Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 Afmæli___________________ Haukur Hannesson Haukur Hannesson, fyrrv. yfir- verkstjóri hjá Kópavogsbæ, Þing- hólsbraut 82, Kópavogi, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Haukur er fæddur í Reykjavík en ólst upp í Hækingsdal í Kjósarhreppi. Hann hlaut farkennslu í grunnskóla í þrjá vetur í Kjósinni og var síðar við búfræðinám við Bændaskólann á Hvanneyri 1945-47. Haukur var starfsmaður Búnaðar- sambands Kjalnesinga 1948-61 og sið- an verkstjóri hjá Kópavogsbæ 1962-92, lengst af yfirverkstjóri. Haukur hefur tekið virkan þátt í ýmsu félagsmálastarfi. Hann var for- maður UMF Drengs í Kjós, formaður Ungmennasambands Kjalamesþings, formaður Starfsmannafé- lags Kópavogsbæjar, for- maður framsóknarfélags Kópavogsbæjar, Kiwanis- klúbbsins Eldeyjar í Kópa- vogi og sat í sijóm Sunnu- hlíðar. Hann er ennfrem- ur áhugamaður um útivist og ræktun, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Fjölskylda Haukur kvæntist 27.10. 1951 Guðnýju Önnu Eyj- ólfsdóttur, f. 19.12.1929, póstfulltrúa í Kópavogi. Foreldrar Guðnýjar: Eyjólfur Magnússon og Ingibjörg Há- konardóttir en þau bjuggu að Múla í Gufudalssveit. Synir Hauks og Guðnýjar eru Rúnar Gils, f. 9.7. 1951, bókagerðarmaður í Kópa- vogi; Jón Hjálmar, f. 29.8. 1952, húsgagnasmiður, nú búsettur í Indónesíu, kvæntur indónesískri konu, Ike Hannesson, og á hann eina dóttur, Guð- nýju Rögnu, frá fyrra hjónabandi með Júlíönu Ólafsdóttur; Hannes, f. 20.8. 1958, forstöðumaður stofhunar Alþjóða Rauða- krossins í Belgrad, kvænt- ur Hjördísi Gunnarsdótt- ur meinatækni og eiga þau eina dótt- ur, Hörpu. Hálfsystkini Hauks, böm Hannes- ar með s.k.h., Sigríði Elíasdóttur: Gunnar Þór, f. 28.3. 1928, verkamað- ur í Hafharfirði, en sambýliskona hans er Guðrún Ásgeirsdóttir; Birg- ir, f. 22.5. 1930, bílstjóri, búsettur í Kópavogi, kvæntur Guðrúnu Bjöms- dóttur; Guðfinna, f. 2.4. 1932, skrif- stofumaður í Reykjavík; Guðbjörg, f. 28.4.1933, húsmóðir á Seltjamarnesi, ekkja eftir Jón Grétar Sigurðsson; Helga, f. 16.4. 1934, búsett í Noregi, gift Ólafi Jónssyni; Guðbrandur, f. 28.9. 1936, bóndi í Hækingsdal, kvæntur Önnubellu Harðardóttir; Elís, f. 8.1. 1942, nú látinn, bóndi í Hlíðarási í Kjós, var kvæntur Sig- rúnu Eiríksdóttur. Foreldrar Hauks voru Hannes Guðbrandsson, f. 7.10. 1897, d. 5.7. 1987, bóndi í Hækingsdal í Kjós, og f.k.h., Guðrún Gísladóttir, f. 21.9. 1891, d. 23.8. 1923, húsfreyja. Haukur verður að heiman á af- mælisdaginn. Haukur Hannesson. Sigríður Sigurðardóttir Sigríður Sigurðardóttir, fyrrv. verslunarmaður, Lindargötu 57, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Sigríður fæddist á Hríshóli í Reykhólasveit en ólst upp að Múla i Þorskafirði og á Akureyri. Hún stundaði afgreiðslustörf á Akureyri í mörg ár og starfaði á pósthúsi i Kauþmannahöfn en þar var Sigríð- ur búsett i tíu ár. Sigríður vann við verslunarstörf i Reykjavík í tæpa þijá áratugi. Hún hefur setið í trúnaðarmannaráði VR frá 1968. Fjölskylda Sigriður giftist 1945 Hougaard Nielsen, f. 24.4. 1919, d. 1978, sjó- manni. Þau skildu. Börn Sigríðar og Hougaard Nielsen eru Þórunn Huld Nielsen, f. 3.4. 1944, starfsmaður hjá Fönn, búsett í Reykjavík og á hún tvær dætur, Sigríði Ástu Sig- urðardóttur, sem er gift Ingimundi Þ. Ingimund- arsyni og eiga þau þijú böm og eitt barnabam, og Eygló Huld sem á tvo syni; Kurt Sigurður Nielsen, f. 14.4 1946, starfsmaður hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur, kvæntur Fríðu Hafberg og eiga þau tvö börn, Guðmund Þór sem er kvæntur Freyju Lárus- dóttir en þau saman eiga tvö börn en hún á eitt bam, og Nínu Rún. Dóttir Sigríðar frá því áður er Brynja Breiðfjörð Herbertsdóttir, f. 18.9. 1940, verslunarmaður í Þorlákshöfn, ekkja eftir Bjama Baldursson og eru börn þeirra Ingólfur, kvæntur Helenu Steinþórsdóttur og eiga þau fjögur börn, Herbert, kvæntur Ingibjörgu Sigurðardóttur en þau eiga fiögur böm, Tryggvi, kvæntur Karen Sævarsdóttur og eiga þau flögur börn, og Margrét, gift Rúnari Jóhannssyni og á hún þijú böm. Systkini Sigríðar: Pétur, f. 15.7. 1920, d. 7.10.1972, vélstjóri í Reykja- vík; Sólveig, f. 6.4. 1927, húsmóðir á Húsavík; Sigvaldi, f. 30.10. 1929, hárskeri á Akureyri; Gunnsteinn, f. 21.7. 1940, búfræðingur, búsettur á Akureyri. Foreldrar Sigríðar: Sigurður G. Sigurðsson, f. 9.10. 1894, d. 27.9. 1984, bóndi og verkamaður, og k.h. Sigríður Pétursdóttir, f. 18.3. 1896, d. 19.11. 1987, húsmóðir. Hann var fæddur á Hafstöðum í Reykhóla- sveit en hún á Selskerjum í Múla- hreppi. Sigríöur Siguröardóttir Ingimar Einarsson Ingimar ók vömbifreið hjá Kaupfélagi Hrútfirð- inga í tæpt ár en flutti til Reykjavíkur 1947 og tók þá hið meira bifreiðapróf. Hann hefur síðan verið leigubilstjóri á BSR. Er Ingimar kvæntist bjuggu þau hjónin fyrst við Rauðarárstíginn en fluttu í Bugðulækinn 1957 og hafa átt þar heima síð- an. Ingimar Einarsson. lengst af á Óspaksstöð- um, síðar í Reykjavík, og Jóhönnu Guðnadóttur húsfreyju. Böm Ingimars og Mattheu eru Guðrún Katrín, f. 28.5. 1949, hús- móðir í Ástralíu, gift Ás- geiri Helgasyni bifvéla- virkja og eiga þau tvö börn, Helga Patrick og Katrínu; Pálmar Þór, f. 15.12. 1951, d. 21.5. 1994, Ingimar Einarsson bifreiðar- stjóri, Bugðulæk 13, Reykjavík, er sjötúgur í dag. Starfsferill Ingimar fæddist á Óspaksstöðum í Staðarhreppi og ólst upp í Óskaps- staðaseli til átta ára aldurs. Hann var sex ára er hann missti móður sína og ólst því upp frá átta ára aldri hjá ömmu sinni í Kvíslaseli, á Óskapsstöðum og í Óspaksstaðaseli. Um fermingaraldur fór hann í vinnumennsku að Valdasteinsstöð- um í Bæjarhreppi. Ingimar siundaði öll hefðbundin sveitastörf auk þess sem hann var í vegavinnu á ungl- ingsárunum. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði. Fjölskylda Ingimar kvæntist 27.10. 1948 Mattheu K. Guðmundsdóttur, f. 14.8. 1928, húsmóður. Hún er dóttir Guömundar Matthíassonar, bónda aö Straumi á Skógarströnd en ráðgjafi hjá SAA, búsett- ur í Reykjavík, kvæntur Hildi Jónsdóttur jafnréttisráðgjafa Reykjavíkurborgar og er sonur þeirra Erlingur Atli; Jóhanna Sig- rún, f. 11.12.1957, húsmóðir og dag- móðir, búsett í Reykjavík, gift Mar- inó Flóvent Birgissyni, starfs- manni hjá TOK hf og eiga þau tvo syni, Ingimar Flóvent og Marinó Flóvent. Systkini Ingmars: Þuríður, f. 1917, d. 1932; Björn, f. 28.12.1918, nú látinn, starfsmaður hjá Vegagerð ríkins, búsettur í Reykjavík; Halla Inga, f. 11.2. 1920, húsmóðir í Reykjavík; Jónas, f. 25.6. 1924, nú látinn, lengst af kaupfélagssfióri á Borðeyri; Ingibjörg, dó í bemsku; Ingvar, dó í bemsku. Foreldrar Ingimars voru Einar Elíesersson, bóndi í Óspaksstaða- seli, og k.h., Pálína Bjömsdóttir húsfreyja. Ingimar og Matthea taka á móti gestum í félagsheimili Fóstbræðra, Langholtsvegi 109-111 frá kl. 18.00 í kvöld. Fréttir Sigríður Ingvarsdóttir, verslunarstjóri á Siglufirði: Draumur kaupmanna að loka göngunum í desember DV, Siglufirði: „Jólaverslunin fór seint af stað. Hún fór að glæðast upp úr mánað- amótum nóvember og desember. Þetta hefur verið ágætt undanfar- ið en það mætti mín vegna alveg vera ófært til bæjarins og frá hon- um. Það er draumur kaupmanna hér að hafa göngin lokuð í desem- ber og þar með héldum við jóla- viðskiptunum í bænum,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, verslunar- stjóri og eigandi fataverslunarinn- ar Þumalínu á Siglufirði, um jóla- vertíðina sem nú stendur sem hæst. „Fólk virðist hafa svipað fé milli handanna og síðustu ár. Það er mikil atvinna hér og atvinnu- leysi nær óþekkt. Það ríkir því jafnvægi og fólk virðist eyða álíka miklu í ár og undanfarin ár,“ seg- ir Sigríður. -rt Sigríöur Ingvarsdóttir, verslunar- stjóri og eigandi Þumalínu, mokar frá verslun sinni svo fólk eigi greiöan aðgang aö vörum þeim sem hún hefur ó boðstólum. DV-mynd ÞÖK T \: 5 \"f\ V ''nVVí?'*: 41 L DV Til hamingju með afmælið 17. desember 80 ára Ingólfur Matthíasson, Eyjahrauni 10, Vestmannaeyj- um. 75 ára Hjörtur Kr. Hjartarson, Gullsmára 11, Kópavogi. Þorbjörn Kristinsson, Austurbyggð 17, Akureyri. Unnur Guðmimdsdóttir, Skógargötu 6, Sauðárkróki. 70 ára Sveinbjörn Sædal Gíslason húsvörður, Eiðistorgi 1, Seltjamamesi. Hann er að heiman. Áslaug Sigfúsdóttir, Sæviðarsundi 31, Reykjavík. 60 ára Björn Brekkan Karlsson flugstjóri, Þinghóls- braut 61, Kópavogi. Kona hans er Hólmfríð- ur Þórólfsdóttir. Þau taka á móti gestum í Fjörukránni - Fjörugarðinum, Strandgötu 55, Hafnarfirði, milli kl. 20.00 og 22.00 í kvöld. 50 ára Sigurður Steindór Pálsson, Álftamýri 44, Reykjavik. Hann er að heiman. Gunnar Gunnlaugsson, Glitvangi 9, Hafnarfirði. Beverly Sue Dögg Gísladóttir, Sigurhæð 14, Garðabæ. Róbert Jeanpierre Biard, Hallveigarstíg 4, Reykjavík. 40 ára Kristín Ólafsdóttir, Kjóastöðum I, Biskupstungna- hreppi. Guðlaug Pétursdóttir, Flókagötu 23, Reykjavík. Stefán Friðrik Einarsson, Háengi 10, Selfossi. Theodór Sigurðsson, Lyngbergi 43, Hafnarfirði. Sigríður Ósk Geirsdóttir, Austurbergi 34, Reykjavík. Karl Þormóðsson, Hríseyjargötu 16, Akureyri. Jón Gunnlaugur Sigurðs- son, Lyngholti 2, Árskógshreppi. aukaafslátt af smáauglýsingum Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.