Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 Skattabreytingar frá upphafi staögreiöslukerfisins: Koma hart niður á lægstu launum - snerta minnst meöallaun landverkafólks innan ASÍ Með þeim breytingum sem verða á persónuafslætti og skattprósentu, og þar með skattaálögum i kjölfar nýrra fjárlaga, hefur skattheimta af 80 þús- und króna heildarmánaöartekjum 12,6-faldast frá því sem hún var við upphaf staðgreiðslukerfis skatta þann 1. janúar 1988. Áhrifm af þeim breyt- ingum sem gerðar hafa verið eru mun minni á hærri tekjur en 80 þúsund. Þannig hafa skattar á 127 þúsund króna mánaöartekjur hækkað hlut- fallslega mun minna eða 1,6 sinnum. Þetta eru niðurstöður Ásmundar Hilmarssonar á skrifstofu Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar en hann hefur farið ofan í saumana á þeim breytingum sem stjómvöld hafa gert á staðgreiöslukerfi skatta frá því að það var tekið í notkun. Niðurstöður hans eru þær að ef skattkerfi ársins 1988 væri í gildi nú þyrfti að greiða 614 krónur í skatta af 80 þúsund króna mánaðartekjum. En samkvæmt þeim breytingum sem nú verða gerð- ar á skattkerfinu um áramótin verður greiðslan 7.704 krónur, eða 12,6-falt hærri. Þegar skattlagning á 127 þúsund króna mánaðartekjur er skoðuð á sama hátt út frá upphaflegum leik- reglum staðgreiðslukerfisins kemur í ljós að hún kemur mun vægar niður á þeim tekjum og hækkunin er „að- eins“ 1,6-föld. Ásmundur valdi að bera saman álagningu beinna skatta á annars veg- ar 80 þúsund króna mánaðartekjur vegna þess að láglaunabætur eru ekki greiddar ofan á þá upphæð heldur upp að því marki. Hann athugaði hins vegar 127 þúsund króna mánaðartekj- ur þar sem þær eru nálægt þvi að vera meðaltekjur landverkafólks inn- an ASÍ. Ásmundur reiknar opinberu gjöld- in af þessum tveimur tekjuupphæð- um þannig að hann notar framreikn- aðan persónuafslátt, 27.546 krónur á mánuði, og 35% skattprósentu ársins 1988 og ber saman við skattaáform löggjafar- og ríkisvaldsins sem taka fgildi 1. janúar nk. Fyrst er dregin frá laununum 4% lífeyrisgreiðsla, en síð- an reiknað út 41,99% af því sem þá stendur eftir, að frádregnum 24.544 króna persónuafslætti. Forystumenn í verkalýðshreyf- ingunni segja að þeim eigi ekki eftir að koma á óvart að stjórnvöld reyni að verja þessar gerðir sínar með þeim rökum að láglaunafólk njóti á móti þessum skattahækkunum meiri tilfærslna innan velferðarkefisins. Þá þykir þeim trúlegt að því verði einnig haldiö fram að vegna jaðarskattanna, fái láglaunafólk meira i sinn hlut af bamabótum, barnabótaauka, húsa- leigubótum os.frv. Hjá Dagsbrún hefur sá þáttur í kjörum félagsmanna ekki verið reiknaður nákvæmlega út. Þegar lögin um staðgreiðslu skatta tóku gildi var það lögfest að skattleysismörk ættu að vera fljótandi og breytast í samræmi við vísitölu, en mjög fljótlega var farið að skera á þessi tengsl með sérstökum lagasetningum í svokölluðum bandormalögum tengdum fjárlaga- frumvörpum. Forystumenn í verkalýðshreyflngunni segja við DV að umgengni um lög með þessum hætti sé mjög háskaleg og veiki tiltrú á almennings á lagasetningum. -SÁ Fíkniefnainnflutningur um Keflavík: Munstur og ferli að breytast „Munstur og ferli flkni- efnainnflutnings til lands- ins um Keflavíkurflugvöll hefur verið að taka á sig breytta mynd á sl. árum. Það virðist sem hann sé nú mun betur skipulagöur og tengsl erlendra glæpa- manna við flkniefnamark- aðinn hérlendis viröast mun greinilegri en nokkru sinni fyrr. Er það því hald þeirra manna sem að eftir- litinu koma að breyta þurfi áherslum og jafnframt auka eftirlitið stórlega," segir El- ías Kristjánsson, tollfulltrúi hjá tollgæslunni á Keflavík- urflugvelli. Tollgæslan á Keflavíkur- flugvelli lagði hald á tæp 16 kíló af hassi á árinu, tæp fjögur kíló af amfetamíni og 200 grömm af hassolíu. Þá var lagt hald á rúm 10 þús- und stykki af ólöglegum lyfjum í töfluformi. Fíkni- efni fundust hjá 15 farþeg- um við komu þeirra til landsins. Af þeim voru 10 ís- lendingar, tveir Hollending- ar og einn Breti, Frakki og Þjóðverji. „Mesta aukningin í hald- lagningu er á amfetamíni og kannabisefnum og am- fetamínið virðist vera í stöðugri sókn hér á landi,“ segir Elías. -RR DVI Handlagðar tegundir ólöglegra efna - frá '94 til '96 - 18.000 grömm 16.086 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 ! 0 '94 95 Hass Amfetamín □ Kókaín Akureyri: Leigubíl- stjóra hót- að lífláti DV, Akureyri: „Maðurinn neitaði að greiða fyrir aksturinn og þegar ég hugðist nota talstöðina til að kalla eftir aðstoð sleit hann snúru í talstöðinni, tók mig steinbítstaki og hótaði að drepa mig,“ segir Gústaf Oddsson leigubílstjóri á Akureyri sem varð fyrir árás farþega í fyrri- nótt. Gústaf segir að honum hafi tekist að lokka manninn út úr bifreiðinni og þá hafi hann getað komið skilaboðum til lögreglu sem handtók manninn. Gústaf segir meiðsli sín ekki alvarleg, en hann sé marinn á hálsi eftir manninn. -gk Atvinnuleysi í nóvember: Mest í Reykjavík - minnst á Vestfjörðum 5169 manns án vinnu Atvinnuleysi í nóvember sl. var hlutfallslega mest á landinu á höf- uðborgarsvæöinu, eða 4,5%. Minnst var atvinnuleysiö á Vest- fjörðum eða 1,7%. Atvinnuleysi á landinu öllu var 4,0%. Að meðal- tali eru um 67% atvinnulausra á höfuðborgarsvæðinu og 33% á landsbyggöinni. Skráöir atvinnuleysisdagar I nóvembermánuði voru tæplega 112 þúsund á landinu öllu, rúmlega 46 þúsund dagar hjá körlum og tæp- lega 66 þúsund hjá konum. Skráð- um atvinnuleysisdögum hefur fjölgaö um tæplega fimm þúsund frá mánuðinum á undan en fækk- aö um tæplega 12 þúsund frá nóv- embermánuði 1995. Atvinnuleysisdagar í nóvember jafngilda því að 5169 manns hafl að meöaltali verið á atvinnuleysis- skrá i mánuðinum. Af þeim fjölda eru 2147 karlar og 3022 konur en í heild jafngildir þessi fjöldi því að 4% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði hafi verið án vinnu, eða 2,8% karla og 6,6% kvenna. í lok nóvembermánaðar voru 3837 manns skráðir á atvinnuleys- isskrár á höfuðborgarsvæöinu. Þá voru þeir 390 á Akureyri, 212 í Reykjanesbæ, 148 á Selfossi, 147 á Akranesi, 60 á Þingeyri, 59 á Sauð- árkróki, 54 í Þorlákshöfn, 44 á Stokkseyri, 42 á Vopnafirði, 36 í Borgamesi og í Grindavík, 35 í Snæfellsbæ, 30 í Vogum, 29 í Hveragerði, 28 á Egilsstöðum, 23 í Dalabyggð, 22 á Siglufirði, 21 á ísa- firði, 20 á Eyrarbakka og í Vest- mannaeyjum en færri en 20 annars staðar. -SÁ Hvar eru þeir atvinnulausu? 70% 67% (0 </> 3 < > •3 E tfi 2 30/0 3% 2% DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.