Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 Hollusta mjólkur: Ekki er allt sem sýnist - látið nýmjólkina vera, segir Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur. „Fræga fólkið segir okkur það, við þömbum það eins og kálfar en boðskapurinn er í það mesta hálfur sannleikur." Svona byrjar grein sem birtist nýlega í danska blaðinu Politiken og dregur mjög í efa anná- laða hollustu mjólkur og mjólkuraf- urða. í greininni er t.a.m. vitnað í dr. Steen Stender, prófessor í hjarta- og æðasjúkdómum, en hann segir m.a.: „Kalkið í mjólkinni er fólki mjög gagnlegt en það eru hinar skaðlegu mettuðu fitusýrur sem eru vandamálið. Það er ein ástæðan fyr- ir hjarta- og æðasjúkdómum sem á hverjum degi kosta 2-3 Dani undir sextugu lífið.“ Og dr. Stender telur ástæðu til að setja spurningarmerki við að halda mjólk að skólabörnum. Hann bendir á hugtakið „mjólkurof- drykkjumenn“ en það vill hann kalla börn sem drekka mjólk í lítra- tali með þeim afleiðingum að þau hafa ekki mikla lyst á öðrum teg- undum matar, eins og t.d. grænmeti. Þessi hópur ávinnur sér að hans mati slæmar fæðuvenjur en stærsta vandamálið er hættan á járnskorti en jám er ekki að finna í mjólk. Tilveran spjallaði við Laufeyju Steingrímsdóttur, næringarfræðing hjá Manneldisráði, og spurði hana um álit Manneldisráðs á hollustu mjólkur og mjólkurneyslu íslend- inga. íslendingar sár á báti „í Manneldismarkmiðum íslend- inga, sem við gefum út hér og er op- inbert plagg, er lögð mikil áhersla á notkun fitulítilla mjólkurvara þar sem mjólk og mjólkurvörur vega mjög þungt í fituneyslu okkar. Það er ekki nóg með að sú fita sem kem- ur úr mjólkurvörum sé mikil heldur 904 1750 Hafðu jólagjafa- handbók BRÆOURNIR (MIormssonhf Lágmúla 8 - sími 533 2800 AKAI SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN HE Síðumúla 2 - sími 568 9090 DAJEWOO ffi' Einar Farestveit & Coh f. ~ B«l!ii1iki28 » 562290108»229«) ATV ÁBMÚtA 38 SÍM 5531133 SIMAT0RG 9 0 4 - 1 7 5 0 Verð aðeins 39,90 mín. er þetta hörð fita sem eykur kól- esterólið. Þar við bætist að þegar við lítum á mjólkurneyslu íslend- inga, borið saman við nágranna okkar á Norðurlöndum, þá notum við langmest af fullfeitum mjólk urvörum. Við erum eina Norðurlandaþjóðin sem drekkur meira af ný- mjólk heldur en af létt mjólk og undan- rennu." Laufey segir að þróunin frá feitum mjólkurvörum hafi verið að gerast undanfarin 10 ár og ástæðan sé að feitu vörurnar stuðli að aukningu kólesteróls sem síð- an eykur líkurnar á kransæðasjúkdómum. „Fyrir utan fituna er mjólkin nefni- lega arrík og full af kalki.“ leggja mikla áherslu á fitulitlu mjólkurvörumar. „Við tókum þátt í herferðinni „tvö glös á dag“ í þeim tilgangi að auka neyslu fitu- litlu varanna en ég veit ekki hvort sá b o ð - skap- u r hef- Léttmjólk er góður kostur fyrir börn á skólaaldri en fullorðnum nægir að drekka undanrennu eða fjörmjólk. Láttmjólk fyrir skólabörn Laufey segir það markmið í manneldismálum að snúa tölunum við hér á landi. „Samkvæmt könnun á mataræði íslendinga fáum við þriðjung af allri harðri fitu úr mjólk ur komist nógu vel til skila.“ Lauf- ey segir einnig að það þurfi alls ekki að neyta þessara tveggja glasa í fljótandi formi. „Þetta á líka við um aðrar mjólkurvörur og ostur ofan á tvær brauðsneiðar er á við eitt glas, svo er bætt við jógúrt- dollu og þá er komið annað glas. Nýmjólkurneysla á Norðurlöndum 120 ijtrar - lítrar á einstakling - Nýmjólkurneysla íslendinga sker sig úr sé hún borin saman viö nágranna- þjóðirnar. Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingur hjá Manneldisráði, segir nauösynlegt aö leggja mikla áherslu á notkun fituminni mjólkurafuröa. og mjólkurvörum og þá teljum við ekki smjör með. Það er mjög mikið en það er auðvelt að minnka þetta því að úrvalið af fitulitlum mjólkur- vörum er svo mikið. Það er bara að hætta að nota nýmjólk og nota létt- mjólk og undanrennu, sérstaklega ætti fullorðið fólk alls ekki að vera að drekka nýmjólk nema við mjög sérstakar aðstæður. Undanrenna eða fjörmjólk hæfir því og fyrir börn á skólaaldri er léttmjólk góður kost- ur.“ „Tvö glös á dag" Laufey segir Manneldisráð Mjólkurþamb er óþarfi en það er ástæða til að neyta mjólkur vegna kalksins. Þó að kalk sé víða í matvöru er ekki mögulegt að ná ráðlegri neyslu á kalki án mjólkurvara nema taka kalkpillur, borða beinamjöl eða eitt- hvað í þá áttina. En flestn fullorðn- ir fullnægja mjólkurþörf sinni með sýrðum mjólkurvörum, súrmjólk, jógúrt, skyri og osti ofan á brauð. Þar eru komin glösin tvö,“ sagði Laufey að lokum. -ggá Jerúsalem: Vandræði um jól ocj páska - fólk sem heldur sig Krist Hin helga borg Jerúsalem, sem er helgasta borgin í þrenn- um trúarbrögðum, gyðingdómi, kristni og íslam, er mikil ferða- mannaborg en árlega flykkist þangað fjöldi fólks til að berja helgistaðina augum. Sérstak- lega er ferðamannastraumur- inn mikill um jól og páska en það eru einmitt þessar hátíðir sem lögreglan, leigubilstjórar, sálfræðingar og leiðsögumenn kvíða mest. Erfitt tímabil Það er einmitt á þessum árs- tímum sem Jerúsalembúar þurfa að þola mikinn fjölda fólks sem arkar upp Via Dolorosa, götuna sem Kristur er sagður hafa gengiö á leið til krossfestingarinnar, með þymi- kórónur og krossa, íklætt hót- ellökum. Aðrir ferðamenn halda því fram að þeir fyllist heilögum anda og tilkynna hverjum sem vill heyra að þeir viti hvemig megi ná heimsfriði og enn aðrir, og þá sérstaklega konur, halda því fram að þær sém María mey endurholdguð og beri Messías undir belti. Ungar konur við- kvæmar Á hverjum jólum og páskum þurfa milli 50 og 200 ferðamenn á geðrænni aðstoð að halda og hækkar talan ört á milli ára. Sérstaklega virðast konur á aldrinum 20-35 ára vera við- kvæmar fyrir þessum kvilla, sem meðal fræöimantia hefur verið kallaður Jerúsalem heil- kennið. Flestar eru þær mót- mælendatrúar og koma frá mjög svo trúhneigðum heimil- um en hafa fjarlægst trúna á fullorðinsárum. Við komuna til Jerúsalem virðist síðan þyrm- ast yflr þær yfir heilagleika borgai'innar. 1 Sagan sterk Dr. Bar-El, geðlæknir við Kfar Shaul sjúkrahúsið, telur að Jerúsalem veki upp bældar trúartilhneigingar í fólki vegna sögu sinnar sem hefur verið haldið að þeim í æsku. Þegar komið er til Jerúsalem fmnst fólki það síðan vera syndarar sem ekki eigi heima í hinni heilögu borg og því þurfi þaö að hreinsa sig með öllum tiltækum ráðum. Ekki hættulegt Fólk sem fær Jerúsalem heil- kennið er aldrei hættulegt sjálfu sér né öðrum og full lækning fæst á 36 tímum. Yfir- leitt man þá viðkomandi lítið eftir atburðum, skammast sín og vUl hraða sér tU síns heima- lands. Sumir hafa líkt tUfinn- ingunni við að vakna eftir ær- lega drykkjunótt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.