu af forngrískri galeiðu um strand- höf Grikklands eft- ir leiðarlýsingum Ódysseifskviðu, kannar mörkin milli veruleika og skáldskapar og gerir margar óvæntar uppgötvanir. Finnbogi Guðmundsson fyrr- verandi landsbókavörður þýddi bókina en fáir núlifandi íslend- ingar eru betur að sér um gríska goðafræði en hann. Bók- in er fagurlega skreytt litmynd- um úr ferðalaginu, kortum og einnig teikningum af sögusvið- inu eins og það hefur blasað við Ódysseifi konungi seint á bronsöld. Eylenda I og II Bókaútgáfan Byggðir og bú hefur gefið út tvær stórar bæk- ur um mannlíf og örlög við Breiðafjörð og kallar þær Ey- lendu I og II, alls 766 bls. Þetta er einstök heimild um jarðir og búendur í Flateyjarhreppi, ætt- ir þeirra og afkomendur. Hér segir frá hlunnindum og sér- stæðum atvinnuháttum, ör- nefnum og þjóðháttum, slysför- um og munnmælum. Nálega tvö þúsund myndir af bæjum, fólki og mannfundum eru í rit- inu, allar áður óbirtar, og auk þeirra gömul og ný kort. Ritstjóm hefur Þorsteinn Jónsson annast en forseti ís- lands fylgir ritinu úr hlaði með ávarpi. Áskrifendur Eylendu geta haft samband við útgef- anda í síma 565 8910. Aðeins eitt barn í bókinni Aðeins eitt barn rek- ur Steven W. Mosher sögu kín- versku hjúkrunarkonunnar Chi An sem vann við það í heima- landi sínu að framfylgja þeirri stefnu stjórnvalda að konur eign- uðust aðeins eitt barn. Hún hafði þvingað fjölda kvenna til að gangast undir fóstur- eyðingu þegar hún varð sjálf þunguð að öðru barni sínu - og var ekki reiðubúin til að hlýða fyrirmælum. Höfundur hefur áður ritað þrjár bækur um Kína, en hann er fostöðumaður Asian Studies Center við Claremont stofnun- ina í Kalifomíu. Björn Jónsson þýddi bókina og Vaka-Helgafell gefur út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.