Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Blaðsíða 23
QOTT FÓLK / SlA ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 27 Fréttir Kristín Friöriksdóttir meö Jón Árna, fimm ára, son sinn. Hún missir vinnuna um áramótin og veit ekki hvaö tekur viö. DV-mynd ÞÖK Starfsmaður Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar: Eg er svo heppin að hafa fyrirvinnu DV; Ólafsfirði: „Ég er svo heppin að hafa fyrir- vinnu, þannig að ég er vel á vegi stödd. Annars veit ég ekki hvað tæki við. Maður gengur ekki hér í næsta fyrirtæki og fær vinnu. Þess- ar uppsagnir eru þó mjög alvarlegar vegna þess hversu margar konur eru fyrirvinnur," segir Hulda Jóns- dóttir, starfsmaður Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar, sem missir atvinnuna um áramót eins og 60 aðrir starfs- menn. „Það eru líka dæmi um að bæði hjónin vinni í fyrirtækinu og missi því vinnu sína. Þetta er þó erfitt fyr- ir mig þar sem ég verð að hanga heima aðgerðarlítil. Ég er komin á þann aldur að börnin eru farip að heiman og vinnan er auðvitað stór hluti af lífinu,“ segir Hulda. Hún segir að starfsfólk sé mjög pirrað vegna málsins þar sem það fái ekkert að vita um gang mála. „Ég er ekki að segja að sfjómend- umir viti sjálfir hvað á að gera. Það breytir því þó ekki að starfsfólk er mjög trekkt vegna þessa samskipta- leysis og að fá ekkert að vita. Það er enginn smávegis fjöldi sem vinnur hérna. Það er ekki eins og það séu tveir að missa vinnuna," segir Hulda. Hún segist hafa átt kost á nánast ótakmarkaðri atvinnu frá því hún var á táningsaldri. Fram undan séu þvi gjörbreyttir tímar. „Hér áður var aðeins spurning um hvort maður nennti að vinna lengur. Spurt var hvort maður nennti að vinna um páska eða jól. Það verður því alveg ný lífsreynsla að eiga ekki kost á atvinnu," segir Hulda. Kristín Friðriksdóttir, sem einnig starfar hjá frystihúsinu, tók í sama streng og Hulda. „Mér líst mjög illa á þessa lokun, þetta kemur mjög illa við margt fólk. Ég veit ekki hvað tekur við hjá mér eftir áramótin. Ég hef enga vinnu fengið enn,“ segir Kristín. -rt ífAWf HTiWt' ’ Miðast við greiðslur á raðgreiðslusamningi til 13 mán. Upphæðin er meðaltalsgreiðsla á mánuði. Heildarverð 41.590 kr. en með kostnaði og vöxtum 45.780 kr. u TF FYi »7 / AÐ 4 ötiUb'i 1 . ,-v.; i tr % " WKK, / / M fl M II I II [ijl Jólapakkatilboð Póstsins Póstur og sími býður viðskiptavinum sinum sérstakt jólapakkatilboð fyrir jólapakkana innanlands. Skilyrði er að sendingin sé send í sérstökum umbúðum (sjá mynd). Þegar þú sendir jólagjafirnar með Póstinum í þessum umbúðum greiðir þú aðeins 310 kr. fyrir pakkann, þyngd hans skiptir ekki máli. Þetta jólapakkatilboð gildir frá 1.-23. desember 1996 og skiptir þá engu hvert þú sendir pakkann hér innanlands. Svo lengi sem hann er í þessum umbúðum kostar sendingin aðeins 310 kr. Umbúðir stærð BJ (23x31x12 cm.) + burðargjald = 310 kr. Má senda hvert sem er innanlands. Umbúðirnar eru til sölu á öllum póst-og símstöðvum. Með því að nota jólapakkatilboð Póstsins hefur þú valið eina fljótlegustu, öruggustu og ódýrustu leiðina til að senda jólagjafirnar í ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.