Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Síða 27
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996
ennmg 27
Kristinn Reyr: þarf svolítiö átak til aö gera svona nokkuö.
Vonar að fólk
þrefi sem mest
um valið
Hálfkæringur
og hlýja
„Ég er fædd á sjómannadaginn
árið 1958 sem þótti ansi góð byrjun
í minni fjölskyldu," segir Linda Vil-
hjálmsdóttir í upphafi inngangs að
nýjustu Ijóðabók sinni, Völsum úr
síðustu siglingu. Að dóttirin skyldi
fæðast á þessum merka degi þótti að
sjálfsögðu gott innlegg í ætt sem
hafði meira eða minna alið mann-
inn á sjó, en tengslin við hafið og
ástina á því rekur Linda lítillega í
spriklandi fjörugum aðfaraorðum.
Hún segir af æsku sinni á Seltjam-
amesi og sjómannavölsunum sem
ómuðu hátt og snjallt um húsið úr
Óskalögum sjúklinga. Þessir valsar
sem í „unglinga“uppreisninni
blossuðu upp og urðu ungri skáld-
konu tilefni ádeiluskáldskapar. „En
það er ekki hægt að vera á móti sjó-
mannavölsunum til lengdar," segir
Bókmenntir
Sigríður Albertsdóttír
Linda. „Þeir em svo innilega væmn-
ir að maöur fellur fyrir þeim aftur
og aftur“ (15). Vel má segja að ljóð-
in sem hér birtast séu óður til
væmninnar en vel að merkja hefur
orðið væmni jákvæða tilvísun í
þessu sambandi! Ljóðin em að vísu
ekkert „hann elskaði þilfór hann
Þórður“-dæmi en það gátu
þeir sem lesið hafa fyrri bæk-
ur Lindu auðvitað sagt sér
fyrir.
Linda segir ljóðin hafa orð-
ið til í kjölfar siglingar sem
hún tók sér á hendur með
saltfiskflutningaskipi frá
Njarðvík til Frakklands og til
að byrja með vissi hún ekkert
hvað hún ætti með þau að
gera: „eitthvað eimdi eftir af
gömlu valsafóbíunni því mér
fannst þau ansi léttvæg og
varla hókarhæf ‘ (17). En sem
betur fer sluppu Ijóðin á blað
og koma fyrir sjónir lesand-
ans í bók sem að útliti rímar
við innihaldið, er himinblá
eins og hafið í rómantískustu
völsunum. Og rómantísku
hughrifín ná tökum í „morg-
unljóði“: „ég er úr/ljósi og w
lofti/yfir mér/svífandi sjó-
fugl/undir mér/lína úr
ljóði/hafið/er skínandi bjart“
(41). Þetta ljóð endurspeglar
velliðan, sátt og sælukenndan
hroll; vímukennt ástand sem
kannski næst hvergi betur en
í þessari víðáttu þar sem
rennur saman „himinn og
haf“ (42). Fleiri svona
„leiðsluljóð" má finna í bók
Lindu, ljóð sem eru að springa
af hamingju og er kannski
best lýst með orðinu „frelsi“. Frelsi
sem er svo yfirþyrmandi að
„mann/langar/í sjóinn í/magn-
að/ómengað/myrkrið“ (32). Eða
skyldi ljóðmælanda kannski langa
út í myrkrið af öðrum ástæðum?
Langar hann að renna saman við
hafið svo þjáningunum linni, sjó-
veikinni sem svo er lýst: „mik-
ill/um hábjartan/mikill/og skellir
mér niður/steypir sér yfir
mig/kjaftur og klær“ (36) Það er
ekki bara „söngur“ og „ævintýr“ í
sjómannslífi Lindu. Hún heldur sig
raunsæismegin þrátt fyrir róman-
tíska spretti.
í Völsunum glittir einnig í kunn-
uglegan kæruleysistóninn úr fyrri
bókum Lindu og þá sérstæðu lagni
hennar að blanda saman i einu og
sama Ijóðinu hálfkæringi og hlýju.
Hún er sposk þegar hún lýsir lif-
inu um borð, kokkinum sem eldar
loðið læri „ættað úr úrúgúvæ/eða
ofnsteikt í ullarsokk" (46) og há-
setunum sem „andskotast" saman
(24). Þær skondnu lýsingar eru þó
fullar af alúð og væntumþykju. Það
er greinilegt að skáldkonunni er
annt um yrkisefhi sin hvort sem
þau birtast í formi manns eða nátt-
úru og þeim skilar hún til lesandans
í myndrænum og eftirminnilegum
ljóðum.
Linda Vilhjálmsdóttir
Valsar úr síðustu siglingu
Mál og menning 1996
Linda Vilhjálmsdóttir: „Ekki hægt að vera á
móti sjómannavölsunum til lengdar."
Bók Davíðs
Út er komið geysimikið rit í
tveimur bindum til heiðurs
Davíð Davíðssyni eftir 35 ára
starf sem prófessor við Háskóla
íslands og
yfirlæknir á
Landspítala. í
hókunum eru
yfir 80 greinar
eftir samstarfs-
menn og fyrr-
verandi nem-
endur Davíðs,
bæöi strangvís-
indalegar og erf-
iðar aflestrar
öðrum en fræði-
mönnum og léttar og skemmti-
legar greinar - jafrvel meinleg-
ar - sem allur almenningur hef-
ur gagn og gaman af. Til dæm-
is eru greinar um sjúkdómslýs-
ingar í fombókmenntum,
tengsl beinbrotahættu og lifii-
aðarhátta, orsakir kransæða-
sjúkdóma, frestun ellinnar,
þverstæður jólahalds frá sjón-
arhomi geðlæknis og um lauf-
vinda. Langt viðtal er við Davíð
sjálfan um störf hans og formáli
er eftir Ólaf Ólafsson land-
lækni.
Alls em bækumar tæpar
1300 síður. Háskólaútgáfan gef-
ur út.
Innsýn í mann-
tilveru
Fjölvi hefur gefið út ritið Inn-
sýn í mannlega tilvem eftir
Einar Þorstein Ás-
geirsson. í kynningu
útgefanda segir svo
um kjarna verksins:
„Mikil þáttaskil eru
framundan. Endur-
skoða þarf allan
gmndvöll tilveru
okkar. Raunvís-
indalögmál sem
trúað hefur verið
á, Newton-lögmálið og Einstein-
lögmálið, standa höUum fæti og
fá ekki staðist.“ Bókin skiptist í
tæplega 600 kafla þar sem höf-
undur rannsakar margvíslega
þætti trúarbragöa og svokaU-
aðra dulvísinda og skipar þeim
í nýja fræðigrein sem hann
kaUar „Eðlisfræði mannlega
sviðsins".
lega
Kristinn Reyr var að gefa út úr-
valsljóð sin að eigin vali í bókinni
Úrvalsljóð ein. AUs em ljóðabækur
hans tólf frá 1942 tU 1991 og valdi
hann eitthvað úr þeim öUum. Var
eitthvert sérstakt tUefni tU þessa?
„í sem fæstum orðum þá á hann
Elías Mar hugmyndina," svarar
Kristinn. „Það þarf svolítið átak tU
að gera svona nokkuð, og mér kom
á óvart hve erfitt það reyndist, en ég
vUdi bera sjálfur ábyrgð á verk-
inu og ekki þurfa að kenna nein-
um öörum um það. Upplagið á
þessum bókum var aldrei stórt og
þær eru löngu gersamlega upp-
umar.“
- Út frá hverju gekkstu þegar þú
valdir eitt en hafnaðir öðm?
„Út frá fimmtíu ára reynslu af
þessum ljóðum og líka ummælum
sem ég mundi eftir um stök ljóð í rit-
dómum. Bókunum mínum var yfir-
leitt vel tekið þó að sfimdum væri ég
skammaður eins og hundur - en það
var auðvitað hið besta mál... á mað-
ur ekki að segja það svona eftir á?
Ég var lengi að þessu og flýtti
mér hægt, en mér finnst erfitt að
segja nákvæmlega viö hvað ég mið-
aði. Ég gekk meira út frá tilfinning-
unni fyrir ljóðunum núna en hugs-
anlegu sögulegu gildi þeirra. Aðrir
eru mér sjálfsagt ósammála um
margt, og ég vona að fólk þrefi sem
mest um valið! En það hefur verið
ágætur tónn i því sem hefur verið
skrifað um bók-
ina.“
Reyndar var
óbeint tilefni bók-
arinnar áttræðisaf-
mæli höfundarins
fyrir tveim árum,
en Kristinn fæddist
í Grindavík 30. des-
ember 1914. Elías
Mar skrifaði grein
um Kristin í Morgunblaðið í tilefni
af afmælinu og er hún birt í bók-
inni. Að lokum eitt dæmi úr Úr-
valsljóðum einum. Það heitir
„Ljómun“:
Veðurguðum er vel
til vina um stundir
á hjara heims
og náttsólin dansar
nakin á spegli
nyrsta hafs
háttprúð og tigin
að halda fyrir oss
himneskri vöku.
Hver er að hringja?
Númerabirtir
rábœrt verð!
Nú getur þú séð númer þess sem er að hringja,
áður en þú lyftir símtólinu.
Skjárinn sýnir dagsetningu, tíma hvers símtals og
fjölda símtala sem hafa borist.
Tækið geymir síðustu 50 símanúmer og virkar
þannig sem símboði, ef þú nærð ekki að svara.
kr. 3.490
PÓSTUR OG SÍMI
Söludeild Ármúla 27, sími 550 7800
f Þjónustumiðstöð í Kirkjustræti, sími 800 7000 • Söludeild Kringlunni, sími 550 6690 • Póst- og símstöðvar um land allt
J