Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1997 15 Fátækt er ekki ímyndun Forsætisráðherra telur að hægt sé að leysa vandamálið fátækt á Is- landi með því að loka augunum. Hann sér enga fátækt í landinu og segir þá sem benda á hana fara með fleipur. Verkalýðshreyfingin hefur lagt fram réttlát- ar kröfur sínar í þeim viðræðum sem nú standa yflr á vinnu- markaði. Svör vinnu- veitenda og ríkis- stjórnar við þessum kröfum eru móðgun við launafólk sem sýnt hefur fádæma biðlund á þjóðarsáttartíman- um, enda var því lofað að kjör þess yrðu bætt þegar markmiðinu um lága verðbólgu og betri hag væri náð. Nú þegar fyrirtæki, sem á annað borð birta tölur um rekstur sinn, sýna hagnað á síðasta ári og verð- bólga er með því lægsta sem þekkist, bjóða vinnuveitendur almennu launafólki með tekjur á bilinu 50 til 100 þúsund á mánuði launahækkun upp á eitt til þrjú þúsund krónur á mánuði. Þetta er ekkert annað en móðgun við það fólk sem borið hefur uppi og tryggt þann árang- ur sem náðst hefur í efhahagsmálum. Gífurlegur launamunur Gögn frá Þjóð- hagsstofnun sýna að um fimm þúsund launahæstu ein- staklingamir i landinu skipta á milli sín launum sem 54 þúsund manns í lægstu launaflokkunum þurfa að láta sér nægja til lífsvið- urværis. Á árinu 1995 voru um 60 prósent framteljenda með laun undir 1,1 milljón króna á ári. Þess- ar tölur sýna að misskipting gæð- anna er óheyrileg í landinu. í ályktan nýlokins aðalfundar miðstjórnar Álþýðubandalagsins er tekið undir þær hugmyndir sem fram hafa komið um verulega hækkun á grunntöxtum launa- fólks, m.a. með því að færa aukagreiðsl- ur af ýmsu tagi inn í grunnlaun og hækka lægstu laun veru- lega. Alþýðubanda- lagið hafnar lika per- sónulegum samning- um í stofnunum og fyrirtækjum og legg- ur áherslu á að um öll kjör sé samið á fé- lagslegum grunni i kjarasamningum. Enda sýnir reynslan að persónubundnir samningar skila þeim lægst launuðu engum bótum. Flótti unga fólksins Það er staðreynd að ungt fjölskyldufólk leitar í auknum mæli eftir vinnu og búseta erlendis þar sem laun eru hærri og allur aðbúnaður fjöl- skyldunnar í samfélaginu betri en hér á landi. Það á að nota tekju- skattskerflð til tekjujöfnunar og Alþýðubandalagið hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um lækkun jaðarskatta, þannig að þeir verði aldrei hærri en 55%. í dag er fjöl- skyldufólk að greiða allt að 70 pró- sent af launum sínum í jaðarskatt. Kjallarinn Margrét Frímannsdóttir formaður Alþýöubanda- lagsins „Það á að nota tekjuskattskerfið til tekjuöfíunar og Alþýðubanda- lagið hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um lækkun jaðarskatta, þannig að þeir verði aldrei hærri en 55%>.“ Þessar tölur sýna að misskipting gæðanna er óheyrileg í landinu o o 9,6 10,8 8,5 6,2 4,2 2,8 1,7 1,1 0,1 rövi Þessar tölur sýna að misskipting gæöanna er óheyrileg í landinu, segir m.a. í grein Margrétar. Ríkisstjórnin hefur lofað úrbótum og lækkað persónuafsláttinn til að borga þær úrbætur. Það stendur hins vegar á efndunum þó búið sé að taka um 800 milljónir af launa- fólki fyrir þeim, m.a. með fryst- ingu persónufrádráttar þrátt fyrir mikla tekjuaukningu ríkissjóðs undanfarin tvö ár. Verkalýðshreyfingin er sökuð um það að vera að tala sig inn í verkfóll. Verkföll eru neyðarúr- ræði launafólks. En þegar eðlileg- um og sanngjömum kröfum verkalýðshreyfingarinnar er svar- að af blindum mönnum sem sjá ekki kröpp kjör almennings er ekki óeðlilegt að verkalýðshreyf- ingin velti fyrir sér úrræðum sem hún getar gripið til. Ef eitthvað er að leggja grunninn að verkföllum á íslandi er það firrt veruleika- skyn atvinnurekenda og stjórn- valda sem ætla að svíkja það lof- orð sem gefið var í upphafi þjóðar- sáttar. Loforðið um að betri hagur ætti að skila sér til launafólks. Al- þýðubandalagið segir hins vegar að nú sé komið að skuldadögum og nú eigi þeir að uppskera sem borið hafa byrðarnar á undanförn- um sex árum í tíð ríkisstjórna Davíðs Oddssonar. Ríkisstjórnin hefur ráðist að kjörum þeirra sem minnst mega sín og lækkað laun elli- og örorku- lífeyrisþega beint og sett auknar álögur á sjúklinga í formi þjón- ustugjalda. Þannig vora sértekjur stofnana á árinu 1995 12 milljarðar króna og höfðu þá hækkað um tæpa tvo milljarða frá árinu 1991. Elli og örorkulífeyrisþegar hafa legið vel við höggi enda semja þeir ekki sjálfir um sín kjör. Ég tel hins vegar tímabært í ljósi stað- reynda að samtök eldri borgara og öryrkja komi með beinum hætti að því að semja um kjör sín, til þess njóta þau staðnings Alþýðu- bandalagsins. Margrét Frímannsdóttir íslendingar og Evrópusambandið í kjölfar hátíðarræðu forsætis- ráðherra 17. júní 1995 urðu allsnarpar umræður um afstöðu íslendinga til Evrópusambands- ins. Þá örkuðu ýmsir formælend- ur aðildar fram á ritvöllinn og gripu til margra þeirra hvimleiðu og gatslitau orðaleppa sem tíðkast í opinberri umræðu hérlendis þeg- ar rökleg hugsun lýtur í lægra haldi fyrir eiginhagsmunapoti og tilfinningaofsa. Þessir sömu menn hafa ítrekað kvartað yfir skorti á hlutlægri og yfirvegaðri umræðu um efnið, en þegar upp á henni er bryddað bregðast þeir við með gífuryrtam aðdróttanum í garð þeirra sem fara vilja varlega í sakimar og hvetja til umhugsunar og aðgæslu. Málflutn- ingurinn minnir óþægilega á orð- færi ofstækisfullra trúboða og er lítt til þess fallinn að stuðla að skynsam- legri umræðu. 20.000 embætt- ismenn Um Evrópusambandið má ýmis- legt gott segja og þá ekki síst við- leitai þess til að tryggja varanleg- an frið í álfunni. Hitt má öllum vera ljóst, að miðstýringin frá Brassel hefur ýmsa þá annmarka sem auðkennt hafa miðstýrð ríki og ríkjasamsteypur frá upphafi vega. Þó ríkisstjómir aðildarrikj- anna hafi í orði kveðnu stjóm á hinu viðamikla miðstýringar- bákni, þá er það í reynd svo, að ríflega 20.000 embættismenn, sem eru gróflega yfirborgaðir og hafa ekki verið kjörnir til verkefna sinna í lýðræðislegum kosningum, hafa töglin og hagldimar: móta bæði stefnuna og dagleg störf sam- bandsins. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma tekur þessi fjölmenni og ótrúlega valdamikli hópur fyrst og fremst mið af hagsmunum fjöl- þjóðlegra stórfyrirtækja, sem setja ljárhagslegan ábata efst á blað, en hirða minna um lýöræði, jafnrétti og almenna velferð þegnanna. At- vinnuleysi er geigvænlegt í rikj- um Evrópusambandsins og fer vaxandi á sama tíma og forstjóra- veldið þenst út og magnast með hveiju árinu sem líður. Forsmekkur af óheilla- þróun Launamisrétti á íslandi er vissulega alvarleg meinsemd með 16-falt hærri laun hjá hæst laun- uðu forstjórum en hjá verkakon- um. Milli áranna 1993-94 bætta þeir 170.000 krónum ofan á mánað- artekjur sínar á meðan verkafólk fékk 2.000 króna hækkun. Samt eru þetta smámunir hjá því sem tíðkast í Evrópusambandinu þar sem 50- til 60-föld laun forstjóra miðað við almenna launþega eru hreint ekki óalgeng. Og það sem er öllu ískyggilegra: nú rær forstjóra- veldið að því öllum árum í nafni hinnar ginnheilögu samkeppni að gera verkalýðshreyf- inguna áhrifalausa og Eifnema lágmarks- laun, þannig að það geti haft sína henti- semi með launakjör lágstéttanna. Við eram að fá for- smekkinn af þessari óheillaþróun hér heima með ítrekuð- um kærum til Sam- keppnisráðs, til dæm- is fyrir tveimur árum vegna lágmarkstaxta sem Rithöfundasam- band íslands samdi um til handa félögum sínum. Rithöfundum skyldi ekki haldast uppi að hafa samráð um eða setja sér lág- markstaxta fyrir verk sin, þó þeir séu einhver verst launaða stétt í landinu. Forstjórafrekjan og stórgróða- hyggjan eru löngu famar að teygja anga sína norður á okkar ísa kalda land, og við munum engu týna nema sálinni og sjálfstæðinu, ef við látam þessar óhelgu tví- burasystur ráða ferðinni. Við erum jaðarþjóð í Evrópu einsog Grikkir, Portúgalar og írar. Tveimur þessara þjóða, Grikkjum og írum, hef ég kynnst allnáið. Reynsla beggja er að mínum dómi lærdómsrík fyrir íslendinga. í öndverðu var meirihluti beggja þjóða hlynntur aðild að Evrópu- sambandinu, sem þá hét raunar Evrópusamfélagið, með því digrir sjóðir til endurreisnar og upp- byggingar vora í boði og óspart hagnýttir. Allt annar tónn Nú kveður hins veg- ar við allt annan tón hjá báðum þjóðum. Fyrrum dyggir staðn- ingsmenn aðildar segja mér nú hópum saman, að þeir hafi látið blekkjast af glýju auðfengins fjár- magns, sem í fyrst- unni hafi verið vel þegið og stuðlað að skjótri uppbyggingu, en nú sé svo komið, að heimamenn séu orðnir annars flokks þegnar í eigin landi. Erlendir fjárfestar hafi eignast obbann af arðvænlegum at- vinnurekstri og stjórni í reynd öllu sem þeir kæri sig um að stjórna. Lýðræðislega kjörnir stjómendur beggja landa séu nán- ast skósveinar hinna erlendu fjár- magnseigenda. Þessum sjónarmið- um vex líka fiskur um hrygg í Finnlandi og Svíþjóð. „Endirinn skyldi í upphafi skoða,“ segir gam- alt máltæki og mætti verða okkur umhugsunarefni. Sigurður A. Magnússon „Um Evrópusambandið má ýmislegt gott segja og þá ekki síst viðleitni þess til að tryggja varanlegan frið í átfunni. Hitt má öllum vera Ijóst, að miðstýringin frá Brussel hefur ýmsa þá annmarka sem auðkennt hafa miðstýrð riki og rikjasamsteypur frá upphafí vega.“ Kjallarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur Meö og á móti Sparnaður á landsbyggðar- sjúkrahúsum Kristján Erlends- son, iæknir og skrifstofustjóri í heiibrigölsráöu- neytinu. A ekki að minnka þjónustu „Heilbrigðismál eru viðkvæmur málaflokkur enda getar það reynst alvarlegt mál ef ekki næst til heil- brigðisstarfsmanns í bráðatilfell- um. Þessi ákvörðun Alþingis um spamað á næstu þremur árum til lands- byggðarsjúkra- húsa er byggð á kostnaðarmati á rekstri sjúkra- stofnana og tek- ur mið af upp- lýsingum um fólksfjölda, ald- ursdreifingu og sk. héraðshlut- deild sem er hlutfall þeirra heilbrigðlsvanda- mála, s.s. innlagna og aðgerða, sem sinnt er í heimabyggö. Sfjómendur sjúkrahúsa verða að gera skipu- lagsbrejdingar án þess að skerða þjónustuna. Þessu markmiði má ná fram með heildarendurskipulagningu heilbrigðismála ákveðinna lands- hluta, með samoinmgu þjónustu- svæða, endurskipulagningu nýt- ingar hjúkrunarrýma, samvinnu heilsugæslu og sjúkrahúsa, samn- ingum við stærri sjúkrahús um ákveðna þjónusta auk almennra aðgerða í stjómun og rekstri. í sumum tilfellum getar verið nauð- synlegt að flytja til ónýttar stöður sérfræðinga gegn tryggri sérfræði- þjónusta og auka þannig héraðs- hlutdeild. Hér reynir verulega á út- sjónarsemi stjórnenda þessara stofnana og er unnið að þessu verkefni í fullri samvinnu við þá.“ Öryggisventill „Það eru talsverðar þversagnir í þessari skýrslu. Héraðshlutdeild sjúkrahúsanna á að hækka og flytja á þjónustuna til fólksins. Þetta hefur verið gert hér á ísa- firði, svo nem- ur tugum pró- senta, en nú er algerlega á þetta slegið meö þessum til- lögum. Þarna eru menn bara að gefa sér for- sendur til þess að tosa peninga í hítina fyrir sunnan. í líkön- um ráðuneytisins kostar t.d. hvert hjúkrunarrúm á landsbyggðinni 2,5 milljónir á ári. I Reykjavík telst sama rúm kosta 2,8 milljónir. Þetta er dæmi um hvernig forsendur eru lagaðar til eftir þörfum, að því er virðist. Þama er augljóslega verið að takast á um dreifingu peninga, frá iandsbyggðinni til Reykjavík- ur. Talað er um að færa sérfræðing- ana suður til þess að skammta svo þjónusrtana út á land. Þetta finnst okkur kolrangur hugsunarháttur og teljum við að miklu nær væri að dreifa sérfræðingum á fjögur stór sjúkrahús úti á landi og vinna saman þar og veita góða þjónustu á stóru svæði. Sjúkrahúsin eru víða ekki bara til þess að veita neyðarþjónustu. Við lítum jafn- framt á þau sem öryggisventil. Ekki þarf annað en að minna á snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri til þess að undirstrika hlutverkið. Menn hafa kannski gleymt hversu mikilvægur öryggisventillinn var þá?“ -sv Guöjón Brjánsson, framkvæmdastjóri sjúkrahússins á ísafir&i. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.