Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1997 Fréttir Brettaframleiðandi í Garðinum: r>v Fer á hausinn ef verkfall verður á loðnuvertíðinni DV, Suðurnesjum: „Vertíðin hjá mér er fram undan - febrúar er besti mánuður ársins í sölu bretta. Langfest þeirra fara undir loðnuna og einnig mörg und- VIÐHALDSVINNA | ÍW Á ÁRINU 1997 I U F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. og Trésmiðju Reykjavíkurborgar er óskað eftir H verktökum til þátttöku í væntanlegum lokuðum útboðum eða verðkönnunum v/viðhalds- U vinnu á fasteignum borgarinnar á eftirfarandi starfssviðum: Blikksmíði: Loftræstikerfi, rennur og niðurföll, hreinsun loftstokka. fl Múrverk: Múrviðgerðir utanhúss, almennar viðgerðir. Húsasmíði: Almenn viðhaldsvinna utanhúss og innan. Innréttingar: Sérsmíði innréttinga og hurða. U U Pappalagnir: Ymsar viðgerðir og endumýjun á þakpappa. Raflagnir: Almennt viðhald og endurbætur. Pípulagnir: Almennt viðhald og endurbætur. Jámsmíði: Ýmiss konar sérsmíði. Málun: Ýmis viðhaldsvinna og endurmálun. Garðyrkja: Endurbætur á lóðum. R H Dúkalögn: Gólfdúkalagnir. U U Steypusögun: Steypusögun, múrbrot og kjamabomn. y Umsóknareyðublöð fást afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3 og skal skilað á sama 1 stað eigi síðar en mánudaginn 10. febrúar 1997. H Einungis þeir verktakar koma til greina sem staöið hafa í skilum á opinberum og U lögbundnum gjöldum. Peir verktakar sem skiluöu umsóknum á árinu !99.6 bnrfa_aö 1 endumvia umsókn sína. Langar þig að vita flestallt sem vitað er um líf eftir dauðann og hvernig þessir handanheimar líklegast eru, í skemmtilegum skóla eitt kvöld eða eitt laugardagssíðdegi í viku? □ Ef svo er þá áttu ef til vill samleið með okkur og yfir 500 ánægðum nemendum Sálarrannsóknarskólans undanfarin 3 ár. Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar um langskemmtilegasta skólann í bænum sem í boði er í dag. Svarað er í síma skólans alla daga vikunnar kl. 14-19. Kynningarfundir eru í skólanum í dag, laugardag, kl. 14 og sunnudag kl. 14. Allir velkomnir. Sálarrannsóknarskólinn - Mest spennandi skólinn i bænum - t spennandi : Vegmúla 2 s. 561 9015 & 588 6050 Eigum mikiö úrval af boddíhlutum í flestar gerðir bifreiða. Nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum okkar í síma 588 2550 BílavörubúÖin FJÖÐRIN I fararbroddi SKEIFUNNI 2,108 REYKJAVÍK SÍMI 588 2550 ir saltfiskinn. Útkoman byggist mik- ið á tveimur góðum mánuðum hjá mér í loðnunni en síðan er reyting- ur hina mánuðina," sagði Viðir Friðgeirsson, eigandi Brettagerðar- innar Víðis hf. í Garði, við DV. Víðir er á fullu þessa dagana að smíða bretti og koma sér upp lager áður en loðnufrystingin hefst. Hann hefur varla undan þegar farið er að frysta loðnu nema eiga þau á lager. Hann flytur timbrið að miklu leyti inn frá Eistlandi og segir að þar sé besta verðið. Víðir á nokkra trygga, fasta viðskiptavini. „Á öðrum árstíma reyni ég að eiga talsverðan lager og það er mjög dýrt. Ég sel brettið á 730 krónur og 70-80% eru kostnaður við hráefnið, timbrið og nagla. Ég vona að ekki verði verkföll á loðnuvertíðinni þvi þá fer ég hausinn," sagði Víðir. Hann er 64 ára Austfirðingur og hef- ur búið í Garðinum í 10 ár. Hann hóf að framleiða bretti fyrir 3 árum en stundaði áður sjó frá unga aldri og var skipstjóri. Hann leigir 100 m2 húsnæði i Garðinum undir brettastarfsemina og smíðar 15 bretti á klukkustund, eingöngu frystihúsabretti. Hann hyggur á framleiðslu á léttum brett- um sem notuð eru við útflutning á ferskfiski með flugi og hefur nú þeg- ar pantað efni í brettin. -ÆMK Víöir Friögeirsson og Dagbjört Guömundsdóttir. Hún vinnur hálfan daginn viö framleiösluna. DV-mynd ÆMK 103 ára verslunarfyrir- tæki hættir rekstri - Vöruval kaupir Björnsbúö á ísafiröi og rekur nú fjórar verslanir DV, ísafiröi: Verslunin Vöruval á Isafirði verður 10 ára 1. febrúar og á sama tíma hættir 103 ára verslunarfyrir- tæki Björns Guðmundssonar starf- semi og hefur reksturinn verið seld- ur Vöruvali sem opnar þar nýja verslun á afmælisdaginn. Vöruval mun reka verslunina áfram undir nafninu Björnsbúð og er þetta fjórða verslunin sem fyrir- tækið opnar á norðanverðum Vest- fjörðum. Vöruval rekur stórmarkað á Skeiði á ísafirði, litla hverfaversl- un í Hnífsdal, eina verslun í Bolung- arvík auk nýju verslunarinnar, Björnsbúðar. Benedikt Kristjánsson í Bolung- arvík er aðaleigandi Vöruvals og er hann jafnframt stór aðili að verslan- akeðjunni Þín verslun, sem flytur vörur til landsins beint og milliliða- laust til að ná niður innkaupsverði. Afgreiðslutími Björnsbúðar verður lengri en í öðrum verslunum Vöruvals eða til 21 virka daga en styttri um helgar. -HKr. Þéttbýli á Egilsstöðum 50 ára DV, Egilsstöðum Helgi Halldórsson, bæjarstjóri á Egilsstöðum, boðaði til fjölmiðla- fundar nýlega til að kynna dagskrá afmælisárs þéttbýlis á Egilsstöðum en á þessu ári eru 50 ár síðan sveit- arfélagið var stofnað. Má segja að eitthvað verði gert í hverjum mán- uði til að minnast þessa en hæst ber hátíðardagskrá 27.-29. júní. Þá munu forsetahjónin heiðra staðinn með heimsókn. Flutt verður 24 klukkustunda tónverk, sem áheyr- endur fá að taka þátt í, í umsjá Char- les Ross, frumflutningur á söngverki eftir Keith Reed söngkennara, Tjam- argarðurinn verður opnaður form- lega en unnið hefur verið að gerð hans mörg undanfarin sumur. Þá mun Leikfélag Fljótsdalshér- aðs sýna leikritið „Draumur á Jóns- messunótt" og verður sýningin úti á leiksviðinu í Selskógi. Blandaður kór frá Runevik í Færeyjum, vina- bæ Egilsstaða, mun syngja og ótal- margt annað verður á dagskrá, m.a. verður reynt að vekja upp gamla Egilsstaðamenningu. Þann 24. maí kemur saga Egils- staðbæjar út en þann dag fyrir 50 árum voru lögin um stofnun sveitarfélagsins samþykkt. 7. júlí verður hátíðarfundur í bæjar- stjóm en þann dag hélt nýkjörin hreppsnefnd sinn fyrsta fund. Eins og áður segir er eitthvað um að vera í hverjum mánuði. í sept- ember verða kynnt úrslit í ljós- myndasamkeppni um lagafljótsorm- inn. SB Hátíðarnefndin á klettunum framan við Valaskjálf en þar var fundurinn hald- inn. Frá vinstri: Jón Guðmundsson, starfsmaður nefndarinnar, Helgi Hall- dórsson formaður, Ólöf Zóphóníasdóttir, Jónas Jóhannsson og Sigrún Lár- usdóttir. DV-mynd Sigrún

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.