Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1997 45 Kristín Guönadóttir listfræöingur meö eitt Kjarvalsmálverkiö á sýn- ingunni á Kjarvalsstööum. Lifandi land Þrjár sýningar standa nú yfir á Kjarvalsstöðum, yfirlitssýning á verkum Hrings Jóhannessonar, Kjarvalssýning, sem ber heitið Lif- andi land, og skúlptúrsýning á leir- verkum eftir Jónínu Guðnadóttur. Fyrir tveimur árum setti Krist- ín Guðnadóttir, listfræðingur og safnvorður á Kjarvalsstöðum, sam- an sýningu sem hún nefhdi Mótun- arárin í list Kjarvals. Nú hefúr hún sett saman aðra sýningu og einbeitir hún sér að tímabilinu 1931-1945 og stefnir saman á sýn- ingu, sem hún nefnir Lifandi land, öllum helstu öndvegisverkum Kjarvals á þessum tíma auk þess sem hún birtir ítarlega grein um listamanninn í sýningarskrá. Sýn- ing þessi er merkilegur áfangi í rannsóknum á list Kjarvals auk þess sem listunnendur fá hér ein- stakt tækifæri tU að skoða og njóta margra af helstu verkum lista- mannsins. Kjarvalsstaðir eru opn- ir daglega frá kl. 10.00-18.00. Sýningar Sýning framlengd Ákveðið hefur verið að fram- lengja um viku sýningu á nokkrum af síðustu verkum Hrings heitins Jóhannessonar sem undanfarið hefúr staðið yfir í Gallerí Fold við Rauðarárstíg. Sýningin er opin daglega frá kl. 10.00 tU 18.00. Veggskúlptúrar í Gallerí Sævars Karls í síðustu viku opnaði Ólafur Lárusson sýningu á nýjum verk- um. Um er að ræða veggskúlptúra auk handunninna bóka. Ólafúr hefúr áður haldið þrjátíu einka- sýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Afnám heilbrigð- iseftirlits með sjávarafurðum í fyrramálið verður haldinn morgunverðarfundur á vegum Gæðastjómunarfélags íslands kl. 8.30 í Víkingasal Hótel Loftleiða. Gylfi Gautur Pétursson, lögfræð- ingur í sjávarútvegsráðuneytinu, gerir grein fýrir endurskoðun á viðauka I við EES-samninginn og fyrirkomulagi við eftirlit með sjáv- arafuröum frá ríkjum utan EES. Kristin trú í Eþíópíu Dr. Eshetu Abate frá Eþíópíu mun í kvöld kl. 20.30 flytja fyrir- lestur í Strandbergi í Hafnarfirði um kristna trú í Eþíópíu. Samkomur Bridge og söngvaka Á vegum Félags eldri borgara i Reykjavík verður spilað bridge í Risinu i dag kl. 13.00. í kvöld verður söngvaka kl. 20.00. Stjóm- andi er Hans Jörgensson og und- irleik annast Sigurbjörg Hólm- grimsdóttir. ITC-deildm íris heldur fúnd í kvöld kl. 20.00. í safnaðarheimili Þjóðkirkjunnar við Strandgötu. Allir velkomnir. Gaukur á Stöng í kvöld mun ný hljómsveit, sem kallar sig Vestanhafs, leika á Gauki á Stöng. í fararbroddi sveitarinnar er gítarsnillingurinn Björgvin Gíslason. Listaklúbbur Leikhúskjallarans: Gullkorn - með tali og táknum Flutningsmenn Ijóðadagskrárinnar sem ber heitiö Gulikorn - meö tali og táknum. DV-mynd Pétur í tilefiii þess að nú hafa nokkur af fegurstu ljóðum sem ort hafa verið á íslensku verið þýdd á táknmál verður Listaklúbbur Leikhús- kjallarans tileinkaður þessu fram- taki og í kvöld veröa ljóðin frum- flutt. Amar Jónsson, sem er einn fremsti Ijóðalesari á íslenska tungu, hefur valið ljóðin og með honum lesa leikkonumar Helga Jónsdóttir og Edda Þórarinsdóttir. Þrír heyrn- arlausir flytjendur, Hjálmar Öm Pétursson, Júlía Hreinsdóttir og Margareth Hartvedt, flytja þau sam- tímis á táknmáii. Skemmtamr Aldrei áður hefúr verið efnt til opinbers ijóðaflutnings þar sem ljóðin em öll flutt samtímis á tákn- máli. Listaklúbburinn leitaði til Samskiptamiðstöðvar heyrnar- lausra við undirbúning og mun for- stöðumaður stöðvarinnar, Jóhanna Þorvaldsdóttir, flytja nokkur inn- gangsorð. Meðal ljóða sem flutt verða má nefiia Heimþrá Jóhanns Siguijóns- sonar, Vor eftir Stein Steinarr, Trú- arjátningu eftir Ara Jósefsson, Var- úð eftir Jóhannes úr Kötlum og Maístjömuna eftir Halldór Laxness. Dagskráin hefst kl. 21.00. Gengið á Helgafell í nágrenni Hafnarfjarðar eru margar ágætar gönguleiðir og er ganga á Helgarfell ein slík. Best er að hefja gönguna við Kaldársel og er fyrst stefnt að Hlíðarhomi, norð- austurhominu á Gvendarselshæð og komum við þá brátt að norður- endanum í gígaröð frá því um 1075 og er rétt að staldra þar við. Auð- veldast er að ganga á Helgafell að norðaustan eða frá Valahnúkum. Á þefrri leið er hvergi bratt. Fjallið er ekki nema 338 metra yfir sjó en út- sýni þaðan er mjög gott. í leiðinni niður í Kaldársel er ágæít að fara um Helgadal. Umhverfi Fleiri góðar leiðir era á Helgafell, ein er til dæmis upp með norður- hryggnum að vestanverðu, en þar er bratt og verður að fara varlega. Að sunnan era líka góöar leiðir, t.d. upp suðvesturhomið og upp hjá , Ketshtellir HvátshelÍlr Smyrlabúöarhraun Miöhoföi Stakur \ Gjáarétt /N Smyrlabúö g Garöaflatir v£ Kolhóll Búrfell ' ‘Kríhjglóttagjá Iifsh0lt.^v Hundraömetrahellir (pólvefjahelllr) ^ \ / iból Mi arhétllr & HITöarhoi Drrt. ValahnJúkar Ájr. Ker Helgafell RiddarL —--Kastali L Húsfell Strandatorfur Kaplatór \ (JL Hellur Riddaranum, móbergsstrýtunni sunnan á háfjallinu. Riddarinn er notaður sem mið utan af Faxaflóa og sést víða að. Gott er að hafa næg- an tíma sé gengið á Helgafell, þetta 3-5 klukktíma. Heimild: Gönguleiðir á íslandi eftir Einar Þ. Guðjohnsen Margret og Gunnar eignast Litla stúlkan á mynd- inni fæddist á fæðingar- deild Landspítalans 18. janúar kl. 20.43. Hún var við fæðingu 2.671 gramm að þyngd og mældist 51 Barn dagsins dóttur sentímetra löng. Foreldr- ar hennar eru Margrét Róbertsdóttir og Gunnar Gunnarsson. Hún á einn hálfbróður sem heitir Ólafúr Freyr og er hann sex ára. Jamie Lee Curtis leikur móöur sem lendir í óvenjulegum úti- stööum viö börn sín. í straffi Kringlubíó sýnir gamanmynd- ina í straffi (House Arrest) sem fjallar um það hvemig tveir ung- lingar neita að taka til greina þá ákvörðun foreldra sinna að skilja. í fyrstu reyna þeir að kynda undir ástarlogana með því að útbúa Hawaiipartí í kjall- aranum en það partí endar í stríðsyfirlýsingum foreldranna. Krakkarnir gefast þó ekki upp, afsaka sig, segjast ætla upp á loft og læsa á eftir sér. Síðan segja þeir foreldrum sínum að þeim verði ekki hleypt út fyrr en þeir hafi ákveðið áframhaldandi sam- búð. Unglingamir fara síðan í skólann og segja skólafélögum sínum frá aðgerðum sínum og þeim til undrunar virðast allir hrifnir af ákvörðun þeirra enda systkinin ekki ein um að vera frá heimili þar sem styrjaldará- stand hefur ríkt meðal foreldra. Kvikmyndir í helstu hlutverkum eru Jamie Lee Curtis, Kevin Pollak, Jenni- fer Tilly, Christopher McDonald, Wallace Shawn, Jennifer Love Hewitt og Ray Walston. Nýjar myndir: Háskólabíó: Áttundi dagurinn Laugarásbíó: Samantekin ráð Kringlubíó: í straffi Saga-bíó: Dagsljós Bíóhöllin: Kona klerksins Bíóborgin: Kvennaklúbburinn Regnboginn: Koss dauðans Stjörnubíó: Tvö andlit spegils > Krossgátan r~ r- T~ ir n r ? ■\ r r /6 M n RT 13 W* j isr 141 r TT 19 J 51 Lárétt: 1 skömm, 6 þræll, 7 rækta, 8 fugl, 10 mokar, 12 áhaldinu, 15 eirir, 17 látbragð, 18 plássið, 20 flas, 21 kotroskinn. Lóörétt: 1 áttar, 2 þramm, 3 planta, 4 vökvi, 5 vond, 6 samt, 9 gremjuna, 11 tóman, 13 gagnslaus, 14 kyrrð, 16 bók, 19 eyða. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 Varsjá, 8 ota, 9 póll, 10 lif- ur, 12 mó, 13 gó, 15 trauð, 16 grun, 17 góa, 19 larfana, 22 ær, 23 párar. Lóðrétt: 1 volg, 2 ati, 3 raftur, 4 spum 5 jó, 6 álmu, 7 slóða, 11 ragar/ - 14 órar, 16 glæ, 18 óna, 20 fá, 21 ar. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 36 31.01.1997 kl. 9.15 Eininn Kaup Sala Tollnengi Dollar 69,480 69,840 67,130 Pund 111,330 111,900 113,420 Kan. dollar 51,490 51,810 49,080 Dönsk kr. 11,1070 11,1660 11,2880 Norsk kr 10,6920 10,7510 10,4110 Sænsk kr. 9,5890 9,6420 9,7740 Fi. mark 14,2440 14,3290 14,4550 Fra. franki 12,5550 12,6260 12,8020 Belg. franki 2,0547 2,0671 2,0958 Sviss. franki 48,7100 48,9800 49,6600 Holl. gyllini 37,7300 37,9500 38,4800 Þýskt mark 42,4000 42,6200 43,1800 ít. líra 0,04301 0,04327 0,04396 Aust. sch. 6,0230 6,0600 6,1380 Port. escudo 0,4224 0,4250 0,4292 Spá. peseti 0,5010 0,5042 0,5126 Jap. yen 0,56910 0,57260 0,57890 írskt pund 110,280 110,960 112,310 SDR 96,10000 96,68000 96,41000 ECU 82,0200 82,5100 83,2900 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.