Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 27
JL>V LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997
Uppátæki breska kóngafólksins ríða ekki við einteyming:
Skrípalæti unga fólksins í bresku
konungsfjölskyldunni, þeirra Karls,
Díönu, Fergie og allra hinna, eru
hreinir smámunir miðað við það
sem ættingjar þeirra og forfeður
ástunduðu á sínum tíma.
Albert prins, eiginmaður Viktor-
íu drottningar, maður sem var álit-
inn holdgervingur siðseminnar, var
til dæmis með jámhring i gegnum
reðurinn. Og þannig mætti lengi
telja. Þessar upplýsingar koma fram
á nýjum CD-ROM margmiðlunar-
diski sem breska fyrirtækið Odyss-
ey heiur geflð út.
Um ástarævintýri, bruð-
kaup og harmleiki
„Hvort hringurinn var til að auka
kynlifsnautn Alberts og drottning-
arinnar eða hvort hann, með aðstoð
spotta sem var bundinn við læri
prinsins, var hafður þarna til að
hafa hemil á óvæntri stinningu
limsins, vita þeir best sem bera
þetta óvenjulega skraut nú á dög-
Viihjálmur, eldri sonur Karls og
Díönu.
Karl Bretaprins var eitt sinn mikill
stuðkarl.
Filippus drottningarmaður fékk
konuna sem elskaði hann.
Viktoría drottning og Albert, eiginmaður hennar, nutu ásta á nýstárlegan
hátt.
Elísabet Englandsdrottning leitaöi liðsinnis ömmu sinnar til að fá leyfi til að
giftast Filippusi prins, núverandi eiginmanni sínum.
um,“ segir í tilkynningu frá Odyss-
ey.
Margmiðlunardiskurinn ber það
skemmtilega heiti Fjórtán brúðkaup
og skilnaður, augljós tilvísun í heiti
hinnar vinsælu kvikmyndar Fjögur
brúðkaup og jarðarfor. Á diski þess-
um er rakin saga bresku konungs-
fjölskyldunnar mikinn hluta síðast-
liðinnar aldar, ástarævintýrin,
brúðkaupin, harmleikirnir og
hjónaskilnaðimir. Sagan nær frá
Viktoríu drottningu fram á vora
daga og hún er sögð með aöstoð
myndbandsbrota, gamalla hljóðupp-
takna, blaðaúrklippna, mikils fjölda
ljósmynda og tíu þúsund orða texta.
„Konungsfjölskyldan og marg-
miðlun eru góð blanda," segir Adri-
an Munsey, framkvæmdastjóri
Odyssey.
Diskurinn hefst á því að sýnd eru
myndbrot frá lífi Windsor-Qölskyl-
dunnar, eins og breska konungsfjöl-
skyldan heitir, og undir er leikið
tónverkið Land of Hope and Glory
eftir breska tónskáidið Edward Elg-
ar, auk þjóðsöngsins breská. Disk-
urinn, sem skipt er upp í fimm
hluta, þykir gefa fyllri mynd af kon-
ungsfjölskyldunni en nokkuð annað
sem um hana hefur verið gefið út,
hvort sem það eru bækur eða heim-
ildarmyndir.
Fyrir áhugí
um saqnm
jamenn
um sagnfræði og
safaríkar kjaftasdgur
Odyssey, sem hefúr gert nokkrar
heimildarmyndir um fjölskylduna
vinsælu, ,setti saman fimm manna
hóp blaðamanna og fóru þeir yfir
mikið magn efnis, bæði prentefni og
annað, þar á meðal töluvert magn
slúðurs.
Margmiðlunardiskinum er ætlað
að höfða til bæði þeirra sem hafa
Díana prinsessa á sér marga aödáendur og viö fáum að vita sitthvað um þá
á nýja margmiðlunardiskinum um kóngafjölskylduna.
áhuga á sagnfræði og hinna sem
skemmta sér best yfir safaríkum
kjaftasögum um kóngaliðið. Hér er
eitthvað fyrir cilla, m.a. ótrúlegustu
sögur, sem eru á fárra vitorði, um
ástarlíf löngu horfinna fjölskyldu-
meðlima.
Viktoría drottning þurfti ekki að-
eins að glíma við hringaðan lim eig-
inmannsins, heldur var sonur henn-
ar, Játvarður VIII., liðtækur
kvennamaður. Pilturinn átti fjöld-
ann allan af ástkonum áður en hann
tók við konungstigninni og hann
vildi gjarnan fá þær bornar inn til
sín á silfurbakka, kviknaktar að
öðru leyti en því að nokkrum stein-
seljulaufum var komið fyrir á þeim
á mikilvægum stöðum.
Georg V., bamabarn Viktoríu,
deildi ástkonu með eldri bróður sín-
um, Alberti Viktori prins. Sá gekk
undir nafhinu Eddy og var kunnur
fyrir ástarsamband sitt við kennara
sinn við háskólann í Cambridge.
Kennarinn var karlkyns. Tímaritið
Punch gerði grín að sambandi þessu
á sínum tíma.
Sú ameríska var leikin
með heitar olíur
Fyrri eiginmaður hertogaynjunn-
ar af Windsor sem varð svo eigin-
kona Játvarðs, bandaríski flugmað-
urinn Win Spencer, er sagður hafa
farið með þáverandi eiginkonu sína í
vændishús í Hong Kong til að frúin
gæti nú lært tækni ástarlífsins af
vændiskonunum sem þar stunduðu
iðju sína.
„Sumar heimildir herma að það
hafi verið vegna fæmi hertogaynj-
unnar með heitar austrænar olípy^
sem Játvarður VIII. sagði af sér kom
ungdómi," segja forráðamenn Odyss-
ey.
Alls er fjallað um 28 meðlimi
bresku konungsfjölskyldunnar á
margmiðlunardiskinum, þar á meðal
um litlu prinsana, syni Karls og Dí-
önu. í kaflanum um Karl ríkisarfa er
til dæmis sagt frá skólagöngu hans,
áram hans sem „stuðkarls“ og ást-
konum hans og öðmm vinkonum. í
kaflanum um Díönu er sagt frá tísku,
börnunum hennar og einnig fylgja
með lítt kunnar staðreyndir um fyrr-
um kærasta hennar og karlkyns að-
dáendur.
Á diskinum er sagt frá sálarkvöl-
um Margrétar prinsessu, yngri syst-
ur Elísabetar drottningar, sem bstfr?
enda á ástarsamband sitt við fráskil-
inn höfuðsmann úr hernum vegna
þrýstings frá almenningi og skyld-
mennum.
Ástarmál Elísabetar, núverandi
drottningar, fá einnig að fljóta með á
margmiðlunardiskum. Við fræðumst
m.a um það að pabbi hennar var því
mjög mótfallin að hún gengi að eiga
Filippus prins hinn gríska. Það var
ekki fyrr en amma gamla, María
drottning, skarst í leikinn að karlinn
lét undan.
Fjórtán brúðkaup og skilnaður
hefur þegar komið á markað í Brfeý*
landi en samningaviðræður um
markaðssetningu í Bandaríkjunum,
Japan og Þýskalandi standa yfir.
„Við reyndum að gera allt í senn,
margmiðlunardisk, bók og mynd-
band sem hægt væri að horfa á á
ýmsa vegu. Áhugi manna á þessu
efni verður aldrei ofmetinn,“ segir
Adrian Munsey. ReutX