Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Side 6
6 útlönd
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 UV
stuttar fréttir
Ðeilt um kjarnorku
Brestir eru komnir i stjórn-
arsamstarfiö í Svíþjóö vegna
deilu um hvenær eigi að loka
| kjamorkuverum landsins.
Styrkur kannaður
Paavo Lipponen, forsætisráð-
herra Finnlands, segir að at-
kvæða-
greiðsla í
þinginu í
febrúar um
nýtt frum-
varp um auk-
ið frjálsræði í
afgreiðslu-
tíma verslana
verði jafnframt atkvæða-
| greiðsla um traust á stjórn
sinni.
Á bólakafi í 10 vikur
Frakkinn Guy Delage hefur í
hyggju að dveljast 8 til 10 vikur
neðansjávar um borð í pínukaf-
báti í Indlandshafi snemma á
næsta ári.
Engin jólainnkaup
Bandaríski geimfarinn John
Blaha verður fjarri fjölskyld-
' unni á jólunum, um borð 1 rúss-
nesku geimstöðinni MIR, en
hann losnar að minnsta kosti
við jólaösina i búðunum.
Fangar í dópi
Allt að helmingur allra fanga
í ástralska fylkinu Queensland
neyta ólöglegra fíkniefna sem
gestir eða starfsmenn smygla
inn í fangelsin.
Jeltsín snýr aftur
Boris Jeltsin Rússlandsfor-
seti snýr aftur til vinnu á
|j mánudag, sjö vikum eftir
kransæðaaðgerð, en læknar
vilja að hann fari sér hægt.
ísraelar fagna
ísraelsk stjórnvöld fögnuöu í
gær þrýstingi stjómar Clintons
á Palestínumenn um að gera
samkomulag um flutning ísra-
elskra hermanna frá Hebron.
B
Leið yfir Bonino
Emma Bonino, sem fer með
sjávarútvegsmál í fram-
kvæmda-
stjórn Evr-
ópusam-
bandsins, féll
í yfirlið í
gærmorgun
eftir 21
klukkustund-
ar fund þar
sem gengið var frá fiskveiði-
kvótum skipa sambandsins fyr-
ir næsta ár.
Úr stjórninni
Miðdemókratar tilkynntu í
gær að þeir myndu hverfa úr
samsteypustjóm Pouls Nyrups
| Rasmussens, forsætisráðherra
I Danmerkur, við fyrstu hentug-
; leika en fimm þingmenn þeirra
munu þó halda áfram að greiða
atkvæði með stjóminni. Mið-
demókrötum blöskraði þáttur
flokka lengst til vinstri í fjár-
lagabaráttunni. Reuter
Erlend hlutabréfaviðskipti:
Iðnaðarhlutabréf
í háu verði
Dow Jones vísitala verðbréfa í
iðnfyrirtækjum náði sínu næst-
hæsta stigi á árinu sl fimmtudag eft-
ir mjög fjörug viðskipti á verðbréfa-
mörkuðum í vikunni á undan.
í vikunni varð samdráttur í við-
skiptum á bandarískum verðbréfa-
mörkuðum sem olli lítils háttar
hækkun á gengi dollars.
Miklir kuldar eru nú í miðríkjum
Bandaríkjanna og þeir ásamt naum-
um oliu- og bensínbirgðum hafði
þau áhrif að olíu- og bensínverð
steig mjög mikið. Þannig steig bens-
íntunnan af 95 oktana bensíni um 10
dali í vikunni, eða úr 214 dölum í
224 dali sem var verðið í gær. -SÁ
Perústjórn neitar aö ganga að kröfum gíslatökumanna:
Heilsufar gíslanna
fer hríðversnandi
Stjórnvöld í Perú eru staðráðin í
að ganga ekki að kröfum skæruliða
Tupac Amaru hreyfingarinnar sem
halda um 400 gíslum i japanska
sendiherrabústaðnum í Lima. Á
sama tíma versnar ástandið innan
dyra með hverri klukkustundinni
sem liður. Heilsu gíslanna hrakar og
langar biðraðir eru eftir að komast á
salemi.
Til marks um þá örvæntingu sem
hefur gripið um sig meðal gíslanna
birtust skilti á ýmsum tungumálum
í glugga á annarri hæð bústaðarins í
gær þar sem beðið var um mat og að
opnað væri á ný fyrir vatn, rafmagn
og síma.
Stjórn Albertos Fujimoris forseta
hefur setið á neyðarfundum með yf-
irmönnum hersins. Hún sagði í gær
að hún væri bjartsýn á að friðsamleg
lausn fyndist. Hún hefur þó sagt að
ekki verði gengið að þeim kröfum
skæruliða að láta félaga þeirra lausa
úr fangelsi, þar á meðal foringja
hreyfingarinnar.
Um tuttugu skæruliðar gerðu
áhlaup á sendiherrabústaðinn á
þriðjudagskvöld til að mótmæla
efnahagsstefnu stjórnarinnar og til
að sýna að marxískir skæruliðar í
Perú væru ekki dauðir úr öllum
æðum.
„Ástandið innan dyra er erfitt. Þar
eru allt of margir og hitinn er óbæri-
legur,“ sagði Sergio Natarajan, full-
trúi Rauða krossins, eftir heimsókn
til gíslanna. „Meðal þeirra sjúkdóma
sem hrjá gíslana eru sykursýki, mag-
asár, hjartakvillar og niðurgangur.“
Það varð svo aðeins til að auka
spennuna í gær að maður sem sagð-
ist tilheyra skæruliðahreyfmgunni
hringdi í útvarpsstöð í Lima til að
vara við öllum árásum á sendiherra-
bústaðinn.
Orðrómur er á kreiki um að her-
inn verði látinn skerast í leikinn en
á sama tíma hafa japönsk stjórnvöld
gefið til kynna að þau sé ekki ánægð
með harðlínuafstöðu Fujimoris.
Menn úr leyniþjónustunni í Perú
hafa hitt fangelsaða leiðtoga skæru-
liðanna og reynt að fá þá til að for-
dæma félaga sína opinberiega, en án
árangurs til þessa.
Reuter
Ekkert leikfang er jafn eftirsótt í Lundúnum fyrir þessi jól og Busi Ijósár sem er fígúra úr hinni vinsælu mynd, Toy
Story. Það er því eins gott að gæta birgðanna vel eins og gert er hér. Símamynd Reuter
Breskir áhorfendur tárast
yfir söng Madonnu í Evitu
Breskir aðdáendur bandarisku
poppsöngkonunnar Madonnu táruð-
ust af hrifningu og klöppuðu henni
óspart lof í lófa fyrir frammistöðu
hennar í kvikmyndinni Evitu þegar
hún var tekin til almennra sýninga
í Lundúnum í gær.
„Hún var alveg frábær," sagði
Sally, ljósmyndari frá Lundúnum,
sem var meðal bíógesta. „Mér
fannst mjög gaman og er ég þó
vandlátari en allt sem vandlátt er.
Ég hef aldrei þolað Madonnu en
öðru máli gegnir nú. Eg hef aldrei
séð fólk klappa svona eftir kvik-
mynd.“
Viðtökur almennings virðast svo
sannarlega benda til þess að Ma-
donnu hafi tekist að blása nýju lífi í
kvikmyndaferil sinn eftir nokkrar
misheppnaðar tilraunir að undan-
fornu.
„Hún kemur til með að eiga sal-
inn við óskarsverðlaunaafhending-
una. Ég er enn með tár í augunum,"
sagði námskonan Jo Tanner.
Madonna hefur þegar verið til-
nefnd til Golden Globe kvikmynda-
verðlaunanna sem þykja oft mæli-
kvarði á hvernig fer við óskarsverð-
launaafhendinguna.
En þótt hinn almenni borgari
haldi vart vatni af hrifningu á
Madonnu eru gagnrýnendur blað-
anna ekki alveg jafn kátir. Gagnrýn-
andi Daily Mail segir góða spretti í
myndinni en hún renni dálítið út í
sandinn í lokin.
Reuter
Kauphaliir og vöruverð erlendisl
■DVj
Bretlandi holl-
ara að vera í
Evrópusam-
bandinu
| John Major, fbrsætisráðherra
Bretlands, sagði í gær að landið
Íværi mun betur sett innan Evr-
ópusambandsins en utan en hann
ítrekaði þá
skoðun sína
! að sambandið
I yrði að vera
Ssveigjanlegra.
Major sætir
harðri gagn-
II rýni áf hálfu
; ; ýmissa þingm;
|' ins sem eru andvígir ESB og af-
Iskiptasemi framkvæmdastjórnar-
innar í Brussel.
Major sagði hins vegar í viðtali
við BBC-sjónvarpið að sívaxandi
miðstýring frá Brussel væri Bret-
um ekki að skapi.
Stjörnufræðing-
urinn Carl
Sagan látinn
Bandariski stjörnufræðingur-
inn og Pulitzer-verðlaunahafinn
, Carl Sagan, sem gerði raunvís-
indin aðgengileg öllum abnenn-
ingi með bókum sínum og sjón-
varpsþáttum, sem m.a. hafa verið
sýndir á Islandi, lést á sjúkrahúsi
í Seattle í gær, 62 ára að aldri.
Sagan dó úr lungnabólgu eftir
tveggja ára baráttu við sjaldgæf-
an blóðsjúkdóm sem leiddi til
I krabbameins, að sögn talsmanns
Ísjúkrahússins.
Sagan var prófessor við hinn
virta Cornellháskóla í nærri 30
ár og skrifaði meira en tuttugu
| bækur og hundruð fræðigreina
um margvísleg efni, allt frá lofts-
8 lagsbreytingum á Venusi til
■ kjarnorkustyrjalda. Sagan var
| m.a. mikill áhugamaður um líf á
öðrum hnöttum.
Námsmenn
stöðvuðu alla
umferð í
Belgrad
Um fjörutíu þúsund náms-
| menn í Belgrad lömuðu miðborg-
ina í gær með því að loka brú og
|j helstu breiðstrætunum skömmu
Ífyrir mesta annatímann til að
mótmæla kosningasvikum stjórn-
i aiflokksins.
Aðgerðir þessar bar upp á
fe sama dag og nefnd á vegum Ör-
yggis- og samvinnustofnunar
Evrópu kom til Serbíu til að
j kanna ásakanir stjórnarandstæð-
:; inga en þeir hafa mótmælt lát-
laust í rúman mánuð.
Juppé ráðlagt
að fita sig til að
auka vinsældir
:
I
1
:
Alain Juppé, forsætisráð-
herra Frakklands, hefur verið
ráðlagt að bæta á sig einum tíu
kílóum ef það mætti verða til
þess að auka
vinsældir
hans meðal al-
mennings.
Juppé er
langur og mjór
og óvinsælasti
forsætisráð-
herra Frakk-
lands í háa herrans tíð. Þvi finnst
Chirac forseta timabært að gera
eitthvað í málinu.
„Það eykur nú ekki á vinaleg-
heitin að vera langur og mjór,“
segir Juppé í kvörtunartón. „For-
setinn hefur oft sagt mér að ég
ætti að bæta á mig tíu kílóum
þar sem það mundi gera mig
krúttlegri. Það er sennilega rétt
hjá honum.“
Juppé skýrði frá þessu í út-
varpsviðtali í tilefni nýrrar bók-
ar sinnar sem varö til eftir að
kona nokkur hrópaði að honum
ókvæðisorð. I bókinni viður-
kennir hann að gagnrýnin særi
hann. Reuter