Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1997 óháð Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoöarritstjóri: EUAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjðrn, skrifstofur, augiýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimastða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, biaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Framsókn sýpur seyði Niðurstöður skoðanakönnunar DV um fylgi flokka, sem birt er í blaðinu í dag, eru athyglisverðar. Helstu breytingar frá síðustu könnun og raunar einnig sé mið- að við síðustu þingkosningar eru verulegt fylgistap Framsóknarflokksins. Fylgi flokksins hefur ekki verið minna frá síðustu kosningum. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust 16,9 prósent styðja FramsóknarfLokkinn. Miðað við síðustu skoðanakönnun DV í október hefur Framsóknarflokkurinn tapað 3,9 pró- sentustigum og þremur þingmönnum. Fylgi Framsókn- arflokksins, samkvæmt þessari könnun, gefur flokknum aðeins 10 þingmenn. Það er fækkun um fimm þingmenn miðað við þingsæti flokksins í dag. Könnunin sýnir okkur að Framsóknarflokkurinn er kominn nánast í sama fylgi og Alþýðuflokkurinn og Al- þýðubandalagið. í könnuninni styðja 16,6 prósent Al- þýðuflokkinn og 16 prósent Alþýðubandalagið. Ef kosn- ingaúrslit væru sem þessi könnun fengju flokkamir hver um sig 10 þingmenn. Það vekur athygli að á meðan Framsóknarflokkurinn tapar verulega þá bætir Sjálfstæðisflokkurinn, hinn stjómarflokkurinn, við sig fylgi. Sú gagnrýni sem beinst hefur að ríkisstjóminni undanfamar vikur hefur snúið að ráðuneytum Framsóknarflokksins. Megn andstaða íbúa í grennd við fyrirhugað álver á Grundartanga hef- ur verið afar áberandi. Sú andstaða snýr annars vegar að Finni Ingólfssyni iðnaðarráðherra og hins vegar að Guðmundi Bjamasyni umhverfisráðherra. ÖH spjót hafa staðið á þessum tveimur ráðherrum Framsóknarflokksins. Finnur er talinn hafa keyrt álver- ið í gegn án þess að fólki gæfist nægilegt tóm til að átta sig og andmæla. Þegar andmælin komu loks fram sagði ráðherrann að þau kæmu of seint. Þá er Guðmundur tal- inn bera ábyrgð á því að of vægilega sé tekið á skaðleg- um umhverfisáhrifum og mengun af völdum stóriðju í viðkvæmu landbúnaðarhéraði. Þessi óánægja endurspeglast í skoðanakönnun DV í dag og hún bitnar á FramsóknarfLokknum. Það virðist heldur ekki gleymt að fyrrverandi formaður Framsókn- arflokksins og forsætisráðherra, Steingrímur Hermanns- son, snerist á sveif með þeim sem andmæla staðsetningu álversins á Grundartanga. Sú afstaða forystumanns í flokknum um langt árabil hefur án efa reynst þung í skauti ráðherrum flokksins í dag. Framsóknarráðherramir eru að sjálfsögðu að fram- fylgja stefnu ríkisstjómarinnar um stóriðjuframkvæmd- ir. Það er því eftirtektarvert að sjá að óánægjan vegna fýrirhugaðs Grundartangaálvers bitnar ekki á Sjálfstæð- isflokknum heldur þvert á móti. Sveiflur í fylgi ríkisstjómarflokka em eðlilegar og skoðanakannanir em góð tæki til að mæla þær. Stjóm- arathafnir em misvinsælar og Framsóknarflokkurinn virðist nú gjalda fyrir meðhöndlun stóriðjuáformanna. Andstaða við staðsetningu álversins og mengunarvamir þess er meiri en stjómvöld áttu von á. En því má ekki gleyma að eitt helsta kosningaloforð flokksins var að skapa þúsundir nýrra atvinnutækifæra. Það gerist meðal annars með því að virkja vatnsfóll og háhitasvæði til þess að útvega næga raforku til stóriðju hér á landi. Rísi álverið og þjóðin njóti sjáanlega ávaxta af þeirri starfsemi kann málið að snúast við. Þá gæti Framsóknarflokkurinn hagnast á því að hafa haft for- göngu um framkvæmdimar. Jónas Haraldsson „Þaö eru einna helst setlögin undan Noröurlandi, þar sem þau eru þykkust, sem gefa von,“ segir m.a. í grein- innl. Olía við Island - möguleiki eða draumsýn? Af og til í gegnum tíð- ina hefur hvarflað að mönnum að finna mætti olíu á landgrunn- inu kringum ísland. Ekki hefur dregið úr áhuga fólks sá árangur sem náðst hefur við Noreg, í Norðursjó og nú siðast við Færeyjar. í ljósi þess hvaða ár- angri t.d. Norðmenn hafa náð í efnahagsmál- um, m.a. vegna hagnað- ar af olíuvinnslunni, er raunar eðlilegt að menn vilji að kannað sé hvort íslenska þjóðin gæti hugsanlega náð til sín hlut af þeim hagnaði sem í olíunni er falinn. Á undanförnum ánun hafa þess vegna tals- vert miklar rannsóknir fariö fram og niður- stöður þeirra verið kynntar hagsmunaaðil- um. Aöstæöur viö (s- land Frá árinu 1992 til ársins í ár hefúr á fjár- lögum verið varið tæp- um 20 miUjónum króna til hafs- botnsrannsókna umhverfis Island. Orkustofnun hefúr borið hitann og þungann af þessum rannsókn- um, oft í samvinnu við erlenda að- ila. Þær rannsóknir sem farið hafa fram eru frumkannanir, ekki eig- inleg oliuleit og er þeim ætlað að gefa almennt yfirlit um jarðmynd- anir á svæðinu. í stuttu máli sagt situr ísland á Miö-Atlantshafshryggnum miðjum þar sem jarðskorpan er ung og mynduð við eldvirkni. Á slíkum svæðum eru yfirleitt óveruleg set- lög og eru þau jafnan útilokuð sem Kjallarinn Arni Magnússon aöstoðarmaöur iönaöar- og viöskiptaráöherra oliusvæði. ísland hefur hins vegar ákveðna sérstöðu í þessu tilliti því nokkur setlög hafa sest til á hafsbotn- inum umhverfis það. Af þessum sök- um er óvarlegt að útiloka nokkuð en líkurnar eru hverf- andi. Niöurstööur rannsókna Orkustofnun hefúr einkum kannað þrjú svæði, þ.e. landgrunnið, Jan Mayensvæðið og „Island hefur hins vegar ákveðna sérstöðu í þessu tilliti því nokkur setlög hafa sest til á hafsbotnin- um umhverfis það. Af þessum sökum er óvarlegt að útiloka nokkuð..." Hatton-Rockallsvæðið. Niðurstöð- umar eru ekki hvetjandi því hvergi á landgrunninu eða innan efnahagslögsögu okkar hefur sannast að olía sé til staðar og við- ast hvar er engin eða hverfandi von til að svo geti verið. Það eru einna helst setlögin undan Norð- urlandi, þar sem þau eru þykkust, sem gefa von en hún er ákaflega veik. Jafnvel þótt vísbendingar fengjust um að þar mætti finna olíu eru aðstæður þar með þeim hætti að vinnsla yrði erfið eða úti- lokuð, m.a. vegna veðra, hafiss og sjávardýpis. A Jan Mayensvæðinu má að líkindum finna meginlands- skorpu með gömlum setlögum en óvíst er um gerð þeirra og að auki eru aðstæður til rannsókna, leitar og vinnslu mjög erfiðar. Hið umdeilda Hatton-Rockall- svæði virðist áhugaverðast í þessu tilliti, ekki síst eftir að olía fannst yst á skoska landgrunninu vestur af Hjaltlandi og áhugi jókst á land- grunni Færeyja. Hér fylgir þó sá böggull skammrifi að deilur standa milli íslendinga, Dana/Færeyinga, Breta og íra um yfirráð yfir svæðinu en það er ekki innan núverandi lögsögu okkar. Áhugi útlendinga Á grundvelli þeirra niður- staðna sem fengist hafa með rannsóknum hér við land hefur verið reynt að vekja áhuga er- lendra aðila í olíuvinnslu á frekari rannsóknum eða olíu- leit við ísland. Þær tilraunir hafa lítinn sem engan árangur borið enda mat þeirra aðila að miklu vænlegri og auðveldari svæði standi þeim til boða. Ef hins vegar niðurstöður rann- sókna olíufélaga á Möre-setlaga- dældinni andspænis Jan- Mayenhryggnum verða jákvæöar og sömuleiðis verður jákvætt framhald á rannsóknum við Fær- eyjar, má gera því skóna að í fram- tíðinni kunni menn að líta til Jan- Mayen og Hatton-Rockall svæð- cmna með auknum áhuga. Hvort og hvenær það verður er erfitt að sjá fyrir en tilraunir ís- lenskra stjónvalda til að glæða áhuga erlendra aðila á svæðinu umhverfis landið munu halda áfram. Ámi Magnússon, aðstoðar- maður iðnaðar- og viðskiptaráð- herra. Ámi Magnússon Skoðanir annarra Sjálfheldan í kennslumálum „Mikil afturför i grunngreinum nemenda bendir ótvírætt til slakrar kennslu. Slakur árangur í grunn- skólum virðist vera samferða útþenslu og fjölda- aukningu útskrifaðra kennslukrafta frá Kennarahá- skóla íslands. Það er því auðrakið hvaðan niður- koðnun kennslunnar er upprunnin. ... Hugmynda- fræðingar og faglið nýskólastefmmnar ásamt sam- kyns liði innan Kennaraháskólans hefur nú lokast af í sjálfheldunni og virðist mjög ánægt með það.“ Siglaugur Brynleifsson i Mbl. 31. jan. Gagnrýnni fjárfestar „Það verður án efa spennandi að fylgjast með hlutabréfamarkaðnum á næstu mánuðum.... Ekki er hægt að búast við að sagan frá því í fyrra endurtaki sig þegar nánast öll sjávarútvegsfyrirtæki á mark- aðnum gáfu rífandi ávöxtun og aðeins eitt fyrirtæki á öflum markaðnum var með neikvæða ávöxtun. Fjárfestar eru nú mun gagnrýnni á verð hlutabréf- anna en áður og munu vanda sig og draga fram reiknistokkana áður en þeir veðja á einstök fyrir- tæki.“ KjM í Viðskipti/Atvinnulíf Mbl. 30. jan. Mismunandi gildismat „Mótmæli eins og þau, sem borið hefur á vegna ál- versins á Grundartanga og virkjunarframkvæmda, endurspegia ekki endilega viðhorf meginþorra landsmanna. Ýmislegt bendir til að almenningur sé hlynntur uppbyggingu í orkumálum og orkufrekum iðnaði.... Spyrja má hvort vegi þyngra; hagnaðurinn af virkjun eða það sem glatast við að mynda hann. Arðsemisútreikningar gefa til kynna hvaða fjárhags- legi ávinningur er í húfi og þannig má ræða hvaða ákvörðun er skynsamlegust." Þorsteinn Hilmarsson í Degi-Tímanum 30. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.