Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Síða 42
50 kyikmyndir K V I K M Y Háskólabíó - Dragonheart: Dreki og riddari snúa bökum saman irkrk Dragonheart er ævintýramynd upp á gamla mátann þar sem nýjustu tækni og brellum er beitt og gengur myndin ágætlega upp þótt ekki sé hún hnökralaus. Aðalpersónan er riddarinn Bowen sem hefur fengið það verkefni að gera erfðaprins að snjöllum skilmingamanni. Þjáifunin tekst vel og riddarinn, sem er öllum kostum búinn, sem riddarar eiga að vera, telur sig hafa alið upp efni 1 fyrirmyndarkóng. Annað kemur á daginn, prinsinn er falskiir, undirfórull og grimmur en hefúr falið þetta fyrir Bowen. Þegar prinsinn særist hættulega verðm- það honum til bjargar að móðir hans, drottningin, þekkir máttugan dreka sem gefúr prins- inum hálft hjarta sitt og telur sig gera góðverk. Eru prins- inn og drekinn samtengdir eftir þetta. Þegar hið rétta eðli prinsins keminr í ljós telur Bowden að breytingin á honum sé drekanum að kenna og leggur upp í krossferð gegn drekum. Og áðiu- en yflr lýkur er aðeins einn dreki eftir og það er drekinn sem gaf háift hjarta sitt. Eftir að hafa barist um stund kom- ast þeir Bowen og drekinn að því að þeir eiga margt sameiginlegt og gerast því félagar í blíðu og stríðu. Þessi byrjun á Dragonheart er í anda sannra ævintýra á borð við Arthur konung og riddara hans við hringborðið, enda kemur sá hópur aðeins við sögu. Það sem aðgreinir Dragonheart frá öðrum ævintýramyndum er fyrst og fremst drekinn sjálfur. Hann er ekki aðeins talandi heldur er hann einnig hugsuður sem hefur mikið vit, góðan húmor og mikla gæsku. Eru sam- skipti hans og Bowens því oft mjög fyndin. Sean Connery talar fyrir hönd drekans og gerir það vel, hin þekkta skoska rödd hans nýtur sín fullkomlega og textinn, sem hann fer með, er vel skrifaður þannig að það er í raun ekkert drekalegt við drekann nema útlitið. Dennis Quaid skapar gott mótvægi; er hrjúfur og grófur í hlutverki sínu og er samleikur Connery og hans með því betra í myndinni sem þó í heildina er ágæt skemmtun. Vert er að lokum að geta góðr- ar frammistöðu Pete Postlewaite í hlutverki farandmunks sem oftast talar í prósum. Leikstjóri: Rob Cohen. Handrit: Charles Edward Pouge. Kvikmyndataka: David Eggby. Tónlist: Randy Edelman. Aðalleikarar: Dennis Quaid, Sean Connery, David Thewlis, Dina Meyer, Pete Postlewaite og Dina Meyer. Hilmar Karlsson Háskólabíó-Hamsun: Maðurinn sem var lengi að deyja •kirk Hvað gerir ein þjóð þegar besti sonur hennar hefúr gert sig sekan um landráð, að áliti alls þorra manna? Á að fara með harrn eins og alla hina landráðamennina, þar á meðal eiginkonu hans, eða verða silkihanskamir dregnir fram í tilefni dagsins? Norðmenn glímdu við þennan mikla vanda að heimsstyijöldinni síðari lokinni, þegar taka þurfti á máli rithöfundarins ást- sæla Knuts Hamsuns. Hann vildi fá sín réttarhöld en landar hans reyndu í lengstu lög að kom- ast hjá því, lifðu í voninni um að karlinn mundi bara drepast áður, enda orðinn karla elstur. En Hamsun drapst ekki og réttarhöldin fékk hann. Og eins og ævi Hamsuns virðist engan enda ætla að taka er einnig svo um þessa mynd hins sænska leikstjóra Jans Troells. Það er einmitt lengd hennar, rétt tæpir þrír klukkutímar með hléi, sem verður henni að falli. Sem er synd því með aðeins meiri sjálfsgagnrýni og niður- skurði hefði verið hægt að gera mun áhrifameiri og eftirminnilegri mynd um síðustu æviár þessa mikla rithöfúndar. Max von Sydow fer svo sannarlega á kostum í hlutverki skáldjöfursins sem lýsir yfir hrifn- ingu sinni á Hitler og draumi hans um mikla Evrópu þar sem Noregur yrði við hásætið. Þetta nýta skósveinar Hitlers sér út í ystu æsar, menn á borð við kvislinginn Quisling. Þeir njóta til þess aðstoðar eiginkonu Hamsuns, Marie, frábærlega túlkuð af Ghitu Nörby, sem gerist eld- heitur nasisti, jafnvel svo mikill að sumum nasistum er um og ó, og talar fýrir hönd eigin- mannsins um Þýskaland þvert og endilangt og dásamar nasismann. En þegar Hamsun áttar sig á að hinar háleitu hugsjónir hafa leitt til þeirra voðaverka sem allir þekkja, þá er það um seinan. Skaðinn er skeður. Hann varpar sannfæringu sinni þó ekki fyrir borð, heldur stendur fast á aðdáun sinni á Hitler og skrifar meira að segja um hann minningargrein. Þetta er jafnframt mynd um ástir og átök hjónanna sem enda með fullum fjandskap áður en sættir nást í lokin. Hamsun er sennilega þriðja myndin sem hingað kemur á skömmum tíma þar sem Islend- ingurinn Karl Júlíusson sér um hönnun leikmyndarinnar og ekki annað að sjá en hann hafi leyst það verk af mikilli smekkvísi. Leikstjóri: Jan Troell. Handrit: Per Olof Enquist, eftir skáldsögu Torkilds Hansens. Leikendur: Max von Sydow, Ghita Nörby, Anette Hoff, Ernst Jacobi. Guðlaugur Bergmundsson Sambíóin - Hringjarinn í Notre Dame: Klassíkin í léttum dúr Fyrirfram hefði varla verið hægt að telja hina klass- ísku skáldsögu Hringjarinn í Nortre Dame eftir Victor Hugo hentugt verkefiii fyrir teiknimyndafabrikku Walts Disneys. Sagan er drama um mannleg örlög og ekki beint í anda ævintýranna um Hafmeyjuna og Aladdín, eins og tvær af frægum teiknimyndum frá Disney eru byggðar á, enda kemur fljótt í ljós að teiknimyndin Hringjarinn frá Notre Dame (The Hunchbach of Notre Dame) hefur aðeins klassikina til hliðsjónar, persónum- ar eru þær sömu en sagan er í anda þeirrar vönduðu fjölskylduskemmtunar sem teiknimyndir Disneys bjóða upp á, þar sem háð er barátta milli góðs og ills með söng og dansi. Aðalpersónan er Quasimodo, krypplingurinn sem inni- lokaður er í Notre Dame kirkjunni. Hann er einmana, þótt hann eigi steingerða vini sem aðeins lifna við þegar hann er einn. Líf hans breytist mikið þegar hann laumast út í fyrsta sinn til að taka þátt í Fíflahátíðinni. Gleði hans verður þó að mikilli raun þegar hann er krýndur konungur fiflanna og mikið grín gert að honum. Ljós í myrkrinu er sígaunastelpan Esmeralda, sem bjargar honum og verður vinur hans og bjargvættur. Snillingarnir hjá Disney sem hafa orðið mikla reynslu í gerð góðra teiknimynda eru ekki í vandræðum með að gæða Hringjarann lífi og þar skiptir söngur og dans ekki svo litlu máli, en þótt tekist hafi að gera gott og fallegt ævintýri þá vantar einhvem neista i myndina sem ætti sérstaklega að höfða til bama. Börnin lifa sig ekki á sama hátt inn í heim Quasimodo og inn í hina skemmtilegu dýraveröld í Konungi ljónanna svo dæmi sé tekið. En þegar á heildina er litið þá er Hringjarinn í Notre Dame góð fiölskylduskemmt- un. íslenska talsetningin hefur tekist mjög vel og er valinn maður í hverju hlutverki, raddir góðar sem og söngur og er virkilega gaman að heyra hversu góðir íslenskir leik- arar em orðnir í talsetningu teiknimynda. Leikstjórar: Gary Trousdale og Kirk Wise. Handrit: Tab Murphy, Irene Mecchi, Bob Tzudi- ker og Noni White. Tónlist, lög og textar: Alen Menken og Stephen Schwartz. íslensk tal: Felix Bergsson, Edda Heiðrún Backman, Hilmir Snær Guðnason, Pálmi Gestsson, Hjálmar Hjálmarsson, Róbert Arnfinnsson o.fl. Hilmar Karlsson A . 1 _i KIX LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 ljV Golden Globe tilnefningarnar: Línan gefin fyrír óskarinn - The English Patient, Evita, Shine og The People vs. Larry Flynt fá flestar tilnefningar Tilnefningum til Golden Globe verðlaun- anna, sem erlendir kvikmyndaskríbentar í Hollywood hafa með höndum, þykja ávallt gefa línuna um það sem koma skal þegar kvik- myndaakademían ameríska birtir sínar tilnefn- ingar. Þetta hefur oft gengið eftir en ekki alltaf og þegar engin ein kvikmynd er með pálmann í höndunum, eins og gerist stundum (Schindler’s List og Forrest Gump eru dæmi um slíkar myndir), gengur það ekki alltaf eftir að sam- hengi sé á milli Golden Globe og óskarsverð- launanna og nú í ár er einmitt engin ein kvik- mynd sem þykir sigurstranglegri en önnur. Þá er einn annar munur á milli tilnefninga Golden Globe og óskarsverðlaunatilnefninga. Hjá Golden Globe er kvikmyndum skipt í tvo flokka, drama og gaman/músíkal. I ár voru það þijár kvikmyndir sem fengu fimm tilnefningar, Evita, Shine og The People vs. Larry Flynt en það var The English Patient sem leiddi hópinn með sjö tilnefningar. Poppgyðjurnar Madonna og Courtney Love hafa heldur betur söðlað um og eru báðar sig- urstranglegar. Madonna fær tilnefningu sem besta leikkona í gaman/músíkal, fyrir leik sinn í Evitu, ásamt henni fá tilnefningu Glenn Close (101 Dalmations), Frances McDormand (Fargo), Debbie Reynolds (Mother) og Barbra Streisand (The Mirror Has Two Faces). Þær tóku tilnefn- ingunni ekki á sama hátt og Madonna og Debbie Reynolds. Madonna fannst alveg sjálf- sagt að fá tilnefningu og segist örugg um óskar- stilnefningu en hin aldna kvikmyndastjama, Debbie Reynolds, kom alveg af fiöllum og var steinhissa og sagðist fyrst og fremst telja sig vera heppna að hafa fengið þetta góða hlutverk, tilnefningin væri góður bónus. Tilnefningar sem besta kvikmynd í gam- an/músíkal eru Evita, The Birdcage, Everyone Says I Love You, Fargo og Jerry Maguire. í flokknum drama em tilnefndar The English Patient, Breaking the Waves, The People vs. Larry Flynt, Secrets & Lies og Shine. Þær leikkonur sem fá tilnefningu í drama em Kristin Scott Thomas (The English Pati- ent), Brenda Blethyn (Secret & Lies), Courtney Love (The People vs. Larry Flynt), Meryl Streep (Marvin’s Room) og Emely Watson (Breaking the Waves). Þeir leikarar sem fá tilnefningu sem bestu leikarar í drama em Ralph Fiennes (The Eng- lish Patient), Mel Gibson (Ransom), Woody Harrelson (The People vs. Larry Flynt), Liam Neeson (Michael Collins) og Geoffrey Rush (Shine). í gaman/músíkal fá tilnefningar Antonio Banderas (Evita), Kevin Costner (Tin Cup), Madonna í hlutverki Evu Peron í Evitu en henni þótti ekkert sjálfsagöara en aö fá tilnefningu sem besta leikkona. Courtney Love og Woody Harrelson í The People vs. Larry Flynt eru bæði tilnefnd til Golden Globe verölaunanna. Tom Craise (Jerry Maguire), Nathan Lane (The Birdcage) og Eddie Murphy (The Nutty Profess- or). Leikstjóram er ekki skipt i flokka en þeir sem fá tilnefningar eru Anthony Minghella (The English Patient), Joel Coen (Fargo), Milos Forman (The People vs. Larry Flynt), Alan Parker (Evita) og Scott Hicks (Shine). Golden Globe er einnig vettvangur verölauna til sjónvarpsins og þar er skipt í tvo flokka, drama og gamanþætti. I flokknum drama vora tilnefndir sem bestu sjónvarpsseríur, Chicago Hope, ER, NYPD Blue, Party of Five og The X- Files. í flokknum ganianþættir vora tilnefndir 3rd Rock From the Sun, Frasier, Friends, The Larry Sanders Show, Mad About You og Sein- feld. -HK The English Patient hlaut flestar tilnefningar eöa sjö talsins. Á myndinni eru Ralph Fiennes og Kristin Scott Thomas sem bæði eru tilnefnd sem bestu leikarar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.