Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Blaðsíða 21
13 \ r LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996
yiðtal
Nýtt andlit á fjölum Þjóðleikhússins:
Leiklistin varð
að þráhyggju
í Herranótt
„Starf leikarans getur verió mjög skemmtilegt
en þetta er auðvitað bara vinna og dagarnir
geta veriö misjafnir eins og hjá öðrum,‘‘
segir Valur Freyr Einarsson.
í
„Þegar leiklistin varð að þráhyggju hjá mér var ég í
Herranótt í menntaskóla. Ég sé ekki eftir því á þessum
tímapunkti," segir Valur Freyr Einarsson, leikari hjá
Þjóðleikhúsinu.
Hann er 27 ára gamall, ættaður úr Garðabænum og
hefur verið ráðinn til nokkurra verkefna hjá Þjóðleik-
húsinu. Hann leikur lítið hlutverk í jólaleikritinu
Villiöndinni eftir Henrik Ibsen. Einnig mun hann sjást
á fjölunum í bamaleikritinu Litla Kláusi og Stóra
Kláusi, sem frumsýnt verður í vetur, og í Fiðlaranum á
þakinu sem einnig verður frumsýndur eftir áramót.
Valur Freyr er sonur hjónanna Einars H. Ágústsson-
ar, kennara í Vélskóla íslands, og Herdísar Hergeirs-
verður að hafa trú á sjálfum sér og reyna að mikla ekki
fyrir sér hlutina," segir Valur Freyr.
Tólf ára
í Gullna hliðinu
Þegar Valur Freyr fyrst gat hugsað sér að leggja fyrir
sig leiklist var hann tólf ára gamall. Þá lék hann Jón í
barnasýningunni Gullna hliðinu.
Valur Freyr leikstýrði leikritinu Skvaldri i fyrra í
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en það segir hann mjög
algengt með lausráðna leikara. Hann var einnig beðinn
TEftTUTiLBOft
dóttur, eiganda Há-búðarinnar. Hann á fjóra bræður og
völdu þeir sér frekar praktískara nám heldur en Valur
Freyr eða viðskiptafræði og læknisfræði.
Valur lærði leiklist í Manchester í Englandi og kom
heim fyrir einu og háifu ári og hefur haft í nógu að snú-
ast síðan. Sambýliskona Vals Freys heitir Ilmur María
Stefánsdóttir myndlistarkona og eiga þau dótturina
Sölku, sextán mánaða, og óskírðan son sem er mánaðar-
gamall. Það er því nóg að gera við bleiuskipti og
vökunætur hjá hinum unga leikara.
Einleikur í
Kaffileikhúsinu
Þegar Valur Freyr kom heim hljóp hann í skarðið í
ýmsum hlutverkum eins og íslensku mafíunni i Hafnar-
fjarðarleikhúsinu. Hann lék síðan einleik í Kaffíleikhús-
inu sem Viðar Eggertsson leikstýrði en það hét Heilt ár
og þrír dagar. Auk þess hefur hann unnið við hljóðsetn-
ingu á bamaefni.
„Það tekur meiri tíma og þolinmæði að koma sér á
framfæri þegar maður hefur verið í leiklistarnámi er-
lendis. Maður þarf meira að sýna sig og vinna að því að
koma sér á framfæri. Þetta hefur samt gengið miklu bet-
ur en ég bjóst við. Ég reiknaði jafnvel með að það tæki
fjögur til fimm ár að komast inn í leikhúsin. Maður
að vera Baltasar Kormáki til aðstoðar við leikstjóm á
Skækjunni í haust. Það segir hann hafa verið mjög
skemmtilegt þar sem hann hafi unnið með mjög finum
leikurum og leikstjóra.
Bleiuskipti
og næturvökur
„Þetta var mjög fin reynsla en ég var hálfgerður
áhorfandi að leikstjórninni. Baltasar Kormákur er mjög
klár og hugmyndaríkur sem leikstjóri og það er
skemmtilegt að horfa á hvernig hann vinnur," segir Val-
ur Freyr.
Að sögn Vals Freys gefst ekki mjög mikill tími til frí-
stunda og áhugamála þar sem hann er faðir lítilia
bama. Bleiuskipti eru ofarlega á lista þessa stundina.
Valur Freyr nýtur þess að slappa af fyrir framan enska
fótboltann á laugardögum þegar tími vinnst til. Einnig
þykir honum skemmtilegt að fara með konunni sinni á
myndlistarsýningar.
„Starf leikarans getur verið mjög skemmtilegt en
þetta er auðvitað bara vinna og dagarnir geta verið mis-
jafnir eins og hjá öðmm. Leikarar, sem hafa mikið að
gera, starfa í sumum tilfellum á þremur stöðum í einu
þar sem starfið er ekkert sérstaklega vel borgað. Þegar
maöur er lausráðinn er maður tregur til þess að sleppa
hendi af verkefni sem fást,“ segir Valur Freyr. -em
Stærri fjölskyldupakkar
Það er meira i fjölskylaupökkunum en f fyrra!
1. Barnapakkinn 1.500 kr.
2. Sparipakkinn 2.200 kr.
3. Bæjarins besti 3.500 kr. £
4. Trölli 5.600 kr.
Tertutilboð
Tvær tertur og risagos. Aðeins 2.800 kr. V,t>t,Pö//9o
Þýskar risarakettur
Hinar frábæru þýsku risarakettur í miklu úrvali.
Paierpúiupíþeim!
Sími: 5115515
Qnlliotohin' KR'he'mil'nu/ Frostaskjóli
UulUolUUIl • Bilasölunni Skeiíunni. Skeifunni 11
eldar
ÖFLí. T
UPPHilS
STJIF
Fáöu þér kraltmikla
KR-llugelda og styrktu
íþróttastarl barna og
unglínga uin leiö.
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA