Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Side 26
34 |ijiglingar LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 Rúmlega tvítugir félagar í útgáfustarfsemi: Geri bara það sem mér finnst skemmtilegt - segir Isar Logi sem gefur út mánaðarrit um tónlist „Þriðja tölublaðið kemur út 16. janúar og það verður 40 síður eða langstærsta blaðið til þessa. Markmiðið er að gefa tímaritið út mán- aðarlega en það er ókeypis og við dreifúm því í aíla framhaldsskóla landins, á nokkur kaffihús og í flestar sjoppur á Reykjavíkursvæð- inu,“ sagði ísar Logi Amars- son, 23 ára, sem gefur út tón- listartímaritið Undirtóna ásamt félaga sínum Snorra Jónssyni sem er tveimur árum yngri. Félagarnir kynntust við störf í Hinu húsinu og ákváðu að láta til skarar skríða við útgáfuna sem að sögn ísars fyllir upp í ákveðið tómarúm á mark- aðinum. „Þetta er tónlistarblað fyr- ir fólk á aldrinum 13-35 ára og fjallar því nær eingöngu um tónlistartengt efni. Við skrifum meira og minna allt í það sjáffir og höfum áhuga á að vera meö umfjöllun um þá tónlistarmenn sem eru að gera áhugavert og frum- samið íslenskt efni. Eina skilyrðið er að það sé frum- legt og ferskt. Við höfum t.d. ísar og Snorri gefa út tónlistartímaritiö Undirtóna sem kemur út mánaðarlega. Útgáfan gengur vonum framar og blaðiö er sífelit aö stækka. DV-mynd BG fjallað um lítið þekktar hljómsveitir, talað við tón- listarmenn og birt tilkynn- ingar um tónleika í hinum og þessum skólunum," sagði ísar. Hann gaf áður út geisladisk, Icelandic Dans Samples, með íslenskri danstónlist, en fannst vanta grundvöll fyrir ítarlegri um- fiöllun um íslenska tónlist- armenn, sérstaklega þá sem eru ekki endilega orðnir þekktir. Aðspurður sagði hann þá fjármagna blaðið með aug- lýsingum og alltaf fá nóg af þeim. „Það hafa allir verið rosalega áhugasamir, við þurfum að geyma sumar auglýsingamar fram í næstu blöð. Við eram þó ekki að græða á þessu heldur erum við á launum hjá Hinu hús- inu í 5 mánuði, sem er hluti af átaksverkefni, en von- umst til að geta skapaö okk- ur grundvöll til að halda áfram með blaðið sjáffir. Ég geri helst bara það sem mér finnst skemmtilegt og þetta er akkúrat það sem mig langar að gera í framtíð- inni,“ sagði ísar. -ingo Keanu Reeves í læri hjá Al Pacino Þó að 25 ára aldursmunur sé á Keanu Reeves og A1 Pacino fer ákaflega vel á með þeim köpp- um við tökur á myndinni Lög- maður djöfulsins sem fram fara í New York. Þetta er fyrsta myndin sem þeir leika í saman. Það er A1 Pacino sem leikur kölska sjálf- an og Keanu Reeves er fúllur áðdá- unar á læri- _ meistara Keanu Reeves sjnum er fullur aödáun- þeir eru ar á lærimeistara sagðirfásér sínum. snari saman í hádegishléum og sáust eitt sinn skipta á milli sín skammti af vorrúllum. Að máltíð lokinni hélt Keanu Reeves í Central Park garðinn þar sem teknar voru upp senur með honum og Lauru Harrington sem fer með aðalkvenhlutverkið í myndinni. A1 Pacino er hins vegar sagð- ur hafa haldið heim til að hvíla sig eftir matinn. Hann er reynd- ar orðinn 56 ára og aldurinn er svolítið farinn að segja til sín. hin hliðin_____________________________________ Kristín Rós Hákonardóttir sundkona: Ætlar að verða rík og fræg Kristin Rós Hákonardóttir, 23 ára gömul sundkona hjá íþróttafélagi fatlaðra, var nýlega kjörin íþrótta- maður ársins 1996. Hún vann til þrennra gullverðlauna og einna bronsverðlauna á Ólympiumóti fatl- aðra í Atlanta í ágúst sl. og sam- hliða því setti hún þrjú ólympíu- og heimsmet. Hún hefur æft sund í 14 ár og hefur á þeim tíma tekið þátt í þremur Ólympíumótum auk Norð- urlanda- og Evrópumóts fatlaðra. Kristín Rós sýnir hér á sér hina hliðina. FuUt nafn: Kristín Rós Hákonar- dóttir. Fæðingardagur og ár: 18. júlí 1973. Maki: Enginn. Börn: Engin. Bifreið: Hyundai Accent ’96. Starf: Sundkona og starfsmaður á bamaheimili. Laun: Ekki nógu góð. Áhugamál: Sund og myndlist. Ég hef gaman af því að teikna og mála. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að synda og spjalla við vini mína á góðri stundu. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að fara í próf. Uppáhaldsmatur: Hangikjöt. Uppáhaldsdrykkur: M^lt og app- elsín. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Vala Flosadóttir. Uppáhaldstímarit: Ekkert. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? George Michael. Ertu hlynnt eða andvíg ríkis- stjóminni? Tek ekki afstöðu. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Mel Gibson. Uppáhaldsleikari: John Travolta. Uppáhaldsleikkona: Engin. Uppáhaldssöngvari: George Mich- ael. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng- inn. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Grettir. Uppáhaldssjónvarpsefni: Tommi og Jenni. Uppáhaldsmatsölustaður/veit- ingahús: Enginn sem stendur. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Ég er lítið fyrir bóklestur. Hver útvarpsrásanna þykir þér best? Bylgjan og Aðalstöðin. Uppáhaldsútvarpsmaður: Enginn. Hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest á? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sig- mundur Emir. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Enginn. Uppáhaldsfélag f íþróttum: íþróttafélag fatlaöra í Reykjavík (ÍFR). Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að verða rík og fræg. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Var að æfa fyrir Ólympíuleikana. Næsta sumar verö ég líklega að búa mig undir myndlistamám. Charlie Sheen ætti alla vega aö komast í gott samband viö guö sinn meö öilum þessum gervihnattadiskum. Charlie Sheen kærður fyrir að kýla konu í gólfið Kvikmyndaleikaranum góð- kunna Charlie Sheen er stundum laus höndin. Svo laus að hann hefur hlotið bágt fyrir - eins og nú skömmu fyrir jólin. Pilturinn var þá handtekinn og ákærður fyrir að hafa lumbrað á kven- manni einum inni á hans eigin heimili i úthverfi Los Angeles. Hann var látinn laus skömmu síðar gegn tuttugu þúsund doll- ara tryggingu. Lögreglan í Los Angeles skýrir svo frá atburðum þessum aö kon- an, sem er 24 ára, hafi fariö heim með Charlie, syni úrvalsleikar- ans Martins Sheens, á fostudags- kvöld í fyrri viku. Þau voru þó vart komin inn fyrir dyraar er upp hófst hörkurifrildi þeirra í millum sem lauk svo með því, að sögn konunnar ónafngreindu, að kvikmyndaleikarinn góðkunni hrinti henni harkalega í góffið. Við lá að konan rotaðist. Hún fór þegar á slysavarðstofu og þurfti að sauma sjö spor i neðri vör hennar. Eftir að stúlkan hafði kvartað ar- og handtökuheimild á hendur Charlie og heim til hans þustu svo laganna verðir eldsnemma á laugardagsmorgni, settu hann í jám og færðu fyrir dómara. Charlie Sheen sagði í viötali fyrir skömmu að hann reyndi nú hvað hann gæti að hrista af sér óorðið sem af honum færi í Hollywood, enda varð hann fyrir vitnrn fyrir nokkrum mánuðum. „Ætli megi ekki segja að ég hafi frelsast en ég kæri mig ekki um að nota orðið endurfæddur. Ég lít svo á að ég hati loks komið á sambandi við guð,“ sagði Charlie boj. En áður en Charlie fann guö sinn hafði hann lent í margvís- legum hremmingum. í fyrsta lagi entist nýtt hjónaband hans í að- eins þrjá mánuði, í öðru lagi varð hann að viðurkenna að hafa keypt sér þjónustu skyndikvenna á snærum hinnar illræmdu læknisdóttur ungfrú Heidi Fleiss, sem síðar var dæmd fyrir hór- mang. Og þannig mætti sjálfsagt lengi áfram telja. við lögreglu var þegar fengin leit-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.