Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Qupperneq 4
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 JL^"V
Formaður Mæðrastyrksnefndar á Akureyri um vaxandi fátækt:
Fólk á ekki peninga ffyrir jóla-
gjófum handa börnum sínum
- grætur þegar það biður um aðstoð
DV, Akureyri:
„Það missa margir vald á tilfínn-
ingmn sínum og gráta þegar þeir
þurfa að biðja um aðstoð og þetta
tekur svo á mig að ég græt oft einn-
ig. Það er daglegur viðburður að
fólk brotni niður þegar það leitar til
okkar eftir hjálp svo það geti haldið
jól fyrir sig og bömin sín,“ segir
Jóna Berta Jónsdóttir, formaður
Mæðrastyrksnefhdar á Akureyri.
Jóna Berta hefur starfað hjá
Mæðrastyrksnefndinni í 14 ár og
segir fátæktina á Akureyri núna
meiri en nokkru sinni áður, ef
marka megi fjölda þeirra sem leitar
til nefndarinnar eftir aðstoð. „Þetta
er ekki bara bundið við jólin. Fólk
leitar til okkar eftir aðstoð allt árið
en vissulega er meira um það fyrir
jólin. Ég sé ekki þetta góðæri sem
alltaf er verið aö tala um og þegar
fólk á við veikindi að stríða, at-
vinnuleysi kemur til sögunnar eða
sambúðarslit, svo að eitthvað sé
neöit, þá er ekki von á góðu. En fólk
sem hefur atvinnu þarf líka einnig
aö leita til okkar eftir aðstoð.“
Jóna Berta segir það hafa forgang
að útvega fólki mat fyrir jólin. „Við
fáum að vita um fjölskyldustærð
viðkomandi og útbúum matarpakka
fyrir hverja og eina fjölskyldu sam-
kvæmt því. Þegar fólk segist ekki
hafa peninga til að kaupa jólagjafir
fyrir bömin sín reynum viö einnig
að setja einhverja peninga með,
e.t.v. 5-10 þúsund krónur eftir því
hversu stóra fjölskyldu um er að
ræða. Við erum einnig með mjög
mikið af góöum fatnaði sem okkur
hefur borist og stendur fólki til
boða.
Við gerum þetta ekki einar sem
eram að starfa fyrir nefndina.
Fjöldamörg fyrirtæki aðstoða okkur
og ég hef m.a. leitaö til sjómann-
anna okkar sem brugðust vel við.
Það er sorglegt að ástandið skuli
þurfa að vera svona en það er því
miöur veruleikinn," segir Jóna
Berta.
-gk
Jólahald hjá fjölskyldu með eina fyrirvinnu:
Fjárhagurinn fer
undir núllið
- segir Hlynur Ingi Grétarsson, verkamaður
Hlynur Ingi Grétarsson. Jólin stefna fjárhag fjölskyld-
unnar í uppnám, en hann sér fram á að vinna jólin upp
í sumar, með vinnu í sumarfríinu. DV-mynd GVA
„Við höfum eng-
in eftii á að halda
jól. Ég er eina fyr-
irvinna heimilis-
ins og hef lítið
meira en dagvinn-
una að lifa á og
vinnan sýnist ætla
að dragast enn
meira saman eftir
áramót. Jólin selja
fjárhaginn úr
skorðum og við
verðum að velta
þeim áfram á und-
an okkur með
VISA-kortinu
þangað til vinnan
eykst aftur í sum-
ar,“ segir Hlynur
Ingi Grétarsson,
verkamaöur hjá
Reykjavíkurborg.
„Við erum með
ódýrari bíl en flest-
ir, við eigum ódýr-
ari íbúö en flestir
og ég er í fúllri
vinnu og á ekki
verri launum en
hver annar, alla
vega betri en flest-
ir verkamenn, en
við náum engu
saman.“ Hlynur
Ingi segir að und-
anfarin ár hafi
hann unnið í sum-
arfríum auk þess
að vera allt sumarið að reyna að
komast yfir alla þá aukavinnu sem
fáanleg sé, hér og þar og alls staðar,
til þess eins að rétta af hallann eftir
veturinn á undan. „En þetta er allt
til einskis. Það verður enginn pen-
ingur eftir.“
Hlynur Ingi og kona hans hafa
fest kaup á lítilli íbúð og tekst að
standa í skilum með afborganir og
halda nokkum veginn í horfmu.
Þau eiga gamlan bíl og nauðsynleg-
ustu heimilistæki, en ef eitthvað bil-
ar, hvort sem þaö er bíllinn eða t.d.
þvottavélin, þá er eftiahagurinn um
leið í uppnámi og margra mánaða
bamingur að rétta hann af eftir slík
áfðll. Þau hjónin hafa rætt um að
flytja úr landi, en af því hefur ekki
orðið. „Maður rífur sig ekki svo
auðveldlega upp með konu og lítið
bam til að fara í ókunnugt land frá
vinum og ættingjum. Það er hins
vegar virkilega sárt að heyra hve
miklu hærri laun fólk hefúr annars
staðar í löndunum í kringum okkur
fyrir sömu störf en miklu styttri
vinnutíma. Ég hef sjálfur séð það
hjá gömlum kunningjum og vinum,
sem hafa flutt burt til að búa og
starfa erlendis, að þeir hafa miklu
hærri ráðstöfunartekjur en maöur
sjálfur hefur, miklu meiri. Auk þess
er allt kerfið í nágrannalöndunum
miklu réttlátara gagnvart fjöl-
skyldufólki, hvort sem þaö er
skattakerfið eða opinber þjónusta,"
segir HQynur Ingi Grétarsson. -SÁ
Jóna Berta Jónsdóttir og Helga Stefánsdóttir hjá Mæðrastyrksnefndinni á Akureyri í einu af herbergjunum þar sem
mikið er til af barnafatnaöi til þeirra sem á slíku þurfa að halda. DV-mynd gk
Skýrsla um Miðbæ Hafnarfjarðar:
Staðfestir óráðsíuna
- segir Lúðvík Geirsson bæjarfulltrúi
„Þessi skýrsla endurskoðendanna
staðfestir það sem menn hafa sagt
um hvílik óráðsía hefur verið í
kring um Miðbæ Hafnarfjarðar og
hversu bæjarfélagið er flækt í
hana,“ segir Lúðvík Geirsson, bæj-
arfulltrúi í Hafnarfirði.
Lúðvík segir það einnig athyglis-
vert að búið er að binda í bygging-
unni á fimmta hundrað milljónir
króna en endurskoðendumir virðist
ekki geta gert sér grein fyrir hversu
miklu fé bærinn hefur tapað og ekki
séu nærri öll kurl enn komin til
grafar í þeim efnum.
Skýrsla endurskoðenda um Mið-
bæ Hafnarfjarðar verður rædd á
fundi bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og
skýrsluhöfunda í dag. Lúðvík segir
að þau einkennilegu álög virðist
hvíla á bænum í sambandi við Mið-
bæ að fara halloka í öllum viðskipt-
um sem tengjast byggingunni.
Þannig hafi alls konar frágangsmál
og sölusamningar eftir að bærinn
yfirtók bygginguna verið í óreiðu.
-SÁ
Hróp aö menntamálaráðherra:
„Pereat“ ekki ókvæðisorð
Freyr Rögnvaldsson, nemandi í
Fjölbraut Norðlands vestra, hefur
sent athugasemd varðandi umfjöll-
un um ókvæðisorð sem hann var
sagður hafi kallað að menntamála-
ráðherra, Bimi Bjamasyni, á fundi
í skólanum.
„Þegar ljóst var að ekki fengjust
nauðsynleg svör um fallskattinn
svokaúaða, gekk ég út af fundinum
og kallaði um leið: „Pereat, Bjöm
Bjamason" sem vísar í þekkt minni
í íslandssögunni þegar nemendur
hrópuðu Sveinbjöm Egilsson, rekt-
or Lærða skóla, af. Pereat útleggst
nánast, setjum hann af. Eftir á að
hyggja voru þetta óþarflega hvat-
skeytleg ummæli og orðum mínum
hefði ég mátt stilla betur í hóf. Sjálf-
sagt er að biðjast afsökunar á þeim.
Mig furðar hins vegar á því að slíkt
sagnaminni sé kallað ókvæðisorð og
gert að fjölmiðlamat, en verra ftnnst
Lögreglan á Patreksfirði fór í
nokkuð óvænta eftirlitsferð upp á
Dynjandisheiði í fyrradag og ók þar
fram á útlendinga á fólksbíl. Bíllinn
sat fastur í snjóskafli og var að
verða bensínlaus. Mennimir höfðu
ekið úr Ólafsvík en höfðu ekki dval-
ið lengi á heiðinni þegar lögreglan
ók fram á þá í ferð sem var hugsuð
mér ef reynt er að gera FNV tor-
tryggilegan vegna þessa máls,“ seg-
ir í bréfi Freys Rögnvaldssonar. -sv
til þess að líta eftir ijúpnaskyttum.
Ef ekki hefði komið tfl skyndiferðar
löggu hefðu mennimir áreiðanlega
þurft að dúsa lengi á heiðinni. Hún
er alltaf kolófær í vikur og mánuði
á þessum tíma. Gangan til byggða
hefði verið afar löng og ekki síst fyr-
ir þá sök að ómögulegt er að vita
hvora leiöina þeir hefðu valið. -sv
Útlendingar á
Dynjandisheiði