Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1997 Fréttir Skoðanakönnun DV á fylgi ríkisstjórnarinnar: Rúmur meirihluti kjós- enda styður stjórnina Vinsældir ríkisstjómar Davíðs Oddssonar hafa frá síðastliðnu vori gengið í sveiflum en frá því í októ- ber sl. hafa þær dalað lítúlega. Enn hefur stjórnin þó fylgi liðlega meiri- hluta kjósenda. Þetta em helstu nið- urstöður skoðanakönnunar DV á fylgi ríkisstjórnarinnar sem gerð var um helgina af markaðsdeild Frjálsrar fjölmiðlunar hf. Úrtakið í könnuninni var 600 manns, jafnt skipt á miUi kynja sem og höfuðborgarsvæðis og lands- Sól í Hvalfirði: Barist gegn ái- veri á Grund- artanga Samtökin Sól í Hvalfirði vom stofnuð á laugardaginn í Félags- garði í Kjós. Aðaltilgangur þeirra er að beijast gegn álveri á Grund- artanga og annarri mengandi stóriðju i Hvalfirði og stuðla að umhverfisvemd. í ályktun sem samþykkt var á stofnfundinum er áformum um ál- ver á Grundartanga mótmælt og þess krafist að engar stóriðju- framkvæmdir verði leyfðar við Hvalíjörð á komandi árum. Stjórnvöid eru harðlega átalin fyrir óvönduð vinnubrögö við mat á umhverfisáhrifum álversins og að hundsa sjónarmið bænda, sum- arbústaðaeigenda og annarra. Skoraö er á ríkisstjóm og alþing- ismenn aö endurskoða þá stór- virkjana- og stóriðjustefnu sem Landsvirkjun og iðnaðarráðu- neytið reki með yfirgangi og metnaðarleysi gagnvart umhverf- isvernd i landinu. Formaöur sam- takanna var kjörinn Ólafur Magn- ússon i Ásgarði. -SÁ - sveiflukenndar vinsældir frá síðastliðnu vori Ríkisstjórnin hefur ekki aukiö vinsældir sínar á síöustu vikum og mánuöum og hafa spjótin staðiö á ráöherrunum, ekki síst ráöherrum Framsóknarfiokksins. Hér eru tveir af þeim, Páll Pétursson félagsmálaráöherra og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigöisráðherra, ásamt Birni Bjarnasyni, menntamáiaráöherra frá Sjálfstæðisflokki. DV-mynd byggðar. Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvígur ríkisstjórninni?“ Skekkjumörk í könnun sem þessari em tvö til þijú prósentustig. Miðað viö svör allra í könnuninni sögðust 47,7 prósent styðja sfjóm- ina, 36,8 prósent voru henni andvíg, 12,5 prósent aðspurðra voru óá- kveðnir í afstöðu sinni og 3% neit- uðu að svara spurningunni. Alls tóku þvi 84,5 prósent aðspurðra af- stöðu í könnuninni sem er aðeins lægra hlutfall en í síðustu könnun DV í október sl. Ef aðeins er tekið mið af þeim sem afstöðu tóku sögðust 56,4 pró- sent styðja ríkisstjómina og 43,6 prósent vora henni andvíg. Frá síðustu könnun hafa vinsæld- ir stjómarinnar dalað um 2,8 pró- sentustig og óvinsældimar því auk- ist að sama skapi. Sé miðað við októberkönnun DV þá hefur fylgismönnum ríkissljórn- arinnar fækkað á landsbyggðinni um leið og þeim hefur fjölgað á höf- uðborgarsvæðinu. Talsvert fleiri karlar en konur styðja sfjómina en hlutföllin eru svipuð í flokki and- stæðingana. -bjb Fylgi Nlöurstöður skoöanakönn- unarinnar urðu þessar: , Svara ekki Andvfglr ríkisstjórnarinnar Fylgjandl Ef aðelns eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar: Fylgjandi Andvfgir Dagfari Sól í Hvalfirði Dagfari er í hópi þeirra íslend- inga sem elska landið sitt. Fóstur- jörðin er heilög og við verðum að varðveita bæði sjáifstæðið og ós- nortna náttúra landsins. Hreint land, fagurt land, það er móttóið. Því miður hefúr þessi hugsjón verið á undanhaldi allt frá því að land tók að byggjast. Mannfólkið hefur byggt sér hús og vegi og ýmis önnur mannvirki sem hafa spillt náttúranni og valdið umhverfis- spjöllum, sjónmengun og loftmeng- un. Og ekki er nóg með að fólk hafi dreift sér út um firði og dali bæði fyrir austan og vestan og norðan heldur hafa stjómvöld leynt og ljóst hvatt fólk til að dreifa byggð- inni um landið allt og þar með dreift menguninni og spillingu náttúrunnar. Á seinni árum hefur síðan fjölgað ferðum jafnt inn- lendra sem útlendra ferðamanna inn í óbyggðirnar og þar hafa ver- ið reistir feröaskálar og björgunar- skýli og fólk hefur gert þarfir sínar úti á víðavangi og fer nú hver að verða síðastur að bjarga landinu frá fúllkominni eyðileggingu. Til að bæta gráu ofan á svart hafa stjómendur landsins dregið hingað erlenda auðjöfra og fjár- festa og lokkað þá til að leggja fé í byggingu verksmiðja hringinn í kringum landið, eiturspúandi verksmiðjur sem gera lífið nánast óbærilegt fyrir friðelskandi og náttúravænt fólk. Deilumar um álver í Hvalfirði era angi af þessum löngu og ströngu átökum. Það var því ekki seinna vænna að fólkið sem elskar landið og ættjörðina umfram aðra menn tók höndum saman um helg- ina og stofnaði sérstök samtök til vamar spillingarherferðinni. Það var vel mætt á stofnfundinum og ljóst að hér er að rísa upp kynslóð göfugra og þjóðernissinnaðra ætt- jaröarvina sem vilja skila landinu hreinu í hendur afkomendum sín- um. Samtökin heita Sól í Hvalfirði og er mikið réttnefni. Finnur iðnaðar- ráðherra og meðreiðarsveinar hans skulu ekki komast upp með byggingu álvers í Hvaifirði. Þeir skulu ekki koma í veg fyrir það að Kjósverjar og íbúar á Hvalfjarðar- strönd missi sjónar af sólinni. Ál- verið mun nefnilega byrgja mönn- um sýn og ef það rís sést ekki leng- ur til sólar fyrir þá sem búa á sunnanverðu Vesturlandi. Hvorki meira né minna. Nú er að vísu búiö að sýna fram á það af sérfræðingum og vísinda- mönnum að mengun í lofti sé eng- in vegna fullkomins búnaðar en eftir stendur að mannvirkið rís og ef það rís sjá þetta álver allir sem fram hjá því fara og jafnvel sumir sem era lengra í burtu ef þeir era í sjónlínu við verksmiðjuna. Um leið og maður sér einhvem hlut, stóran eða smáan, nær sér eða fjær sér, þá mengar þessi sami hlutur þá sjón sem blasir við. Það heitir sjón- mengun og hver sá sem vill aðeins sjá það sem hann vill sjá en ekki eitthvað sem hann vill ekki sjá get- ur með réttu haldið því fram að verið sé að skerða sjónvíddina og sjóndeildarhringinn og sína eigin sýn. Þetta er augljós sjónmengun, hvað þá þegar þessi sami hlutur sem fólk sér kemur í veg fyrir að fólkið sem sér hlutinn sjái sólina fyrir honum. Það er frek aðfór að sólinni og Hvalfirði og íbúum og ferðamönn- um og náttúraverndarsinnum ef stjórnvöld ætla að leyfa útlending- um, já útlendingum af öllum mönn- um, að byggja yfir og fyrir sólina í Hvalfirði! Skilja Hvalfirðinga eftir sólarlausa og allslausa. Þessa aðför verður að stöðva. Sólin verður áfram að fá að skína í Hvalfirðinum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.