Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1997
Útlönd
Stuttar fréttir i>v
Chirac Frakklandsforseti og Jeltsín Rússlandsforseti hittust á fundi í gær:
Ræddu útþenslu
NATO í austurátt
Fundur Jeltsíns Rússlandsforseta með Jacques Chirac Frakklandsforseta var fyrsta embættisverk Jeltsíns í utan-
ríkismálum síöan hann fékk lungnabólgu í byrjun janúarmánaðar. Símamynd Reuter
Það vakti athygli að Jacques
Chirac Frakklandsforseti lýsti því
yfir, að loknum þriggja klukku-
stunda löngum fundi með Boris
Jeltsín Rússlandsforseta í gær, að
það kæmi honum á óvart hve
Jeltsín virtist hafa náð sér vel eftir
erfið veikindi. Jeltsín fór í erfiða
hjartaaðgerð í nóvember síðastliðn-
um og fékk lungnabólgu í kjölfarið í
byrjun janúar.
Áformað var að fundur leiðtog-
anna stæði í tvo tlma en hann fór
klukkustund fram úr áætlun. Fund-
urinn fór fram í Rússlandi, við
Novo-Ogaryovo, aðsetursstað forset-
ans rétt utan við Moskvu, þar sem
hann hefur dvalið undanfarnar vik-
ur til þess að ná heilsu. Fundurinn
var fyrsta embættisverk Jeltsíns i
utanríkismálum frá því hann fékk
lungnabólguna.
Viðræður forsetanna snerust
fyrst og fremst um málefni NATO
og útþenslu samtakanna í austurátt.
Jqltsín er mjög mótfallinn þeim
áformum og telur að hún myndi
veikja mjög vamir Rússlands ef af
henni yrði. Ráðamenn hjá NATO
hafa hins vegar lýst því yfir að and-
staða Rússa muni ekki breyta
ákvörðuninni. Vegna þess hafa
Rússar tekið upp breytta stefnu og
vilja ná fram samningi um að
NATO-þjóðimar skuldbindi sig til
að halda heijum sínum frá landa-
mærunum við Rússland. Ennfrem-
ur að NATO-ríkin muni ekki koma
fyrir kjamavopnum, þungavopnum
og herafla annarra þjóða innan
landamæra nýrra ríkja í NATO.
Rússar reyna nú ákaft að afla
þeirri stefnu fylgis meðal þeirra Evr-
ópuríkja sem eru aðilar að NATO.
Jeltsín lýsti því yfir við fréttamenn
að hann væri mjög ánægður með
viðræðurnar við Chirac og teldi þær
hafa verið mjög gagnlegar. „Málefni
Rússa og Frakka, sérstaklega í Evr-
ópu, eru að mörgu leyti samþætt,“
sagði Jeltsín. Hann leggur mikið
kapp á það að sýna landsmönnum
sínum fram á að hann sé fulifær um
að stjórna þessu víðlendasta riki
heims.
Yfirlýsingar Chiracs að loknum
fundinum með Jeltsín eru lóð á þær
vogarskálar. „Ég varð var við að
Jeltsín var mjög vel að sér í alþjóða-
málum og vissi allt um framvindu
þeirra mála að undanförnu. Hann
var einnig mjög fastur fyrir varð-
andi málefni sem snertu öryggi
Rússlands," sagði Chirac.
Reuter
• •
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í einingar
úr tengigangi í Rimaskóla. Einingamar standa á byggingarsvæði skólans að
norðanverðu.
Um er að ræða eftirtaldar einingar:
Stærð 1 x b x h (sm)
550 x 270 x 280 (230) 8 stk.
Auk þess eru 6 aðrar minni einingar á staðnum.
Einingamar em opnar til enda. Klæddar að utan með fínrásuðum krossvið, þak
hallandi klætt með bámjámi. Útveggir, loft og gólf einangrað með steinull,
klætt spónaplötum. Gluggar og hurðir em í einstökum einingum.
Fulltrúi seljanda verður á staðnum þriðjudaginn 4. febrúar, milli
kl. 15 og 17.
Nánari upplýsingar fást á Byggingadeild borgarverkfræðings í síma 563-2300.
Kaupandi tekur við einingunum í núverandi ástandi og skal sjá um flutning
þeirra af svæðinu.
Tilboðum skal skila til Innkaupastofnunar fyrir miðvikud. 12. febrúar
1997, kl. 14.
MKÁÚmfOFNUN
REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sfmi 552 58 00 - Fax 562 26 16
^agur-CEmmm
-besti tími dagsins!
BLAÐBERAR
óskast í eftirtalin hverfi.
Breiöholt - Selás
Vesturbæ - Miöbæ
Helstu sérfræðingar efnahagsmála funda í Sviss:
Evrópskt efnahags-
líf er vandræðalegt
- í samanburði við það bandaríska
Hagfræðingar heims horfa nú í
auknum mæli til bandarísku fyrir-
myndarinnar í efnahagsmálum
vegna frétta um mikla uppsveiflu í
efnahagslífinu í Bandaríkjunum á
undanförnum mánuðum. í sviss-
neska bænum Davos fer nú fram
alþjóðlegur fundur ráðgjafa og leið-
toga efnahagsmála í helstu iðnríkj-
um heims.
Það sem hæst ber á fundinum er
vandraeðagangur evrópskra ráða-
manna vegna þess að spádómar um
uppgang í efnahagslífi landanna
hafa ekki alls staðar gengið eftir á
meðan bandarískt efnahagslíf virð-
ist vera í mikilli uppsveiflu.
Ríki Evrópulandanna hafa hing-
að til byggt efnahagskerfi sitt á
háum sköttum og mikilli félags-
legri þjónustu á meðan bandaríska
kerfið byggir á lágum sköttum og
heldur félagslegri þjónustu í lág-
marki. Bandaríkin leggja einnig
meiri áherslu en Evrópuríkin á
óhefta samkeppni á sem flestum
sviðum efnahagslífsins. í Banda-
ríkjunum hefur nú ríkt vöxtur í
efnahagslífinu í 6 ár samfleytt og
verðbólgan á þeim tíma hefur ekki
verið lægri síðustu þrjá áratugi. At-
vinnuleysi í Evrópusambandinu er
nú um 11% að meðaltali en aðeins
5% í Bandaríkjunum. Frá því árið
1960 hefur Evrópuríkjunum aðeins
tekist að búa til 10 milljón ný störf
en það er aðeins fimmtungur af því
sem Bandaríkin hafa gert á sama
tímabili.
Reuter
Starfskraftur í sláturhúsi í þýska bænum Herzberg gengur frá Galloway-
nautshræi. Nautinu var slátraö vegna gruns um aö þaö væri smitaö af
Creutzfeld Jacob veikinni. Landbúnaöaryfirvöld í Þýskalandi hafa þegar fyr-
irskipað slátrun á 5.000 nautgripum sem fluttir voru inn til landsins frá Bret-
landi og Sviss og rætt hefur verið um aö nauösynlegt veröi aö slátra allt aö
40.000 gripum til viöbótar. Símamynd Reuter
Gamalt frá Madonnu
Söngkonan Madonna gaf út í
vikunni geisladisk með áður
óbirtum lögum sem hún samdi
og söng á fyrstu ánun ferilsins,
áður en hún varð fræg.
Flugslys
Að minnsta kosti 23 létu lífið í
flugslysi í Senegal en flestir þeir
sem létust voru franskir áhuga-
veiðimenn sem voru að koma úr
veiðiför.
Vill forsetann
A1 Gore, varaforseti Banda-
ríkjanna, undirbýr nú framboð
sitt til embætt-
is Bandaríkja-
forseta árið
2000 fyrir
demókrata.
Skoðanakönn-
un, sem garð
var í janúar,
bendir til þess
að hann myndi fá 53% fylgi þjóð-
arinnar.
Klámmynd
Klámmyndband, sem sýnt er
á spánskri kvikmyndahátíð sem
nú stendur yfir, hefur vakið
mikla athygli því sagt er að að-
alleikkonan í myndbandinu sé
Marilyn Monroe.
Voöaverk
Voðaverk heittrúaðra mú-
slíma i Alsír halda áfram og í
gær fannst 31 persóna skorin á
háls og höfuð skilin frá búk í
bænum E1 Watan.
Innanlandsátök
Skæruliðar Tamíla á Sri
Lanka drápu 24 stjómarher-
menn í gær í vopnuðum átökum
og náðu töluverðum hluta vopna
á sitt vald.
Gassprenging
Gífurleg gassprenging í
gasleiðslu sendi eldsloga 30
metra í loft upp í suðvesturhluta
Rússlands í gær. Tæring er talin
líklegasta orsökin.
Hætta laumuspili
Karl Bretaprins undirbýr nú
að draga mjög úr laumuspili
sínu með ástkonu sinni, Camillu
Parker Bowles, og áformar að
láta sjá sig oftar með henni á op-
inberum vettvangi.
Nýr eftirmaður
Tilkynnt hefur verið að nýr
eftirmaður móður Theresu verði
kosinn innan
eins mánaðar
en móðir
Theresa, sem
er 86 ára göm-
ul, ætlar að
láta af störfum
vegna heilsu-
brests.
Vændi bannað
Forseti Túrkmenistans, Sap-
armurat Niyazov, hefur bannaö
vændisstarfsemi i landinu og
hótar fangelsisvistun þeim sem
brjóta lögin.
Harmleikur
Foringi uppreisnarsinna í
sendiráða Japana í Perú varar
stjórnvöld við því að ef brotist
verði inn með vopnavaldi muni
gíslatakan enda með harmleik.
Samningur
Bandaríkin og Kína skrifúðu
undir verslunarsamning um
sölu á vefnaðarvörum í gær en
löndin hafa átt i deilum i árarað-
ir vegna hagsmunaárekstra.
í fangelsi
Bemard Tapie, franski við-
skiptajöfurinn sem nú er orðinn
gjaldþrota, fer í fangelsi í dag til
að afþlána dóm vegna
skattsvika.
Prestur myrtur
Rómversk-kaþólskur prestur
frá Kanada var myrtur i Rúanda
í gær þegar hann var að taka
sóknarbörn til altaris. Reuter