Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 22
30 MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1997 Neglur verða hvítar í mikilli hæð Neglur á fingrum og tám geta oröið óvenjulega hvítar hjá þeim sem hafast við í mikilli hæð í langan tíma í einu, segir í bréfi tveggja kanadískra vís- indamanna, Stuarts Hutchin- sons og Smitu Amin, til New England læknablaðsins nýlega. Hæðin hefur svona áhrif á frumurnar sem valda nagla- vexti. Vísindamennimir tóku eftir þessu fyrirbæri hjá 34 ára göml- um manni sem var sex vikur að klifra á Everestfjalli. Á þeim tíma var hann í hæð þar sem loftþrýstingurinn er aðeins helmingur á við það sem gerist við sjávarmál. Þegar hann sneri aftur niður að sjávarmáli tóku áðumefhdar frumur að framleiða aftur eðlilega litaðar neglur. Vísindamennimir segja hvíta litinn sýna að súrefnis- skortur í mjög mikilli hæð geti haft truflandi áhrif á starfsemi líkamans á ýmsa lund. Beinagrindur bama úr hóruhúsi Rannsóknir á beinagrindum af ungbörnum sem fundust í holræsakerfinu undir fornu baðhúsi í biblíuborginni Ash- kelon á suðurströnd ísraels benda til að þar hafi verið starf- rækt rómverskt vændishús. Ariella Oppenheim fomleifa- fræðingur og samverkamenn hennar við Hebreska háskól- ann rannsökuðu um 100 beina- grindur og vom þær af bæði stúlku- og sveinbömum. Það þýðir að þau vom ekki fómar- lömb stúlkubarnadráps sem mjög var algengt á tímum Róm- verja. Börnunum var að öllum líkindum kastað í holræsin skömmu eftir að vændiskonur ólu þau, segir í bréfi vísinda- mannanna til tímaritsins Na- ture. Eina sprautu gegn eyrnabólg- unni Góðar fréttir fyrir foreldra barna með hina ógurlegu eymabólgu. Rannsóknir sýna að ein sprauta með fúkalyfjum dugir jafn vel og tíu daga skammtur af lyfjum sem gleypt era á venjulegan máta. Rannsókn var gerð í Boston og náði hún til 484 bama á aldr- inum þriggja mánaða til þriggja ára sem voru með skæða eyrna- bólgu. Frá rannsókninni er sagt í riti bandarísku barnalækna- samtakanna. Það kemur oft fyrir þegar hefðbundinni lyfjagjöf er beitt að bömin taka ekki lyfið sitt í tiu daga. Ýmsar ástæður eru fyrir því, bæði vilja þau það i kannski ekki eða þá að foreldr- amir hreinlega gleyma að gefa þeim það. Eyðing regnskóga veldur þurrkum í Vestur-Afríku Þurrkarnir, sem hafa herjað á íbúa Vestur-Afríku undanfama tvo áratugi, kunna að stafa af eyðilegg- ingu regnskóga í löndum á borð við Nígeríu, Gana og Fílabeinsströnd- ina. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem vísindamenn við MIT háskólann í Bandaríkjunum hafa gert. Frá þessu er skýrt í tíma- ritinu New Scientist. Þar segir að frekari eyðing regnskóganna í þess- um heimshluta gæti valdið algjöra hrani monsúnregnkerfisins í vest- anverðri Afríku, að sögn visinda- mannsins Xinyus Zhengs. Regnskógarnir þurfa á mikilli rigningu að halda fyrir vöxt sinn og viðgang en um leið stuðla þeir líka að regni á öðram stöðum. Þannig er að helmingur regnsins sem fellur á regnskógana, eða rúmlega það, gufar mjög fljótt upp af laufkrónun- um, myndar raka í loftinu. Rakinn stuðlar að myndun skýja sem síðan losa sig við rakann í formi rigning- ar lengra inni í landi. Regnskógam- ir á vesturströnd Afríku, sem fá mikið regn úr vindum sem blása af Atlantshafinu, hafa á þann hátt orð- ið til þess að viðhalda úrkomu á þurrari svæðunum lengra inni í landi. Eyðing regnskóganna í vestur- hluta Afríku hefur verið gífurleg á þessari öld. í upphafi aldarinnar þöktu regnskógamir um 500 þúsund ferkílómetra svæði, eða um fimm sinnum stærra land en sem nemur flatarmáli íslands, en nú eru um 90 prósent þessa skóglendis horfin. Skógarnir hafa t.d. verið raddir fyr- ir ræktarland af ýmsum toga eða þá að þeir hafa orðið að víkja fyrir annarri mannanna starfsemi, svo sem námugreftri og timburiðnaðin- um. Þegar trjánum hefur verið ratt úr vegi, síast regnið sem fellur í strandhéruðunum ofan í jörðina eða þá það rennur beinustu leið til sjáv- ar. Uppgufunin minnkar en það hef- ur svo aftur áhrif á úrkomu í lönd- um eins og Malí og Níger þar sem þurrkar eru algengir. í greininni í New Scientist segir að nokkrar rannsóknir hafi spáð fyrir um að eyðing skóglendis á Amasónsvæðinu muni hafa svipuð áhrif í Brasiliu. En Zheng og sam- starfsmaður hans, Elfatih Eltahir, segja að þessi áhrif kunni þegar að vera komin fram í Vestur-Afriku. Þeir benda á að hlutfallslega hafi orðið miklu meiri eyðing skóglend- is í Vestur-Afríku en á Amasón- svæðinu. Þeir Zheng og Eltahir gerðu reiknilíkan af ýmsum þáttum sem snerta úrkomu og samkvæmt því gæti farið svo að veðrakerfið, sem getur af sér mestu rigninguna í strandhéruðum Vestur-Afriku, muni ekki fara yfir landið, eins og það gerir alla jafna þegar sumar- monsúnvindarnir blása, heldur vera áfram yfir sjónum. Ef allt færi á versta veg gæti það haft þær afleiðingar að gresjugróð- ur tæki við af regnskógunum. Það gæti svo leitt til hrans monsún- vindakerfisins, ef eitthvað er að marka reiknilíkan Zhengs. Rannsóknir breskra vísindamanna: í lagi að aka til vinnu vera meira en leyfilegt er til að mega aka bíl. Hjá þrjátíu körlum vora alls engar áfengisgufur i and- ardrættinum og höfðu þó fimm þeirra drukkið meira en tuttugu mælieiningar alkóhóls kvöldið áður. Ein mælieining samsvarar 225 ml af bjór, glasi af víni eða einföld- um sjússi af sterkum drykk. Wright segir rannsóknina gefa vísbendingar um að fólki sem drekkur á mannamótum sé yfirleitt óhætt að fara á bílnum sínum til vinnu næsta morgun, enda borði þetta fólk yfirleitt samhliða áfengis- neyslunni og sitji svo ekki að sumbli cilla nóttina. Lifrin vinnur á einni mæliein- ingu af alkóhóli á klukkustund. Flestir læknar mæla þó með þvi að menn aki ekki bifreið næstu tólf klukkustundimar að minnsta kosti eftir hafa fengið sér í glas. ið hafi flotið í stríðum straumum og hausverkurinn sé ógurlegur. Þetta eru bara timburmenn. Neil Wright og félagar hans við háskólann í Leicester segja að lík- ama karla, að minnsta kosti, takist með góðum nætursvefni að losa sig við mestallt alkóhólið sem innbyrt var. Þeir rannsökuðu 58 karla, fylgdust með hversu mikið þeir drukku að kvöldi og mældu síðan áfengismagnið í þeim að morgni. „Makar og vinir voru innan handar við að sannprófa magnið og hvenær drykkjunni lauk. Allir karl- arnir snæddu mat annaðhvort rétt áður en þeir drukku eða þá á sama tíma,“ segir i bréfi sem Neil Wright skrifaði til læknablaðsins Lancet. Morguninn eftir kvörtuðu 44 karl- anna um timburmenn. Þeir vora allir látnir blása i áfengismælingar- tæki og að sögn Wrights reyndist áfengismagnið hjá engum þeirra Góður nætursvefn getur gert veg óhætt sé að setjast upp í bílinn kraftaverk, það vita allir. Nú halda og aka i vinnuna morgiminn eftir breskir vísindamenn því fram að al- vel heppnaða matarveislu, þótt vín- Fuglar í feluleik með matinn sinn Til eru fuglar sem fara í feluleik með matinn sinn. Fuglar þessir, sem eru af ætt hröfnunga eða meisa, safna fæðuforða til vetrarins og fela hann á ýmsum stöðum. Þegar vetur konung- ur gengur svo í garð sækja fuglarnir sér í gogginn í þessi forðabúr sín sem þeir finna án minnstu vandkvæða. Skiptir þá engu máli þótt margir mán- uðir séu liðnir frá því þeir komu þar síðast og þótt snjór sé yfir öllu og kennileiti því kannski horfin sjónum. Ljóst þykir að einhverri sérgáfu þurfa fuglarnir að búa yfir til að finna mat- inn sinn aftur og svelta ekki í hel. En hvað er hér á ferðinni? Rannsóknir vísindamanna veita að minnsta kosti einhver svör við þess- ari spurningu. Niðurstöður þeirra benda tU að sá hluti heUans, sem kaU- aður er dreki, eigi hér hlut að máli. Drekinn, sem er lítUl og djúpt inni í heUanum og kannski ekki ósvipaður sæhesti í laginu, eins og erlent heiti hans gefur til kynna, gegnir lykilhlut- verki þegar minni er annars vegar. Ýmiss konar rannsóknir á felufugl- um þessum hafa leitt í ljós að drekinn stækkar og heUafrumunum í honum fjölgar á haustin þegar fuglamir þurfa að fara í feluleikinn. Drekinn skrepp- ur síðan aftur saman þegar vorar á ný og ekki er þörf fyrir hegðun af þessu tagi. Breytingar þessar á heUanum verða ekki hjá fuglum sömu ættar en sem ekki stunda feluleik með matar- forða sinn. Og það sem meira er, ef maður kemur í veg fyrir að felufugl geti falið fæðuna sína og þar með fundið hana aftur minnkar í honum drekinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.