Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Qupperneq 21
Nýju ári var fagnað með pompi og pragt en það skyggði mjög á gleðina þegar fréttir bárust víða að af óhugnanlegum of- beldisverkum um áramótin. Árið 1997 gekk víðast hvar í garð með gleði og glaumi. Gamla árið var kvatt á hefðbundinn hátt með £lug- eldum og blysum um leið og því nýja var fagnað með pompi og pragt. En það skyggði mjög á gleð- ina þegar fréttir bárust víða að af óhugnanlegum ofbeldisverkum um áramótin. Voveiflegur atburður gerðist í heimahúsi í Sandgerði snemma á nýársmorgun þar sem tvítugur pilt- ur stakk fósturfoður sinn til bana með hnífi. Hnífstungan fór í hálsinn og skar í sundur slagæð. Maðurinn, sem var 32 ára gamall, er talinn hafa látist samstundis. I aðeins nokkurra kílómetra fjar- lægð í Keflavík réðst 19 ára piltur á jafnaldra sinn og stakk og skar hann með hnífi. Pilturinn hlaut al- varlega áverka en er ekki í lífs- hættu. Árásin varð í heimahúsi en þar stóð yfir samkvæmi. Piltarnir tveir höfðu slegist fyrr um nóttina. Á Raufarhöfn réðst tvítugur pilt- ur á 16 ára unglingspilt með hnífi og veitti honum áverka á sex stöðum á líkamanum. Alvarlegustu áverkam- ir voru á hálsi og litlu munaði að slagæð færi í sundur. Fómarlambið er ekki í lífshættu. Marair með ofbeldis- áverka Víða annars staðar var ofheldi beitt á nýársnótt, í heimahúsum sem á götum úti. Jón Baldursson, yfirlæknir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir að á fimmta tug manna hafi leitað þangað um nótt- ina og morguninn með ofbeldisá- verka. „Það var miklu meira um slys af völdum ofbeldis en flugelda á nýár- snótt. Þarna er um að ræða allt mögulegt ofbeldi. Fólk er barið, það er sparkað i það, stungið, skorið og guð má vita hvað. Það er auðvitað mjög slæmt og miklu alvarlegri slys heldur en flugeldaslysin þó þau séu nógu slæm. Svartasti dagurinn Jolm Hill, rannsóknarlögreglum- aður í Keflavik, segir þennan nýárs- dag svartasta dag sem hann muni eftir sem lögreglumaður. John átti þrjátíu ára starfsafmæli hjá rann- sóknarlögreglunni á nýársdag. „Ég ætlaði að eiga frí á þessum hátíðisdegi en þvi miður breyttist það vegna þessara hörmulegu at- burða. Ég man ekki eftir svona svörtum degi í þau 30 ár sem ég hef unnið hér. Áramótin hefðu verið mjög gleðileg á Suðurnesjum ef ekki hefði komið til þessara atburða sem vissulega varpa skugga yfir alla há- tíðina. Mér finnst tímarnir vera að breytast mikið og ofbeldið er greini- lega að aukast. Nú er ofbeldi líka miklu hrottalegra en var og menn svífast orðið einskis. Það er spurn- ing hvað hægt er að gera til að stemma stigu við þessu. Hugsanlega þarf að koma fram með betri for- varnarvinnu eins og í fikniefnabar- áttunni og gera fólk betur meðvitað um hvað raunverulega er að ger- ast,“ segir John. Guðmundur Guðjónsson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, segir að áramótin hafi verið tiltölulega róleg á starfssvæði lögreglunnar í höfuð- borginni. Líkt og venjulega hafi þó yerið talsvert annríki hjá lögreglu- mönnum er liða tók á nýársmorgun og fram undir hádegi. Bókfærð voru 149 útköll hjá lög- reglu í Reykjavík frá hádegi á gaml- ársdag til hádegis á nýársdag og er það töluverð fækkun frá því sem var áramótin á undan en þá voru útköllin 185. „Mér sýnist að áramótin hafi ver- ið með betra móti í höfuðborginni og rólegri en mörg undanfarin ár. Það komu engin stórmál til kasta lögreglu um þessi áramót. Það var þó töluvert um læti og ofbeldi í heimahúsum þar sem fyllirí var víða mikið. Það sannaðist enn eina ferðina að ölvun leiðir af sér of- beldi. Við höfðum góð tök á öllu í miðborginni og þar gekk allt stórá- fallalaust fyrir sig. Það er eiginlega ekki hægt að segja að fólk hafi ver- ið að safnast þarna saman því meirihluti þessa fólks var á skemmtistöðum í miðborginni og kom ekki út á götur fyrr en stöðun- um var lokað,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar var þó aukn- ing á eignaspjöllum um þessi ára- mót frá því um þau síðustu og var mikið um rúðubrot. Guðmundur segir að 18 tilkynningar hafi nú borist lögreglu um eignaspjöll í stað 13 árið áður. Þá komu fíkniefni við sögu í þrem málum nú en engin slík mál voru bókfærð hjá lögreglu um áramótin á undan. Hefur gengið á ýmsu Guðmundur er nú um þessar mundir að skrá sögu lögreglunnar í Fréttaljós á laugardegi Róbert Róbertsson Reykjavík frá upphafi. Hann hefur m.a. tekið saman eldri heimildir um gamlárskvöld og þar kemur í ljós að gengið hefur á ýmsu. 1 byrjun þriðja áratugarins fór að bera á óspektum og skrílslátum á gamlárskvöldum. Má segja að þetta ástand hafi varað næstu þrjá ára- tugina. Hvað hefur valdið því að fólk, og þá sérstaklega ungmenni, fóru að vera með óspektir um ára- mót er erfitt að segja. Fyrir liggja heimildir um það að mörgum hafi þótt að á gamlárskvöld mætti fólk haga sér eins og þvi sýndist og ein- hvers konar múgsefjun skapaðist til hinna ótrúlegustu skrilsláta. Oft varð lögreglan að skakka leikinn þegar jafnvel lífi og eignum fólks var stefnt í hættu. Áramótaólætin voru í fyrstu almenns eðlis, en fóru síðan beinast fyrst og fremst að lög- reglunni. Margir hafa fundið að þarna væri komið tækifæri til að storka valdastofnunum i skjóli hópsins. Ráðist á lögreglustöðina í skýrslu Erlings Pálssonar, yfir- lögregluþjóns frá árinu 1943, segir að um áramótin 1925 hafi óspektar- lýður tekið upp á þeirri nýbreytni að elta uppi búa og velta þeim við þó þeir væru fullir af farþegum. Árið eftir fór mikið að bera á sprengjum auk þess sem unglingar kveiktu víða elda í bænum. Árið 1929 ákvað Hermann Jónasson, sem þá var nýlega orðinn lögreglustjóri í Reykjavík, að banna allar spreng- ingar og elda á almannafæri. Þrátt fyrir þetta bann hófust miklar óspektir á gamlárskvöld og kom til mikilla átaka milli lögreglu og óspektarmanna. Árið 1946 var sennilega ófriðleg- asta gamlárskvöld hér á landi í háa herrans tíð. Lögregla stóð þá í stans- lausum átökum við óspektalýð frá því snemma kvölds og fram undir morgun á nýársdag. Margir voru handteknir fyrir óspektir og sprengjukast. Milli klukkan eitt og tvö um nóttina keyrði allt um þver- bak og lögreglu bárust tilkynningar um skrílslæti, uppþot og íkveikjur um alla borg. Ráðist var á lögreglu- menn og lögreglustöðina með grjót- kasti síðar um nóttina. Þá reyndu óspektarmenn að kveikja í bílum með því að bera eldsprengjur að bensíngeymum þeirra. Áramótabrennur leyfðar „Upphafið að endalokum þessa tímabils áramótaóspekta má rekja til skipulagsbreytinga sem Sigurjón Sigurðsson, þáverandi lögreglustjóri, setti á árið 1953. Þá voru áramóta- brennur leyfðar opinberlega og kveikt var i 12 brennum þau áramót. Unglingarnir sem voru með brennu- æðið og ólætin fóru að taka þátt í þessu jákvæða í kringum brennurn- ar. Unglingarnir fengu nóg að gera og söfnuðu í brennurnar. Fólk fékk áhuga á brennum og safnaðist þar saman. Þar með dreifðist fólk víðar um borgina í stað þess að allir söfn- uðust saman í miðborginni vegna þess að ekkert annað var að gera,“ segir Guðmundur. Á sjöunda áratugnum fjölgaði ára- mótabrennum mjög og þær urðu mjög vinsælar. Á sama tíma róaðist ástandið í miðbænum á gamlárs- kvöld. Fólk fór og fagnaði við brenn- ur með fjölskyldu og vinum í stað þess að standa í óeirðum við lög- reglu. Á undanfórnum árum hefur ára- mótabrennum fækkað mjög, sérstak- lega á höfuðborgarsvæðinu. Nú er það mjög sjaldgæft að ungmenni sjái um brennurnar heldur eru þær í langflestum tilvikum á vegum sveit- arfélaganna. Það er spurning hvort ekki er þörf á að endurskoða þetta og gefa ungmennum aftur tækifæri á að skipuleggja og halda brennur á gamlárskvöld. Með því væri hægt að færa þeim skemmtilegt áhugamál og meiri líkur á að halda þeim frá óreglu og ofbeldi um áramótin. — SALA Glæsileg útsala j úófst í dag, laugardag 1 30 til 50% afsláttur 1 Opið frá kl. 10 til 18 BARNASTIGUR BRUM’S 0-14 SIÐAN 1955 SKOLAVÖRÐUSTIG 8 SIMI 552 1461

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.