Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Side 50
54
afmæli
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 UV
Tll hamingju
með afmælið
21. desember
____________
80 ára
Helena Halldórsdóttir,
Dalbraut 23, Reykjavík.
Brandur Brynjólfsson,
S, Baldursgötu 12, Reykjavík.
_____________________
75 ára
—
Ragnheiður Pétursdóttir,
Sléttu II, Eyjaijarðarsveit.
pi ---------------------
70 ára
jj ---------------------
Sigurbjörn Guðmundsson,
j Ránargötu 6, Reykjavík.
Gestheiður G. Stefánsdóttir,
Skálholti 11, Ólafsvík.
60 ára
Karl Gunnar Marteinsson,
Strembugötu 25, Vestmanna-
eyjum.
Ragnar Ingi Haraldsson,
Sæbóli 16, Grundarfirði.
Eiginkona hans er
Rósa Björg Sveinsdóttir.
Þau eru að heiman.
50 ára
Jón Ólafsson,
Borgarbraut 13, Hólmavík.
Hann tekur á móti gestum
að heimili sínu frá kl. 19.
Símon Ingi Gunnarsson,
Kringlumýri 35, Akureyri.
Marinó Guðmundsson,
Hraunbæ 190, Reykjavík.
Almar Viktor Þórólfsson,
Njarðvíkurbraut 8, Njarðvík.
Ásgerður Hinrikka
Annasdóttir,
Hjallavegi 14, ísafirði.
úií _______________________
40ára___________________
I
IGuðlaugur Gunnar
Bjömsson,
Miðengi 2, Selfossi.
j Hann tekur á móti gestum í
; félagsheimili hestamanna,
; Hliðskjálf, í kvöld kl. 21.
Guðmundur Viggó
Guðmundsson,
Boðagranda 5, Reykjavík.
Friðrik Friðriksson,
IGrænukinn 11, Hafharfirði.
Axel Guðmundsson,
j« Áshamri 30a,
| Vestmannaeyjum.
ívar Gunnarsson,
Búastaðabraut 5,
Vestmannaeyjum.
Dröfn Gunnarsdóttir,
Kirkjubraut 7, Akranesi.
aukaafslátt af
smáauglýsingum
DV
Smáauglýsingar
rsr*i
550 5000
Kristinn Gunnar Jóhannsson
Kristinn Gunnar Jóhannsson,
skólastjóri og listmálari, Lönguhlíð
7D, Akureyri, er sextugur í dag.
Starfsferill
Kristinn Gunnar fæddist á Dalvík
en ólst upp á Akureyri. Hann stund-
aði listnám hjá Hauki Stefánssyni
listmálara og Jónasi Jakobssyni,
myndhöggvara á Akureyri, 1949-53,
lauk stúdentspróíi frá MA 1956,
stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskólann 1956-57 og við Edin-
burgh College of Art 1957-59 og
1977-78, lauk kennaraprófi 1962 og
hefur sótt fjölda námskeiða innan
lands og utan.
Kristinn Gunnar var kennari við
Barna og unglingaskólann á Pat-
reksíirði 1959-61, við Miðskólann i
Ólafsflrði 1962-63, var skólastjóri
Gagnfræðaskólans í Ólafsfirði
1963-80, ritstjóri íslendings á Akur-
eyri 1980-81, kennari við Glerár-
skóla á Akureyri 1981-82 og hefur
verið skólastjóri Bröttuhlíðarskóla
á Akureyri frá 1982. Kristinn hefur
haldið fjölda einkasýninga og tekið
þátt í samsýningum heima og er-
lendis. Hann hefur þegið starfslaun
listamanna og listamannalaun.
Kristinn Gunnar var bæjarfull-
trúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
Ólafsfirði 1970-74 og
1978-80 og sat í bæjarráði
sömu ár. Auk þess sat
hann í fjölda nefnda á
vegum bæjarins. Krist-
inn Gunnar var formað-
ur Leikfélags Ólafsfjarðar
1973-75 og löngum leik-
stjóri og hönnuður leik-
mynda, sat í Fræðsluráði
Norðurlandsumdæmis
eystra 1974-80 og formað-
ur menningarmálaneíhd-
ar Fjórðungssambands
Norðlendinga um árabil,
var umdæmisstjóri Rotary á íslandi
1978-79, sat í ráðherraskipaðri
nefnd um útvarpsrekstur á Akur-
eyri 1980-81, var fyrsti formaður
Menor, Menningarsamtaka Norð-
lendinga, 1982-84 og pistlahöfundur
hjá Degi um árabil.
Fjölskylda
Kristinn Gunnar kvæntist 8.9.
1962 Guðbjörgu Sigurðardóttur, f.
10.11. 1938, starfsmanni dagvistunar
við Giljaskóla. Hún var dóttir Sig-
urðar Jónssonar, f. 28.7.1904, d. 10.4.
1984, vélstjóra á Patreksfirði, og
k.h., Guðrúnar S.M. Lárusdóttur, f.
21.9. 1908, d. 23.2. 1944, húsmóður.
Börn Kristins Gunnar
og Guðbjargar eru Sig-
urður Kristinsson, f.
24.10. 1963, flugrekstrar-
hagfræðingur frá Embry-
Riddle Aeronautical Uni-
versity í Flórída í Banda-
ríkjunum, starfsmaður
hjá Airfinance í Lúxem-
borg, kvæntur Sigríði
Oddnýju Bjarkardóttur
og eiga þau tvö börn;
Brynhildur Kristinsdótt-
ir, f. 1.12. 1965, með próf
frá Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands, búsett í Kaup-
mannahöfn en maður hennar er Jó-
hann Gunnarsson verkfræðinemi
og eiga þau tvö böm; Gunnar Krist-
insson, f. 14.3. 1967, við listnám í
Berlín, en sambýliskona hans er
Dorothee Damm.
Systkini Kristins Gunnars: Sig-
urður Óskar Jóhannsson, f. 4.7.
1935, d. 23.2.1959; Arngrímur Brynj-
ar Jóhannsson, f. 7.4.1940, flugstjóri
og forstjóri Air Atlanta, búsettur í
Mosfellsbæ; Ingi Þór Jóhannsson, f.
26.9. 1944, verslunarstjóri hjá Heklu
hf. í Reykjavík; Davíð Jóhannsson,
f. 30.5. 1952, starfsmaður Air Atl-
anta, búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Kristins Gunnars em
Arngrímur Jóhann Sigurðsson, f.
2.10. 1910, byggingameistari á Dal-
vík og á Akureyri, og Brynhildur
Kristinsdóttir, f. 17.6. 1915, húsmóð-
ir.
Ætt
Arngrímur Jóhann er bróðir
Rannveigar Önnu, ömmu frétta-
mannanna Atla Rúnars og Jóns
Baldvins Halldórssona. Arngrimur
er sonmr Sigurðar, b. á Gönguskörð-
um i Svarfaðardal, Jónssonar, b. þar,
Sigurðssonar, ættfoður Hreiðar-
staðakotsættarinnar, Jónssonar.
Móðir Sigurðar var Þuríður Hall-
grímsdóttir, b. á Skeiði, Jónssonar.
Móðir Amgríms var Ósk Pálsdótt-
ir, húsmanns, m.a. i Skagafirði, Hall-
dórssonar, b. í Efstakoti, Einarsson-
ar. Móðir Óskar var Steinunn Dav-
iðsdóttir, b. í Dæli, Benjamínssonar.
Brynhildur var hálfsystir Sigfríð-
ar, konu Egils, skálds á Húsavík og
móður Herdísar, kennara og rithöf-
undar, Jónasar, forstjóra Essó á
Húsavík, og Þorgerðar á Grimsstöð-
um. Brynhildur var dóttir Kristins,
búfræðings og verkstjóra á Húsavík,
Sigurpálssonar, sjómanns í Útbæ í
Flatey, Kristjánssonar. Móðir Bryn-
hildar var Guðrún Bjamadóttir.
Kristinn Gunnar
Jóhannsson.
Haukur Friðriksson
Haukur Friðriksson bókari, Ás-
brekku, Hvammstanga, er fertugur i
dag.
Starfsferill
Haukur fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp fyrstu árin en flutti níu
ára með foreldrum sínum í Mos-
fellssveit. Hann lauk verslunarprófi
frá Vf 1975, er núna að ljúka námi
til löggildingar í fasteigna- og skipa-
sölu og hefur sótt flölda námskeiða
er lúta að starfi hans á undangengn-
um árum.
Haukur stundaði sjómennsku
með hléum 1972-77, vann við bíla-
viðgerðir, í byggingarvinnu, á
Skattstofu Reykjavikur, á endur-
skoðunarstofu Ara Thorlacius og
Bjöms Steffensen og hefur rekið
eigin bókhaldsstofu á Hvamms-
tanga frá 1982. Jafnframt rak hann
byggingafyrirtæki á Hvammstanga
1982-89.
Haukur hefur setið í stjórn Félags
bókhalds- og flármálaráðgjafa, í
sflóm Flugbjörgunarsveitar Vestur-
Húnavatnssýslu, var formaður ung-
mennafélagsins Kormáks á
Hvammstanga frá 1994 og sat í bygg-
ingamefnd Hvammstangahrepps
frá 1986.
Fjölskylda
Haukur kvæntist 13.11.
1982 Sigríði Önnu Ragn-
arsdóttur, f. 3.9. 1955,
sjúkraliða. Foreldrar
hennar eru Ragnar Krist-
ófersson, bóndi í Garði í
Ólafsfirði, og k.h., Hall-
fríður Margrét Magnús-
dóttir húsfreyja.
Böm Hauks og Sigríð-
ar Önnu em Fríða Dögg,
f. 24.4. 1980; Katrín Sjöfn,
f. 5.7. 1983; Eyrún Ösp, f.
18.6. 1984; Ólafur, f. 24.8. 1990.
Systkini Hauks eru Lúðvík Frið-
riksson, f. 26.9. 1952, verkfræðingur
i Mosfellsbæ, kvæntur Áshildi Þor-
steinsdóttur og eiga þau þrjú börn;
Sigríður Jóna Friðriksdóttir, f.
27.10. 1953, rekstrarfræðingur í
Reykjavík, gift Hlyni Árnasyni og
eiga þau tvö böm; Hrönn Friðriks-
dóttir, f. 16.12.1957, skrifstofumaður
i Reykjavík, og á hún þrjú böm; Pét-
ur Friðriksson, f. 11.2. 1960, kerfis-
fræðingur, búsettur á Kjalamesi,
kvæntur Sigurlínu Gísladóttur og
eiga þau flögur börn.
Foreldrar Hauks era Friðrik S.
Ólafsson, f. 10.4. 1930, rennismiður,
og k.h., Kristín Lúðvíks-
dóttir, f. 6.10. 1928, hús-
móðir.
Ætt
Friðrik er bróðir Ragn-
hildar, móður Árna
Ragnars Árnasonar
alþm., og bróðir Kjartans,
föðin- Ólafs Helga, sýslu-
manns á ísafirði. Friðrik
er sonur Ólafs Helga, út-
vegsb. á Látrum í Aðal-
vik, síðar vélvirkja í
Reykjavík, Hjálmarssonar, útvegsb.
i Stakkadal og Látrum í Aðalvík,
Jónssonar, b. á Látrum í Aðalvík,
Hjálmarssonar, b. á Glúmsstöðum
og Kjaransvík, Jónssonar. Móðir
Friðriks var Sigríður Jóna Þor-
bergsdóttir, b. í Efri-Miðvík í Aðal-
vik, Jónssonar, b. í Rekavík bak
Látur í Sléttuhreppi, Bjömssonar,
b. þar, Guðmundssonar, bónda í
Þverdal í Sléttuhreppi, Guðmunds-
sonar. Móðir Guðmundar í Þverdal
var Guðrún Bjömsdóttir. Kristín er
dóttir Lúðvíks Sveins, vélstjóra og
yfirverkstjóra í Reykjavík, Sig-
mundssonar, húsvarðar í Miðbæjar-
skólanum í Reykjavík, Sveinssonar,
útvegsb. og smiðs í Gerðum i Garði,
Magnússonar, bónda að Berjanesi í
Landeyjum og Efstu-Gmnd, Ólafs-
sonar. Móðir Sigmundar var Eyvör
Snorradóttir, prests á Desjarmýri,
Sæmundssonar, prests í Eystri-
Ásum og Útskálum, Einarssonar,
spítalahaldara í Kaldaðamesi, Ei-
ríkssonar. Móðir Sveins Magnús-
sonar í Gerðmn var Oddný Jakobs-
dóttir, b. í Klömbru og Rauðafelli,
Sigurðssonar, b. á Hrútafelli,
Bjamasonar. Móðir Kristínar var
Alexía Sesselja Pálsdóttir, skip-
stjóra í Reykjavík, Hafliðasonar,
hreppstjóra í Gufunesi, Hannesson-
ar, b. á Vorsabæ á Skeiðum, Odds-
sonar. Móðir Hannesar Oddssonar í
Vorsabæ var Margrét Ólafsdóttir, b.
á Fossi á Rangárvöllum, Bjarnason-
ar, ættföður Víkingslækjarættar,
Halldórssonar. Móðir Alexíu var
Guðlaug Ágústa Lúðvíksdóttir,
steinsmiðs í Reykjavík, Alexíusson-
ar, lögregluþjónns í Reykjavík,
Ámasonar, b. á Innri-Ásláksstöðum
og Halakoti á Vatnsleysuströnd,
Magnússonar, b. á Völlum á Kjalar-
nesi, ívarssonar.
Haukur Friðriksson.
Gísli J. Eyland
Gísli J. Eyland, stöðvarstjóri
Pósts og síma á Akureyri, er sjötug-
ur í dag.
Starfsferill
Gísli fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp við Laugamesveginn til
1937 er hann flutti til Akureyrar.
Gisli hóf störf hjá Pósti og síma
1942 og hefur starfað þar óslitið síð-
an, síðustu árin sem stöðvarstjóri á
Akureyri. Hann lætur af störfum
um næstu áramót fyrir aldurs sakir
eftir fimmtíu og fimm ára starfsfer-
il hjá Pósti og síma.
Gísli hefur sinnt ýmsum félags-
störfum. Hann æfði knattspymu
með Þór á sinum yngri áram og hef-
ur síðan stutt það félag, spilaði með
Lúðrasveit Akureyrar í mörg ár,
starfaði í Lionshreyfingunni um
árabil, hefur verið félagi í Oddfell-
owreglunni í tæp flöratíu ár, hefur
starfað að málefnum hjartasjúk-
linga frá 1990, var formað-
ur Félags hjartasjúklinga
á Eyjaflarðarsvæðinu frá
stofnun 1990 og þar til í
síðasta mánuði, var kjör-
inn formaður Landssam-
taka hjartasjúklinga 1996
og situr í stjóm Reykja-
lundar og SÍBS.
Fjölskylda
Gísli kvæntist 24.6.1950
Dórótheu J. Eyland, f.
28.7.1929, fulltrúa. Hún er
dóttir Einars Kristjáns-
sonar, f. 21.7.1898, d. 27.10. 1960, for-
stjóra á Siglufirði, Akureyri og í
Reykjavík, og k.h., Ólafar ísaksdótt-
ur, f. 21.9. 1900, d. 1.5. 1987, húsmóð-
ur.
Börn Gísla og Dórótheu era Ólöf
Jenny Eyland, f. 5.5.1951, húsmóðir
í New Branswick í Kanada, gift Sig-
urði B. Jóhannssyni, forstjóra hjá
Dyno í St. John, og eru
böm þeirra Jóhann
Gísli og Karen Júlía;
Einar Eyland, f. 5.2.
1961, markaðsstjóri hjá
Strýtu hf. á Akureyri,
kvæntur Margréti Ólafs-
dóttur, flármálasflóra
hjá Strýtu, og er sonur
þeirra Einar Ólafur
Eyland en böm Einars
frá fyrra hjónabandi era
Gísli Eyland og Erla
Eyland og dóttir Mar-
grétar frá fyrra hjóna-
bandi er Júlía Beatrice
Róbertsdóttir.
Systkini Gísla eru Ólafur J. Ey-
land, f. 1920, bifreiðarsflóri á Akur-
eyri; Henry, f. 1922, d. 1983, lengst af
magnaravörður hjá Ríkisútvarpinu;
Rudolph, f. 1923, d. 1981, sjómaður í
Reykjavík; Alma Fanney, f. 1928, d.
1933; Gunnar, f. 1933, d. 1980, kaup-
maður í Reykjavík.
Hálfsystir Gísla, samfeðra, er
Guðrún, f. 1951, húsmóðir í Vest-
mannaeyjum.
Foreldrar Gísla vora Gísli Jóns-
son, f. 27.6. 1886, d. 27.8. 1972, skip-
stjóri í Reykjavik og á Akureyri, og
k.h., Jenny Juul Nielsen, f. 25.8.
1896, d. 22.11. 1947, húsmóðir.
Ætt
Gísli skipstjóri var fæddur í
Svefneyjum á Breiðafirði, sonur
Jóns Bjamasonar sjómanns, og Þór-
dísar Teitsdóttur.
Jenný var dóttir Rudolphs Niel-
sen, bryta hjá Sameinaða gufu-
skipafélaginu í Kaupmannhöfn, og
Ölmu Juul húsmóður.
Gisli og Dóróthea taka á móti
gestum á afmælisdaginn í nýja Odd-
fellowhúsinu, Sjafnarstíg 2, milli kl.
17.00 og 19.00.