Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 40
1.2/97 Vinningstölur 1.2/97 19) (24) (27) KIN S LT3 «=C FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 3550 5555 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1997 Halldór Ásgrímsson: Vonbrigði „Þetta eru vissulega vonbrigði. En það er eins og gengur að sveiflur verða gjarnan í þessum könnunum. Frá því að ríkisstjórnin var mynduð höfum við verið með í kringum 20% fylgi. Þetta er í fyrsta sinn sem við mælumst með þetta lítið fylgi, sem er svipað og nokkrum mánuðum fyrir síðustu kosningar. Það er ekkert meira um þetta að segja. Ég er ekki vanur að taka mark á einstökum könnunum," sagði Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknarflokksins, um skoðanakönnun DV. Aðspurður taldi hann of snemmt að vera með vangaveltur um skýringar á fylgistapi flokksins. Vel mætti vera að stóriðjuumræða hefði skaðað flokkinn en sú umræða hefði verið of neikvæð að hans mati. -bjb HANN ER HEPPINN AÐ HAFA EKKI FRAM SÓKNARHJARTA! Loönusamningar tókust í gærkvöld: Raunhækkun á kauptaxta 20-25% - vöktum fækkar og vikulegur vinnutími styttist Kjarasamningar í loðnuverk- smiðjunum á Austurlandi tókust í gærkvöld. Samningamir fela í sér verulega hækkun tímakaups, eða allt að 25% hækkun. Þeir sem tóku þátt í samningunum og DV ræddi við í gærkvöld vildu ekki staðfesta þetta fyrr en búið væri að leggja hinn nýja samning undir dóm fé- lagsmanna verkalýðsfélaganna á Austurlandi. Samningurinn byggist á vinnu- timatilskipun Evrópusambandsins sem tekið hefur gildi hér á landi og í honum felst að viðvera starfs- manna í loðnubræðslunum fer úr 72 tímum á viku í 60 tíma. Það ger- ist þannig að i stað sex tólf tíma vakta á viku verður framvegis unn- ið á fimm 12 tíma vöktum. Samkvæmt eldri samningum var unnið í loðnuverksmiðjunum um 30 vikur á ári á vöktum en þess á milli í tímavinnu, 10 tíma á dag. Fækkun vaktavinnutímanna nemur því 360 tímum á ári og að öllu óbreyttu hefði það þýtt tekjulækkun fýrir verkamennina um 309 þúsund krónur á ári, að sögn Sigurðar Ingvarssonar, formanns Alþýðu- sambands Austurlands. Hins vegar samdist svo tun að tekjulækkunin nemur aðeins helmingi þeirrar upphæðar, sem þýðir i raun veru- lega taxtahækkun á móti þeim 12 tímum sem vhmutíminn á viku styttist um. „Ég á von á því að menn muni sætta sig við þessa niðurstöðu og ég tel að það hafi ráðið úrslitum að samningar tókust að samningavið- ræðurnar voru fluttar hingað aust- ur,“ sagði Sigurður Ingvarsson við DV í gærkvöld. „Ég held að menn hafi komist að sanngjamri lausn,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, í gærkvöld. Þórarinn segir það nýjung í þess- um samningi að nýting verksmiðj- anna og launagreiðslur starfs- manna tengjast þannig að ef bræðslutímabilið í verksmiðjunum verður langt þá fá starfsmenn greitt sérstakt aukaálag fyrir hverja vakt. Hann segir að launakerfið hafi nú verið mjög einfaldað. Áður hafi grunntaxtar verið lágir en menn hins vegar fengið greidda rúmlega 30 tíma á sólarhring. Nú sé það aflagt og tekið upp eðlUegt vakta- kerfi og alls kyns kjarasamnings- bundnum greiðslum safnað saman í sjálfan kauptaxtann. -SÁ Björn Bjarnason: Gleður mitt sjálfstæðis- hjarta „Við getmn vel við unað og þetta gleður mitt sjáifstæðishjarta. Aðrar kannanir hafa sýnt minna fylgi þannig að þetta sveiflast upp og niður. Menn hafa ekkert fast í hendi en það má skoða þessar tölur og velta þeim fyrir sér,“ sagði Björn Bjarnason menntamálaráðherra við DV um skoðanakönnun blaðsins. Davíð Odds- son lét ekki ná i sig í gær og ekki náð- ist í Friðrik Sophusson. -bjb Guðný Guðbjörnsdóttir: Auðvitað er ég óánægð „Auðvitað er ég óánægð með þetta fyrir hönd Kvennalistans. Ég hefði haldið að áherslur okkar í umhverfis- málum hefðu komist sterkt í gegn og í kvótamálunum einnig. Þess vegna kemur þetta okkur á óvart. Breyting- in er hins vegar ekki mikU frá síðustu könmm. Uppsveifla Sjálfstæðisflokks- ins kemur mér verulega á óvart en fylgistap Framsóknarflokksins er eðli- legt út af álversmálum og öðru,“ sagði Guðný Guðbjörnsdóttir, þingkona Kvennalistans, um skoðanakönnun DV í dag. -bjb Myndbandaleiga: Grunur um sviðsett rán - starfsmaður í haldi Lögreglunni barst tUkynning í gegnum neyðarlínuna klukkan hálftólf á laugardagskvöld um að maður vopnaður hnífi hefði ógnað starfsmanni í leigunni. Maðurinn hafði tekið töluvert fé og síðan horf- ið af vettvangi. Hann var. handtek- inn í bíl síðar um nóttina ásamt fleirum. Við leit í bílnum fundust peningar sem taldir eru vera úr ráninu. En málið var undarlegra en í fyrstu var talið því í bUnum reynd- ist vera starfsmaður sem var í leig- unni þegar meint rán var framið. Grunur leikur því á að ránið hafi verið sviðsett. Málið er í rannsókn hjá RLR en þar fengust þær upplýs- ingar að ránsfengurinn hefði verið milli 50 og 60 þúsund krónur. Samkvæmt heimUdum DV hefur starfsmaðurinn, sem er í haldi lög- reglu, unnið í stuttan tíma í leig- unni. Örn Sigurðsson, eigandi myndbandaleigunnar, vUdi ekkert tjá sig um málið við DV i gærkvöld. -RR Lögreglumaður sést hér yfirheyra starfsmann myndbandaleigunnar Höfða skömmu eftir að tilkynning barst þaðan um vopnað rán. Grunur leikur á að rániö hafi verið sviðsett og starfsmaðurinn er nú í haldi lögreglu ásamt meintum ræningja. DV-mynd S Veðrið á morgun: Talsvert frost Á morgun er gert ráð fyrir norðvestanstrekkingi og jafnvel hvassviðri norðaustanlands, auk þess sem þar er gert ráð fyrir snjókomu. Annars staðar verður vindur hægari, suðvesUægari sunnanlands og éljagangur í flest- um landshlutum. Þó verður úr- komulítið suðaustanlands. Frost verður talsvert, einkum um land- ið norðanvert. Veðrið í dag er á bls. 44. 5jí Jjí íjí * * * * -9*^^* * * * /.* V 11 -4° í r ‘l ^ H . i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.