Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Side 12
12 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 matur Sætindi eru vinsæl með kaffinu um jól og áramót: Avextir með glassúr, marsípani og súkkulaði Súkkulaði % dl rjómi 200 g dökkt suðusúkkulaði 1 msk. smjör kakó Náið upp suðu á rjómanum. Sker- ið súkkulaðið í fma bita, hrærið í rjómanum og látið bráðna á litlum hita. Hrærið stöðugt í á meðan. Hellið blöndunni í skál og hrærið smjörinu saman við. Setjið blönduna í ísskápinn í 30 mín. Búið til litlar kúlur með teskeið- um og rúllið upp úr kakói. Geymið súkkulaðið í boxi með plasti á milli laganna. Geymið á köldum stað. -GHS Allir vilja gæða sér á gott- eríi og sætindum af ýmsu tagi um jól og áramót, ekki síst ef konfektið er heimatil- búið því að ánægjan og sam- veran við að gera konfekt er svo mikil. Hér koma nokkr- ar uppskriftir að sniðugu jóla- eða áramótasælgæti. Sjóðið vatn og sykur í 3 min. Bæt- ið sítrónusafanum út í og sjóðið glassúrinn áfram í 2 mín. Takið af hitanum og kælið. Stingið kokkteilpinnum í konfektið og dýfið bitunum í glassúrinn. Stingið þeim svo á kokkteilpinnunum í greip til að glassúrinn þorni. Setjið svo konfektbitana í lítil pappírs- form og geymið á köldum en þurrum stað. W Avextir með glassúr Ávextir með glassúrhúð eru sérlega ljúffengir sem létt- ur eftirréttur auk þess sem þeir eru fallegir á borði. 15 jarðarber 15 kirsuber 250 flórsykur % dl vatn 1 msk. hvítvín- sedik Notið ber sem eru þurr á yfírborðinu. Sjóð- ið vatn, sykyur og edik og látið sjóða án þess að hafa pottlokið á í 3- 4 mín. Takið smávegis glassúr upp úr pottinum og klípið smávegis af þvi með puttunum. Glassúrinn er tilbúinn ef það myndast þráður þeg- ar fingumir aðskiljast. Takið glassúrinn af hitanum og hellið út á plötu. Eltið frá einni hlið til annarrar með steikingar- spaða. Glassúrinn verður hvítur og stífnar. Bræðið glassúrinn í vatnsbaði og hrærið í á meðan. Dýfið ávöxtunum í og kælið á bökunarplötu með sykri á. Geymið ávextina í ísskáp. Marsípan með glassúr 250 g marsipanmassi valhnetukjarnar möndlur pistasíur döðlur Glassúr % dl vatn 250 g púðursykur 10 dropar sítrónusafi Hnoðið kúlur úr marsipaninu og setjið á möndlur, valhnetukjarna, pistasíur eða pakkið döðlu inn í marsipanið. tí Metsölukiljur )lend bóksjá Bretland Skáldsögur: Bestu 1996 í 1. Dick Francls: Come To Grlef. 2. John Grlsham: The Runaway Jury. 3. Rob Grant: Backwards. 4. Danlelle Steel: Flve Days In Parls. 5. Terry Pratchett: Maskerade. 6. Wllbur Smlth: The Seventh Scroll. 7. Catherine Cookson: The Obsesslon. 8. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 9. Nick Hornby: Hlgh Fldellty. 10. Clive Cussler: Shockwave. Rit almenns eðlis: 1. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 2. Andy McNab: Immediate Actlon. 3. Carl Glles: Glles 50th. 4. Gary Larson: Last Chapter and Worse. 5. Private Eye: Best of Prlvate Eye Annual. 6. David Wlld: Friends: The Ðook. 7. B. Watterson: There's Treasure Everywhere. i 8. S. Nye & P. Dornan: A-Z of Bahaving Badly. 9. S. Coogan & H. Normal: The Paul and Paullne Calf Book. 10. Fergal Keane: Letter to Danlel. Innbundnar skáldsögur: 1. Terry Pratchett: Hogfather. 2. Maeve Binchy: Evenlng Class. 3. Dlck Francls: To the Hllt. 4. James Herbert: ‘48. 5. Tom Clancy: Executlve Orders. Innbundln rlt almenns eðlls: 1. R. Harrls, M. Lelgh & M. Leplne: True Anlmal Tales. 2. Damon Hill: My Champlonship Year. 3. Vlz Comic: Viz Volume 11: The Turtle’s Head. 4. Jack Charlton: Autoblography. 5. Kenny Dalgllsh: Dalgllsh: My Autoblography. (Byggt á The Sunday Times) : Árið sem nú er að líða í aldanna skaut var frekar fátæklegt bók- menntalega séð 1 Bandaríkjunum, ef marka má niðurstöðu níu ritstjóra bókablaðs The New York Times. Þeir velja alltaf bestu bækur ársins skömmu fyrir jól og hafa þá gjarnan haft úr nokkrum tugum bóka að velja, stundum allt að fjörutíu. En að þessu sinni kom einungis 21 bók til greina, og þar af völdu þeir að- eins átta bækur sem þær bestu á ár- inu. Það eru færri rit en lent hafa í sambærilegu úrvali þeirra allt frá 1974. Það er líka sláandi að í hópi bestu bókanna er einungis ein skáldsaga, en þrjú smásagnasöfn, ein endur- minningabók, ein ævisaga og tvær bækur „um lífið“ eins og rit- stjórarnir orða það i greinargerð sinni. Fæstir höfundanna eru bandarískir, sem líka segir sína sögu. Rushdie og Trevor Lítum fyrst á þann skáldskap sem ritstjórar bókablaðsins telja þess virði að komast í flokk bestu bóka ársins. Þar sem aðeins ein skáldsaga varð fyrir valinu kemur líklega fáum á óvart að þar er á ferðinni nýjasta bók Salmans Rushdies, The Moor’s Last Sigh, sem hefur hvar- vetna fengið góðar viðtökur á árinu. Þetta er fyrsta almenna skáldsagan sem Rushdie hefur sent frá sér síð- an Khomeiní erkiklerkur í iran felldi yfir honum dauðadóm, fatwa, fyrir meira en hálfum áratug. Rit- stjórarnir lesa út úr sögunni svar Rushdies við harðstjórn og yfir- gangi trúarofstækismanna. William Trevor er írskur að ætt bækur ársins Bandaríkjunum Salman Rushdie. Umsjón Elías Snæland Jónsson og uppruna, þótt hann hafi búið i Skotlandi mörg undanfarin ár, og After Rain er nýjasta smásagnasafn hans. Það hefur að geyma tólf sögur sem fjalla gjarnan um misheppnaða sambúð; skilnaði, framhjáhald, af- brýðisemi, ástlaus hjónabönd og börn sundraðra heimila. Hin smásagnasöfnin tvö eru safn áður birtra verka. Annars vegar úr- val, Selected Stories, eftir einn kunnasta rithöfund Kanada um þessar mundir, Alice Munro, en rit- stjórar bókablaðsins segja sumar af nýrri sögum hennar einna helst jafnast á við smásögur Tsjekhovs og Tolstojs. Hins vegar heildarútgáfa, The Collected Stories, eftir Mavis Gallant. Hún fæddist að vísu í Kanada eins og Munro, en flutti til Parísar árið 1950 og sneri ekki aft- ur. í þessari stóru bók (887 blaðsíð- ur) er að finna fimmtíu og tvær smásögur sem hún hefur samið á langri ævi. Rockefeller Ævisagan sem hlaut náð fyrir augum ritstjóranna er The Life of Nelson A. Rockefeller eftir Cary Reich. Þetta er fyrsta bindi lengra verks og fjallar um líf og starf þessa vellauðuga Bandaríkjamanns á ár- unum 1908 til 1958. Annars vegar eru rakin afskipti hans af stjórnmál- um í tíð þriggja forseta (Roosevelts, Trumans og Eisenhowers), hins veg- ar stjórn hans á fjölskylduveldinu. Endurminningabókin nefnist Angela’s Ashes og er eftir Frank McCourt, sem er af írskum ættum. Nafn bókarinnar vísar til móður höfundarins sem þurfti að ala böm sín upp ein síns liðs þar sem drykk- felldur faðirinn lét sig hverfa. Bad Land eftir Jonathan Raban, sem flutti frá Englandi til Banda- ríkjanna fyrir sex árum, fjallar um örlög innflytjenda sem gerðust land- nemar í Montana á síðustu öld. Áttunda bókin sem ritstjórar bókablaðs The New York Times völdu nefnist The Song of the Dodo: Island Biogeography in an Age of Extinctions og er eftir David Qu- ammen. Þar fjallar hann einkum um vistkerfi jarðarinnar og þá víð- tæku útrýmingu tegundanna, bæði dýra og jurta, sem nú á sér stað. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Mlchael Ondaatje: The English Patlent. 2. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 3. Robert Ludlum: The Cry of the Halidon. 4. James Patterson: Hide and Seek. 5. Clive Cussler: Shock Wave. 6. Amy Tan: The Hundred Secret Senses. 7. Tonl Morrison: Song of Solomon. 8. Johanna Undsey: Love Me Forever. 9. Mary Hlgglns Clark: Silent Nlght. 10. Jane Hamilton: The Book of Ruth. 11. Davld Guterson: Snow Falling on Cedars. 12. Mlchael Crlchton: The Lost World. 13. Dean Koontz: Intenslty. 14. John Sandford: The Fool's Run. 15. Davld Baldacci: Absolute Power. Rit almenns e&lis: 1. Jonathan Harr: A Civll Actlon. 2. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 3. B. Gates, Myhrvold & Rlnearson: The Road Ahead. 4. Dava Sobel: Longltude. 5. Mary Plpher: Revlving Ophelia. 6. Thomas Cahill: How the Irish Saved Clvillzatlon. 7. Barbara Klngsolver: Hlgh Tlde in Tucson. 8. MTV/Melcher Media: The Real World Dlaries. 9. Al Franken: Rush Llmbaugh Is a Blg Fat Idiot. 10. Mary Karr: The Liar's Club. 11. Howard Stern: Mlss America. 12. Betty J. Eadle & Curtls Taylor: Embraced by the Light. 13. Jonathan Kozol: Amazlng Grace. 14. Davld Brlnkley:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.