Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1997
Spurningin
Ætlar þú á þorrablót í ár?
Unnur A. Hauksdóttir verka-
kona: Já, trúlega eitt. Það er lág-
mark.
Bragi Guðmundsson verslunar-
maður: Vonandi.
Elísa Kristmannsdóttir kennara-
nemi: Nei, ég fer yfirleitt ekki á
þorrablót.
Jónas Jón Níelsson nemi: Já, ég
held það. Við í veiðigenginu.
Sigrún Hólmgeirsdóttir húsmóð-
ir: Já, ég ætla á eitt.
Sigríður Hrefna Magnúsdóttir,
starfsmaður Heklu: Já, ég fer á
þorrablót hjá Heklu.
Lesendur
Fámennisbyggðir
leggjast af
- og hvað með það?
ov
Víða er pottur brotinn í fámennum samfélögum íslands. - Raunar er mest-
allt norðausturhorn landsins, einkum þó byggð á Langanesi og Melrakka-
sléttu, óbyggilegt til frambúðar, segir m.a. í bréfinu.
Þorsteinn Einarsson skrifar:
Þeir eru margir dreifbýlisstað-
irnir í landinu sem mættu og
þyrftu nauðsynlega að leggjast af.
Lengi hefur verið talað um byggðir
Vestfjarðakjálkans sem búsetulega
byrði þjóðarbúsins. Þar var þó til
skamms tíma mikil útgerð og fisk-
vinnsla. Nú er þar mikil breyting.
Skipum fækkar og fiskvinnsla flyst
á haf út þar eins og annars staðar.
Þar kemur þvi að fólksflótti verður
umtalsverður frá Vestfjörðum.
Aðrir staðir og einangraðir eru
smám saman að leggjast af. Nýjasta
dæmið er Grímsey þar sem íbúa-
tala er komin niður fyrir 100. Þetta
mátti sjá fyrir og ekkert nema þrá-
kelkni innfæddra ibúa hamlar því
að Grímsey leggi upp laupana sem
iverustaður manna. Nú krefst fá-
mennur hópur fólks í Grímsey þess
að þingmenn kjördæmisins komi og
ræði ástandið hjá sér. Varla stendur
á einhverjum þingmönnum að fljúga
til Grímseyjar til að þiggja kaffi og
með því og lofa og prísa staðfestu
eyjarskeggja. Atkvæðin eru þó ekki
mörg og því ekki öruggt um góða
mætingu þingmanna.
Víðar er pottur brotinn í fámenn-
um samfélögum íslands. Raunar er
mestallt norðausturhorn landsins,
einkum þó byggð á Langanesi og
Melrakkasléttu, óbyggilegt til fram-
búðar. Þaðan ætti fólk að reyna að
hverfa svo fljótt sem auðið er og á
meðan hið staðfesta „góðæri“ er enn
við lýði á þéttbýlissvæðum landsins.
Það er óhemju dýrt að halda úti
byggð á nútímavísu í hinu afskekkta
dreifbýli þar sem nánast barist er
um hverja krónu úr opinberum sjóð-
um til að viðhalda mannlífmu á
staðnum.
Hér er ekki um neina aðfór að
ræða gegn þessum dreifðu byggðum
heldur staðreynd sem blasir við öll-
um landsmönnum. Og víst er það
einungis fyrir þá miklu þenslu og
tekjur sem skapast á þéttbýlissvæð-
unum að hægt hefur verið að veita
sér þann lúxus, ef svo má segja, að
halda úti afskekktum byggðum í
landinu. En dýrt er það og ekki á
færi svo fámennrar þjóðar til lang-
frama. Og alls ekki þegar útstreymi
eykst úr ríkissjóði, eins og nú gerist,
án þess að hægt sé að sækja meira í
vasa skattborgaranna.
Það er nokkuð langt gengið, og
reyndar ótækt, ef þingmenn lands-
byggðarinnar ætla að lofa frekari
stuðningi við dreifðar byggðir lands-
ins þar sem ekkert er fram undan
annað en fólksflótti sem þegar er
staðfestur - líkt og nú í hinni sumar-
fallegu Grimsey.
Afturhvarf til hreinræktaðs
sósíalisma
Læknir skrifar:
Manni ofbýður þetta sífellda raus
og froðuvella um sameiningu
vinstri flokka. - Sem gamall sósí-
alisti lýsi ég megnustu fyrirlitningu
á innantómum leiksýningum krata
og núverandi forystufólks í Alþýðu-
bandalaginu.
Þetta unga háskólalið, sem talar í
nafni samfylkingar vinstri manna,
er ofdekrað og veit ekkert um kjör
alþýðufólks og stéttabaráttu. Það
virðist helst una sér við klæðskipt-
ingasýningar á sínum pólitísku
samkomum. - Er það til marks um
hnignunina og úrkynjunina í
vinstri pólitik.
Gerjun á vinstri vængnum hlýtur
að taka aðra stefnu ef menn eru þá
ekki búnir að missa vitglóruna allir
með tölu.
Við þurfum að hverfa aftur til
hreinræktaðs sósialisma og stétta-
baráttu. Það á að stofna nýjan sósí-
alistaflokk.
Og ekkert gerir til þótt hann
verði lítill í fyrstu. Ef hann verður
sjálfum sér samkvæmur og byggir
á hinum gamla, trausta grunni og
hefur hagsmuni alþýðufólks að
leiðarljósi getur hann fljótlega haft
úrslitaáhrif í íslenskum stjórnmál-
um.
Góð foringjaefni eigum við. Ég
nefni þar fyrstan Svavar Gestsson. -
Hann á að rifa sig lausan frá þessu
pempíulega hálfvelgjudóti, gamli fé-
lagi Svavar.
Allir þykjast „Mengunar“-Lilju kveðið hafa
Sveinbjörn skrifar:
í umræðunni um Grundartanga
og álversmengun er áberandi hve
menn eru áfjáðir í að koma með
patent-lausnir til vamar umhverfi
og gróðri á viðkomandi svæði. Ein-
stakir þingmenn t.d. vara við meng-
un frá slíkum stóriðjuframkvæmd-
um sem álver er. Jafnvel Mjólkur-
samsalan tekur þátt í leiknum með
slagorðum sem einkennir sérstak-
lega það fyrirtæki.
Menn hafa þó löngu séð fyrir að
nýtt álver mun rísa á Grundartanga
fyrr eða síðar. Hinir sem sífellt
standa á móti þess háttar fram-
kvæmdum vilja þó láta minnast sin
þjónusta
allan sólarhringinn
Aðeins 39,90 mínútan
- eða hringið f sfma
550 5000
milli kl. 14 og 16
j 3 ]í)i' ’Cu
pCffFRT /iD
feVF-R: ftfwti'
K*»«jLL
Mótmælin gegn álveri hafa ekki haft neitt raunverulegt gildi, segir bréfritari.
með einhverjum hætti. Þeir þykjast
allir, hver með sínum hætti, hafa
stuðlað að því að mengunarvarnir
séu þó eins miklar og raun ber vitni
í hinum ráðgerðu framkvæmdaá-
ætlunum. - Þykjast sem sé allir
„Mengunar“-Lilju kveðið hafa.
Sannleikurinnn er einfaldlega sá
að fæstir mótmælenda álvers á
Grundartanga hafa vit á mengunar-
vömum og hafa því ekkert til mál-
anna lagt. Mótmæli þeirra um stað-
setningu hafa því ekki haft neitt
raunverulegt gildi. Álver og fram-
leiðsla þess er eitt af því fáa sem er-
lendir fjárfestar hafa áhuga á að
starfrækja hér á landi og þeirri
staðreynd verðum við íslendingar
að kyngja, hvort sem okkur líkar
betur eða verr.
Lýsing á
Reykjanes-
brautinni
Guðmundur Hallvarðsson
alþm. skrifar:
Lýsing á Reykjanesbrautinni
hefur stóraukið umferðaröryggið
og var ekki vonum seinna að
framkvæmt yrði. íbúar höfuð-
borgarsvæðisins fara akandi um
Reykjanesbrautina í ekki minna
mæli en þeir sem á Reykjanesi
búa. Ég leitaði upplýsinga á Al-
þingi hverjir hefðu flutt tillöguna
um að lýsa upp Reykjanesbraut-
ina. Það voru Jóhann Einvarðs-
son, fyrrv. alþm. Framsóknar
(tlutti þingsályktunartillögur á
Alþingi 1988 og 1990), Guðmund-
ur Hallvarðsson, Salóme Þorkels-
dóttir og Ámi R. Ámason sem
fluttu þingsályktunartillögu árið
1993. Árið 1995 sameinuðust svo
allir þingmenn Reykjaneskjör-
dæmis um þessar þingsályktun-
artillögur og hrintu þeim í fram-
kvæmd. Þökk sé flutningsmönn-
um og þingmönnum Reykjanes-
kjördæmis.
R-listi ríka
mannsins?
Guðmundur skrifar:
Er R-listinn listi ríka manns-
ins? Ég hélt að R-listinn hefði
gefið sig út fyrir að vera listi
fólksins í borginni. Nú virðist
hann vera að sýna sitt rétta and-
lit. Manni sem átti þrjá pylsu-
vagna í miðbænum var sagt upp
leyfinu eftir 18 ár og auðugum
viðskiptamanni veitt það í stað-
inn. Líf mannsins lagt í rúst,
eignaupptaka blasir við og síðan
gjaldþrot. En sá ríki verður rík-
ari. R-listinn virðist ánægður
með þetta verk sitt. Og svo er
þessi fini vagn lokaður allan
daginn. Hinn þjónustaði okkur
þó dag og nótt.
Ekki sama
„Prinsið“
Haukur hringdi:
Ég er kannski einn rnn það en
ég er ekki sáttur við nýja „Prin-
sið“ (Prins Póló). Það er mun
þéttara í sér en það gamla og
þynnra um leið, súkkulaðið er
dekkra eða svartara og ekki eins
bragðgott og svo eru umbúðirnar
einhvern veginn gervilegri og ég
á oft erfitt með að opna þær. Ég
kaupi samt „Prinsið" mitt eins
og áður en ekki jafn oft. Það
gamla er oftast það besta og það
á ekki að breyta bara breyting-
anna vegna.
Danska myndin
Þorpið
Svanfríður skrifar:
Mér finnast sjónvarpsþættirn-
ir um danska „Þorpið“ alveg æð-
islegir. Þetta eru þættir um dag-
legt líf í dæmigerðu þorpi hvar
sem er í nágrannalöndunum,
m.a.s. á íslandi. En hvers vegna
geta íslendingar ekki gert svona
myndir? Enginn hávaði, engir
teljandi skrækir eða brjáluð tón-
list? Bara sannferðug lýsing á lífi
og starfi fjölskyldu í sæmilega
siðuðu þorpi. Danir eru nú líka
svolítið „spes“ á sinn hátt. Við
ekki.
Vodkasmyglið
og tollarinn
Vignir hringdi:
Maður furðar sig ekki á þessu
óheyrilega vodkasmygli þegar
tekið er tillit til þess hve mikið
áfengismagn hefur verið í gangi
á svörtum markaði t.d. allt sl. ár.
Furðulegra er hve lint er tekið á
því að þarna er tollvörður sem á
aðild að máli. Hefði t.d. lögrglu-
maður átt aðild að, segjum morði
eða innbroti, hefði örugglega
löngu verið búið að gefa upp nafn
hans. Það er eins og á smyglið sé
fremur litið sem einhverja eðli-
lega framkvæmd. Hvað veldur?