Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Síða 54
58
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996
K V I K M Y IL
\ I
Regnboginn/Laugarásbíó - Jólahasar:
Innkaupaferð á aðfangadag «
Það er ekki oft sem ís-
lenskuð kvikmyndanöfn
segja meira um innihald
kvikmyndarinnar en
þau upprunalegu en svo
er þó með Jólahasar
(Jingle All the Way). ís-
lenska nafnið passar
einstaklega vel við þessa
nýjustu kvikmynd
Amolds
Schwarzeneggers þar
sem hann fer hamförum
í leit að einni sérstakri
jólagjöf á aðfangadag.
Það er með eindæmum
hvað Schwarzenegger
þrjóskast við að leika í
gamanmyndum og virð-
ist honum alveg sama
um allar ráðleggingar
um að láta það eiga sig.
Eftir að hafa orðið sér
og öðrum til skammar í
Junior hélt maður að hann myndi láta segjast. Ekki aldeilis. Hér er
hann mættur í hlutverki heimilisföður sem vanrækir fjölskyldu sína og
Schwarzenegger er svo mikið mál að tjá sig í töluðu máli að eftir tiu
mínútur er hann búinn með sinn skammt af því ef miðað er við þær
myndir sem hann stendur sig best í. Það er ekki aðeins hálfgerð pína að
sjá hann reyna að vera fyndinn heldur er austurrísk rödd einkar illa til
fallin að fara með enskan texta. Það er því ekki nema von að loks þegar
honum tekst að ná upp stígandi í myndina þá er hann kominn í hlut-
verk Túrbómannsins, leikfangs sem hann er búinn að reyna að hafa upp
á fyrir son sinn allan aðfangadaginn.
Jólahasar byggist dálítið upp á samskiptum tveggja feðra sem eru í leit
að sömu jólagjöflnni og beita hvor annan brögðum þegar á þarf að
halda. í hlutverki mótherja Schwarzeneggers er svartur gamanleikari
sem kallar sig Sinbad og gerir hann fátt sem gleður augað, fettir sig og
brettir og notast við orðaforða sem kynbræðrum hans í gamanleikara-
stéttinni er gjarnt á að ofnota.
Jólahasar er þó ekki alslæm, það eru einstök atriði sem má hafa ánægju
af, til að mynda heimsókn Schwarzeneggers í fabrikku sem vafasamir
jólasveinar stjóma. En þegar á heildina er litið er þetta enn ein tilraun
Schwarzeneggers til að leika í gamanmynd sem mistekst. Taka verður
þó fram að á þeirri sýningu sem undirritaður sá skemmtu margir sér
vel. Það voru að vísu nær eingöngu böm, 12 ára og yngri. @pers:Leik-
stjóri: Brian Levant. Handrit: Randy Komfield. Kvikmyndataka: Victor
J. Kember. Tónlist: David Newman.
Aðalleikarar: Arnold Schwarzenegger, Sinbad, Phil Hartman, Rita Wilson,
Robert Conrad og Jasmes Belushi.
Hilmar Karlsson
Stjörnubíó - Matthildur:
Margur er
Matthildur
(Matilda) er
fjórða kvik-
myndin sem
Danny DeVito
leikstýrir. Hann
byrjaði glæsilega
á þessu sviði
með tveimur
biksvörtum
kómedíum,
Throw Momma
From the Train
og War of the
Roses, en honum
gekk ekki eins
vel með Hoffa,
sem var drama
byggð á ævi
verkalýðsleiðtog-
ans Jimmy
Hoffa.
DeVito er í góðu
formi, bæði sem
leiksfjóri og leikari í MatthOdur, sem gerð er eftir rómuðu bamaævin-
týri Roalds Dahls. De Vito færir söguna i ameriskt þjófélag þar sem
bömin em útundan í kapphlaupi foreldranna í lífsgæðahlaupinu. Eins
og í sönnu ævintýri er um ýktan veruleika að ræða og persónumar em
sérlega skemmtilegas útfærðar.
Matthildur er undrabarn sem fæðist inn í kolómögulega fjölskyldu, sem
vill sem minnst vita af henni, skammar hana fyrir að horfa ekki á sjón-
varp eins og aðrir krakkar og gleymir hvað hún er gömul og þar með að
láta hana í skóla. Matthildur er ekki aðeins afburðagáfað barn, heldur
býr hún yfir hugarorku sem kemur til góða loks þegar hún hefur skóla-
göngu.
Matthildur er fyrst og fremst vel heppnuð íjölskyldumynd. Mara Wilson
er hvers manns hugljúfi í hlutverki Matthildar, hún sýndi það í Mrs.
Doubtfire og Miracle on the 4th Street að hún er náttúrutalent og það
sem einkennir hana í hlutverki Matthildar er mikil leikgleði sem skín
frá henni og smitar út frá sér. Danny DeVito og Rhea Perlman fara á
kostum í hlutverki foreldra hennar og ekki er hægt aö skilja við myndn-
ina án þess að minnast á leik Pam Friers í hlutverki skólastýrunnar,
Frenju eins og krakkamir kalla hana. En þessi skólastýra, sem er fyrr-
um kúluvarpari, spjótkastari og sleggjukastari og hatar börn eins og
pestina og verður ógleymanleg í meðfórum Ferris.
Leikstjóri: Danny DeVito. Handrit: Nicholas Kazan og Robin Swicord.
Kvikmyndataka: Stefan Czapsky. Tónlist: David Newman.
Aðalleikarar: Mara Wilson, Danny DeVito, Rhea Perlman, Embeth Davidtz
og Pam Ferris.
Hilmar Karlsson
knár þótt hann sé smár ***
Amerískir gagnrýnendur velja það besta
Gagnrýendur í Los Angeles völdu Secret & Lies bestu kvikmynd ársins og Mike Leigh besta leikstjórann. Hún verð-
ur sýnd í Háskólabíói í janúar.
Fargo, Leyndarmál og lygar
og Brimbrot í uppáhaldi
- Geoffrey Rush besti leikarinn hjá þremur gagnrýnendahópum
Þrír hópar bandcirískra gagnrýenda hafa nú valið bestu kvik-
myndimar og bestu leikara ársins og þótt ekki séu hópamir
sammála um bestu kvikmyndir þá eru það nokkrar myndir
sem koma við sögu hjá þeim öllum. Fyrstur til að senda frá sér
lista var hópur í New York sem kallar sig New York Critics
Circle. Þar var valin besta kvikmyndin Fargo, eftir þá Cohen-
bræður, Joel og Ethan. Besti leikari í aðalhlutverki var valinn
Geoffrey Rush fyrir leik sinn í Shine, þar sem hann leikur
ástralskan píanóleikara sem á við geðræn vandamál að stríða.
Besta leikkonan var valin Emily Watson fyrir leik sinn í
Breaking the Waves og Lars von Trier fékk leikstjómarverð-
launin fyrir sömu kvikmynd. Leikararnir og félagarnir
Stanley Tucci og Campbell Scott fengu verðlaun fyrir bestu
fyrstu kvikmynd, en þeir stýrðu saman The Big Night. Leikar-
ar í aukahlutverkum vora valin Courtney Cox fyrir The
People vs. Larry Flynt og Harry Belafonta fyrir leik sinni í
Kansas City.
Það besta í Los Angeles
Það kvað nokkuð við annan tón hjá gagnrýnendum í Los Ang-
eles. Þeir völdu bestu kvikmynd
Secret & Lies, mynd sem gagnrý-
endur í New York hundsuðu alveg.
Þá var Mike Leigh valinn besti
leikstjóri fyrir sömu kvikmynd og
Brenda Blethyn var valin besta
leikkonan, einnig fyrir Secret &
Lies. Þeir í Los Angeles vora aftur
á móti sammála um besta leikar-
ann, Geoffrey Rush, fyrir Shine.
Edward Norton var valinn besti
aukaleikarinn fyrir hvorki meira
né minna en þrjár kvikmyndir,
Primal Fear, Everyone Says I Love
You og The People vs. Larry Flint,
en sú ágæta leikkona Barbara
Hersey hlaut sömu viðurkenningu
fyrir leik sinn í The Portrait of a
Lady. Besta erlenda kvikmyndin Ástralski leikarinn Geof-
var valin Le Ceremonie, eftir frey Rush hefur fengiö
Claude Chabrol, en stutt er síðan góða dóma fyrir túlkun
hún var sýnd í Háskólabíó. Fyrir s,na a píanósnillingi
Fargo fengu þeir Cohenbræður svo sem stríðir við geðræn
verðlaun fyrir besta handrit ársins. vandamál í Shine og
Það hpsta í RflStnn völdu gagnrýnendahóp-
rdU UBöld I DUoLUII arnir þrír hann besta
Gagnrýnendur í Boston yöldu Tra- ieikara (aða|hlutverki.
mspotting sem bestu kvikmynd
ársins, Mike Leigh besta leikstjór-
ann fyrir Secret & Lies. Besti leik-
arinn var valinn Geoffrey Rush og er hann með fullt hús enn
sem komið er og hefur verið valinn besti leikarinn af þremur
gagnrýnendahópum. Það ætti því ekki að koma neinum á
óvart þótt hann fengi óskarstilnefningu í febrúar. Besta leik-
konan var valin Brenda Blethyn fyrir leik sinn í Secret & Lies.
Poppgyðjan Courtney Love fékk verðlaun sem besta leikkonan
i aukahlutverki fyrir leik sinn í The People vs. Larry Flynt, en
í henni leikur hún eiginkonu Flynts, dópista sem endar líf sitt
með því að taka of stóran skammt. Þeir í Boston voru sam-
mála kollegum sínum í Los Angeles um að veita Edward
Norton aukaleikaraverðlaun fyrir þrjár kvikmyndir. The Big
Night fékk tvenn verðlaun fyrir besta handrit (Stanley Tucci
og Joseph Tropiano) og bestu nýju leikstjórarnir (Stanley
Tucci og Campbell Scott). -HK
Nýtt kvikmyndahús í Reykjavík:
Kringlubíó
- í Sam-bíóum geta nú 3300 manns verið
á sama sýningartíma í þrettán sölum
Annan dag jóla munu Sambíóin opna nýtt og full-
komið kvikmyndahús í verslunarmiðstöðinni
Kringlunni í Reykjavík. Er þetta fyrsta kvik-
myndahúsið sem rís hér á landi í fjórtán ár, eða
allt frá því Bíóhöllin var opnuð í Mjóddinni árið
1982. Hönnun þess, tækjabúnaður og skipulag er
allt í samræmi við ströngustu staðla og gera
Kringlubíó að einu fullkomnasta og besta kvik-
myndahúsi í Evrópu.
Kringlubíó er fimmta kvikmyndahúsið sem Sam-
bíóin starfrækja og það fjórða í Reykjavík. Fyrir
em Bíóhöllin og Sagabíó í Mjódd, Bíóborgin við
Snorrabraut og Nýja bíó í Keflavík sem var
einmitt fyrsta kvikmyndahúsið í eigu fyrirtækis-
ins. Með tilkomu þriggja sala Kringlubíós ráða
Sambíóin nú alls yfir þrettán sýningarsölum og
geta yfir 3300 manns sótt sýningar samtímis.
Öll hönnun Kringlubíósins tekur mið af ströng-
ustu kröfum sem gerðar era til kvikmyndahúsa
nútímans. Lögð er mikil áhersla á að sem best
fari um áhorfendur, rými milli áhorfendabekkja
sé nægilegt og að gólfhalli falli að breyttri meðal-
hæð sýningargesta. Þá er og lögð sérstök áhersla
á aðgengi fatlaðra að hinu nýja kvikmyndahúsi
og þannig reynt að koma til móts við þarfir sem
flestra.
Þrir fullkomnir sýningarsalir, allir með THX Dol-
by Digital
Arkitekt Kringlubíósins er enginn annar en Ric-
hard Abraham, einhver þekktasti hönnuður versl-
unarbygginga í heimi. Abraham hannaði Kringl-
una á sínum tíma.
Síöustu dagana fyrir jól hefur verið unnlö á fullu
í Kringlubíói við frágang fyrir opnunina annan
dag jóla.