Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 JjV Útgáfulélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpY/www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Orð skulu standa Þegar þú færð þér leigubíl, heimtar bílstjórinn ekki fyrirframgreiðslu á þeim forsendum, að þú gætir hlaup- ið burtu að ferð lokinni. Þegar þú ferð í veitingahús, er ekki krafizt upphafsgreiðslu á sömu forsendum. Einfóld viðskipti byggjast á gagnkvæmu trausti aðila. Þegar fræðimenn leiða hugann að ástæðum þess, að þjóðum gengur misvel að komast í álnir á forsendum lýðræðis og markaðsbúskapar, hafa þeir á síðustu árum einkum staðnæmzt við nauðsyn þess, að orð skuli standa. Traust milli manna er forsenda sjálfvirkra sam- skipta. Reynt hefur verið að stuðla að þessu trausti með því að setja lög og reglur um samskipti á ýmsum sviðum, einkum í viðskiptum. Lög og reglur setja mönnum leik- reglur, sem einfalda þessi samskipti og koma þeim í sjálfvirkan farveg. Með lögum skal land byggja. Ekki er nóg, að lög séu framleidd og skráð. Einnig þarf að gæta þess, að allir séu jafnir fyrir þeim. Og loks er mikilvægt, að þau endist, svo að ekki sé verið að skipta um leikreglur í miðju spili. Og fleira þarf en lög ein. Dæmi Bandaríkjanna sýnir, að lög og reglur nægja ekki. Til skamms tíma voru Bandaríkjamenn meðal fremstu þjóða í gagnkvæmu trausti málsaðila. Þessi hornsteinn hefur óðum verið að bresta, svo sem sést af ótrúlegri flölgun málaferla af furðulegasta tilefni. Læknar þora ekki að skera af ótta við málaferli. Olíu- leitarfélög gera ráð fyrir skaðabótakröfum sem stærsta útgjaldaliðnum í bókhaldi sínu. Ekki er lengur hægt að handsala einfalda samninga, heldur verða sveitir lög- manna að semja tugi síðna til að varðveita traustið. Þetta flækir auðvitað mál og eyðir orku og tíma máls- aðila. Vakin hefur verið athygli á, að Japanir gangi þjóða lengst í að handsala samninga með einföldum hætti og að það sé ein helzta ástæðan fyrir því, að í seinni tíð hefur þeim gengið efnalega betur en Vestur- landabúum. Traust hefur fleiri hliðar en viðskipti með vörur og þjónustu. Það felur í sér, að kjósendur treysta stjórn- málamönnum til að efna loforð. Það felur í sér, að starfs- menn treysta forstjórum til að taka tillit til mannlegra þátta, þegar megra þarf fyrirtæki af samkeppnisástæð- um. Samdráttarstefna bandarískra fyrirtækja hefur á síð- ustu árum haft þá hliðarverkun, að traust fólks á sjálfu þjóðskipulaginu hefur minnkað. Æ fleiri komast á þá skoðun vestan hafs, að hver sé sjálfum sér næstur og engrar hjálpar sé að vænta af gráðugum náunganum. Ekki er auðvelt að staðsetja íslendinga á mælikvarða trausts og vantrausts. Sennilega standa orð síður hér á landi en á Norðurlöndum, en þó mun fremur en í þriðja heiminum eða á fyrra valdasvæði Sovétríkjanna sálugu. Við þurfum að huga að þessari stöðu okkar. Við höfum reynt að fara eftir hugsjóninni um, að orð skuli standa og að með lögum skuli land byggja. Okkur hefur gengið betur á sviði formlegra laga en óformlegra samskipta. Við höfum búið til lög og reglur um flesta þætti samskipta og látið þau gilda fyrir alla. Sú skaðlega venja hefur skapazt á löngum tíma, að stjórnmálamenn standa ekki við gefin loforð og kjósend- ur ætlast ekki til þess af þeim. Önnur hættuleg venja hef- ur skapazt, að skuldunautar standa ekki við gefin loforð og skipta jafnvel um kennitölur, ef illa árar. Allt slíkt spillir forsendum þess, að lýðræði og vel smurður markaðsbúskapur komi okkur í þær álnir sem tíðkast með þjóðum, er ákveða, að orð skuli standa. Jónas Kristjánsson Mál gíslanna í Lima í margþættri sjálfheldu Alberto Fujimori, forseti Perú, er í miklum vanda við að ráða fram úr gíslatökunni fyrir jólin í sendiherrabústað Japans í höfuð- borginni Lima. Þar halda tveir tugir vel vopnaðra og þraut- þjálfaðra skæruliða úr hreyfing- unni Tupac Amaru rúmu hundraði háembættismanna, kaupsýslumanna og sendifulltrúa af tæpum fimm hundruðum sem staddir voru í boði vegna afmælis- dags Akihito Japanskeisara þegar árásarmenn lögðu til atlögu. Fram til þessa hefur Fujimori stært sig af að hafa með harðri hendi ráðið niðurlögum Tupac Amaru og annarrar skæruliða- hreyfingar, Skínandi stigs, sem herjað hafa í Perú undanfama áratugi. Árangurinn í að friða landið hefur verið helsta réttlæt- ing forsetans fyrir að víkja til hliðar þingi og öðrum ríkisstofti- unum og stjóma með tilskipunum á fyrsta kjörtímabili sínu. Grundvöllurinn fyrir þessari stöðu forsetans væri brostinn ef lausn gíslanna kostaði að gengið yrði að kröfu skæmliðanna um að hundruð félaga þeirra yrðu látin laus úr fangelsum. Árás á sendi- herrabústaðinn til að yfírbuga gíslatökumenn yrði á hinn bóginn til að stofna lífi þorrra gíslanna í voða. í gíslahópnum era að minnsta kosti tveir ráðherrar í ríkisstjóm Fujimori, annar utanríkisráðherr- ann. Þar er einnig japanski sendi- herrann, aðrir æðstu menn sendi- ráðsins og hópur japanskra kaup- sýslumanna. Síðast en ekki sist hafa menn Tupac Amaru á sínu valdi æðstu yfirmenn hers og lög- gæslu í Perú, þar á meðal þá sem stjórnað hafa baráttunni gegn hreyfingunni. Einnig er þess að gæta að sendi- herrabústaðurinn er að alþjóða- lögum japanskt yfirráðasvæði svo Fujimori ber að fá heimild Jap- Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson ansstjórnar til hvers kyns aðgerða á lóðinni. Ljóst er af öllu að Jap- ansstjóm er mun fúsari en Fu- jimori til að leita málamiðlunar- lausnar á gíslatökunni. Bæði er það í samræmi við jap- anska hefð að forðast af fremsta megni árekstra og leitast í lengstu lög við að leysa erflð mál með gagnkvæmum tilslökunum. Þar að auki er ljóst að nýlega mynd- aðri ríkisstjóm í Japan yrði það mikill álitshnekkir meðal landa sinna kæmi til manntjóns meðal japanskra stjórnarfulltrúa og kaupsýslumanna í Perú í bústað japanska sendiherrans. Fujimori forseti er af japönsk- um ættum og hefur hann nýtt tengslin við Japan til að útvega Perú japanska þróunaraðstoð og gera landið að bækistöð japanskra stórfyrirtækja í Rómönsku Amer- íku. Hljótist af manntjón og hneisa væri það mikið áfall fyrir þá stefnu japanskra stjómvalda að telja landsmenn á að Japan gerist virkari í alþjóðamálum en verið hefur áratugina síðan siðari heimsstyrjöld lauk. Sjálfheldan í gíslatökumálinu er því margföld. Hjá Fujimori togast á hvort meira ber að meta metnað hans eða lif nokkurra 'nánustu samstarfsmanna. Við bætist svo áherslumunur Japansstjómar og forseta Perú. Þetta veldur því að kunnugustu menn spá því að gíslatakan geti dregist á langinn svo vikum eða jafnvel mánuðum skipti. Sú virðist líka skoðun foringja gíslatökumanna, Nestor Cerpa Cartolini, og skýrir þá ákvörðun hans að sleppa næstum fjórum af hverjum fimm þeirra sem í upp- hafi komust á hans vald. Með því að fækka í hópnum er auðveldara að gæta þeirra sem eftir verða og dvöl í ljóslausum og vatnslausum húsakynnum verður bærilegri. Mestu máli skiptir þó fyrir Cerpa að nú beinist athygli Fu- jimori og allra annarra, sem um málið fjalla, að þeim gíslum sem þeim hlýtur að vera annast um að sleppi lifandi. Samningsstaða gíslatökumanna styrkist því við að grisja hópinn. Cerpa hefur í hálfan annan ára- tug hvað eftir annað leikið á sveit- ir lögreglu og hers sem gerðar hafa verið út á hendur honum og mönnum hans. í þetta skipti kom liðið til töku japanska sendiherra- bústaðarins úr fylgsni i frumskóg- inum við upptök Amasonfljóts, austast í Perú. Sumir laumuðust inn í boð sendiherrans í gervi þjóna, aðrir sprengdu sér leið gegnum múr að húsabaki. Við sprenginguna þustu gestir úr garðinum inn í aðalbygg- inguna, og voru þar með orðnir fangar Cerpa og manna hans. Lög- regla gerði illt verra með táragasi sem bitnaði aðeins á gíslunum því árásarmenn höfðu auðvitað gas- grimur meðferðis. Starfsmenn Rauöa krossins færa gíslum og skæruliöum í bústaö japanska sendiherrans í Lime vatn og vistir. skoðanir annarra Japanar og þrýstingurinn „Samkomulag milli Bandaríkjanna og Japans um tryggingamál, sem náðist í Tokyo eftir margra mán- aða þras, er góðar fréttir fyrir bandarísk trygginga- félög og japanska neytendur. En leiðin sem var far- in til að komast að þessu samkomulagi ber Japan ekki fallega söguna, heldur opinberar stjórnkerfi sem enn er ófært um að hrinda í framkvæmd um- bótum í eigin ranni ef ekki kemur til neinn utanað- I komandi þrýstingur." Úr forustugreln Washington Post 23. desember. Um brotthlaup í Danaveldi „Vel gæti farið svo að á árinu 1997 fengjum við þingkosningar áður en sveitarstjómarkosningamar verða haldnar í nóvember. Sama hvernig á málið er litið, er brotthlaup miðdemókrata alvarlegt áfall fyrir ríkisstjórn Nyrups, sem þegar var farin að láta , á sjá. Ekki hafa jafn fáir kjósendur stutt jafnaöar- mannaflokkinn frá því Erhard Jakobsen stofnaði flokk miðdemókrata árið 1973. Þá varð það ríkis- stjórn jafnaðarmanna að falli en miðdemókratar lifðu það af, kosningar eftir kosningar." Úr forustugrein Politiken 21. desember. Mistök Gvatemala „Þegar grimmilegu stríði, sem rúmlega 100 þús- und manns hafa látið lífið í á undanförnum 36 ámm, er að ljúka hafa yfirvöld í Gvatemala gert hrapalleg mistök. Þingið hefúr samþykkt lög sem gera það nær ómögulegt að ákæra vegna verstu glæpanna sem öryggissveitir og skæruliðar hafa framið gegn saklausu fólki. Stjómmálaleiðtogar í Gvatamala verja aðgerðina og segja hana lið i sátta- umleitunum. Það er hún alls ekki. Morðingjar úr röðum beggja hafa í raun samþykkt að gefa sjálfum sér upp sakir á kostnað þjóðfélagsins sem þeir héldu í heljargreipum.“ Úr forustugrein New York Times 20. desember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.