Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1997
Fréttir ________________________________________________pv
Skoðanakönnun DV á fylgi stjómmálaflokkanna:
Minnsta fylgi Framsóknar
frá síðustu kosningum
- Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag í sókn, kratar standa í stað en Kvennalisti dalar
Fylgi Framsóknarflokksins hef-
ur ekki verið lægra frá síðustu
kosningum vorið 1995 á meðan
hinn stjórnarflokkurinn, Sjálf-
stæðisflokkur, eykur fylgi sitt. Al-
þýðubandalagið eykur sömuleiðis
við sig, Alþýðuflokkur stendur
nánast í staö, Kvennalisti dalar
enn og Þjóðvaki bætir lítillega við
sig á botninum. Þetta eru helstu
niðurstöður nýrrar skoðanakönn-
unar DV á fylgi flokkanna sem
gerð var um helgina af markaðs-
deild Frjálsrar fjölmiðlunar hf.
Af þeim sem tóku afstöðu sögð-
ust 16,6 prósent styðja Alþýðu-
flokkinn, 16,9 prósent Framsókn-
arflokkinn, 45,5 prósent Sjálfstæð-
isflokkinn, 16 prósent Alþýðu-
bandalagið, 1,2 prósent Þjóðvaka
og 3,8 prósent ætluðu að styöja
Kvennalistann.
Miðað við síðustu könnun DV í
október sl. hefur fylgi Alþýðu-
flokksins minnkað um 0,3 pró-
sentustig, Framsóknarflokkurinn
tapað 3,9 prósentustigum, Sjálf-
stæðisflokkur bætt við sig 2,8 pró-
sentustigum, fylgi Alþýðubanda-
lagsins aukist um 0,9 prósentustig,
Þjóðvaki bætt við sig sömu tölu en
Kvennalistinn dalar enn, tapar 0,4
prósentustigum frá síðustu könn-
un.
Úrtakið í skoðanakönnun DV
var sem fyrr 600 manns, jafnt skipt
á milli kynja sem og höfuðborgar-
svæðis og landsbyggðar. Spurt
var: „Hvaða lista mundir þú kjósa
ef þingkosningar færu fram
núna?“
Af úrtakinu öllu sögðust 8,8 pró-
sent styðja Alþýðuflokkinn, 9 pró-
sent Framsóknarflokkinn, 24,2
prósent Sjálfstæðisflokkinn, 8,5
prósent Alþýðubandalagið, 0,7 pró-
sent Þjóðvaka og 2 prósent
Kvennalistann.
Færri taka afstöðu
í könnuninni voru 42,1 prósent
aðspurðra óákveðnir í afstöðu
sinni til flokkanna og 5,7 prósent
vildu ekki svara spumingunni.
Miðað við síðustu kannanir em
mun færri nú sem taka afstöðu til
stjómmálaflokkanna.
Sé þingsætum skipt á mifli
flokka samkvæmt fylgishlutfafli í
könnuninni fengi Alþýðuflokkur-
inn 10 þingmenn líkt og í síðustu
könnun en tveimur fleiri en í síð-
ustu kosningum. Rétt er að minna
á að þingflokkar Alþýðuflokks og
Þjóðvaka hafa verið sameinaðir í
þingflokk jafnaðarmanna með alls
12 þingmenn. Flokkarnir eru til
eftir sem áður og miðast könnun-
in við það.
„Við höldum vel okkar hlut, langt
fyrir ofan síðasta kosningafylgi. Ég
get því ekki verið annað en sáttur.
Mér kemur það hins vegar mjög á
óvart aö Sjálfstæöisflokkurinn skuli
auka viö sig á sama tíma og Fram-
sókn tapar. Ég hefði haldið að staö-
an væri sú að forystuflokkur í ríkis-
sfjórn ætti ekki síður að tapa fylgi
við þær aðstæður sem nú hafa ver-
Framsókn missir fimm
Framsóknarflokkurixm fengi að-
eins 10 þingmenn kjöma, ef geng-
ið yrði til kosningar nú, sam-
kvæmt könnuninni. Það er þrem-
ur þingsætum minna en í síðustu
könnun og fimm sætum minna en
flokkurinn hefur á Alþingi í dag.
Ef þingkosningar færu fram
núna fengi Sjálfstæðisflokkurinn
31 þingmann, bætti við sig sex
mönnum frá því sem hann hefur í
dag og þremur sætum frá könnun
DV í október sl.
Alþýðubandalagið fengi 10
menn kjörna á þing sem er aukn-
ing um einn mann frá bæði síð-
ustu könnun og kosningum vorið
1995.
Líkt og i síðustu könnunum DV
nær Þjóðvaki ekki kjöri þrátt fyr-
ir að hafa aukið lítillega við sig
fylgi. Flokkurinn er með fjóra
ið. Alþýðubandalagið fær nokkra
viðbót vegna miöstjómarfundar og
nýrra viðhorfa formannsins sem
þar komu fram. Niðurstöðumar tor-
velda hreint ekki þá vinnu sem haf-
in er við sameiningu vinstri afl-
anna,“ sagði Sighvatur Björgvins-
son, formaður Alþýðuflokksins, um
nýja skoðanakönnun DV.
þingmenn í dag.
Kvennalistinn fengi aðeins 2
þingmenn, eöa þingkonur, en er
með þrjá á þingi í dag.
Margrét nær í konur
Ef svör aðspurðra eru skoðuð
eftir búsetu kemur í fyrsta sinn í
ljós í könnunum DV verulegur
munur hjá Alþýðubandalaginu eft-
ir því hvar kjósenda búa. Af þeim
sem ætluðu að kjósa Alþýðubanda-
lagið voru 65 prósent af lands-
byggðinni. Mun fleiri konur en
karlar sögðust ætla að kjósa kyn-
systur sína, Margréti Frímanns-
dóttur, og félaga hennar. Sem fyrr
sækir Framsóknarflokkurinn
stuðning sinn til landsbyggðarinn-
ar og Sjálfstæðisflokkurinn til höf-
uðborgarsvæðisins. Kynja- og bú-
setmnunur var vart merkjanlegur
í öðrrnn flokkum. -bjb
Margrét Frímannsdóttir:
Tiltölulega
sátt
„Ég er tiltölulega sátt við þetta.
Fylgi okkar síðastliðið ár hefúr að
jafnaði verið meira en áður, það
þarf aö leita aftur til ársins 1978 til
að sjá svipað fylgi. Engu aö síður
finnst mér þetta vera vísbending
um að við í stjómarandstöðunni
þurfum að beita okkur meira og
koma okkar sjónarmiöum með
sterkari hætti á framfæri,“ sagði
Margrét Frímannsdóttir, formaður
Alþýðubandalagsins, um niöurstöð-
ur skoðanakönnunar DV sem birt
er í dag. -bjb
Stuttar fréttir
Dýrir brunar
Tjónabætur Vátryggingafélags
íslands vegna tveggja stórbruna
í Keflavík námu um 60% alls
brunatjónakostnaðar félagsins á
síðasta ári. Sjónvarpið sagði ffá.
Vilja ójöfnuð burt
Landssamband vörubílstjóra og
Trausti, félag sendibílstjóra, mót-
mæla því að skipafélögin þurfi
ekki að greiða virðisaukaskatt af
hluta landflutninga sem fram fer
á þeirra vegum. Sjálfir segjast
þeir þurfa að greiða virðisauka-
skatt af allri sinni starfsemi.
Hissa á Framsókn
Stjóm Sambands imgra sjálf-
stæðismanna undrast viðbrögð
Framsóknarflokksins við stefnu-
mótunarskýrslu stjórnar ÁTVR.
SUS fagnar skýrslunni hins veg-
ar og segir hana skref í frjáls-
ræöis- og umbótaátt.
Aöstæður réðu
Tveir þriðju hlutar bænda segj-
ast hafa orðið bændur vegna ytri
aðstæðna, að sögn Sjónvarpsins
Skel til Þingeyrar?
Samkvæmt fréttum Stöðvar 2
eru hugmyndir uppi um að flyija
skelvinnslu Vestfirsks skelfisks til
Þingeyrar frá Flateyri vegna
vatasskorts og manneklu á Flat-
eyri. Stöð 2 segir mikla óvissu
ríkja í atvinnumálum Flateyringa
vegna fyrirhugaðrar sameiningar
Kambs á Flateyri og Básafells á
ísafirði.
-SÁ
Fylgi flokka
— samkvæmt skoöanakönnun —
46,8
a DV 27/6 '96
B DV 5/10 '96
a DV1/2 '97
Skipan þingsæta
— samkvæmt skoöanakönnun —
31 31
28-------------
□ DV 27/6 '96
03 DV16/4 '96
□ DV1/24 '97
Niðurstöður skoðanakönnunar DV
- til samanburöar eru niöurstööur fyrri kannana DV og úrslit þingkosninga -
45%
40
35
30
25
20
15
10
5
0|_
Kosn.
'95
45%
40
35
30
AV\A
—>1 I-
1/2 '97 Kosn.
'95
—I-
1/2 '97 Ko|n-
->l 1 -
1/2 '97 k°|n-
->l 1
1/2 '97
'95
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja í stma 9041600.
39,90 kr. minútan
Ji 1 Nol 2
j rödd
FOLKSINS
904 1600
Ertu tilbúin(n) að fylgja
eftir kaupkröfu með verkfalli?
Sighvatur Björgvinsson:
Höldum okkar hlut
-bjb