Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Side 35
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 55 Ragnar J.Jónsson Ragnar J. Jónsson, bakarameistari og starfs- maöur hjá hestamannafé- laginu Sörla, Suðurgötu 27, Hafnaríirði, er sextug- ur í dag. Starfsferill Ragnar fæddist i Hafn- arfirði og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Hafnarfirði, lærði prentiðn í Prent- smiðju Hafnarfjarðar, lauk sveinsprófi í setningu 1960, lærði síðan bakaraiðn og lauk sveinsprófi í þeirri grein. Ragnar vann i eitt ár 1 Prentsmiðju Hafnarfjarðar, vann síðan um skeið i Prentsmiðju Morgunblaðsins, starf- aði síðan í Snorrabakaríi í Hafnar- firði um árabil eða þar til bakaríið hætti störfum. Hann hóf þá störf hjá FH og var starfsmaður þar í fjölda ára en hefur verið starfsmaður Hesta- mannafélagsins Sörla sl. ár. Ragnar lék handknattleik með meistaraflokki FH í fjölda ára og lék auk þess fjölda landsleikja. Þá stundaði hann jafnframt fleiri íþróttagreinar og hefur gegnt ýms- um trúnaðarstörfum fyrir FH. Fjölskylda Ragnar kvæntist 9.9. 1961 Guð- rúnu Bruun Madsen, f. 23.2. 1941, verslunar- manni. Hún er dóttir Erlings Bruun Madsens lyfjafræðings sem lést 1954, og k.h., Vigdísar Nyborg Madsen, lyfja- fræðings og kaupkonu. Börn Ragnars og Guð- rúnar eru Bergþóra, f. 13.1. 1962, flugafgreiðslu- maður hjá Flugleiðum, búsett í Hafnarfírði, en maður hennar er Piero Segatta framkvæmda- stjóri og eru börn þeirra Ragnar Davið Segatta, f. 21.10. 1990, og Viktor Smári Segatta, f. 21.11. 1992; Jón Erling, f. 18.5. 1964, sölustjóri hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Þórunni Dögg Árnadóttur kennara og er dóttir þeirra Una Brá, f. 14.4. 1993. Systkini Ragnars eru Mínerva- Jónsdóttir, f. 31.8. 1933, íþrótta- kennari á Laugarvatni; Bergþór Jónsson, f. 15.7. 1935, starfsmaður við Álverið í Straumsvík. Foreldrar Ragnars voru Jóns Snorri Guðmundsson, f. 18.3. 1902, d. 16.4.1973, bakarameistari í Hafn- arfirði, og k.h., Guðný Ólafsdóttir, f. 28.4. 1905, d. 21.7. 1980, húsmóðir. Ragnar verður að heiman á af- mælisdaginn. Ragnar J. Jónsson. Jón Ámi Rónarsson Jón Árni Rúnarssson, skólastjóri Rafiðnaðar- skólans, Hlaðhömrum 4, Reykjavík, verður fertug- ur á morgun. Starfsferill Jón Árni fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lærði rafeinda- virkni og rafrekstrar- fræði. Jón Árni starfaði hjá Hljómveri á Akureyri í tvö ár, vann síðan í níu ár hjá Heimilistækjum hf., lengst af sem yfirmaður rafeindaverk- stæðis, var síðan framkvæmdastjóri Eftirmenntunar rafeindavirkja auk þess sem hann kenndi við Iðnskólann í Reykjavík og gerðist síðan skóla- stjóri Rafiðnaðarskólans 1989 og hef- ur gegnt því starfi síðan. Jón Ámi hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum á sviði menntamála raf- iðnaðarmanna og setið í fjölmörgum nefndum, s.s. fagnefnd rafeinda- virkja, fræðslunefnd rafiðnaðar- manna, réttindaveitinganefnd sím- smiða og samstarfsnefhd um mennt- un í iðnaði. Jón Árni spilaði knattspymu og handknattleik með Fram og körfu- knattleik með Ármanni á sínum yngri árum auk þess sem hann lék handknattleik með KA í tvö ár. Þá lék hann þrettán unglinga- landsliðsleiki og átta A- landsliðsleiki í handknatt- leik fyrir íslands hönd, en þeir feðgar, hann og Rún- ar, hafa báðir leikið með A-landsliði íslands í hand- knattleik. Fjölskylda Jóni Árni kvæntist 8.8.1981 Sigriði Tryggvadóttur, f. 26.12.1957, kennara. Hún er dóttir Tryggva Kristjánsson- ar, atvinnurekanda í Reykjavík, og Guðrúnar Eggertsdóttur saumakonu. Börn Jóns Áma og Sigríðar em Hafdís Björk Jónsdóttir, f. 13.4. 1986; Jón Ámi Jónsson, f. 2.12. 1989; Ama Jónscjóttir, f. 30.10.1994. Systkini Jóns Árna em Jóhannes Svavar Rúnarsson, f. 9.6. 1962, við- skiptafræðingur; Rannveig Rúnars- dóttir, f. 14.8.1963, hjúkrunarfræðing- ur; Sigurður Rúnarsson, f. 3.6. 1968, rafmagnstæknifræðingur í Dan- mörku. Foreldrar Jóns Áma: Rúnar Guð- mundsson, ríkisstarfsmaður í Reykja- vík, og Sjöfn Hafdís Jóhannesdóttir húsmóðir. Jón Árni Rúnarsson. Til hamingju með afmælið 5. janúar 95 ára Gunnfríður Friðriksdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði. 85 ára Fanney Tómasdóttir, 1 Skarðsbraut 11, Akranesi. 80 ára Friða Kristjánsdóttir, hjúkrunarheimilinu Eir við Gagnveg, Reykjavík. Róbert Bjamason, Langeyrarvegi 18, Hafnarfirði. 75 ára Helga Kjartansdóttir, Hafnargötu 8A, Fáskrúðsfirði. 70 ára Ingvi Hjörleifsson, rafmagnsiðnfræð- ingur og fyrrv. ljósameist- ari Sjónvarpsins, nú tæknistjóri, Laugalæk 28, Reykjavík. Kona hans er Ólína Halldórs- dóttir. Þau eru að heiman. Kristjana Guðmundsdóttir, Hjallaseli 55, Reykjavík. Jónína Magnúsdóttir, Hraunbæ 122, Reykjavík. 60 ára_____________________ Ásgeir Ásgeirsson, Hlíðarvegi 51, Ólafsfirði. Halldór Halldórsson, Fellsmúla 11, Reykjavik. Gísli Gunnar Auðunsson, Ketilsbraut 20, Húsavík. 50 ára Hrafnhildur Jóhannsdóttir, Ásabraut 15, Sandgerði. Óskar Þór Ámason, Mánahlíð 7, Akureyri. Hreiðar Leósson, Efstasundi 67, Reykjavík. Jóna Berg Andrésdóttir, Höfðavegi 18, Vestmannaeyjum. Ragnar Breiðfjörð, Stararima 18, Reykjavik. Margrét G. Sveinbjömsdóttir, Engjahlíð 3B, Hafnarfirði. Sævar Ólafsson, Sigtúni 27, Patreksfirði. 40 ára Eyjólfur Valsson, Hraunbraut 2, Grindavík. Hallur Guðmundsson, Lindarbyggð 22, Mosfellsbæ. Þorbergur Aðalsteinsson, Eyjólfsstöðum, Áshreppi. Hervör Poulsen, Smáratúni 4, Bessastaðahreppi. Gísli Gunnarsson Gísli Gunnarsson sóknarprestur, Glaumbæ í Skagafirði, verður fertug- ur á morgun. Starfsferill Gísli fæddist á Sauðárkróki, ólst upp í Glaumbæ til níu ára aldurs en var eftir það í Reykjavík á vetuma og því í skóla þar. Hann varð stúdent frá MR 1977, lauk embættisprófi í guð- fræði frá HÍ 1982 og stundaði fram- haldsnám við Háskólann í Edinborg vormisseri 1986. Gisli var starfsmaður Fræðsludeild- ar kirkjunnar veturna 1989-91 vegna fermingarstarfa og var einnig við kennslustörf í Varmahlíðarskóla 1982-84. Hann vígðist til Glaumbæj- arprestakalls 1982 og hefur þjónað þar síðan. Hann þjónaði einnig Miklabæj- arprestakalli veturinn 1984-85, þjón- aði Barðssókn í Fljótum frá 1985 fram á haust 1996 og hefur þjónað Sauðár- króksprestakalli að hluta til frá vor- inu 1995, en settur þar sóknarprestur frá sl. hausti og flutti þá til Sauðár- króks. Gísli hefur gegnt íjölmörgum nefnd- ar- og trúnaðarstörfum bæði innan kirkjunnar og utan, var m.a. í Æsku- lýðsnefnd þjóðkirkjunnar 1983-88, og formaður hennar frá 1987, í ferming- arstarfanefnd frá 1990-94, í Héraðs- nefnd Skagafjarðarprófastsdæmis 1987-94, er formaður Löngumýrar- nefndar, er í stjórn Prestafélags Hólastiftis og í stjórn Prestafélags Is- lands. Af öðrum nefndarstörfum má nefna að hann var formaður skólanefndar Varmahlíðarskóla 1982-94, er nú for- maður Bamavemdarnefndar Skaga- fjarðar, formaður sfjórnar Byggða- safns Skagfirðinga, og formaður Rauða kross deildar Skagafjarðar. Fjölskylda .. Gisli kvæntist 26.6. 1982 Þuríði Kristjönu Þorbergsdóttur, f. 18.11. 1958, sjúkraliða. Hún er dóttir Þor- bergs Kristjánssonar, bónda í Brúna- hlíð í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu, og Guðfinnu Árnadóttur húsmóður sem lést 15.6. 1985. Böm Gísla og Þuríðar Kristjönu em Gunnar f. 2.11. 1982; Þorbergur f. 15.11. 1984; Margrét f. 19.7. 1986; Aldís Rut f. 5.2. 1989. Systkini Gísla eru Stefán Ragnar f. 28.2.1945, d. 15.9.1996, yfirflugvélstjóri Cargolux í Lúxemborg; Gunnar f. 27.6. 1946, lögfræðingur Vegagerðarinnar í Reykjavík; Ólafur f. 18.4. 1950, fulltrúi hjá Skeljungi í Reykjavik; Amór f. 19.7. 1951, bóndi í Glaumbæ II; Mar- grét f. 17.7.1952, kennari í Grindavík. Foreldrar Gísla em Gunnar Gísla- son, f. 5.4.1914, prestur í Glaumbæ og alþm., og Ragnheiður Margrét Ólafs- dóttir, f. 13.04. 1915. Þau bjuggu lengst í Glaumbæ en em nú búsett í Varmahlíð í Skaga- firði. Jólahátíð Gleðigjafans fyrir fatlaða í Súlnasal Hótel Sögu í dag 4. janúar 1997 frá kl. 14:30 tU 18:00. Fjölbreytt skemmtiatriði frábærra skemmtikrafta Hljómsveitln Gleðlgjafar: Söngvarar André Bachraann og Helga Möller. Lelkhópurlnn Perlan: Lelkstjórl Slgríður Eyþórsdóttlr. Söngfélagar SVR: Lúðrasveltln Svanur: Skemmtlkraftarnlr: Kynnlr: Mlðaverð: Mlðasala,- Stjórnandl Guðlaugur Vlktorsson. Stjórnandl Haraldur Árnl Haraldsson. Rúnar Júlíusson, Jógl trúður, Jólasvelnar, Laddl (ÞórhallurSIgurðsson). Hermann Gunnarsson. Aðelns kr. 350, með veltlngum. í Háskólabíól, Hótel Sögu - söludelld og á skrffstofu Styrktarfélags vangefinna, Sklpholtl 50C. Æki Vinningar í Jóiahappdrætti Sjálfsbjargar. Dregid var31. desember 1996. 1»jr ftl Toyota RAV4 jeppabifreið að verðmæti kr. 2.429.000,- 11161 81665 123117 Packard Bell margmiðlunartölva frá Tæknivali hf. að verðmæti kr. 189.900,- 4286 42103 77552 97654 116420 21099 62087 84032 103690 118216 39595 67897 84657 115742 119934 Ferðavinningar með Úrval-Útsýn hf. að verðmæti kr. 150.000,- 1420 20038 57618 82584 110404 1642 29052 64704 92686 113180 3583 31240 71006 93226 119572 5682 45071 73662 93659 124301 14299 47559 75371 95892 16063 55923 81708 103448 Vöruúttektir í Kringlunni að verðmæti kr. 15.000, 2103 24472 50083 74224 104785 2581 25558 50899 74743 105278 2815 26155 51132 75008 105486 3498 26724 51247 75147 106653 3543 27730 51847 77481 107658 4003 28037 51973 77775 108075 5305 28598 52297 77932 109483 5964 28730 52635 78235 109923 6497 29598 53582 78948 110470 6846 29665 53855 79593 110546 7061 30714 54759 80195 111405 8394 31036 55386 83046 111601 10146 35366 55404 83903 112628 10330 35528 56184 84800 113277 11542 35934 56627 85685 114079 11844 36241 56780 86779 114525 13001 36482 58860 87203 114634 13310 36693 60421 87243 114779 14261 37331 60692 88613 114893 14482 37716 62312 90658 116190 15311 37742 62977 91352 116535 15824 39517 63264 92893 118191 16921 40967 63297 93897 118881 16967 41232 64908 93923 118895 17270 41813 66094 94008 119101 19688 42310 66152 94261 119129 19893 43516 67188 95341 119165 20105 43938 67684 97272 119559 20618 44171 69501 98629 121146 20904 44672 70374 99388 121981 21225 46181 71226 100212 122848 21232 47806 71707 100481 123032 21829 48617 71843 102409 124402 22669 49527 73008 102814 126267 23901 49643 73060 103002 126811 24385 49721 74106 103437 Óskum landsmönnum gleðilegs árs og friðar. Þökkum fyrir veittan stuðning. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, 105 Reykjavík, sími 552-9133.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.