Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Síða 5
J>W LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997
Jþéttir
ASÍ og VSÍ semja um vinnutíma:
Vinnutímatilskipun Evropusam
bandsins gengin í gildi
- 10 tíma hvíldin lengist í 11 tíma
Alþýöusamband tslands og
Vinnuveitendasambandiö hafa
undirritað samning um að hrinda í
framkvæmd vinnutímatilskipun
Evrópusambandsins. Að sögn
Hannesar G. Sigurðssonar, aðstoð-
arframkvæmdastjóra VSÍ, er helsta
breytingin sem verður með vinnu-
tímatímatilskipuninni sú að fram-
vegis verður samfelldur hvíldar-
tími milli vinnulota 11 klst. í stað
10 áður.
Markmið samnings ASÍ og VSÍ
er að setja lágmarkskröfur til að
stuðla að umbótum, einkum hvað
varðar vinnuumhverfi, til að
tryggja aukið öryggi og heilsu-
vernd launafólks. Hann gildir um
daglegan og vikulegan lágmarks-
hvíldartíma starfsmanna, árlegt or-
lof, hlé, hámarksvinnutíma á viku
og um tiltekna þætti í tengslum við
nætur- og vaktavinnu og vinnu-
mynstur.
Samningurinn nær til allra sem
starfa á samningssviði ASÍ og VSÍ,
að undanteknum þeim sem starfa
við flutninga á sjó og í lofti og fisk-
veiðar. Samningurinn nær heldur
ekki til fólks- og vöruflutningabíl-
stjóra sem starfa við flutninga á
vegiun og falla undir reglur um
aksturs- og hvíldartíma bílstjóra.
Meðalvinnutími skal samkvæmt
samningnum ekki fara umfram 48
klst. á viku og skal vera sem jafn-
astur. Viðmiðunartímabil við út-
reikning á meðalvinnutíma er sam-
kvæmt samningnum hálft ár. Þetta
þýðir því að samningurinn leyfir
það að unnið sé í lotum og hægt að
flytja vinnutíma og hvíldartíma og
hvíldardaga til innan hvers viðmið-
unartímabils.
-SÁ
Suöurnes:
Orlítil
fjölgun
íbúa
DV, Suðurnesjum:
íbúum á Suðurnesjum hefur fjölg-
að um 23 samkvæmt bráðabirgðatöl-
um Hagstofu Islands 1. desember frá
árinu á undan -1995. Fjölgunin nem-
ur 0,1% og íbúar á Suðurnesjum eru
nú 15.657. Reykjanesbær er stærsta
sveitarfélagið með 10.351 íbúa.
í Njarðvíkurhverfi Reykjanesbæj-
ar varð fækkun um 16 íbúa frá ár-
inu á undan. Þar búa nú 2602 íbúar.
í Keflavíkurhverfi hefur hins vegar
orðið fjölgun eða um 23 íbúa. Þeir
eru nú 7628 og hefur fjölgað um
0,3% frá árinu áður. I Hafnahverfi
Reykjanesbæjar var fjöldun um
fjóra eða 3,4% og kom þaö nokkuð á
óvart. Þar er nú 121 íbúi. Greinilegt
þykir að sameining sveitarfélag-
anna þriggja 1994 hefur eitthvað að
segja um búsetu innan Reykjanes-
bæjar. Samkvæmt tölum Hagstof-
unnar virðist fólk frekar velja bú-
setu í Keflavík en Njarðvík.
Mesta fjölgun á Suðurnesjum átti
sér stað í Sandgerði. Þar fjölgaði
íbúum um 2,6%, eða 34 íbúa. Sand-
gerðingar geta státað sig af þessari
fjölgun sem er ein sú mesta á lands-
vísu. Grindvíkingum fjölgaði einnig
eða um þrjá íbúa og þar búa nú 2170
manns. í Garði í Gerðahreppi átti
sér stað fækkun um 11 íbúa. Sama
er að segja um Voga á Vatnsleysu
strönd. Þar fækkaði um 10 íbúa.
í öllum sveitarfélögunum á Suð
urnesjum búa fleiri karlmenn er
konur. í Reykjanesbæ eru 5297 karl
ar en konur 5054. Það er einn mest
munur milli kynja ef miðað er vic
stærstu bæjarfélög landsins. Þar ei
yfirleitt minni munur og í mörgun
sveitarfélögum landsins eru fleiri
konur en karlar. -ÆMK
Fjölgar í ríki
Alla rika
DV, Eskifiröi:
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Hagstofu íslands 1. desember 1996
voru Eskfirðingar 1041 eða 35 fleiri
en á sama tíma fyrir ári. Það er
3,5% fjölgun frá fyrra ári. Karlar
eru í nokkrum meirihluta eða 553
en konur eru 488. Segja má því að
eskfirskar konur búi í karlaríki.
Þaö er ánægjulegt fyrir Eskifjörð
að fólki skuli fiölga hér en hins veg-
ar hefur nokkur fólksfækkun átt sér
stað á Austurlandi. Flest sveitarfé-
lögin standa frammi fyrir fækkun
fólks á hverju ári.
Ástæða fiölgunar fólks á Eskifirði
má eflaust rekja til öflugrar atvinnu-
starfsemi sem svo mjög hefur verið
einkennandi og er þaö hið öfluga fyr-
irtæki Aðalsteins Jónssonar - Hrað-
frystihús Eskifiarðar - sem hefur
verið burðarásinn í þeim efhum og
hefur svo verið í 36 ár. -Regína
s'idfíuanmmui • huómtbki • FEitoamia
MVNDBHNDSTBKI • HÍtTHUIRtttt • ttÍLTBKI
úilfUKttlLtttttttt • MttCNttttlltt • MVNOttttNOSSPÓLUtt
KttFFIUÉLtttt • ttttttUDttlÍTtttt • HttttOfUDUKÖNNUtt
ttttOBttVtttttttt • KBLIÍKttttHtt • FttVSmKtttttttt
PttOLOCIC SUttttOUNO-KEttFI • OttttVLÚIUOFNtttt
HHNDSÍMHtt • ÍIÓNVttttPSMVNOKUÉLtttt • FttXTBKI
fttMLOKUCttlLL • ÚTVttttttfVFKIttttttKLUKKUtt
VttfttOlfKÓ • OIKTttFÓNtttt • HtlMILIffÍMtttt
HttBttlVÉLtttt • ttLttNOtttttttt • VðFFLUIttttN
ttLÉCCfHNÍFtttt • HttNOÞCVTtttttttt • HITttTCttttl
VCKIttttttKLUKKUtt • Háttttlttftttttttt • STttttUlttttN
KttULLUIttttN OC FLCItttt OC FLCItttt !
ZB*
TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA
1
V/SA
RAÐGREIÐSLUR
TIL 36 MANAÐA |
1 WKAVPAWGGW LfWHÁBrReMBIMJ
HRAÐÞJÓNUSTA VK) LANDSBYCCÐARFÓLK
Sendum simdiguri un illt lind í póstkrðfu, sé
hrlngt fjrrlr kl. 12:00, iinrs icsti virkn dig.
SkiphoHi 19
Sími: 552 9800
Grensásvegi 11
Sími: 5 886 886
Grœnt númer: 800 6886