Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Qupperneq 26
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
Hlutur lesandans
Rósur og rósir
- er gata afþreyingarbókmennta þyrnuin stráð?
A tímum fallinna Berlínarmúra og sam-fall-
innar Evrópu eru hugmyndir um markalínur
og af- markanir orðnar dálítið ruglingslegar.
Ein þeirra landamæra sem hafa raskast eru
milli afþreyingar og fagurbókmennta, þar
sem hvort ríkið um sig gerir hnitmiðaðar inn-
rásir í hitt.
Konur riöu á vaöiö meö ádeilu á heimiiisofbeldi
Konungurinn í ríki afþreyingarbókmennt-
anna er án efa Stephen King sem með Úr álög-
um sendir frá sér sína bestu skáldsögu lengi,
snarpan og sterkan hrylling, blandaðan sterk-
um áróðri. Það er orðið að tísku meðal hryll-
ingshöfunda að deila á raunverulegt ofbeldi
og riðu konurnar á vaðið með ádeilu á heim-
ilisofbeldi í kjölfar aukinnar umræðu. Þegar á
svo viðkvæmum málefnum er tekið koma
strax upp spurningar um siðleysi og ábyrgð-
arleysi gagnvart þeim kalda raunveruleika
sem nýttur er sem söluvara. Vissulega er
stundum illa farið með eld-
fimt efni en King kemst vel
frá sínu. Söguhetjan, Rósa,
„vaknar upp“ einn morgun
eftir 14 ára barsmíðar manns
síns og flýr heimili sitt alls-
laus og hálfsturluð. Eigin-
maðurinn eltir hana uppi og inn í heim
sturlunar hennar þaðan sem enginn
sleppur ósnortinn. Þýðingin er ein sú
besta sem ég hef séð á sögum Kings eri
hefði þó mátt við einni lokaslípun.
Á hinn bóginn er þýðingin á nýjustu
bók Jack Higgins, Engli dauðans, afar
slæm. Þegar slíkt bætist við óvenjulé-
lega bók eftir þennan höfund verður
lesturinn ansi erfiður. Higgins nýtir sér
einnig eldfimt efni sem eru landamæra-
deilurnar á Norður-írlandi. Meðan bresk
yfirvöld reyna að koma á friði við IRA
koma upp ný hryðjuverkasamtök sem
virðast þverpólitísk auk þess að vera
ótrúlega vel upplýst. Líkt og King reyn-
ir Higgins við femínisma og hefur konur
í stórum hlutverkum, en ólíkt King lend-
ir hann í voðalegum ógöngum með sínar
kvenpersónur og endar með mun meiri
kvenfyrirlitningu en fannst í fyrri bók-
um hans sem skiptu sér lítt af konum.
Kvenrithöfundurinn Mary Higgins Clark
gefur King ekki mikið eftir í vinsældum. Rós-
ir dauðans er spennandi og áhugaverður lög-
fræðitryllir um lýtalækningar og lýti á réttar-
kerfinu. Saksóknarinn Kerry McGrath rekst
óvart á mál þar sem saklaus maður virðist
hafa verið ranglega dæmdur og fljótlega eru
hún og dóttir hennar í hættu því málið kem-
ur við mörg kaun. Rósir dauðans er gott
dæmi um hvað spennusögur með kvenhetjum
eru orðnar flottar en enn eru lýti á þýðing-
unni sem gera söguna óþarf-
lega stirða í lestri.
íslenska afþreyingarskáld-
konan Birgitta H. Halldórs-
dóttir gefur Clark ekki mikið
eftir í að skrifa spennandi
sögu með konum í aðalhlut-
verkum. í Skagaflrðinum eru friðarspillar á
kreiki og það kemur í ljós að gömul sár gróa
seint. Með því að nota séríslenskt (ó)veðurfar
og aðstæður á bóndabæjum - svo sem haug-
húsið! - skapar Birgitta í skáldsögunni Ofsótt
magnaða spennu og jafnvel hrylling auk þess
að vera svo heppin að vera óþýdd og þar með
gersamlega laus við stirfni í texta.
Meðan afþreyingarbókmenntir eru stór
hluti af jólabókaflóðinu og sifja hátt á met-
sölulista er umræðan um þær engin og greini-
legt að ekki þykir mikið til þeirra koma. Þetta
kemur berlega fram í þýðingunum þar sem
kastað er til höndum og lítil virðing borin fyr-
ir þeim sem bækurnar lesa. Clark og King eru
meðal langvinsælustu höfunda bókasafnanna
og eru iðulega upppöntuð langt fram í tímann.
í Evrópu og Bandaríkjunum hefur vegur af-
þreyingarmenningar aukist og umfjöllunin
um hana batnað og þetta skilar sér síðan inn
í bókmenntimar sjálfar, eykur á metnað höf-
undanna og veitir þeim aga. Sams konar um-
ræðu vantar sárlega hér og kemur jafnt niður
á lesendum sem höfundum.
Stephen King: Úr álögum.
Björn Jónsson þýddi. Fróði 1996.
Jack Higgins: Engill dauðans.
Gissur Ó. Erlingsson þýddi.
Hörpuútgáfan 1996.
Mary Higgins Clark: Rósir dauðans. Jón
Daníelsson þýddi. Skjaidborg 1996.
Birgitta H. Halldórsdóttir: Ofsótt.
Skjaldborg 1996.
Hátíðaréttir
Hátíðaréttir er þriðja
bókin í flokknum íslensk-
ar gæðauppskriftir en
áður hafa komið út Grill-
réttir og Pastaréttir. Rit-
stjórar eru Björg Sig-
urðardóttir og Hörður
Héðinsson sem sjá um upp-
skriftir og matreiðslu hjá matreiðslu-
klúbbnum Nýjum eftirlætisréttum.
í bókinni er Qöldi uppskrifta að gimileg-
um réttum á hátíðaborð. Ljósmyndir em af
hverjum rétti og allt hráefiii miðað við ís-
lenskar aðstæður. Leiðbeiningar em ein-
faldar og þægilegar. Vaka-Helgafell gefur
út.
Endurholdgun
kanínu
Umbúðalaust góð bók
- Hver er skýringin á því?
„Er ekki skýringin á framþróuninni sú
að allt fari batnandi?"
- Heldurðu að fólk breytist við að lesa
svona bækur?
„Menn breytast auðvitað ákaflega
seint, en þetta er allt í gerjun. Og ég held
að fólk fari batnandi þó að erfitt sé að
merkja breytingu á áratugum eða fáein-
um öldum. Ef við lítum yfir víðara svið
virðist þróunin óneitanlega ganga fram
og upp.
Mér finnst þessi bók góð, umbúðalaust
góð að því leyti að höfundurinn er lærður
læknir og vel lesinn maður. Hann hefur
skilið skammtakenninguna sem er helsta
kenning 20. aldarinnar, og þá fyrst og
fremst kenningar Niels Bohr sem gerði
því skóna að við lifðum ekki alfarið í
heimi efnis, tíma og rúms, þótt þetta séu
gallharðar staðreyndir, heldur sé grund-
völlurinn andlegs eðlis. Uppgötvanir
Aspect-hópsins franska sönnuðu eiginlega
að Einstein hefði haft rangt fyrir sér en
Niels Bohr rétt fyrir sér, og það hefur
breytt gífurlega miklu hjá vísindamönn-
um sem skilja hvað þetta þýðir. Við höf-
um misst grundvöllinn sem menn litu á
sem sjálfsagðan hlut á 19. öld og lengst af
á þeirri 20. Chopra byggir á þessu öllu og
tengir það ævafornum kenningum wu
wei, sem ganga út á að gera allt án þess að
reyna mikið á sig, sem hlýtur alltaf að vera
vinsælt! Hann beitir gömlum taóisma og
vissum fornum hugmyndum eins og karma-
lögmálinu, og byggir úr þessu talsvert ferska
nýja heimspeki. Það er ekki hægt að segja að
vanmetinn
í bókinni Raggi litli og
Pála kanína eftir Harald S.
Magnússon segir frá því
þegar Raggi eignast kan-
inu sem honum þykir af-
skaplega vænt um. Hann
verður því harmi sleginn
þegar hún deyr af slysför-
um. Það verður Pála kan-
ina líka og þótt henni sé
vel tekið hinum megin saknar hún
Ragga svo mikið að hún freistast þess að
komast aftur til jarðarinnar.
Brian Pilkington teiknaði myndir viö
söguna en Iðunn gefur út.
Svikinn veruleiki
Dananum Michael Larsen hef-
ur verið skipað á bekk
með Peter Hoeg fyrir
spennusögur sínar. Svik-
inn veruleiki segir frá
blaðamanninum Martin
Molberg sem reynir að
finna morðingja unnustu
sinnar. í því máli virðist
engu treystandi, ekki einu
sinni ljósmyndum sem má
breyta að vild.
Sverrir Hólmarsson
þýddi bókina en Vaka-Helgafell gaf hana
út.
Jólatónleikar Bubba
Bubbi Morthens heldur sína árlegu
jólatónleika á Hótel Borg á Þorláksmessu
kl. 23. Bubbi er með tvær hljómplötur í ár;
Allar áttir varð gullplata 6. desember en
Hvita hliðin á svörtu er hljóðbók þar sem
Bubbi les eigin ljóð við undirleik valinna
tónlistarmanna. Á tónleikunum blandar
Bubbi á staðnum efhi af nýju plötunum og
eldra efni. Með honum spilar Jakob Smári
Magnússon á bassa. Forsala miða er á Hót-
el Borg og í Skífubúðunum.
Þegar mest á reynir
Nýjasta bók Danielle Steel
á íslensku heitir Þegar
mest á reynir og segir frá
virtum og auðugum hjón-
um á fímmtugsaldri í New
York. Hún er lögmaður,
hann er fjármálamaöur og
saman eiga þau litla dóttur.
En dag einn ber ógæfan að
lyrum og þegar framtíðin
angfr á bláþræði verða þau
að endurmeta tilfinningar sín-
ar hvort til annars.
Skúli Jensson þýddi en Setberg gefúr út.
Ósýnilegi vinurinn
Ósýnilegi vinurinn er barnabók eftir
Kari Vinje og Vivian Zahl
Olsen. Þar segir frá Palla
Pimpen sem kynnist Jón-
atan Finkeltopp í næsta
garði og gegnum hann
„ósýnilegum vini“ sem
Jónatan á, einkennileg-
um maimi í kjól með
skegg sem getur geng-
ið á vatni. Palli verður
mjög forvitinn og þá kallar Jónatan
mömmu sína sem leiðir Palla f allan sann-
leika um Jesú. Eftir þá frásögn á Palli
ósýnilegan vin sem vemdar hann frá
skrímslunum 1 nóttinni.
Þórdís Ágústsdóttir og Gyða Karlsdóttir
þýddu en Salt gaf út.
stórlega
Gunnar Dal skáld, heimspekingur og
þýðandi, hefur verið þaulsætinn á met-
sölulistum undanfarin ár, og enn hefur
hann vermt sæti ofarlega undanfarið með
þýðingu sína á bókinni Lögmálin sjö um
velgengni eftir Deepak Chopra, sem er
Bandaríkjamaður af indverskum ættum.
„Já, það er einkennilegt að bókin skuli
seljast svona vel, því þetta er eiginlega
heimspekirit,“ segir Gunnar. „En það
virðist vera að menn séu orðnir svona
heimspekilega sinnaðir hin síðustu ár.“
Gunnar Dal: þróunin gengur fram og upp.
hann velji úr fortíð heldur umskrifar hann
hana við hæfi 21. aldar. Hann er með foma
speki og framúrstefnumennina í vísindum í
einum og sama textanum."
Samverkan allra hluta
til góðs
„Titillinn Lögmálin sjö um velgengni
geymir gamla kristna hugmynd sem var
líka til löngu á undan kristni,“ heldur
Gunnar áfram, „um samverkan allra
hluta til góðs; hin gullnu snið. Þú gast
ekki verið að einhverju leyti í samræmi,
annað hvort varstu út úr samræminu eða
i því. Þetta er ævafom hugsun um heims-
samræmið; ef menn gera vissa hluti rétt
þá hefur það velgengni í för með sér, og ef
þeir gera þá á rangan hátt þá verður upp-
skeran önnur. Chopra er að þessu leyti
ekki að segja neina nýja hluti, og auðvit-
að flokkast þetta undir trú eða skoðun hjá
honum, er á þessu stóra gráa svæði hug-
myndanna."
- Hverju viltu skila til þeirra tjölmörgu
sem fá bókina í jólapakka?
„Ég bið bara að heilsa þeim! Þó vil ég
kannski fá að skila til þeirra að þeirra
hlutur hafi verið stórlega vanmetinn. Því
bók er ekki til þó að hún sé samin og
þýdd, hún verður til þegar velviljaður og
greindur maður les hana, og þegar ég segi
maður þá á ég að sjálfsögðu við konur
ekki síður, og eiginlega öllu heldur, því
ég held að þetta sé meira bók íyrir konur,
þær em dýpri eins og þú veist.
Það ætti að borga mönnum kaup fyrir
að lesa bækur, því lesendur skapa menn-
inguna. Ef til vill er allt of mikið til af rit-
höfundum en það er allt of lítið til af góð-
um lesendum! Jafhvel gáfuðustu menn
þjóðarinnar eru ólæsir, ef inaður notar
gamla formúlu sem Mark Twain samdi á
öldinni sem leið, rnn að maður sem les
ekki bók sé á sama stigi og maður sem
kann ekki að lesa. Og gáfuðustu íslend-
ingar í dag em það störfum hlaðnir að
þeir hafa ekki smugu til að lesa bækur að
neinu ráði. Og þetta er dýrmætasti les-
endahópurinn.“
- En ef þeir hefðu tíma til að lesa eina
bók um jólin, ætti það þá að vera þín bók?
„Ef ég játaði því væri ég að brjóta eitt
grundvallarboðorð hennar. Chopra segir
einmitt að maður eigi ekki að eyða tíma sín-
um í að verja eigin skoðanir eða að fordæma
aðra menn eftir eigin reglum.“