Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Blaðsíða 48
—--
Alla taugardaga f
Vetrtu uiðhúinfnj
uinningit
Vinningstölur
27.12,
14)OI5}{20)
KIN
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996
Dularfullt kjöthvarf:
Stal Kjöt-
krókur 10
" hangilær-
um á
Látrum?
- feitu bitarnir eftir
Dularfullt kjöthvarf varð á bæn-
um Látrum í Vesturbyggð nú fyrir
jólin. Þaðan var stolið einum tíu
hangilærum úr skúr við hlið reyk-
hússins á bænum án þess að nokk-
ur skýring hafi fengist á verknaðin-
um. Engu er líkara en Ketkrókur
hafi átt þar leið um á ferð sinni til
-—^byggða. Aðalsteinn Guðmundsson
og Guðbjört Þórdís Ásgeirsdóttir
eru ábúendur á Látrum. Guðbjört,
sem sveitungamir þekkja trúlega
betur sem Stellu á Látrum, sagði í
samtali við blaðamann að ekki
hefði tekist að upplýsa þetta dular-
fulla kjöthvarf sem talið er hafa átt
sér stað aðfaranótt 18. eða 19. des-
ember. Ábúendur á Látrum urðu
fyrst varir við hvarfið að morgni
fimmtudagsins 19. desember og var
tilkynnt um málið til lögreglu. Guð-
björt sagði að svo virtist sem engir
' 'væru lengur óhultir fyrir þjófum.
Sagði hún að þar hefði farið kjötið
sem átti að nota í jólamatinn. „Það
var allt horfið nema frampartar og
feitir bitar og kjötið sem hvarf var
hirt með járnkrókunum í,“ segir
Guðbjört.
Hún telur líklegt að einhver eða
einhverjir kunnugir hafi samt verið
þama á ferð. I fyrsta lagi hafi við-
komandi þurft að vita af hangikjöt-
inu og í öðra lagi að rata á réttan
skúr á sveitabæ á hjara veraldar
um miðja nótt í svartasta skamm-
deginu. -HK
ÞETTA HEFUR VERIÐ
HÁLFGERÐUR „DIET"
JÓLASVEINN!
Meöferö áfrýjunarréttar í Ankara ólík tveimur fyrri afgreiðslum:
Dómurinn Halim í hag
- tveir dómarar hliöhollir Sophiu neituðu aö fylgja knöppum meirihluta
Miðað við upplýsingar sem
borist hafa frá Tyrklandi virðist
ljóst að áfrýjunarréttur í Ankara
ákvað þegar þann 18. nóvember að
Halim A1 skyldi fara með forsjá
dætra hans og Sophiu Hansen.
Samkvæmt upplýsingum DV fór
málið þannig við fyrstu afgreiðslu
að tveir dómarar dæmdu fóður í
hag, tveir móðurinni í hag en einn
vildi koma dætrunum til vanda-
lausra. Þar sem enginn dómar-
anna sem tóku afstöðu með öðru
hvora foreldranna vildi sam-
þykkja niðurstöðu fimmta dómar-
ans ákvað hann að fylgja ákvörð-
un þeirra tveggja dómara sem
vildu ákvarða foðurnum forsjá.
Þeir sem fylgdu móðurinni héldu
hins vegar fast við sína afstöðu
þrátt fyrir að meirihluti hefði
myndast hjá hinum þremur dóm-
urunum.
Ailir dómaramir fimm skrifa
síðan undir lokaniðurstöðuna en
þar kemur í raun fram að niður-
staða undirréttardómarans í Istan-
búl er staðfest. Dómararnir sem
voru hliðhollir Sophiu vísuðu til
þess að faðirinn hefði ekki sýnt
áreiðanlega framkomu með því að
hindra umgengni móður og barna
frá árinu 1991. í séráliti staka dóm-
arans kom fram að hann teldi að
börnunum væri best borgið hjá
vandalausum í ljósi þess að vel-
ferð þeirra fari halloka vegna
ósættis foreldranna. DV hefur
ekki fengið nákvæmar upplýsing-
ar um forsendur dómaranna sem
dæmdu Halim A1 í vil en eins og
fyrr segir var að miklu leyti vísað
til forsendna héraðsdóms.
Þegar DV fór í prentun í gær
var utanríkisráðuneytið að vinna
í því að fá úr því skorið nákvæm-
lega hvað dómurinn kveður á um.
Þó er rétt að árétta að Hasip Kapl-
an, lögmaður Sophiu, fer með all-
an málarekstur þar sem dómstólar
eiga í hlut. Eins og fram kom í DV
í gær fór Hasip til Ankara um há-
tíðamar til að reyna að telja ein-
hvem eða einhverja dómaranna á
að endurskoða málið.
Síðasta afgreiðsla Hæstaréttar í
Ankara - sú þriðja frá því að
málareksturinn hófst - er talsvert
frábrugðin fyrri dómsuppkvaðn-
ingum. Skemmst er að minnast
þess að í réttarhaldi í Istanbúl í
sakamáli yfir Halim A1 þann 20.
nóvember lýsti hann því yfir að
hann hefði unnið forsjármálið. I
kjölfar þess, þegar íslensk stjórn-
völd óskuðu þess að áfrýjunarrétt-
urinn skýrði þessar óstaðfestu
fregnir, var því svarað að endan-
leg niðurstaða lægi ekki fyrir, ver-
iö væri að vinna við forsendur
dómsins og haldinn yrði annar
fundur dómaranna þegar störfum
lyki.
Niðurstaða Hæstaréttar hlýtur
að vera vonbrigði fyrir Hasip
Kaplan, lögmann Sophiu. Hann
lýsti því m.a. yfír í október 1994 að
lokadómur yrði kveðinn upp á
fyrri hluta árs 1995 - jákvæður
dómur fyrir Sophiu. Hann sló þó
reyndar þann varnagla að ef það
gerðist ekki myndi hann skjóta
málinu til Mannréttindadómstóls-
ins í Strasbourg. -Ótt
Frá afhendingu viöskiptaverðlaunanna á Hótel Holti í gær. Frá vinstri á myndinni eru Óli Björn Kárason, ritstjóri Við-
skiptablaðsins, sem ásamt DV og Stöð 2 stóð að verðlaununum, Kári Stefánsson, prófessor í erfðavísindum, frum-
kvöðull ársins, hjónin Arngrímur Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir hjá Atianta, menn ársins í viöskiptalífinu, og
loks Finnur Ingólfsson, iönaðar- og viðskiptaráöherra, sem afhenti verðlaunin. DV-mynd Hilmar Þór
Viðskipta-
verðlaunin
1996 afhent
Viðskiptaverðlaunin 1996 voru
afhent við hátíðlega athöfn i Þing-
holti að Hótel Holti í gær af Finni
Ingólfssyni, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra. DV, Stöð 2 og Viðskipta-
blaðið standa sameiginlega að
verðlaununum sem veitt voru í
fyrsta sinn en þau skiptast í
tvennt.
Eins og kom fram í DV í gær
vora hjónin Amgrímur Jóhanns-
son og Þóra Guðmundsdóttir hjá
flugfélaginu Atlanta útnefnd menn
ársins 1996 i íslensku viðskiptalífi
og Kári Stefánsson prófessor var
útnefndur framkvöðull ársins.
Fyrir utan viðurkenningarskjöl
og veglega blómvendi fengu verð-
launahafamir forkunnarfögur
listaverk sem myndlistarkonan
Æja (Þórey Magnúsdóttir) hannaði
og smíðaði. -bjb
- sjá bls. 2
Veðrið á morgun:
Veðrið á mánudag:
Léttskýjað austan til
Á morgun verður fremur hæg vestlæg átt og snjó- eða slydduél um
landið vestanvert en léttskýjað austan til. Hiti verður á bilinu 0 til 3 stig.
Hiti nálægt frostmarki
Á mánudag verður hæg sunnanátt. Dálítil él verða sunnan til en létt-
skýjað norðan til og hiti nálægt frostmarki.
Veðrið í dag er á bls. 49.